Þjóðviljinn - 16.12.1975, Blaðsíða 7
■ Þriðjudagur 16. desember 1975. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7
Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Islands 11. desember
SIGURSVEINN
MAGNÚSSON
SKRIFAR UM
TÓNLIST
Hljómsveitin studdi af alefli
allan timann. Það kann að vera
vegna erfiðrar staðsetningar
slagverksins hve mikið bar
stundum á milli, en allir lögðu sig
greinilega mikið fram til að gefa
verkinu þann lifskraft sem það
krefst, og taumlaus fagnaðarlæti
i lok tónleikanna sýndu að flytj-
endur höfðu árangur sem erfiði.
Hreinritað sunnudaginn 14.12. ’75
Sigiu-sveinn Magnússon
Taumlaus fagnaðar-
læti í lokin
Stjórnandi:
Karsten Andersen
Einsöngvarar:
Ólöf K. Harðardóttir
Garðar Cortes
Þorsteinn Hannesson.
Verkefni:
W.A. Mozart:
Sinfónía nr. 41 i C-dúr
(Júpiter)
Carl Orff:
Carmina Burana.
Canciones profanae.
Veraldlegir söngvar fyrir
einsöngvara kór og hljómsveit.
Söngsveitin Fflharmónia
og Háskólakórinn
Kórstjóri: Jón Asgeirsson
Júpiter-sinfónian er siðust sin-
fónia Mozarts. Hún er samin á
timum mikilla þjóðfélagsbreyt-
inga i Evrópu, breytinga sem
höfðu mikil áhrif á listsköpun
þeirra tima. I verkum Mozarts og
Beethovens eru þessi áhrif afar
skýr. Það er auðheyrt á siðustu
verkum Mozarts að þar er ekki
mælt neinni tæpitungu, heldur
málað sterkum litum, og þó aust-
urriskur finleiki sé auðvitað langt
frá þýskri harðneskju Beet-
hovens, þá nálgast þetta mjög
þegar dregur að endalokum i lffi
Mozarts.
Það er ekki fritt við ofurlitla
óperuforleiks-tilfinningu I flutn-
ingi Júpiter-sinfóni'unnar á þess-
um tónleikum, stórbrotið efnið og
talandi linur sjá um það. Stjórn-
andinn, Karsten Andersen, hélt
þó nokkuð i skefjum dramatisk-
um framgangi, sérstaklega i öðr-
um þættinum, en hélt samt góðu
jafnvægi og heildarsvip. Þriðji
þátturinn var nokkuð hægur, en
hamrað svipmót hans var þægi-
leg tilbreyting frá lagrænum
andante-þættinum á undan. 1
fjórða þættinum beitir Mozart
öllu margslungnari brögðum, og
viröist þar sameina i eitt bæði
hljómrænan og fjölradda stil i
fúgatói gagnfærslunnar. Þar
verður nokkuð erfiðara að draga
út aðalatriðin, og riðlaðist nokkuð
það góða jafnvægi sem haldist
hafði. í heild var sinfónian annars
mjög vel spiluð, þó svalur and-
blærhefði mátt vikja fyrir ofurlit-
ið meiri skaphita.
Varla er hægt að hugsa sér
meiri andstæður i einu konsert-
prógrammi en sinfóniu eftir
Mozart annarsvegar og Carmina
Burana eftir Carl Orff hinsvegar.
Samið á fimmta tugi aldarinnar
endurspeglar það margt sem á
seyði var á þessu timabili. Þó að
mörg tónskáld aðhylltust notkun
þjóðlaga i verkum sinum, hefur
Orff þar nokkra sérstöðu, hún er
aðallega fólgin i þvi hve hann tefl-
ir fram stórum einingum; þeim
má e.t.v. skipta i þrennt, þ.e. lag,
rytma, og frumstæðar hljóð-
myndir. Allt skartaði þetta sinu
fegursta á þessum tónleikum.
Það fyrsta sem vakti athygli var
kórinn, söngur hans var laus og
léttur, og gagnstætt þvi sem oft
vill verða þá barst hann vel um
salinn. Erfiðar rytmiskar bunur
virtust auðveldlega yfirstignar,
og eins og hæfir þessari tónlist og
textanum var glaðværðin i fyrir-
rúmi. Það er auðfundið að undir-
búningur kórsins er góður og á
stjórnandi hans Jón Ásgeirsson
mikið lof skilið.
Ólöf Harðardóttir söng sópran-
hlutverkið og kom þægilega á
óvart. Hún hefur mjög áferðar-
fallega rödd og gott vald á tónin-
um sem barstvel. ólöf er án efa á
góðri leið með að verða ein af
okkar betri söngkonum, þó ekki
hafi hún hingað til látið bera m ik-
ið á sér, en vonandi breytist það
eftir þá ágætu frammistöðu sem
hún sýndi þetta kvöld. Garðar
Cortes söng tenórhlutverkið, en
það krefst mikillar tækni og
áræðis þar sem söngvarinn þarf
að leita langt út fyrir sitt tónsvið.
Garðar hefur trausta rödd og
einnig söngstil sem fellur vel i
geð. Hann brást ekki góðum von-
um hlustenda, en yfirsté allar þær
fjallháu hindranir sem fylgja
þessu hlutverki og gerði þvi ágæt
skil. Þorsteinn Hannesson virtist
ekki vel fyrir kallaður og naut sin
ekki sem skyldi i hlutverki bari-
tónsins. Tónn hans er nokkuð
viður og var oft á tiðum undir
réttri tónhæð, sem getur verið af-
ar þreytandi fyrir hlustandann,
þetta á þó aðeins við um þá þætti
sem kröfðust meiri tónstyrks þvi
að i þættinum Dies, nox omnia féll
röddin skyndilega i allt annan
faryeg, varð þétt likt og flautu-
tónn og aðlagaðist mun betur um-
hverfinu.
Að siðustu vil ég ekki láta hjá
liða að minnast á ágæta frammi-
stöðu þeirra karla sem lýstu þvi
hvað piltur og stúlka gera ein
saman i klefa, þar var sannarlega
friskleg tilbreytni og ágætlega
með farið.
Karsten Andersen
JÓLATRÉN
KOMIN ■
eru
Tegundir jólatrjáa
DANSKT RAUÐGRENI
ÞÝZ|KT BLÁGRENI
DAhiSKUR ÞINUR
Jólatrjánum er öllum pakkað
í þartil gerð nælonnet. Ngs
Það er fótur
fyrir því, að fallegustu
jólatrén séu i ALASKA