Þjóðviljinn - 16.12.1975, Blaðsíða 9
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 16. desember 1975.
Þriðjudagur 16. desember 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍDA' 9
Þriðji hluti
— Fjöl-
breytt
breytilegt
hugarfar
almennings
Einræðisherrann og eftirmaðurinn.
m mswm mums m «r (*A*xis7A-twœw
mmmnm
* Pfatlmmvtí A-toAkw ««>« proyisdalMm aeto* Uworlilw
LA SENORA
Kona Francos horfir mædd á myndir af nýhandteknum marxleninistum meðan
heilsufar eiginmannsins er „við það sama”. Handtökur og bönn jukust mjög, þegar
ungi prinsinn tók við völdum.
Börnin iæra sögu landsins á torgum. Eitt helsta verk Francostjórnanna var að koma
á almennri fræðslu, sigra ólæsið og koma á almennri læknaþjónustu sem er á margan
hátt fullkomnari en sú, sem við búum við.
Húsið á horni Friðargötu og Kauphallarstrætis I rúst. Ástand þess er á engan hátt
táknrænt. Þótt Franco deyi verður haldið áfram að fylgja stefnu hans og kauphallirnar
munu ekki missa móðinn fyrst um sinn.
DAUÐI FRANCOS
ABC, blaö konungssinna, birtir
á fremstu innsiðu stóra teikningu
af likama leiðtogans. Þar eru öll
hans innyfli, og sýnt með dökkum
dilum, hvar þau eru sjúk. Lýsing-
ar á sjúkdóminum eru á „lækna-
máli”, sem fæstir skilja. Það er
latinuskotin spænska, einkar
tæknileg. Sala orðabóka eykst.
Fólk reynir að ráða fram úr
læknamálinu. Sala timarita og
talnabanda eykst einnig, og dag-
blöðin eru rifin út. Verslunin
eykst kringum veikindi Francos.
Og nú fer almenningur að bjööa
úr sér liffærin, svo að þau veröi
grædd I þjóöarleiðtogann. Fólk
leggur á sig allslags pisiir. Það
flengir sig á almannafæri, refsar
holdi sinu i grið, og kannski með
ergi. Sumir lemja sigmeö prikum
i portum. Fólk heldur, að löngun
þess til að kveljast geti rekið illa
anda veikindanna úr helgu holdi
leiðtogans.
Þó eru til örfáar undantekning-
ar. Atta félagar V. þings ETA,
byltingarsamtök kommúnista,
eru handteknir i San Sebastian.
Þeim er gefið að sök dreifing
flugrita, sem hvetja „framleið-
endur”, sem er fint orö fyrir
verkamenn, til að gera pólitisk
verkföll. Flugritin hvetja fólk um
leið að mótmæla úti á götu, i stað
þess að bölva i einrúmi, þar sem
enginn heyrir til þess, eins og
tiðkasthefur á Spáni og gert þjóð-
ina að þeim voðalegu gungum,
sem ekki veröur með orðum lýst,
og hálf geðveika. Afleiðing
stjórnarfarsins liggur á sinni
hvers landsbarns — þjóðin er
formlaus og viljalaus lýður. Ein-
kennin eru fúlt geð, luntaleg hug-
sýki. Fólk er ýmist ofsakátt og
ætlar allt að drepa með kætinni,
sem endar oft i gráti, eða alger
lega svartsýnt. Það heldur ó-
bundna sérvisku siíia vera skap,
þrjóskuna einstaklingshyggju,
ruglingslegt hugarfar sköpun. Ef
lýsa ætti spænsku þjóðinni I fáum
orðum, yrði það best gert með
„hugsjúk þjóð”. í landinu eru
(samkvæmt ófullgerðum skýrsl-
um) um þrjár miljónir áfengis
sjúklinga, „þótt vin sjáistaldrei á
nokkrum manni”, 80 þúsund
smáþjófar sitja i fangelsi, og
vandamál vangefinna (sem er oft
sjúkdómur af andlegri þjáningu,
bælingu og lifsflótta fólks, sem
þykist, af einhverjum veikluðum
gorgeir láta sér standa á sama
um, hvernig allt veltist) er óskap-
legt, að sögn lækna. Sálfræðingur
einn í Madrid hefur sagt mér, að
flestir ibúar heilla héraða nálgist
það að vera geðveikir. Sjúkdóm-
urinn stafar oft af einangrun,
andlegri fátækt, félagslegri löm-
un, ótta og ást á bæjarhólnum sin-
um. Spánverjanum er, eins og
okkur, hræðilegt andlegt áfall,
verði hann að vikka sjóndeildar-
hring sinn. Meöal verkafólks birt-
ist truflun þessi i algerri örvænt-
ingu og andlegum dauða, en
borgarastéttina þjáir þunglyndi.
Stór hluti stéttarinnar gengur
undir sérstaka aðgerð, sem heitir
„i dropatali”, það er lyf jum gegn
þunglyndinu er dælt i æð.
Eiturlyfjaneysla er einnig mjög
útbreidd meðal borgarastéttar-
innar. Rúmlega tvö þúsund eitur-
lyfjasalar hafa verið handteknir
það sem af er árinu, og hundruð
tonna af hassi og öðrum hugar-
krásum hafa verið gerð upptæk.
Allt eru þetta einkenni vanþróun-
ar og bælingar á öllum sviðum.
OgSpánverjarerusvoilla staddir
ogófróðirum kynferðislif, að liða
mundi yfir lesendur, færi ég að
lýsa þvi. Einkum ber á svonefnd-
um „kulda”, eða réttara sagt
„hraðfrystingu” meðal spænskra
kvenna. Þær eru langt frá þvi að
vera gæddar þvi heita blóði, sem
útlendingar hafa gefið þeim.
Heita blóðið er einungis bældur
tryllingur jómfrúarinnar, sem
heldur dauðahaldi i meyjarhaftið.
Fyrir rúmum mánuði birtu öll
dagblöð landsins ályktanir
prestastefnu landsins um sjálfs-
fróun, þar sem hún var talin vera
afar heppileg við vissar aðstæður,
til að hindra syndir og kynmök I
ótima. Flest dagblaðanna veigr-
uðu sér að birta reglur um aðferð-
ir við sjálfsfróun, sem komu frá
prestunum. Sérfræðingar i sjálfs-
fróun spænsku þjóðarinnar álitu
regiurnar vera miklu frjálslynd-
ari en áður, einkum þau atriði,
sem snertu eiginmenn, ef konan
liggur sjúk. Vændi karla og
kvenna er algengt.
Lýst er yfir hernaðarástandi i
Spænsku Sahara, útgöngubann er
i höfuðborginni Aaiún (framb.
æjún), þvi að Hassan II. heldur á-
fram að leika Tassan apabróður
og neitar að stöðva „vonargöng-
una”. Um hádegið berast þær
fréttir, að farið sé að flytja ó-
breytta borgara til Kanarieyja.
Flutningar ganga erfiðlega,
vegna þess að spænsku ibúarnir
vilja flytja með sér lik ástvina
sinna úr kirkjugörðunum. Unnið
er af kappi dag og nótt að mylja
bein hinna látnu og leggja þau i
flutningshæf skrin.
Engin stjórnarákvæði hafa ver-
ið undirrituð I marga daga, vegna
þess að Franco er of máttfarinn
til að geta haldið á penna. Stjórn-
in lamast. Ýmsar raddir heimta,
að fenginn verði nýr þjóðarleið-
togi til bráðabirgða, og augun
beinast að höllinni Zarzuela, þar
sem spánarprinsinn býr.
Rafael Valverde i Malaga,
gömul kempa og fyrrverandi
kokkur Francos i Alhúcema,
Marrokko, 83 ára að aldri og
staurblindur, kveðst vilja gefa úr
sér hjartað, svo aö hershöföing-
inn hans geti haldið áfram að lifa.
Fréttin birtist i blaðinu Spánarsól
i Malaga.
Klukkan átta um kvöldið skipu-
leggur aðalskrifstofa falangista
mikla talnabandamessu i kapellu
E1 Pardo. Kona Francos er við-
stödd messuna og rúmlega þús-
und biðjendur. Beöið er fyrir
Franco I ákafa. En batinn lætur á
sér standa, svo að krafister þess,
að möttull Meyjarinnar frá
Gaudalúpe verði fluttur i skyndi
til Madrid og lagður á sjúkrabeð-
inn, þannig að kraftur hans sam-
einist undramætti möttuls
Meyjarinnar á súlunni.
Trúarofsinn er svo mikill, að
nokkrir erlendir blaðamenn á
vaktfyrir utan hallargarðinn fara
aö hlæja. Alþýðulögreglan minnir
þá á, að þetta sé stund þjáninga
og ekkert hlátursefni. Og hún ver
siðan blaðamennina fyrir tauga-
spenntum lýðnum, sem kvakar til
guðs og reynir að rifa útlending-
ana i tætlur fyrir helgispjöll.
Nokkrir blaðamenn eru þegar
reknir út á flugvöll af lögreglunni
og sendir heim með næstu flug-
vél.
Kvöldblöðin færa þær fréttir, að
litur hafi færst i andlit hins tigna
sjúklings. Enginn fær aö heim-
sækja hann, aðrir en nánustu ætt-
ingjar, svo að hann verði ekki fyr-
ir geðshræringu. Leyfið nær þó
hvorki til systur hans né bróður.
Nú fer herbergi Francos að
fyllast af helgitáknum og visinda-
tækjum. Þar eru möttlar Meyj-
anna frá Guadalúpeog Zaragoza.
Sendinefnd frá Sevilla hefur fært
honum mynd af Meyjunni frá
Macarena. Á náttborði hans Iigg-
ur órotnaður handleggur heilagr-
ar Teresu frá Avila. sem lést 1582
og var limuð sundur og hinir
ýmsu likamspartar lagöir i helgi-
skrin og dreift um Spán, en sjálf-
ur biíkurinn liggur órotinn i Alba
de Tormes. Presttirinn Javier de
Santiago hvetur alla landsmenn, I
helgistund sjónvarpsins, að fara
aldrei i háttinn án þess að biðja
áður fyrir Franco.
I.andið liður sálarkvalir.
Taugaspennan er mikil, og fjöldi
blaðamanna fellur i valinn við
skyldustörf framan við hallar-
garðinn. Banameinið er hjarta-
slag. En hjarta Francos heldur á-
fram að slá með aðstoð vélanna.
Hökt þess vex með kvöldinu og
þvi fylgja miklar kvalir. Hjarta
verðbréfa kauphallanna hoppar
af kæti um 2.82 stig. „Þessi hækk-
un og viðbrögð eru heillavænleg
og jákvæð,” segir einn braskar-
inn. En hjartavöðvi Francos
bregst nokkrum sinnum. Franco
elnar sóttin. Um miðnættið sefur
sjúklingurinn samt rólegum
svefni með aðstoð deyfilyfja.
30. október. Þennan dag veita
læknarnir þvi athygli, að blóðrás
sjúklingsins er farin að streyma
fram með æðunum. Merki um
æðastiflun er rétt hjá botnlangan-
um. I fyrstu var haldið.að Franco
hefði fengið botnlangabólgu. Það
reyndist rangt. Blóðrásin starfaði
að mestu gegnum háræðakerfið.
Kerfið þoldi ekki þetta mikla á-
lag.ogæðarnarþöndustút. Þegar
svo er komið verður blóðþrýst-
ingnum ekki með orðum lýst. Lik-
lega hefur leiðtoganum fundist
hann ætla að kafna. Hann er ekki
með fullri rænu. Augun eru þanin
og skelfingu lostin, en leiðtoginn
getur sig hvergi hreyft.
Klukkan hálf niu segja fréttir
fjölmiölanna.aðtappað hafi verið
af honum vatni.
31. október. Þennan dag tekur
prinsinn við stjórnartaumunum.
Forsætisráðherránn, Arias, beitir
11. grein svonefndra laga um „lif-
ræna lagaskipan rikisins”.
Þegar prinsinn er kominn að
völdum I forföllum situr hann i
forsæti ráðherrafundar I höllinni
Zarzuela.
„Þjóðarleiðtoginn er trúmaður,
eins og ég,” segir verkamaður,
sem setið hefur næringarlaus i
fjóra sólarhringa fyrir utan hall-
argarðinn, „og þess vegna trúir
hann á kraftaverk.”
Fréttir herma, að heilsufar
Francos fari yfirleitt batnandi og
betri litur færist i andlit hans.
Franco drekkur talsvert af mjólk
og ræðir við fjölskyldu sina. Frú
hans er sögð liggja látlaust á bæn
i hallarkapellunni, og 2500 manns
leggst á bæn á fjöldasamkomu i
Almeriu.
Það sem af er október hafa 50
menn verið handteknir i Baska-
héruðunum.
Héraðsstjórnin i Barcelona
sendir konu Francos, i tilefni 42
ára afmælis falangistahreyfing-
arinnar, einróma samþykkt um
aðdáun á trygglyndi hennar við
eiginmann sinn, og strengir þess
heit að framvegis muni hún beina
þannig bænum sinum til guðs, að
hann veiti trúrri eiginkonu styrk
og eiginmanninum bata.
1. nóvember hafa blöðin reikn-
að það út, að meðalaldur forfeðra
Francos er 71 ár, þegar miðað er
við aldur fjögurra kynslóða.
Franco hefur þvi fyrir löngu sleg-
ið aldursmet, og nú sannar hann
spænsku þjóðinni, að hann er ekki
einungis andlegt ofurmenni, held-
ur einnig likamlegt, þvi að hann
þolir sinn sjúkdóm öllum mönn-
um betur. Læknar halda þvi
fram, að Franco sé að brjóta blað
isögu læknisfræðinnar, sem verði
nú að endurskoða frá grunni, þvi
að hann fékk blóötappa i garn-
himnuna, sem til þessa hefur
ævinlega leitt til snöggs dauða, en
þjóðarleiðtoginn hefur lifað af
þann tappa, eins og ekkert væri.
Og spænskur heimspekingur
heldur þvi fram, að „hugtökin” lif
og dauði verði ekki þau sömu og
þau hafa verið i sögu mannkyns-
ins, eftir að veikindunum ljúki
annað hvort með lifi eða dauða.
Sjúkdómar hafa reyndar alltaf
endað á öðru hvoru. Nema
Franco eigi eftir að vera lifandi
lik. Það óttast ekki örsmár hluti
þjóðarinnar,sem heldur, að henni
verði stjórnað af liki með véllif-
tóru.
Fyrir nokkrum mánuðum voru
sett ný lög um verkfallsrétt, og
verkföll leyfð i landinu, ef bæði
verkamenn og atvinnurekendur
sættust á, að verkfall sé eina
lausnin. Góöur rómur var gerður
að þessu stóra stökki i átt til já-
kvæðrar lausnar á vandamálum
vinnandi stétta. En nú hendir það
einkennilega, að fyrsta löglega
verkfallið i Zaragoza er bannað á
þeirri forsendu, að það sé ólög-
legt.vegna þess að það er löglegt.
Skýrslur læknanna um liðan
Francos herma, að ýmist hvilist
hann með eðlilegum hætti, eða
hann fær magablæðingu, sem er
stöðvuð með lyfjagjöf. Skýrslurn-
ar eru undirritaðar af 25 læknum.
2. nóvember. Þennan dag flaug
spánarprins skyndilega til Aaiún,
höfuðborgar Spænsku Sahara,
þótt prinsessan Sofia, sem er ætt-
uð af Grikklandi, ætti 36 ára af-
mæli. Að sögn blaða er hún imynd
æsku ungrar þjóðar, þótt venju-
lega telji þau spænsku þjóðina
vera forna, og bæta þvi við, að
hún sé menningarþjóð. Blað fal-
angista, Arriba, segir að engin
veisla hafi verið haldin i höllinni.
Væntanleg konungshjón Spánar
eru hvort tveggja, látlaus og nú-
timaleg. Þau fara allra sinna
ferða, án þess að borgin sé lömuð
af lögregluvernd, eins og þegar
Franco er á ferðinni. Prinsinn ek-
ur jafnan sinum eigin bil, og
prinsessan hefur bilpróf. tbúar
Madrid meta þetta af alhug og
klappa ákaft yfir þessu litillæti.
En lyður borgarinnar hefur ævin-
lega verið dyntóttur og efamál að
hjá honum finnist alhugur,heldur
hálfur hugur og breytilegur, þótt
staðviðri séeinkenni veðurfarsins
á hásléttunni. Sem dæmi um ibú-
ana höfðu þeir varist herjum
Francos mánuðum saman og
drýgt ótal hetjudáðir við vörn
borgarinnar á dögum horgara
styrjaldarinnar, en þegar vömin
brast, fögnuðu þeir fjandmönnum
sinum jafn ákaft og þeir höfðu
barist gegn þeim. Og eitt sinn á
liðinni öld, þegar ibúarnir höfðu
gert eina af sinum fjölmörgu
byltingum og gert konunginn
landrækan, en kóngur kom samt
aftur, þá hrópaði alþýðan framan
við konungshöllina: Við heimtum
aftur á okkur hlekkina! Og hún
varð fræg af i sögunni.
Alþýðan hefur jafnan fjöl-
breytilegt hugarfar. Hún getur
hvort tveggja i senn formælt og
fagnað f jendum sinum. Og þannig
eiga sveitamenn að vera.
Það er að frétta af prinsinum,
að i Aaiún heldur hann ræðu og
segir, „að allt verði gert til þess
að herinn okkar haldi heiðri sin-
um og sæmd óskertum.. ég er
kominn til að standa við hlið ykk-
ar i nokkrar stundir... ég vil vera
fremsti hermaður Spánar”. Að
svo mæltu veitti hann Rafael
Cardenas, lögreglustjóra héraðs-
ins (landið er ekki talið vera ný-
lenda) Heiðursmerki hersins sem
er æðsta heiðursmerki veitt á
friðartimum.
Talið er vist, að skyndiheim-
sókn prinsins hafi stöðvað grænu
vonargönguna, og hann hlýtur
hrós fyrir að hafa skotið Hassan
skelk i bringu og sýnt tvimæla-
laust, að spænska þjóðin er hug-
rökk og lætur ekki ógna sér.
Prinsinn verður nú frægur af, og
ást þjóðarinnar til hans vex.
Hann er ekki sá hveitibrauös -
drengur, sem hún hélt hann vera.
Innvortisblæðing Francos
eykst og er stöðvuð til skiptis.
Hann er sagður hvilast með eðli-
legum hætti.
3. nóvember. En meðan fjöl-
miðlarnir endurtaka fréttina um
hvfld Francos, hefur hann fengið
allsherjar magasár. Ollum hjálp-
artækjum er beitt, bæði vélum og
helgum dómum. Allt bregst. Nú
eru góð ráð dýr. Uppskurður er á-
kveöinn i skyndi. En hvar á að
skera höfðingjann? Franco þolir
ekki flutning i sjúkrahús. Akveð-
ið er að skera hann I herskála i 200
metra fjarlægð frá höllinni.
(Italskir blaðamenn segja skál-
ann vera hins vegar fullkomnustu
skurðstofu búna góðum tækjum.)
Rafmagnið er að mestu tekið af
þorpinu kringum höllina. Spenn
an er notuð til að næra skurð-
lampana. Þrefaldur lögreglu-
vörður er settur um höllina, óg
miklum fjölda skurðlækninga-
tækja er ekið til skálans úr
sjúkrahúsinu Francisco Franco.
Læknirinn Hidalgo stjórnar að-
geröinni. Nýtt svæfingartæki af
gerðinni Armstrong er flutt frá
sjúkrahúsinu La Paz.
Hnifurinn lýkur upp þembdum
kviði þjóðarleiðtogans. Maginn er
alþakinn sárum, sem lyfin gegn
blóðtöppunum hafa étið á slim-
húöina. Sárin voru sextán, eins og
seinna kom i ljós við talningu.
Hidalgo saumar saman sárin.
Siðan tekur sjúkrabill við sjúk-
lingnum, svo lyftan og sjúkra-
rúmið.
Niu litrar af blóði voru notaðir
við uppskurðinn. Það er helmingi
meira blóð en er i likama venju-
legs manns. Nýrun gáfu sig auð-
vitað við þessa miklu blóðgjöf.
Þau hættu að sia, og eftir upp
skurðinn streymdi þvag inn i æð-
arnar. Þá var gervinýranu beitt.
Einnig var gripið til öndunar-
tækisins. Franco andar nú gegn-
um slöngu. Það þurfti að gripa
þráfaldlega til hjartaörvarans
meöan á uppskurði stóð.
Að skurðaðgerð lokinni ók hátt-
settur embættismaður frá höll-
inni. Hann var auösæilega i miklu
uppnámi. Þegar bifreiðin hafði
ekið gegnum hallarhliðið, opnaði
embættismaðurinn glugga og
hrópaði til lýðsins:
Hann var skorinn! Allt er i lagi!
En leggist nú á bæn og biðjið, eins
og sannkristinni þjóð sæmir!
Embættismaðurinn þurfti ekki
aö endurtaka skipunina. Fólkið
fleygði sér niður, þar sem það
stóð kvefað i kuldanum með
talnabandið við höndina, og ómur
bæna og avemariuversa leið eins
og létt gufa frá munni trúaðra i
kuldanum. Hákristin köllin stigu
siðan uppafstéttinnitilhimna, og
hafi guö ekki heyrt þau, þá er
hann heyrnarlaus.
Þegar mest á dundi, ráku
nokkrir belgiskir blaðamenn upp
rokna hlátur yfir skripalátum
lýðsins, sem engdist i kristnum
flogum, ákveðinn i að ná hlustum
guðs. En fyrir vikið var blaða-
mönnunum vikið kurteislega úr
landi af Alþýðulögreglunni, sem
hirti einnig filmurnar úr mynda-
vélunum þeirra. Næsta dag baðst
belgiska sendiráðið i Madrid af-
sökunar á hegðum blaðamann-
anna og belgiska sjónvarpsins.
7. nóvember. Fram til þessa
dags, frá uppskurðinum að telja,
höfðu allar skýrslur læknanna
verið sama eðlis, ástand sjúkl-
ingsins er óbreytt, hann hvflist.
Maður einn, sem hitti yfirmann
lifvarðarsveitar Francosskömmu
fyrir hádegi hermdi það eftir
honum, að brátt kæmist Franco á
fætur og gæti farið að liggja i sól-
baði ihallargarðinum. Skálað var
fyrir þvi i roðnu frönsku kampa-
vini I einum stærsta banka
Madrid.
En skyndilega, liklega meðan
skálað var fyrir „lengi lifi leið-
toginn”, elnaði honum sóttin.
Klukkan hálf tvö lamaði lögregl-
an allan norð-austur hluta höfuð-
borgarinnar og hélt opinni leið,
með miklum vigbúnaði, milli
hallarinnar E1 Pardo og sjúkra-
hússins La Paz. Auðsætt var.
vegna þessara miklu aðgerða, að
eitthvað mikið var i vændum.
Klukkan þrjú hélt löng lest
sjúkrabifreiða eftir þrælvarinni
leiðinni. 1 einum vagnanna ók
Franco. Hinir óku tómir, eða
hlaðnir tækjum og lögreglu. Löng
lestin var til þess gerð að rugla
væntanlega árásarmenn, sem
hygðu á sprengjuárás.
Þegar klukkuna vantaði fimm-
tán minútur i fjögur var Franco
ekiðbeint úr sjúkravagni á skurð-
arborðið. Þá hafði öll önnur hæð
hinnar miklu sjúkrahússbygging-
ar verið tæmd af öryggisástæð-
um, og allt fylltist af lögreglu-
mönnum,bæði einkennis- og óein-
kennisklæddum. Ástæðan fyrir
skyndiflutningnum var allsherjar
blæðing.
Morgunblöðin höfðu hresst
þjóðina með þvi, að heilsufar
sjúklingsins væri örlitið skárra. t
máli Sahara var það eitt að
frétta,að90 þúsund Marokkobúar
höfðu lagst á bæn kvöldið áður
fyrir framan gaddavirsgirðingar
jarðsprengjusvæðis spænska
varnarliðsins og beðið ákaft til_
Alla. Mikill apaher var hafður i
taumi. Honum átti að hleypa út á
jarðsprengjusvæðið, svo að ó-
breyttir borgarar kæmust yfir
þaðósærðum fótum. Göngumenn
höfðu einnig meðferðis mikil bý
flugnabú, og átti að senda býflug-
urnar á spænska herinn, liklega
til að bita hann til bana. Haldið
var, að „förumennirnir” mundu
hefja árás að bænahaldi loknu.
Spænska rfkisstjórnin skaut á
skyndifundi um málið. Akveöið
var að verjast árás til siðasta
manns. Spænski herinn er mjög
hraustur i munninum þessa dag-
ana.
En allt endaði vel, bæði upp-
skuröurinn og bænahaldið. Að
báöum loknum hafði vindurinn
farið úr Hassan og innyflum
Francos. Og þegar læknirinn
Hidalgo hafði lokið við að nema
burt kaunum hlaðinn magann, fór
hann i kaffistofu sjúkrahússins til
að fá sér þar samloku og hress-
andi lútsterkt kaffi, eins og skurö-
lækna er siður aö lokinni vel-
heppnaðri aðgerð, i félagsskap
ljóshærðustu og brjóstamestu
hjúkrunarkonunnar. En meðan
Hidalgo beið eftir samlokunni,
gat hann ekki varist gráti, heldur
lagðist fram á borðið og
kveinaði: Þetta er svo sárt.... svo
ægisárt!
8. nóvember. Blöðin birta stór-
fyrirsagnir: Franco skorinn á ný!
ABC, blað konungssinna, birti
heljarmikla teikningu af maga
þjóðarleiðtogans, þar sem hann
lá sundurskorinn og saumaður i
einhverju gumsli æða og tauga,
sem lak úr honum, likast slori,
svo að öll þjóðin gæti séð, hvernig
ástkær magi leiðtogans hafi verið
leikinn: aðeins svolitill bleðill lik
ur trekt, hékk við vélindað.
Magakrili þetta, á stærð við fó-
arn, átti nú að nægja leiðtoganum
til að mylja fæðuna. Til allrar
hamingju hefur leiðtoginn ævin-
lega verið spar við sig i mat og
drykk. Aðeins þrir lítrar af vini
hafa farið gegnum lifrina i hon-
um, samkvæmt fréttum, og þess
vegna er hún glær, sem
marglitta, og algerlega ó-
skemmd. Blöðin fóru mjög ljóð-
rænum orðum um lifrina, sem
þola ekki þýðingu. Það skemmir
ekki að geta þess, að teikning
blaðsins var tekin úr læknariti '
Netters.sem ber heitið „Melting-
arkerfið”.
Blaðið Arriba, málgagn falang-
ista, birti hins vegar mynd af
sjúkrarúmi yfirhershöfðingjans,
sem flutt var til sjúkrahússins og
er talið vera fullkomnasta
sjúkrarúm i heimi, einslags nudd-
og fimleikarúm, búið titrpúðum,
sem hrista hverja þreytuögn úr
likamanum og máir streitu hug-
ans með ómlækningum.
t ABC er einnig löng grein um
sögu Alþýðulögreglunnar, og önn-
Mt" stw
m
GUÐBERGUR
BERGSSON
SKRIFAR
FRÁ SPÁNI
ur um Vopnuðu lögregluna.
Greinunum fylgja myndir, þar
sem alþýðan faðmar bæði þjóna
lögreglunnar sinnar og þeirrar
vopnuðu, á föðurlandsfundinum
góða, þann 1. október, i þakklæt-
isskyni fyrir varðstöðu þeirra
gegn óvinum ættlandsins. Al-
þýðulögregla hefur verið til á
Spáni, að sögn blaðsins, frá þvi á
fimmtándu öld. 1 upphafi var hún
bræðralag, en sifellt við sömu
störf, að verja alþýðuna gegn ó-
hollum áhrifum, og ber alþýðan
þess sannarlega merki. Hún er
einkar vel varin, einkum i kollin-
um. Arriba birtir, eins og blaðið
vilji undirstrika þetta, mynd af
konunni, sem baöaði i gær út
höndunum framan viö sjúkrahús-
iö, þegar fréttir bárust af flutn-
ingnum, og hrópaði: Lengi lifi
heilagur leiðtogi Spánar!
Hollustan i huganúm var að
sjálfsögðu vel þegin, en lögreglan
þaggaði samt hrópin, og bað kon-
una að hugsa heldur til leiðtog
ans i þögulli bæn, hróp gætu vakið
hann. Franco væri nú þungt
haldinn og hvildarþurfi.
En hvorki hróp þegnanna né
endurlifgunartilraunir læknanna
hafa getað vakið Franco, sem
hvflist stöðugt, samkvæmt til-
kynningum læknanna, en hefur
aldrei komist til meðvitundar.
Innvortisblæðingarnar hófust á
ný,og Franco var skorinn i þriðja
sinn. Aður en það var gert, athug-
uðu læknarnir með heilariti,
hvort hann væri raunverulega
enn á lifi. Eitthvert lif bærðist
með honum, en uppskurðurinn
var samt eins konar krufning.
Andrúmsloftið er þjakandi.
Blaðamenn hrynja niður úr
taugaspennu og hjartaslagi. Þótt
gerð sé á þeim smærri aðgerð en
á Franco, og af sömu læknum og
stunda hann, tekstekki að bjarga
lífi þeirra. Þetta hefur hleypt illu
blóði i blaðamannastéttina, eink-
um eftirað ofan á-misheppnaöar
læknisaðgerðir bættist, að
Hidalgo bar til baka blaðaum-
mæli um samlokuna og grátinn.
Hidalgo kvað grát vera ástæðu-
lausan eftir velheppnaðan upp-
skurð, en gerðist þess þörf, þá
mundi hann gráta úr sér augun
yfir örlögum leiötogans.
Mánudagsblaðið færði þær góðu
fréttir, þann 10. nóvember, að
vonarganga Marrokkóbua til
námunnar i Sahara hafi verið
stöðvuð. Nú gangi hún aftur á bak
heim til sin. Ekki er fráleitt að
geta sér þess til, að konungurinn
Hassan II. hafi verið undir hassá-
hrifum, þegar Tassan hljóp i
hann. Þegar móðurinn rann af
konungi, kvaö hann gönguna hafa
náð tilgangi sinum, nú eigi allir
að halda heim i sitt hreysi, eins og
hann til hallar sinnar.
Það birtir yfir öllum. Læknar
og ráðherrar brosa i fyrsta sinn á
myndum, frá þvi Franco fékk
kvefið. Læknarnir fullvissa þjóð-
inaum,aðbráttmunihúnfá aftur
leiðtoga sinn fullfriskan, eftir
fimm eða sex mánuði. Spánverj-
ar fara nú aö sjá leiðtoga sinn
komast á kreik, likan vélmenni,
tengdan ótal þráðum við tæki,
sem ekið er á eftir honum og
hjálpar honum við að anda, tala,
ganga og melta. Kannski ekur lit-
illmaður mörgum tækjum á eftir
honum i hjólbörum.
Framboð á liffærum eykst um
allan helming, eftir uppskurðinn.
einnig pislir þær, sem almenning-
ur leggur á sig. Nú fara þær ein-
göngu fram að næturlagi, til að
trufla ekki bilaumferð á daginn,
og eru undir lögregluvernd.
Frægust er fórnarlund verka-
mannsins, sem lagði á bakið 50
kflóa sementspoka og bar hann
frá miðborginni út að sjúkrahús-
inu, sem er liklega 20 kflómetra
löng leiö. Með þessu stóð bygg-
ingarverkamaðurinn við heit,
sem hannhafði unnið i fyrra, þeg-
ar græðandi afl frá Franco lækn-
aði sjúka syni hans.
A þessu gengur, og Franco hvil-
iststöðugt,fram aðl8. nóvember.
Þá er almyrkvi á tungli, og ýmsir
halda, að Franco verði tekinn úr
sambandi við vélarnar og honum
leyft að deyja, þegar tunglið
klæðist sorgarklæðum. Þaðyrði i
stil við það, þegar mikilmenni
dóu fyrr á öldum, og tunglið eða
sólin myrkvuðust, eða náttúran
fór hamförum, björgin klofnuðu
og dauðir risu upp. En svo var
ekki. Tungliö myrkvaðist og
Franco hvildist.
Stofnandi hreyfingar falang
ista, Jose Antonio Primo de
Rivera, var tekinn af lifi. þann 20.
nóvember 1936, klukkan hálf sjö
að morgni. Þann 20. nóvember
1975 var Franco tekinn úr sam-
bandi klukkan hálf sex að morgni.
Þannig lauk ævi þess manns.
sem tókst að skapa i'kringum sig
svo sterka hjátrú og ást, að bið-
raðirnar á Rauða Torginu eru að-
eins litill lambsdindill i saman-
burði við þær biðraðir, sem
spænska þjóðin stendur nú i, til
þess að geta gengið fyrir smurt
lik leiðtoga sins i konungshöllinni
i Madrid og vottað honum siðustu
hollustumeð tárum, andvörpum.
krossmarki og uppréttingu hægri
handar. að nasistasið.