Þjóðviljinn - 16.12.1975, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 16.12.1975, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 16. desember 1975. Greinargerð Seðlabankans vegna afskipta eftirlitsins af viðskiptum Alþýðubankans Oll útlánastarfsemi bankans í könnun Vegna umræðna, sem orðiö hafa i fjölmiðlum um málefni Alþýöubankans hf. hefur banka- stjórn Seðlabankans farið þess á leit, að Timinn birti eftirfarandi greinargerð um starfsémi banka- eftirlitsins og afskipti þess af málefnum Alþýðubankans. „Seðlabanki Islands annast um eftirlit með starfsemi viðskipta- banka, sparisjóða og annarra innlánsstofnana á grundvelli fyrirmæla i lögum bankans. Segir m.a. i lögunum, að bankaeftir- litið skuli fylgjast með þvi að innlánsstofnanir fylgi lögum og reglum, sem hverju sinni gilda um starfsemi þeirra og að þvi sé heimilt að gera athugasemdir, ef það telji hag eða rekstur innláns- stofnunar óheilbrigðan. Skulu slikar athugasemdir tilkynntar ráðherra þegar i stað. Grundvallarþátturinn i starfi bankaeftirlitsins er sá, að starfs- menn þess fara i innláns- stofnanirnar með reglubundnum hætti til könnunar á rekstri þeirra og efnahag. Er i þvi sambandi lögð höfuðáhersla á að sannreyna eiginfjárstöðu stofnananna með hagsmuni innstæðueigenda fyrir augum. Mikilvægasti liður þess starfs er nákvæm könnun á út- lánaviðskiptunum, þ.á.m. dreifingu útlána á einstaka viðskiptaaðila og greiðslutrygg- ingum, sem settar hafa verið. Gerðar eru itarlegar skýrslur um niðurstöðu eftirlits hverju sinni. Þrjú ár frá siðustu skoðun. Alþýðubankinn hf. hóf starf- semi snemma árs 1971 og yfirtók rekstur Sparisjóðs alþýðu, sem starfað hafði frá 1967. Fram- kvæmdi bankaeftirlitið kannanir hjá Sparisjóði alþýðu i janúar 1970 og 1971. Hjá Alþýðubankan- um var siðan framkvæmt eftirlit i nóvember 1972. Virtist starfsemi hins nýja banka hafa farið vel af stað. 1 október s.l. var tekin ákvörðun um að framkvæma eftirlit hjá Alþýðubankanum, en . þá voru samkvæmt framan- skráðu tæp þrjú ár liðin frá siðustu skoðun hjá bankanum. Bent skal á, að bankaeftirlitið fær mánaðarlega efnahagsyfirlit frá öllum innlánsstofnunum og ein- stökum útibúum þeirra og fylgist reglulega með fjárhag þeirra með öðrum hætti, m.a. með lausafjárstöðu þeirra eins og hún kemur fram i stöðu viðskipta- reiknings hjá Seðlabankanum. Hafa slikar upplýsingar að sjálf- sögðu nokkur áhrif á það, hve oft og þá hvenær farið er til ná- kvæmra athugana hjá einstökum stofnunum , Lausafjárstaða Alþýðubankans fór mjög versn- andi um og eftir mitt þetta ár. Ekki eðlileg aðgæsla Skoðunin hjá Alþýðubankanum að þessu sinni var miðuð við stöðu útlána og annarra efnahagsliða i lok október. Fljótlega kom i ljós, að dreifing útlána bankans á einstaka lánsaðila var með öðrum hætti en bankaeftirlitið taldi samrýmast eðlilegri banka- legri aðgæsiu, ekki hvað sist með tilliti til þess að um var að ræöa banka með fá starfsár að baki og ráðstöfunarfé og eigið fé i sam- ræmi við það Var þvi lögð áhersla á að ná saman yfirliti yfir greiðslutryggingar stærstu út- lánanna til þess að leggja mætti fyrsta mat á raunverulega fjár- hagsstöðu bankans. Niðurstaða þessarar frumkönnunar varð á þenn veg, að ákveðið var að biðja um fund með bankastjórum Alþýðubankans þegar i stað. Var fundurinn haldinn 10. nóvember. Gerðu bankaeftirlitsmenn þar grein fyrir sinum sjónarmiðum á grundvelli þeirra upplýsinga, sem fyrir lágu um útlán bankans og óskuðu eftir frekari upplýsing- um og skýringum frá banka- stjórninni. Sú mynd af fjárhagsstöðu Alþýðubankans, sem við blasti að loknum fundinum, var að mati bankaeftirlitsins á þann veg, að nauðsynlegt væri, að efitrlitið léti formlega heyra frá sér án tafar. Var bankastjórn Alþýðubankans þvi skrifað bréf dags. 13. nóvem- ber. Afrit af bréfinu var sent til viðskiptaráðherra á grundvelli áðurnefndra lagaákvæða og jafn- framt var afrit bréfsins sent til formanns bankaráðs Alþýðu- bankans með skirskotun til hlut- verks bankaráðsins samkvæmt lögum, reglugerð og samþykkt- um bankans. 1 bréfinu segir m.a. almennt um útlánaframkvæmd bankans, að það sé „mikið áhyggjuefni frá sjónarmiði bankaeftirlitsins að útlánin hafi i vaxandi mæli gengið til fárra og stórra lánsaðila, þannig að eðlileg og nauðsynleg áhættudreifing hafi ekki fengist i útlánastofni bankans. Enn meira áhyggjuefni sé þó sú staðreynd, að stórkostlega hafi vanað á, að greiðslutryggingar væru teknar samhliða lánveitingum.” Skuldir átta úr hófi t bréfinu er siðan vikið sérstak- lega að skuldastöðu átta aðila við bankann. Útlán bankans til einstakra aðila hafa verið mjög rædd i fjölmiðlum siðustu dagana, sérstaklega þó viðskipti við einn lánsaðila. bótt æskilegt kunni að vera, að staðfestar upplýsingar um þessi mál komi fram opinberlega eins og málum er nú komið, þykir Seðlabankan- um að athuguðu máli ekki rétt, vegna trúnaðarskyldu hans, að birta tölulegar upplýsingar um viðskipti einstakra aðila við Alþýðubankann nema samþykki þeirra sjálfra liggi fyrir. A hinn bóginn þykir Seðla- bankanum rétt, að fram komi, að beinar skuldir áðurnefndra átta aðila við Alþýöubankann virtust á skoðunardegi úr hófi fram miðað við heildarstarfsfé bankans og eiginfjárstöðu. Að mati banka- eftirlitsins vantaði auk þess stór- lega á það, að fullnægjandi tryggingar væru fyrir skuldum sumra þessara aðila. Sérstaklega var staða bankans veik gagnvart stærsta lánþeganum vegna mjög ófullnægjandi greiðslutrygginga, Beirut 15/12 reuter ntb — Eftir einhverja hörðustu bardagahrinu sem oröiöhefur í Libanon að und- anförnu lögöust vopnaviðskipti aö mestu leyti niöur i Beirut i dag. Ilöföu deiluaöilar þá komið sér saman um 16. vopnahléö á 3 mán- uöum. Bardagarnir hafa verið hvað harðastir i hótelhverfinu i norð- vesturhluta borgarinnar þar sem vinstri menn og falangistar hafa barist um yfirráð yfir hótelinu Holiday Inn i hér um bil viku. hárra skuldarupphæða i formi vanskilatékka og verulegra yfir- drátta á hlaupareikningum um- fram umsamdar skuldarheimild- ir. Skriflegt svar banka- stjórnarinnar við þessu bréfi var lagt fram á fundi 25. nóvember. Af hálfu Seðlabankans sátu fundinn fulltrúar bankastjórnar og bankaeftirlits, en frá Alþýðubankanum komu banka- stjórar, formaður bánkaráðs, tveir endurskoðendur bankans og lögmaður hans. Þær upplýsingar, sem fram komu i svarbréfi bankastjórnarinnar, breyttu á engan hátt þeim meginniður- stöðum, sem áður lágu fyrir um fjárhagsstöðu bankans. Varð niðurstaða fundarins sú, að afla yrði þegar i stað uppgjörs á fjár- hagslegri stöðu stærsta lánþeg- ans. Var löggiltum endurskoð- anda, sem annast hafði um árs- uppgjör og skattframtöl hans fvrir árið 1974, falið af hálfu Alþýðubankans, og að sjálfsögðu með samþykki viðkomandi aðila, að gera bráðabirgðauppgjör á fjárhag hans pr. 30. nóvember sl. Svart uppgjör Þetta uppgjör var svo lagt fyrir bankaráð Alþýðubankans og siðan bankaeftirlit Seðlabankans mánudaginn 1. desember. Telur bankaeftirlitið sér ekki heimilt að skýra frá tölulegum niður- stöðum uppgjörsins á annan hátt, en þann að upplýsa, að niður- stöðurnar og viðbótarupp- lýsingar, sem aflað var á næstu dögum voru svo alvarlegs eðlis að bankaráð Alþýðubankans óskaði eftir fundi með bankastjórn Seðlabankans föstudaginn 5. desember og fór fram á lánsfyrir- greiðslu i Seðlabankanum til að tryggja greiðslustöðu bankans. Varð Seðlabankinn við þessari beiðni eins og fram kemur i fréttatilkynningum bankanna 8. desember, en þá lá einnig fyrir yfirlýsing frá miðstjórn Alþýðu- sambands Islands um stuðning við fyrirgreiðs1ubeiðni Alþýðubankans, auk yfirlýsingar um, að miðstjórnin mundi gera það, sem i hennar valdi stæði, til stuðnings bankanum, m.a. með þviaðbeita sér fyrir þvi af alefni, að 60 millj. kr. samþykkt hluta- fjáraukning i bankanum kæmi til framkvæmda eins fljótt og fram- ast væri unnt. öll athugaverð útlán könnuð öll meðferð bankaeftirlitsins á framangreindum málum hefur að sjálfsögðu eingöngu mótast af þeirri frumskyldu eftirlitsins að fylgjast með fjárhagsstöðu Alþýðubankans eins og annarra innlánsstofnana og beita áhrifum sinum til að tryggja fjárhag bankans með hagsmuni inni- stæðueigenda fyrir augum. Ákvarðanir um kannanir einstakra skuldamála hafa eingöngu tekið mið af skuldar- upphæðum og tryggingalegri Falangistum hefur tekist að halda hótelinu en vinstri menn gera harða hrið að þvi úr nálæg- um hótelum. Falangistar sam- þykktu í dag að herinn tæki Holi- day Inn á sitt vald. Um helgina hófust átök að nýju i hafnarborginni Tripoli fyrir norðan Beirut. Þar féllu um 30 manns i gær en ekki er vitað hve margir féllu i dag vegna lélegra samgangna við borgina. Tals- menn hersins sögðu þó að ástand- ið þar væri slæmt og færi versn- andi. stöðu bankans og önnur sjónar- mið hafa þar alls engu ráðið. 1 slikum tilvikum beinast at- huganir og öryggisaðgerðir eðli- lega fyrst að þeim skuldamál- um, þar sem viðkomandi innláns- stofnun er i mestri hættu, en siðan eru önnur mál tekin til meðferðar strax og timi vinnst til. . Eins og tilkynnt hefur verið opinberlega, starfar sérstakur fulltrúi Seðlabankans nú við dag- legt eftirlit i Alþýðubankanum. Mun Seðlabankainn ganga eftir þvi að öll athugaverð útlánamál og önnur vandamál i starfsemi bankans verði könnuð til hlitar og i framhaldi af þvi gripið til við- eigandi ráðstafana til þess að vernda hag bankans og tryggja heilbrigð viðskipti. Beinast at- huganir nú aðallega að f járhags- stöðu fimm aðila. Hefur lög- fræðingur Seðlabankans nú fengið tvö þessara mála til með- ferðar, en hin eru i höndum Alþýðubankans i samvinnu við fulltrúa Seðlabankans.” (Millifyrirsagnir eru Þjóðvilj- ans.) 2. umræða Framhald af bls. 1 inni. Vist er, að þeir aðilar i Sjálf- stæðisflokknum og Framsóknar- flokknum, sem best ná saman um þá hægri stefnu, sem nú er fylgt, miða engan veginn við það, að hér verði einungis um timabundin úr- ræði að ræða, heldur varanlegar aðgerðir meðan hægri stjórnin hefur völdin. Þess vegna er það brýnasta hagsmunamál launa- fólks i landinu að völdum núv. rikisstjórnar verði hnekkt sem fyrst.” Viðurkenning Framhald af 3. siðu. hvað áhrærir réttarstöðu þeirra og kjör. Simstjórar innan landssam- bandsins eru 94 talsins og verður þeim sent samkomulagið næstu daga. Þar kemur m.a. fram, að i tveim áföngum verða simstjórar á 2. fl. stöðvum opinberir starfs- menn með fullum réttindum, svo sem sumarleyfi, veikindaorlofi og lifeyrissjóði, sem hingað til hefur ekki verið, enda hefur réttur þessara starfsmanna Landssima Islands nánast enginn verið. Aðeins 9 stöðvanna eru i húsnæði i eigu Pósts og sima, en hinar i einkahúsnæði. Verður húsaleiga nú greidd i meira samræmi við raunveruleikann, einnig á 3. flokks stöðvum, en þeim hefur aldrei verið greiddur eyrir i húsa- leigu, allt frá 1906. Frekari kjara- bætur þeim til handa verða rædd- ar nánar við samningagerð i vor, er endurskoðun reglugerðar fer fram. 1 frétt frá formanni Félags sim- stöðvarstjóra i 2. og 3. flokks stöðvum, en það er Guðrún L. As- geirsdóttir á Mælifelli i Skaga- firði, segir svo m.a.: Segja má, að nokkuð hafi áunn- ist á þessu rúma ári, siðan sim- stjórarnir stofnuðu samtök sin, enda undarlegt, hve lengi var hægt að halda þessum hópi rikis- starfsmanna utan við lög og rétt. Asannast þar sem endranær máttur samstöðunnar. Stjórn landssambandsins skipa Guðrún L. Ásgeirsdóttir, Mælifelli, for- maður, Bjarni Pétursson, Foss- hóli, gjaldkeri og Kristjana Vil- hjálmsdóttir, Gerðum, ritari. Loks skal þess getið, að 10. des. 1974 varð samband simstöðvar- stjóranna aukaaðili að Félagi isl. simamanna og hefur notið dyggi- legrar aðstoðar stjórnar þess sið- an. Góðir \ Framhald af 3. siðu. Ljubimows. Leikstjórn Náttbólsins verður i höndum annars rússa, Victors Strizkovs, en hann er einkum þekktur fyrir túlkanir á verkum Gorkis. Strizkov er væntanlegur hingað um hátiðarnar og hefjast æfingar milli jóla og nýárs. Ýmsir þekktustu leikarar Þjóð- leikhússins fara með hin sögu- frægu hlutverk i þessu leikriti, þeirra á meðal Valtir Gislason, en hann á 50 ára leikájmæli i vor. Aðvörun til kaupgreiðenda frá bæjarfógetanum í Kópavogi Kaupgreiðendur, sem taka skatta af starfsmönnum sinum búsettum i Kópa- vogi, eru hér með krafðir um tafarlaus skil innheimtufjárins. Jafnframt eru þeir aðvaraðir um, að málum þeirra, sem ekki hafa skilað innheimtufé, verður visað til sakadóms á næstu dögum. Bæjarfógetinn i Kópavogi. Auglýsing Bændaskólinn á Hvanneyri óskar að ráða fjósameistara nú þegar. Æskilegt er að umsækjendur hafi búfræðimenntun og reynslu i hirðingu nautgripa. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Nánari upplýsingar gefa skólastjóri eða bústjóri i sima 7000 á Hvanneyri. Bænadaskólinn á Hvanneyri. Útför eiginmanns mins, föður okkar, tengdaföður og afa Sigurðar Sigurbjörnssonar yfirtollvarðar Stangarholti 12 fer fram frá Fossvogskirkju miövikudaginn 17. des kl. 13.30.Þeir sem vildu minnast hins látna láti Hjartavernd njóta þess. Ingibjörg Sigurðardóttir. Börn tengdabörn og barnabörn. Líbanon 16. vopnahléð

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.