Þjóðviljinn - 16.12.1975, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINNÞriöjudagur 16. desember 1975.
ÁRNI BERGMANN
SKRIFAR
QflDuO
Sitt af hvoru tagi
Skúli Guöjónsson Ljótunnar-
stöðum: Svo hleypur æskan
unga. Pétur Sumarliöason
bjó til prentunar. Skuggsjá
1975. 180 bls.
Ýmiskonar efni hefur Skúli
Guðjónsson safnað i þessa bók.
Þar eru endurminningar hans úr
bernsku — af viðureign viö kristm-
dóm og myrkfælni, frásagnir af
sérkennilegum körlum og
kerlingum, þættir sem liklega
byggja á endurminningum, þjóð-
legur fróðleikur.
Þetta er i stuttu máli sagt við-
felldin lesning, sem byggir eins
og svo margt annað á þvi einfalda
islenska viðhorfi, að það sem
menn hafa séð og heyrt sé þess
viröi að festa á blað án sérstakra
vangaveltna um það hvað sé stórt
og hvað smátt. Bernsku-
minningarnar sæta einna sist
tiðindum, frásagnaefnin eru
kannski m jög smá og hér við bæt-
ist, að oft hefur um þau verið
fjallað og stundum vel. Meiri
skemmtun er að hafa af þáttum
af eftirminnilegu fólki og tilsvör-
um þess. „Þá tók ég koppinn
minn og lofaði guð” sagði kerling
eftir að halastjarnan hætti við að
sp'undra jörðunni. í ætt við
þessa þætti (eins og sjá má af
vissum endurtekningum i notkun
efniviðar) eru þrjár sögur sem
einu nafni heita Getið i eyðurnar.
Tvær þær fyrstu eru samdar sem
aðdragandi að óvæntum andláts-
orðum: Vindheima-Björt var
heilög manneskja allt fram á
hneykslið sem hún olli á andláts-
degi, Jón tsaksson þótti hinsveg-
ar vandræðagemlingur allt fram
á spaugileg pólitisk sinnaskipti
við dauðans dyr. Saga Jóns er
miklu best — það er nokkuð
skondið að láta hann komast yfir
konu með svipuðum hætti og gert
er i hárómantiskri sögu Pauls
Heyses, l’Arrabiata, og þær að-
stæður eru reyndar merkar að fá-
tækur maður getur einna helst
hefnt sin á yfirvöldunum með þvi
að sofa hjá konunni sinni. Lindar-
penninn er harmsaga rithöfundar
sem hefði getað orðið — hún er
þrungin meiri sársauka en svo, að
hann verði haminn.
En það eru þrjár alllangar
samantektir i seinni hluta bókar-
innar sem i raun eru fróðlegastar.
Ein þeirra er um samskipti
blindra og sjáandi : meðferð
Skúla á þeim málum hefur jafnan
verið mikilla þakka verð, hún
miðlar skilningi og vekur
virðingu fyrir sakir þeirra við-
horfa sem tekið er mið af : „Fjöl-
breytni lifsinsbýr i okkur sjálfum
fyrst og fremst og það er undir
okkur sjálfum komið hvort og
hvernig við færum okkur hana í
nyt”, segir þar á einum stað,
Þátturinn um „fornar ástir og
þjóðlegt klám” fjallar um svo
Skúli Guðjónsson
þakklátt efni að manni finnst að
slikur texti hljóti að skrifa sig
sjálfur. Þátturinn um gesti og
gestakomur er viðameiri saman-
tekt og geymir ýmsar ágætar
upplýsingar. Hann endar á þvi
undarlega grini forsjónarinnar,
að láta mynd af finum ungum
manni utan á kristilegu riti verða
til þess að miðla Skúla Guðjóns-
syni fyrsta skilningi hans á mis-
rétti og stéttaskiptingu.
Efni þessarar bókar er annars
ekki þess eðlis að höfundur sé þar
i vigaham og bregði brandi. Við-
horf hans eru yfirleitt mjög geðs-
leg eins og áður er sagt. Samt
skal nú gerð athugasemd við lýs-
ingu Skúla á þvi hvernig hann
kynntist guðspjöllunum úti i
hænsnakofa. Postulinsbréfin
þóttu honum leiðinleg: „guð-
fræðin hefur, allt frá dögum Páls
og til þessa dags, verið i þvi fólgin
að gera hið auðskilda, sem liggur
hverju átta ára barni i augum
uppi, torráðið og þvinær óskiljan-
legt”. Það er m.ö.o. kvartað yfir
þvi að ævintýrinu um Krist er
spillt með teoriu. Það er kannski
ekki nema eðlileg kvörtun. Hins-
vegar iinnst manni einum of út-
breidd árátta á Islandi að hafa
horn I siðu allskonar fræða. T.d.
virðast margir hafa andúð á þvi
aö ævintýri lifsins, einstaklings-
tilveru, sé „spillt” með þvi að
félagsvisindi setja það i kerfi með
„torskildum” abstraksjónum. 011
fræði eru i þeirri hættu, að sér-
hæft málfar þeirra breytist i ein-
hverskonar galdragraut sem flói
úr um allar götur svo að enginn
kemst leiðar sinnar. En svoddan
hættur þýða ekki, að menn þurfi
að afskrifa teóriur, neita að prófa
þaö gagn sem af þeim má hafa til
að greina heildarlinur, skilja
hvað er stórt og hvað smátt.
A.B.
Halldór Laxness sem
menningarfrömuður
Peter Hallberg: Halldór
Laxness. Hiö islenska
bókmenntafélag. 1975.
Peter Hallberg segir i formála,
að „þetta kver er tilraun i þá átt
að draga upp heildarmynd af
Halldóri Laxness sem islenskum
menningarfrömuði en ekki sem
skáldi og rithöfundi i þröngri
merkingu þessara orða”. Hann
skiptir viðfangsehii sinu i fjóra
meginþætti — hinn fyrsti fjallar
um þjóðerni — Island og um-
heiminn, annar um trú og lifs-
viöhorf, hinn þriðji um stjórnmál
og þjoðfélag og hinn fjórði um
listræn viðhorf.
Nú er þess ekki kostur og
reyndar ekki sérlega freistandi
heldur að skoða þessa bók ýtar-
lega, taka undir sumt, andmæla
öðru —samanber visuna sænsku:
„ég hugsa um bók sem er skrifuö
um bók.”... Satt að segja kemur
ekki margt á óvart i þessari bók
þeim, sem hefur áður lesið hinar
Peter Hallberg
stóru bækur Hallbergs um
Laxness, sem hann kennir viö
Vefarann mikla og Hús
skáldsins. Bókin byggir mjög
greinilega á þeirri ýtarlegu könn-
un á ferli Halldórs sem þar er
gerð — hér eru dregnar upp
nokkrar heildarlinur, þar er
meira fjallað um einstök skáld-
verk og einnig veittar upp-
lýsingar um tilorðningu þeirra.
tltlinum fyrri skoðunar er fylgt,
en að sjálfsögöu kemst bókin nær
okkur i tima — eða allt til Innan-
sveitarkróniku.
Þetta er ekki sagt til að gera
litið úr verkinu. Peter Hallberg
er einkar lagið að gera efni sitt
aðgengilegt, greinargerð hans er
skýr og aögengileg og samvisku-
samlega studd heimildum. Það
er að sjálfsögðu fengur að slikri
bók, sem Njörður P. Njarðvik
hefur þýtt rétt og skynsamlega,
að þvi best verður séð.
Peter Hallberg skilgreinir og
lýsir þróun listrænna, pólitiskra
heimspekilegra viðhorfa og sam-
hengi i þessari þróun með mjög
hlutlægum hætti, forðast yfirleitt
að flækja eigin afstöðu i málin. Þó
kemur það fyrir eins og hann
talar um fráhvarf Halldórs frá
róttækri afstöðu til þjóðfélags-
mála. Þá segir hann m.a.: „má
vera að rökleiðsla hans gegn
kreddum og kennikerfum virðist
heiftarfull og einhæf.” Þegar
Hallberg leitar að skýringum á
neikvæðri afstöðu Halldórs til
hugmyndakerfa getur hann ekki
aðeins um Stalínsmál, heldur og
um vissa þreytu sem tilætlunar-
samir og á kappsfullir samherjar
vekja með skáldi sem vill fá að
sinna starfi sinu i friði. Og liklega
er alveg rétt að hafa þetta i huga.
En hér er nú að þessu vikið, að
það er skrýtið að menn skuli ekki
haft nennu i sér til að taka upp
kappræðu nokkra um þessa af-
neitun hugmyndakerfa hjá
Halldóri.
Þegar Halldór fjallar um fyrri
átrúnað hefur hann skopast bæði
að kristnum mönnum og
sósialistum fyrir það, hve erfitt
þeir eigi með að koma sér saman
um það, hver Kristur var eða
hvað sósialisminn eiginlega sé.
Sjálfur virðist hann helst mæla
með þeim visindum, sem ekki
verða vefengd: hann talar um að
nú sé svo komið að sálfræði ekki
siöuren þjóðfélagsfræði „erorðin
að undirdeild i fýsik og kemi.” En
þvi miður er sá dagur alls ekki
kominn, að þjóðfélagsfræðin
verði sett á bekk með fýsik eða
stærðfræði. Og rifrildi um það
Halldór Laxness
hver sannur Kristur var eða hver
réttur sósialismi er, ber meðal
annars vitnisburð þeirri
staðreynd, að menn haia þörf
fyrir að verða sér úti um einhvern
sannleika, einhvern skilning á
þessum hlutum. Og það er ekki
nema eðlilegt að taka undir þá af-
stöðú sem Hallberg lætur að
liggja, að Halldór sé leiðinlega
tregur við að viðurkenna já-
kvæðar hliðar þessarar þarfar,
þessarar leitar, örvandi áhrifa
hennar á mannlff og sköpun.
A. B.
Vegna mikilla fjárhags-
erfiðleika blaösins
er eindregið skorað á alla sem fengið hafa senda
happdrættismiða að greiða andvirði þeirra sem fyrst á
skrifstofu happdrættisins Grettisgötu 3, afgreiðslu
Þjóðviljans eða til umboðsmanna happdrættisins
Skrifstofan að Grettisgötu 3 tekur á móti skilum
virka daga frá kl. 9-19.