Þjóðviljinn - 16.12.1975, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 16.12.1975, Blaðsíða 1
UÚÐVIUINN Þriðjudagur 16. desember 1975 — 40. árg. 286. tbl. SAMMNGAFUNDUR HALDINN í DAG Samningafundur vcrður i dag hjá sáttasemjara, Torfa Hjartar- syni, með samninganefndum ASl og Ví og hefst hann klukkan tvö. Tveggja tima samningafundur var haldinn sl. laugardag. .Bar þar fátt til tiðinda. Sérkröfugerð verkalýðsfélag- anna mun ekki vera lokið enn sem komið er. Vinnuveitendur hafa ekki enn lagt neitt til mála á samninga- fundum, en samninganefnd ASl heíur hins vegar lagt fram kjara- málaályktun kjaramálaráðstefnu ASt, sem haldin var á dögunum. —úþ Stöðvast skipa- smíði í landinu? Vegna ákvarðana Fiskveiða- sjóðs, að lækka innborganir til nýsmiða á fiskiskipum hér innan- lands úr 71% i 35,5% má búast við að skipasmiði leggist algjörlega niður innan tiðar ef þessari á- kvörðun verður ekki hrundið. Ákvörðun þessi var tekin án nokkurs samráðs við ráðherra. Niðurskurður á innborgunum þýðir i raun, að ef um væri að ræða smiði á 400 miljón króna skipi þyrfti skipasmíðastöðin sjálf að f jármagna nýsmiðina um 200 miljónir og má telja með öllu ómögulegt að nokkur innlend skipasmiðastöð gæti gert slikt. Um þetta mál var ekki hægt að fá skipasmiðastöðvareigendur til að tjá sig i gær enda munu hags- munasamtök þeirra hafa hug á að halda blaðamannafund um málið idag. ' —úþ Bretum fœkkar ört Voru aðeins 17 út af Austfjörðum i gœr Skömmu fyrir helgina voru um 50 breskir togarar hér við land, aðallega út af Austfjörð- um. t gær taldist landhelgis- gæslunni hins vegar svo til, að bretarnir væru ekki fleiri en 17 talsins. Islensku togararnir munu vera á svipuðum slóðum og þeir bresku þessa stundina þar sem hafis hefur hrakið þá af miðunum út af Vestfjörð- um. Af framferði breta er ann- ars fátt að segja. Óveður hefur haldið þeim frá veiðum. Ein bresk njósnaþota kom inn yfir miðin i gær. Þjóðviljinn skýrði frá þvi fyrir nokkru, að Höskuldur Skarphéðinsson, skipherra tæki við skuttogaranum Baldri, sem átti að senda til gæslustarfa, en þar sem Bald- ur reyndist alvarlega bilaður, átti Höskuldur að halda áfram gæslustörfum á vitaskipinu Arvakri þar til viðgerðum á Baldri væri lokið. Enn hefur orðið hér breyting á, sú, að Höskuldur er farinn út með varðskipið Óðin i veikindafor- föllum Sigurðar Þ. Árnasonar, skipherra._____—úþ Ríkisstjórnin leggur til: 10% útsvarshækkun! 1 gær var lagt fram á alþingi og tekið til 1. umræðu stjórnar frumvarp, þar sem kveðið er i um, að öll útsvör i landinu skul á næsta ári hækka um 10%, oj sjúklingum gert að greiða 481 miljónir fyrir lyf og læknisþjón ustu umfram það, sem núgild andi lög og reglur gera rát fyrir. Með þessu móti er ætlunin að afla tekna til sjúkratrygging- anna i stað þess að skera al- mannatryggingarnar niður um 2 miljarða, eins og stjórnin hafði áður boðað. Það eru 1200 miljónir króna, • Greiðslur sjúklinga fyrir lyfoglœknisþjónustu hœkki um nœr 500 miljónir! sem reiknað er með að 10% al- menn útsvarshækkun gefi, og til viðbótar koma svo 480 miljón- irnar sérstaklega frá sjúkling- um, vegna hækkunar eigin greiðslu fyrir lyf og læknisþjón- ustu. Þeir Helgi Seljan og Ragnar Arnalds andmæltu báðir frum- varpinu harðlega við 1. umræðu i efri deild. Helgi benti á, að með þessu frumvarpi væri snúið við af braut vaxandi samhjálpar, og Ragnar Arnálds uridirstrik: aði sérstaklega, að þessar auknu skattaálögur, sem fælust i 10% útsvarshækkun, bitnuðu nær eingöngu á almennu launa- fólki, en atvinnurekstrinum væri enn hlift. Slikt væri fullkomið hneyksli, ekki sist með hliðsjón af þeim staðreyndum sem fyrir liggja um mörg hundruð skattfrjálsra fyrirtækja með tugi miljarða veltu. Sjá 11. síðu Á áttunda timanum i gærmorgun tók Haukur Már þessa mynd við Leiru- bakka i Breiðholti. Margur bifreiðareigandinn átti i nokkrum erfiðleikum með að koma bilnum sinum af stað og færðin var þung fram eftir morgni vegna mikillar snjókomu um nóttina. Hún vekur vonir um að Hvit jól verði að þessu sinni á Reykjavikursvæðinu. Tugmiljóna tjón a Suðureyri Hafís skammt undan landi Gyesilegt óveður gekk yfir Vestfirði um hclgina og kom verst niöur á Suðureyri við Súg- andafjörð þar sem hundruð miljóna króna tjón varð á mannvirkjum. Fréttaritari Þjóðviljans á Suðureyri, Gisli Guðmundsson, sendi i gær fréttir af atburði þessum ásamt myndum af skemmdum til Isafjarðar, en blaðinu hefur enn ekki borist sending þessi. Sagði Gisli i simtali viö blaðið i gær, að óveðrið hefði gengið á i tveimur hrinum. Sú fyrri var á laugardag fram undir miðnætti, en þá breytti vindátt og siðari hrinan skall á um nóttina og stóð til sunnudagsmorguns. Vindur var vest-suð-vestan og stóð beint inn fjörðinn. Mjög byljótt var og rigning. Sem dæmi um tjón það sem varð,>agði Gisli, að Húseininga- hús hefði hrunið til grunna, fisk- hjallur með fiski að verðmæti 5—6 miljónir hefði fokið út i buskann, rúður brotnuðu i fjölda húsa og járnplötur fuku af hús- um og voru eins og fjaðrafok um allan bæ. 1 seinni hrinunni fuku nokkrir fiskhjallar af stað og mölbrotn- uðu. Allar gömlu trébryggjurn- ar brotnuðu og trillu tók á loft og eyðilagðist hún þegar hún kom aftur til jarðar. Gisli sagði, að vegurinn undir Spilli væri stór- skemmdur og óakfær. Vatns- leiðslan til bæjarins er þar ber og i stórhættu. Kafari átti að kanna höfnina i gær, en gat ekki vegna þess hve mikið grugg var i henni. Þreifandi snjóbylur var þar vestra siðdegis i gær, en logn. Djúpbáturinn Fagrancs til- kynnti um hafis út af Deild, og þcgar Suðureyrarbátar voru að róa til fiskjar i gærmorgun urðu þeir aö bey.gja af leið þegar þeir voru komnir 8 rnllur út úr fjarðarkjaftinum vegna hafiss. Nánar segir af óveðrinu þegar pistill Gisla kemst til skila. —úþ Seðlabankinn svarar fyrir sig: Fimm fyrirtæki 1 könnun 1 greinargerð frá Seðlabanka tslands um störf bankaeftirlitsins og afskipti þess af málefnum Al- þýðubankans kemur fram að at- huganir beinist einkum að fjár- hagsstöðu fimm fyrirtækja. Tvö þessara mála eru i höndum lög- fræðings Seðlabankans, en hin I höndum Alþýðubankans i sam- vinnu við fulltrúa Seðlabankans. Greinargerð Seðlabankans er samin sem svar við ásökunum um að skuldamál Sunnu og Air Vikings við Alþýðubankann hafi verið tekin sérstaklega fyrir vegna annarlegra sjónarmiða. Seðlabankinn rekur dagsetning- ar, bréf og ákvarðanir, sem fóru milli aðila, frá þvi að gerð var skoðun hjá Alþýðubankanum i október sl. Þá strax kom i ljós að skuldir átta aðila við bankann voru úr hóíi fram miðað við starfsfé og eiginfjárstöðu bank- ans. Auki þess skorti stórlega á að fullnægjandi tryggingar væru fyrir skuldunum. Sérstaklega var staða bankans veik gagnvart stærsta lánþeganum (Sunna Air Viking) vegna ófullnægjandi greiðslutrygginga, hárra skulda- upphæða i formi vanskilatékka og verulegra yfirdrátta á hlaupa- reikningum umfram umsamdar skuldarheimildir. Þá var ákveðið i samráði við bankaráð Alþýðu- bankans að afla uppgjörs á fjár- hagslegri stöðu stærsta lánþeg- ans. Niðurstöðurnar reyndust svo alvarlegar að bankaráðið ákvað að leita til Seðlabankans um láns- fyrirgreiðslu til þess að tryggja greiðslustöðuna. Seðlabankinn tekur fram að á- kvarðanir um kannanir einstakra skuldamála hafi eingöngu tekið mið af skuldarupphæðum og tryggingarlegri stöðu bankans, og strax og timi vinnist til verði önnur skuldamál tekin fyrir. Seðlabankinn viðurkennir að eins og nú sé komið málum sé full þörf á þvi að nefna tölur um skuldir og annað máli sinu til stuðnings, en vegna þagnar- skyldu telur bankinn sig ekki geta gert það nema samþykki viðkom- andi aðila liggi fyrir. Sjá 14. síðu i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.