Þjóðviljinn - 19.12.1975, Page 4

Þjóðviljinn - 19.12.1975, Page 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 19. desember 1975. NOÐVIUINN MÁLGAGN SÖSÍALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS tltgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri; Einar Karl Haraldsson Umsjón með sunnudagsblaði: Arni Bergmann Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólavörðust. 19. Sfmi 17500 <5 linur) Prentun: Blaðaprent h.f. MYRKRAÖFLIN ERU AÐ YERKI Um þessar mundir er almenningur að undirbúa jólahald eins og jafnan þegar birtutimann fer senn að lengja og ljósið að ryðja myrkrinu frá á nýjan leik. Hátiðar ljóssins minnast menn þvi með þvi að gefa hverjir öðrum allskonar gjafir, og einn þeirra fjölmörgu sem um þessar mundir eru að tina saman jólapinklana er rikis- stjórn Geirs Hallgrimssonar. Einn af öðrum eru pinklarnir bornir fram til sýnis á alþingi og i trausti þess að almenningur sé svo önnum kafinn við jólaundirbúning- inn og taki þvi ekki eftir hinum sérstæðu gjöfum rikisstjórnarinnar er málunum hespað i gegn á örfáum dögum. Jólagjafir rikisstjórnarinnar eru að þvi leyti frábrugðnar öðrum jólapökkum um þessar mundir, að þær sverja sig meira i ætt myrkranna en ljóssins. Þannig er ætl- un rikisstjórnarinnar að hækka á næsta ári um 500 miljónir króna — um hálfan miljarð — þá upphæð sem sjúklingar þurfa að greiða fyrir læknis- og sérfræði- þjónustu af ýmsu tagi. í annan stað hefur rikisstjórnin ákveðið að leggja á 1200 miljónir króna i hækkuðum útsvörum. Það er gert með þvi að hækka útsvörin, sem koma niður á öllum hlutfallslega hvort sem þeir eru rikir eða fátækir. 10% útsvar er auðvitað algjort hámark núorðið þegar verðgildi krónunnar er rýrara en nokkru sinni fyrr og verðlag fer hækk- andi. Það athyglisverða við afstöðu stjórnarflokkanna til þessarar hækkunar útsvarsins er það að Framsóknarflokkur- inn hefur látið málgagn sitt lýsa yfir sérstöku fylgi við þessa skattheimtuað- ferð;samkvæmt þvi telur framsókn að það sé fullkomlega eðlilegt og sanngjarnt að sá sem hefur 300 þúsund króna tekjur greiði 3 þúsund krónur af launum sinum og leiðari Timans leggur það að jöfnu við það að sá sem hefur 3 miljónir i tekjur greiði 30 þúsund i skatta. Þetta er semsé sérstök jólagjöf Framsóknarflokksins. Þriðji stóri pinkillinn var lagður á borð alþingismanna i fyrradag, en það er áframhald vörugjaldsins sem hefur i för með sér 1500 miljóna króna aukaskatt- lagningu frá þvi sem áður hefði verið lofað af hálfu stjórnarflokkanna. Þá hefur enn komið fram á alþingi frumvarp sem felur i sér stórauknar byrðar fyrir hin smærri sveitarfélög, en þar er gert ráð fyrir þvi að sveitarfélögin verði að taka á sig allan rekstrarkostnað dagheimila, stofnkostnað elliheimila, al- menningsbókasöfn, heimilishjálp, vinnu- miðlanir, húsmæðraorlof og viðhald skólamannvirkja. Alls kostar þessi pinkill rikisstjórnar Geirs Hallgrimssonar 450 miljónir króna, en hann kemur þeim mun þyngra niður eftir þvi sem sveitarfélögin eru smærri. Þannig eru aðferðir núverandi rikis- * stjórnar allar á sama veginn; en hins veg- ar hefur hún ekki haft minnstu tilburði til þess að hrófla við 400-500 fyrirtækjum með 20 miljarða veltu, sem enga skatta greiða. Þeim eru gefnar gjafir sem fyrr. í þessum efnum og þvi sem hér hefur verið rakið kemur stefna rikisstjórnarinn- ar fram i hnotskurn: Að niðast á þeim sem minnst mega sin en liða jafnframt skatt- frelsi auðmannastéttarinnar upp á marga miljarða. Þessi stefna hægristjórnarinnar svifst einskis til þess að rifa niður löggjaf- arstarf vinstristjórnarinnar lið fyrir lið. Og það merkilegasta og athyglisverðasta er að Framsóknarflokkurinn, sem þó var i vinstristjórninni, tekur þátt i þvi með i- haldinu að fremja óhæfuverkin; ekki nauðugur, heldur með ljúfu geði, eins og kemur fram i forustugrein Timans í gær. Myrkraöflin eru að verki i islenska stjórnarráðinu um þessar mundir; spurn- ingin er hvort islenskri alþýðu tekst að velta þeim úr veldisstólunum með hækk- andi sól. — s. KLIPPT Þrisvar sinnum meiri sölumögu- leikar A baksibu Morgunblaðsins eru tvær fréttir um batnandi söluhorfurá islenskum afurðum erlendis. Onnur fréttin er byggð á viðtali við Guðjón B. Ólafsson framkvæmdastjóra Icelands products i Bandarikjunum, en það er dótturfyrirtæki sam- bandsins þar i landi. I fréttinni er komist svo að orði: „Stjórnarfundur var haldinn i Harrisburg fyrir skömmu og þar kom fram, að á fyrstu 10 mánuðum þessa árs hefði orðið mikil söluaukning á freöfiski. A þetta einkum við um þorskflök, en i lok nóvember hafði salan á þeim orðið rúmlega 50% meiri en hún var allt árið 1974.” Guðjón B. Ölafsson segir: „Salaná Bandarikjamarkaði hefur gengið mun betur en ég þorði að vona fyrir 4—0 mánuð- um. Ég hef þegar orðiö áhyggj- ur af aö hafa ekki nóg af þorsk- flökum þegar kemur fram á mitt næsta ár. Sölumöguleikar á þorskflökum gætu orðið þrisvar sinnum meiri en 1974. 1 stað þess að liggja með óþægilega miklar birgðir, eigum viö nú al- gjörar lágmarksbirgðir. Þá sjá- um við einnig fram á aö eiga ekki nægar birgðir af blokk á næsta ári.” Ennfremur segir fram- kvæmdastjórinn: „Hins vegar eru öll rök sem mæla með því að almennar fisktegundir eigi eftir að hækka i verði og mestir möguleikar eru á að blokkin hækki I framtiöinni.” Batnandi sölu- horfur á loðnu Hin fréttin á baksiðu Morgun- blaðsins i gær er um söluhorfur á loðnu og eru sambandsfréttir bornar fyrir sem heimild: „Morgunblaðið hefur fregnað að allsæmilega horfi nú með sölu á frystri loðnu til Japans á komandi loðnuvertið. Sem kunnugt er þá gekk mjög illa að selja frysta loðnu á þennan mikilvæga markað á sl. loðnu- vertið. Kemur þetta m.a. fram i sambandsfréttum. Ennfremur segirað sala flestra fisktegunda gangi mjög vel um þessar mundir og verðlag fari heldur hækkandi.” Grautar- frumvarpið Jónas Kristjánsson skrifar forustugrein i Dagblaðiö i fyrra- dag um frumvarp rikisstjórnar- innar um verkaskiptingu rikis og sveitarfélaga og um trygg- ingamál. Jónas segir m.a. á þessa leið i forustugreininni, sem ber yfirskriftina „Grautar- frumvarp”: „Sjaldan hefur ráöleysi rikis- stjórnarinnar komið betur fram en I tillögum hennar um breyt- ingar á tryggingalögum, sem lagðar voru fram á alþingi i fyrradag. Þessar tillögur eru hin mesta grautargerð og eru raunar lagðar fram til aö villa um fyrir þjóðinni. Meginatriði frumvarpsins er að 1200 miljóna kostnaður við rekstur sjúkrahúsa er fluttur frá rikinu yfir til sveitarfélag- anna. Fjármálaráðherra nær Jónas segir: „Sjaldan hefur ráðleysi rikisst jórnarinnar komið betur fram...” niðurstöðutölum fjárlaga niður um þessa upphæð, en rekstur hins opinbera minnkar ekki hið minnsta. Þetta bókhaldsbrask er framkvæmt til aö leyna þvi hve gersamlega landsfeörunum hefur mistekist að halda fjár- lögunum i skefjum. Enda leiðir frumvarpið til hækkunar út- svara um einn tiunda hluta...” „Um þessar mundir er unnið að endurskoðun tryggingalag- anna. Endemisfrumvarp rikis- /■ stjórnarinnar er ekki i neinu samræmi við þá endurskoðun. Hvað tryggingar snertir er frumvarpið hreint sprikl út i loftið, enda er viðurkennt, að það sé aðeins samið til bráða- birgða.” Smánarleg frammistaða „Frumvarpið er ekki i neinu samhengi við tilr. til að koma á skýrari verkaskiptingu rikis og sveitarfélaga... En frum- varpið stefnir hins vegar að auk inni grautargerð rikis og sveit- arfélaga. Það ætti þvi ekki að koma neinum á óvart, að rfkis- stjórnin hefur ekki haft nein samráö um málið viö samtök sveitarfélaga. Otsvarshækkun- in er þvi ekki á ábyrgð sveitar- félaganna, sem ekki voru spurð ráða, heldur rikisstjórnarinnar Gunnar félagsmálaráðherra hefur ekki spurt um álit sveitar- félaganna á endemisfrumvarp- inu. einnar. Málið virðist unnið i megnasta æðibunugangiog tek- ið til umræðu á alþingi um leið og þaö er lagt fram. Þingmenn fá ekkert tækifæri til að kynna sér málið enda þolir þaö enga skoðun.^Crúlega er manndómur þingmanna svo lltill, að þeir þora ekki að standa gegn fárán- legu frumvarpi, sem veriö er að keyra ofan i þá i einum grænum. Það er leiðinlegt að einmitt þessi rikisstjórn skuli telja sig þurfa á að halda siikum blekk- ingum, sem felast i trygginga- frumvarpinu. Þaö er smánarleg frammistaöa, sem verður lengi i minnum höfð.” Vert er að benda i þessu fram- haldi á að Dagblaðið er einka- málgagn Gunnars Thoroddsens og Alberts Guðmundssonar. Gunnar er aðalgrautargerðar- maðurinn og flutningsmaður frumvarpsins um verkaskipt- ingu rikis og sveitarfélaga. Er þvi fullvist hversu hann stendur að grautargerðinni; en lætur Al- bert keyra þetta ofan i sig i ein- um grænum? — s. Batnandi söln- Fiskbirgðir í lágmarki: , i K .-------- . ™nuralodhu . . „Prisvar sinnum mein solu- möguleikar 1976 en 1974” Fyrirsagnir af baksiðu Morgunblaðsins i gær.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.