Þjóðviljinn - 19.12.1975, Blaðsíða 9
Föstudagur 19. desember 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
Sameinar á árangursríkan hátt
endurhæfingu og framleiðslu
Flestir landsmenn hafa sjálf-
sagt heyrt um plastiöjuna Bjarg á
Akureyri og reynt þá margvis-
legu framleiðslu sem hún sendir
frá sér. En ég er ekki viss um aö
allir hafi gert þer grein fyrir þvi
um hverskonar verksmiðju er
þarna að ræða. Þetta er ekki eitt
af þessum venjulegu fyrirtækjum
sem stofnarð er til þess
að amleiða vöru og græða á
þvi peninga, heldur er hér um
að ræða verksmiðju sem var
stofnuð á sfnum tima til þess að
vera liður i endurhæfingu fatlaðs
fölks. Það er Sjálfsbjörg, félag
fatlaðra á Akureyri, sem á og
rekur verksmiðjuna, og hún er i
beinum tengslum viö endurhæf-
ingarstöð félagsins. Þessar tvær
stofnanir eru i sama húsi.
Gunnar Ólafsson
framkvæmdastjóri verksmiðj-
unar sagði okkur, að það hefði
tekist mjög vel að sameina
eölilegan rekstur fyrirtækisins og
að láta það sinna sinu höfuð verk-
efni, endurhæfingunni.
— Við byrjuðum á þessu 1968,
byrjuðum smátt að visu, en sótt-
um á brattann jafnt og þétt. Fljót-
lega byrjuðum við að framleiða
hverskonar raflagnaefni, og
raftengidósirnar frá okkur munu
vera þær fyrstu sem hlutu viður-
kenningu, en fram að þeim tima
hafði raflagnaefni jafnan verið úr
málmi, bæði dósir og rör. Og i dag
erum við þeir einu sem
framleiðum rahagnaefni úr plasti
hér á landi. Erlendis er fyrir
nokkru farið að gera þetta, en við
höfum fyllilega staöist
samkeppnina, bæði hvað verð og
þá ekki siður hvað gæði snertir,
og meira að segja höfum við flutt
þessar vörur okkar út, og þar
hafa þær likað mjög vel. Og það
nýjasta hjá okkur i sambandi við
raflagnaefnið eru greinakassar
sem hafa hlotið samþykki, eru
margfalt ódýrari en málmkass-
amir og auk þess mun léttari og
meðfærilegri.
Nú, og þá framleiðum við snjó-
þoturnar svokölluðu i mörgum
stærðum, og okkar þotur hafa
þótt betri en þær innfluttu, efnis-
meiri og þvi þyngri og endingar-
betri. Siðan get ég nefnt sem
dæmi um framleiðsluna skurðar-
bretti, kapalhlifar fyrir frystihús
og vinnustaði og svo fiskkassa af
mörgum stærðum og gerðum,
auk ýmislegs annars sem hér er
framleitt.
Þar sem þessi verksmiðja er
fyrst og fremst hugsuð sem
endurhæfingarstöð, ef svo má að
orði komast, enda rekin i beinni
samvinnu og sambandi við
endurhæfingastöð félagsins hér
i sama húsi, þá er ekki svo gott að
svara þeirri spurningu hve margt
starfsfólkið er, þvi það er nokkuð
misjafnt. Við reynum að gefa öll-
um þeim sem þurfa á endurhæf-
ingu að halda áður en þeir fara úti
atvinnulifið kost á þvi að starfa
Sex útgerðarmenn á Suður-
nesjum hafa ritað yfirmanni
NATÓ iKeflavik til þess að mót-
mæla árás herskipa NATÓ inn i
islenska fiskveiöiiandhelgi. I
bréfinu krefjast þeir þess, að
herskipin verði kölluð út fyrir
fiskveiðimörkin. Þeir taka það
fram að þetta sé i þriðja sinn
sem þessi sömu NATO-herskip
komi hingaö i þeim tilgangi að
ógna varðskipum við skyldu-
störf. Loks segir orörétt:
„Stöðvi NATÓ ekki þessar árás-
ir á gæsiuskipin neyðumst við til
þess aðundirbúa lokun á hliðum
herstöðvarinnar.”
Útgerðarmennirnir .6 sem
sendu bandariska NATÓ-hern-
um þessa kveðju, eru Garðar
Magnússon, Ytri-Njarðvik, Þor-
steinn Jóhannesson, Garði, Eö-
varð Júliusson, Grindavik,
Gunnlaugur Karlsson, Keflavlk,
Jón Kr. Jónsson, Sandgerði,og
Guðmundur Agústsson, Vogum.
Rœtt við
Gunnar
Ólafsson fram-
kvœmdastjóra
verksmiðjunnar
hérá meðan þeir eru að ná sér, en
fjöldi starfsfólks er þetta svona á
milli 8 og 15 hverju sinni. Eins er
misjafnt hve langan vinnudag
menn vinna.
Það sem einna mest háir okkur
nú er hve verksmiðjuhúsnæðið er
lltið. Við gætum stækkað verk-
smiðjuna til muna frá þvl sem nú
er og þurfum þess endilega, svo
mikil sem eftirspurnin eftir vör-
um okkar er, svo og þörfin á hús-
rými fyrir fleiri endurhæfingar-
sjúklinga. En þrátt fyrir það, að
viö höfum látið gera rekstrarhag-
fræðilega úttekt á verksmiðjunni
og stækkun hennar, eru sjóðir,
svo sem Iðnlánasjóður, mjög
tregir til að veita okkur lán til
þessara framkvæmda.
Nú hefur Sjálfsbjörg á Akureyri
fengið stóra lóð hér, þar sem risa
á allt sem þarf fyrir þessa starf-
semi, m.a. verksmiðjuhúsnæði,
en þetta er griðarlega stórt og
mikið fyrirtæki að byggja þetta
upp, og félagið hefur verið svelt
hvað lán og styrkjum viðkemur,
þannig að ómögulegt er að segja
til um hvenær framkvæmdir geta
hafist við byggingu miðstöðvar-
innar. Hinsvegar hefur bæjar-
félagið hér sýnt okkur mikla vel-
vild, svo og ýmis fyrirtæki á
staðnum. En það er lána- og
styrkjakerfið I Reykjavik, sem
allt strandar á, og á sama tima og
Sjálfsbjörg i Reykjavik fékk á
siöasta ári 52 miljónir króna i lán
og styrki, fékk Sjálfsbjörg á
Akureyri aðeins 900 þúsund kr.
Sjálfsbjörg á Akureyri er stofn-
að 1958 og hefur þessi félagsskap-
ur verið sérlega duglegur við að
afla fjár til starfseminnar og á til
að mynda það húsnæði sem verk-
smiðjan og endurhæfingarstöðin
eru i skuldlaust, en eins og með
önnur lik félög hefur fjár verið
aflað með allskonar hætti, svo
sem happdrættum o.fl. Sú mið-
stöð Sjálfsbjargar sem ég nefndi
áðan mun þvi án efa risa, og hún
hefur þegar verið teiknuð og vak-
ið verðskuldaða athygli, enda er
þar farið inná nokkuð nýjar leiðir
miðað við það sem þekkst hefur
hér á landi við byggingu endur-
hæfingarstöðva og ibúða fyrir
fatlaða, sagði Gunnar Ólafsson að
lokum. —S.dór
Hér er verið að slipa til snjóþotur i plastiöjunni Bjarg
[j
fe t v J
W3r JE ■
Vélin sem konan situr við framleiðir margskonar hiuti úr plasti. Þarna
var verið að framleiða raftengidósir.
30 manns sækir
endur
hæfingarstöðina daglega
—. sagði Magnús
Olafsson sjúkraþjálfari
Endurhæfingastöð Sjálfsbjarg-
ar á Akureyri er i tengsium við
Platsiðjuna Bjarg og i sama hús-
næði. Magnús Óiafsson iþrótta-
kennari og sjúkraþjálfari veitir
henni forstöðu. Hann sagði okkur
að dagiega sæktu um 30 manns
stöðina um þessar mundir, en frá
þvi að hún tók til starfa 1970 hafa
borist 1300uinsóknir frá sjúkling-
um sem þurft hafa endurhæfingar
við.
Auðvitað er það mjög misjafnt
hve lengi hver sjúklingur s'ækir
æfingar I stöðinni, en Magnús
sagði að verksmiðjan við hliöina
væri ómetanlegur liður i þessari
endurhæfingu. Auk þess hefur
þessi stöð á Akureyri komið i veg
fyrir að þessir sjúklingar hefðu
þurft að fara suður til Reykja-
vikur, sem er auk þess að vera
mjög dýrt fyrir fólk, afar slæmt i
mörgum tilvikum þegar rifa þarf
fólk upp frá umhverfi sinu og
heimili.
— Meðan sjúklingar eru ekki
fleiri en þetta má segja að
aðstaðan hér sé ágæt, sagði
Magnús. Þó vantar okkur sund-
laug og böð i stöðina, en sund-
laugar eru mjög nauðsynlegar
þegar um endurhæfingu fólks er
að ræða, og margar æfingarnar
sem fólk er látið gera eru það
erfiðar að nauðsynlegt er að kom-
ast I bað á eftir, en þvi miður, það
er ekkert pláss fyrir þau i húsinu
eins og er. Þá vantar okkur sér-
menntaðan endurhæfingarlæknir
til Akureyrar. Læknarnir á
sjúkrahúsinu hafa veitt okkur
ómetanlega aðstoð og eru alltaf
boðnir og búnir að aðstoða, en ég
tel nauðsyn á að fá sérmenntaðan
lækni.
Algengustu orsakir þess að fólk
kemur hingað I endurhæfingu eru
atvinnusjúkdómar, en siðan
koma slys, allskonar sjúkdómar
og meðfæddir gallar. Ég vil
gjarnan taka það fram, að verk-
smiðjan hér við hliðina er aö
minu mati ómetanlegur þáttur i
endurhæfingunni. Það eru svo
margir sem ekki leggja út i það
að fara að vinna á hinum kröfú-
harða frjálsa vinnumarkaði fyrst
eftir að þeir hafa komist á fætur
eftir slys eða atvinnusjúkdóma.
Þess vegna er það svo mikilvægt
að geta gefið þessu fólki kost á að
vinna i verksmiðjunni meðan að
það er að ná sér.’Enda hefur þetta
margsannað sig hérna hjá okkur,
sagði Magnús Ólafsson.
— S.dór.
Magnús Ólafsson sjúkraþjálfari að hjálpa lftilli stúiku I æfingum i end
urhæfingarstöðinni.