Þjóðviljinn - 04.01.1976, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 04.01.1976, Blaðsíða 19
Sunnudagur 4. janúar 1976. ÞJÓÐVILJINN — StDA 19 Umsjón: Vilborg Dagbjartsdóttir Saga í einum kafla um ranglæti þaö sem smáum verum er sýnt fl-UGSTc'Ðtti Litla flugan sem var bara venjuleg lítil fluga spurði mömmu sína, hvort hún mætti kaupa sér epli f yrir aurana sína, sem litla flugan hafði fundið fyrir nokkru. En mamma var nú ekki á þeim buxunum, að láta slíkt eftir litlu flugunni. Litla flugan reiddist þá og strauk að heiman næstu nótt. Litla flugan f laug út í myrkvað nætur- loftið, hjartað hennar litla sló ört, örar en nokkru sinni áður, af spenningi. Eftir marga hringi og að sumu leyti tilgangs- lausa hlykki og króka tók hún stefnuna á tunglið. Litla flugan hafði aldrei áður farið út á nóttunni svo þetta nætur- brölt var því mjög ævin- týraleg reynsla. En þó f ór það svo að eftir nokkra stund leiddist litlu flug- unni, að sjá ekkert nema skugga af húsum og trjám og fleira dóti sem skugga ber af, og settist því á nálægan flugvöll. Hann var alveg renni- sléttur. Það var svo gam- an að hlaupa á svona stað, jafnvel í myrkri fannsf litlu flugunni. En ekki hafði hún leikið sér lengi, þegar flugvallar- lögreglan kom öskrandi og sagði henni að hætta Krakkar! Sendið Kompunn sögur og myndir LITLA FLUGAN þessu dandóli og hypja sig i burtu. Auðvitað brá litlu flugunni ofsalega, og hún spurði hvort hún mætti ekki vera aðeins lengur þarna, hún ætlaði bara að hvíla sig pínulitið. Flugvallarlögreglan sperrti út kassann (br jóstkassann) og sparkaði í litlu fluguna, sem flaug út fyrir flug- völlinn og lenti svo harka- lega að hún fótbrotnaði á tveim fótum. Flugvallarlögreglan sagði að hún gæti dandól- ast þarna, helvítis hrossaflugan sú arna. Litla f lugan heyrði ekki þetta taut, því hún hafði um fætur sína að hugsa. Hún stundi af sársauka. Allt í einu heyrðist mik- ill þytur í loftinu, litla flugan lyfti höfðinu og horfði á stóra svifflugu dúndra sér niður á flug- völlinn með miklum skelli og látum. Varla hafði þessi furðulega fluga jafnað sig eftir lending- una, var hálf rotuð, þegar f lugvallarlögreglan var komin aðvífandi. Ekki sparkaði löggan í þessa flugu, hún klappaði og strauk svif f I ugunni, gældi við hana. Eftir smátima steig heili svif- flugunnar upp úr henni í mannslíki og spurði hvort ekki væri allt f lagi. Flug- vallarlögreglan kinkaði kolli og hélt áfram að strjúka svifflugunni. Litlu fluguna langaði i skóla. Og næsta dag þeg- ar hún var orðin sæmileg i fótunum flaug hún á fund skólastjórans. En skólastjórinn vildi ekki hleypa litlu flugunni inn í skólann nema hún léti klippa sig. Þessi ákvörð- un skólast jórans er kannski skiljanleg af því hann var sjálfur sköllótt- ur. Litla f lugan neitaði að láta klippa sig og fékk þess vegna ekki að fara í skólann. Litla flugan var sorgbitin yfir umkomu- leysi sínu. Allir sem hún hitti litu niður á hana. Þó kom þar að, að hún fékk vinnu hjá verkstjóraf lugu. Verk- stjóraf lugan sagði að litla flugan væri dugieg og einhverntíma ætti hún eftir að verða stór fluga. Á útborgunardegi fékk litla flugan hálfan bolla af lélegu hunangi. Hún var ánægð að geta unnið f yrir sér, en þó komst hún eftir þvi að hún var beitt ranglæti þarna eins og annars staðar. Ranglætið sem hún var beitt fólst í því að þeir sem voru að- eins eldri en hún fengu fullan bolla af lúxus-hun- angi. Litla flugan hætti strax að vinna þarna. Og einn daginn þegar hún var á rölti úti í guðs grænni náttúrunni, innan um blómin og grasið og allt það, kom til hennar prestfluga og sagði henni að koma heim til mömmu sinnar. Litla flugan hélt nú ekki að hún færi að koma heim í ranglætið. Mikið hviss færist yfir litlu fluguna. Þetta var kæfandi og litla flugan hóstaði og féll. Hún féll og féll. Hún féll á jörðina og eftir mikla og langa krampakippi missti hún meðvitund og dó skömmu siðar. En áður en allur heimurinn hvarf henni sá hún sem i þoku mann með slöngu í hendi og brúsa á baki sem stóð á DDT og f yrir neðan sá hún að stóð AT A-náttúru vernd. Maðurinn brosti á- nægður með hittni sína og öryggi. Gottskálk Hávarður Kristjánsson, Hvanneyrarbraut 62, Sigluf irði. Hjólið a^cxtv^o y\i( Þegar ég var átta ára átti ég heima á Hellis- sandi. Um vorið gaf mamma mér hjól, blátt á lit með hvítum röndum á brettunum. Ég og pabbi settum það saman inni á gangi. Við pumpuðum í hjólið, en þá kom í Ijós að annar ventillinn var ónýtur. Þá fórum við inn í Rif og fengum annan í stað- inn. Tveim dögum eftir að við pabbi settum hjólið saman fór ég út í reynslu- ferð. Ágúst isfeld Ágústsson, n ára, Ásgarði 28, Reykjavík. iv^ ÖRW Rút\o.r Orn KUppsve^S Rv^

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.