Þjóðviljinn - 04.01.1976, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 04.01.1976, Blaðsíða 9
Sunnudagur 4. janúar 197«. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Nefnd innan sænska neytendaeftirlitsins (KO) hefur undanfarið unnið að þvi að gera könnun á auglýsingum sem á einhvern hátt teljast innihalda kynjafordómaj þóttu margar auglýsingar falla undir beina kynjafordóma og hefur nú verið valin ein auglýsing, sem kærð er fyrir verslunardómstólnum og verður um prófmál að ræða. Verði hún bönnuð, verður unnt að ryðja verulegum hluta aí þessum auglýsingum úr vegi, þar sem hún er mjög hliðstæð fjöldamörgum öðrum. Er I kær- unni byggt á mannréttindasátt- mála Sameinuðu þjóðanna um jafnan rétt og gildi allra mann- vera. Nefnd þessi telur að þær aug- lýsingar sem hér um ræðir séu ekki aðeins niðurlægjandi fyrir kvenfólk, heldur einnig fyrir karlmenn, sem hér eru steyptir i eitt mót og þar að auki gert ráð fyrir að þeir gangi út frá þeirri kvenmynd sem auglýsingarnar sýna. Bent hefur verið á eftirtalin atriði sem aðfinnsluverð: Konan er notuð í þágu karl- mannsins og sem „augnayndi” til ágóða fyrir ákveðna vöru. Hún og líkami hennar er nýtt á hvern þann veg, sem getur gef- ið meiri ágóða, án nokkurs tillits til þess hvort aðstaða konunnar i auglýsingunni sé raunhæf eða jafnvel möguleg. (T.d. nakin kona i kolanámu o.s.frv.) Auglýsingarnar ýta undir fordóma varðandi konuna i þjóðfélaginu almennt, áhuga- mál hennar og getu. Konan er ýmist „nægjusamt brosandi eldhúsgagn” eða „blikkandi og tælandi skemmtigripur.” Stundum er jafnvel talað um hana beinlinis sem hlut, sem karlmaðurinn getur notað og stjórnað fullkomlega að vild. Þá ýta þessar auglýsingar undir alls kyns fordóma varð- andi smekk kynjanna og að- stöðu, sem beinlínis gefur haft áhrif i þjóðfélaginu á möguleika kvenna til að ná jafnrétti. Umsjón: Þórunn Sigurðardóttir Kvenfyrirlitning auglýsinganna a* ■ Þessi fáklædda stúlka Iofar 30 nöglum án endurhleðslu úr byssunni sinni. Það er látið lita svo út að konur dútli naktar við að skjóta úr naglabyssum, en hjálminn hefur hún við fæturna, væntanlega svo að henni verði ekki kalt við þessa iðju. Bein notkun á nöktum likama i ágóðaskyni. "Jag löser vid Hermods och det ör ingen orrnon on jog sjalv (nója...) som bestömmer nor och vor. Gratis studieródgivning! Ring Stockholm 08-234670 eller Malmö 040-76900. Inte ett öre kostar det díg mer on telefonsamtolet. 3 -i_ mekanikems básta hjálp AUa löjliga smá irritations- monient pá Er btl som Ni kan reta ihjál Er pá skall Ni spraya med CRC 5.56. Spraya pá, tandstiít, tándspoieoch pá fördelardosa om bilen inte vill starta. Och det ár inte bara kíl Hér er auglýsingin sem fer fyrir verslunardómstólinn og verður þar unt prófmál að ræða, sem getur haft veruleg áhrif á skoðanamynd- un almennings í framtíðinni. Þaö er verið að auglýsa efni, sem nota á i bila og leysir upp ryð, sem eyðir raka og hreinsar, og er nafn efnisins brennimerkt á bak konunnar. Hér er konan þvi augljóslega notuð, reyndar á óvenju ósmekklegan hátt, því væntanlega er hér ekki urn að ræða efni sem er sérlega æksilegt fyrir húðina enda full- komlega óraunhæft að nota konubak til þessarar auglýsingar.- (Karlmaðurinn_ er ætið i ábyrgðarstöðu,'strákar vilja bila, stelpur dúkkur o.s.frv.) Þær striða þannig beinlinis gegn þvi að karl og kona fái sömu stöðu menningarlega, fjárhagslega, félagslega og manneskjulega. Hér á íslandi höfum við sannarlega fengið nasaþefinn af slikum auglýsingum og vonandi verður þess ekki langt að biða að unnt verði að kæra þær og fá bannaðar svo að auglýsendum megi verða ljós sú ábyrgð sem þeir bera á skoðanamyndun al- mennings. Hér eru nokkrar af þeim auglýsingum sem bent hefur verið á sem dæmi um kynjafor- dóma og fyrst er auglýsingin, sem verður væntanlega prófmál innan skamms i Sviþjóð. SKILJ ER INTE MINA HERRAR Lámna in frun till oss för renovering. Det blir mycket billigare. Dessutom: "Man vet vad man har, men inte vad man fár" Dam- salonger Odengatan 43 Morby Centrum 32 42 51 - 31 86 99 Solna Centrum Þessi er ekkert að skafa utan af þvi, og biður menn að skilja ekki vift frúna heldur „leggja hana inn i endurnýjun”. Þvf það er miklu ódýrara. Og það er hárgreiðslustofa sem bendir eiginmönnum á þessa athyglisverðu staðreynd. til hnifs og skeidar Þessi ungi maður cr eitthvað að læra i kvöldskóla en á greiniiega i vandræðum með að halda sér við efnift vegna fáklæddu stúlkunnar við öxl hans. Enda segir i textanum „Aðeins ég sjálfur ákveð (hm....) hvenær og hvar ég les.” Hér er gefið til kynna að kvenpersónan hafi mikinn áhuga á að tefja hann í náminu, enda hversvegna skyldi hún vera nakin en ekki hann? Sænska neytendaeftirlitiö kærir auglýsingu fyrir verslunardómstólum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.