Þjóðviljinn - 04.01.1976, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 04.01.1976, Blaðsíða 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 4. janúar 1976. Bjarni Bjarnason, læknir Fæddur 29.10. — Dáinn 22.12. 1975 A árshátið Læknafélags Reykjavikur 1966 var sunginn bragur um ný- reista byggingu. 1 fyrstu visu bragsins stóðu eftirfarandi linur: „Við götu Egils sterka er nú risin háreist höll. Yfir hús og torg hún gnæfir, byggð af steini og gleri öll. Það er húsið okkar Bjarna, sem ber af öllu hér, þessi bygging, sem nú flestir myndu vilja eigna sér. Það er Domus Medica”. Þarna var sungið um hús það, sem Bjarni Bjarnason læknir hafði haft forustu um að byggt yrði yfir starfsemi læknafélag- anna, marga starfandi lækna og reyndar fleiri aðila. Ógleymanlegur söngur fyllti samkomusal Domus Medica haustið 1971, þegar fjölmenni var saman komið til að fagna i tilefni Fornleifafræðingar halda þvi fram, aö úlfaldar hafi verið not- aöir sem burðardýr á undan hest- inum, og byggja þeir þessa kenn- ingu á rannsókn fornminja sem fundust i suðurhluta sovétiýð- veldisins Turkemeniu i Mið-Asiu. Við Altjn-Depe hafa fundist likön af vögnum með úlföldum spennt- um fyrir, leikfangadýr sem greinilega eiga aö tákna úlfalda af sjötiu ára afmæli Bjarna Bjarnasonar. Við það tækifæri kynnist ég þvi betur en nokkru sinni, hve Bjarna lækni og nánum vinum hans á lifsleiðinni haföi orðið sönglist að miklum gleöi- gjafa. 1 vinahópi hans voru reyndar flestir bestu hérlendis söngvarar, sem um áratugaskeið höfðu skemmt og lyft allri þjóð- svo og úlfaldabein frá þvi um 2000 árum fyrir Krist. Menjar um hesta finnast ekki fyrr en frá sið- ari timum. Það eru sérfræðingar frá forn- leifafræðistofnuninni i Leningrad sem hafa unnið að uppgreftrin- um, og hefur hann gefið full- komna mynd af lifi og þjóðfélags- háttum i þessari stóru bronsald- arbyggð. inni meö söng. Bjarni hafði þegar á háskólaárunum komið fram sem einsöngvari og alla ævi lagt rækt við söng, farið með söng- hlutverk i Reykjavik og á Akur- eyri og komiö fram i Þjóðleikhús- inu. Hann var um árabil formað- ur Félags fslenskra einsöngvara. 1 þessu stórafmæli Bjarna voru haldnar margar ágætar ræður. Vinum hans úr mörgum og ólík- um starfsgreinum lá mikið á hjarta og höfðu frá nógu að segja um manninn Bjarna Bjarnason, um framlag hans til margra góðra málefna, um mikla læknis- hjálp hans, tryggð og drengskap. Við fráfall Bjarna Bjarnasonar læknis lýkur dáðriku ævistarfi að heilbrigðis- og mannúðarmálum. Allur starfsferill Bjarna var bor- inn uppi af mikilli þekkingu, eld- legum áhuga og óvenjulegu út- haldi. Mannkostir hans og for- ystuhæfni urðu til að laða marga góða samstarfsmenn að þeim við- fangsefnum, sem hann bar fyrir brjósti og vildi koma fram. Hann gat þvi oft fagnað drjúgum áföng- um og góðum sigrum, og það var með ánægjulegustu stundum lifs- ins að samgleðjast með honum. Bjarni Bjarnason var flestum landsmönnum kunnur fyrir baráttu hans gegn krabbameini. Hann starfaði um aldar- fjórðungsskeiö á vegum Krabba- meinsfélags Reykjavíkur og siðar Krabbameinsfélags Islands og var hann um langt skeið stjórnarmaður og formaður þess- ara félagssamtaka. Bjarni var siskrifandi um heilbrigöismál og var ritstjóri Fréttabréfs um heilbrigðismál frá 1964. Bjarni var kvæntur hinni þjóð- kunnu leikkonu Reginu Þórðar- dóttur, sem lést árið 1974. Þegar höfð eru i huga mörg afrek Reginu á sviði leiklistar, auk heimilishalds hennar og ævistörf Bjarna við læknislist og söng- mennt, má ljóst verða að þessi hjón hafa verið meðal merkustu og bestu samtiðarmanna. Ólafur Jensson. Úlfaldar elsta húsdýriö? Tómas Guðmundsson 75 ára 6. janúar: Minningar- útgáfa Ijóðasafns A 75 ára afmæli Tómasar Guðmundssonar skálds 6. janúar nk. gefa nokkrir vinir hans út Ljóðasafn hans I mjög takmörk- uöu upplagi. Frá þessari útgáfu segir svo i frétt sem blaðinu barst I gær: „Nokkrir aldavinir Tómasar Guðmundssonar hafa fengið leyfi skáldsins til að gefa út á 75 ára af- mælisdegi hans, 6. janúar nk. sér- staka minningarútgáfu af ljóða- safni hans. Verður hún I mjög takmörkuðu upplagi og öll eintök- in tölusett og árituð af skáldinu. Er gert ráð fyrir að hvert eintak kosti kr. 5000.00 — og er söluskatt- ur 20% innifalinn i verðinu. Skáldið mun sjálft verða statt i Helgafelli við Veghúsastigkl. 3—6 5. janúar daginn fyrir afmæl sitt. Ennfremur verður bókin til sölu i bókabúðum borgarinnar og eins geta bóksalar utan Reykjavikur pantað hana með símskeyti. Allur ágóði af bókinni mun verða afhentur skáldinu ásamt skrá yfir eigendur hvers eintaks af henni. Þessi afmælisútgáfa, helguð ástsælasta ljóðskáldi landsins, mun örugglega verða mönnum þvi dýrmætari sem lengra liður, jafnt sem minnisgripur og ættar- gripur, og sennilega má lengi leita að fegurri og kærkomnari vinargjöf.” Maigret-handrit í Leningrad Leningrad (APN). Hinn kunni franski rithöfundur Georges Simenon, sem hefur skrifað hundruð glæpasagna þar sem Maigret lögregluforingi er aðal- persónan, hefur ákveðið að láta varðveita hluta af handritum sin um i Saltjkov-Sjedrinbókasafn- inu i Leningrad. Þessi ráöstöfun er að verulegu leyti að þakka E. Schreiber, dósent viö háskólann i Leningrad, sem hefur unnið að ýmsum rannsóknum á verkum Simenons. Karþagó- menn trippuöu Komið hefur á daginn, að um borð i skipi einu frá hinni forn- frægu borg Karþagó, sem sökk fyrir 2200 árum skammt frá strönd Sikileyjar, hafi veriö tvær öskjur með hassi. Grunur leikur á þvi, að þessi vimugjafi hafi átt að hressa upp á baráttuþrekið hjá á- höfninni i styrjöld þeirri sem kar- þagómenn háðu þá við rómverja. Athuganir á rannsóknarstofu leiddu i ljós, að hass þetta var ennþá virkt, þótt lengi hafi það legið i sjó.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.