Þjóðviljinn - 04.01.1976, Blaðsíða 3
Sunnudagur 4. janúar 1976. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
NÍELS HAFSTEIN
SKRIFAR
UM MYNDLIST
Gunnlaugur
Scheving
Sýnishorn af dánargjöf
listamannsins
Hvernig verða listasöfn til?
Spurning sem aldrei heyrist orð-
uð. En ef menn halda að opinberir
aðilar og kerfisfólk hafi frum-
kvæði i þá veru að stofna lista-
söfn, þá fara þeir villir vegar og
detti einhverjum i hug að félaga-
samtök hugsi svo langt, þá er það
rangt. En slysist meno til.að nefna
framtakssaman einstakling úr
röðum fólksins, þá eru þeir strax
á réttri leið. Nú er það of langur
listi að rekja alla þá góðviljuðu
menn sem hafa safnað myndlist
fyrirþjóðina, en hér er þó rétt að
geta fáeinna: Hallsteinn Sveins-
son kom á fót listasafni i Borgar-
nesi, Bjarnveig Bjarnadóttir gaf
til stofnunar listasafns á Selfossi,
Ragnar Jónsson lagði til kjarn-
ann i Listasafni ASl, og ef nefndir
eru fáeinir sem styrkt hafa Lista-
safn Islands: Asgrimur Jónsson,
Markús tvarsson (erfingjar
hans), Nina Sæmundsson, og nú
siðast Gunnlaugur Scheving.
Eins og gefur að skilja skiptast
myndlistarmenn i hópa i afstöðu
til framieiðslu sinnar, sumum er
alveg sama hvar verk þeirra
lenda eftir smiðshöggið, þeir láta
þau fúslega af hendi, selja þau
eða gefa, jafnvel eyðileggja sum
verkin og nota sem uppistöðu i
önnur, — og fer þar forgörðum
mörg baráttustundin. Hinir eru
þó liklega fleiri sem dreymir um
einhvers konar safn eða minnis-
varða, þar sem komandi kynslóð-
ir hafa lifsstarf þeirra fyrir aug-
um, og þess vegna kappkosta þeir
að halda öllu saman og eiga þann-
ig gott yfirlit á feril og þróun þeg-
ar fram liða stundir.
Þessi afstaða listamannsins
byggist að nokkru á þeirri hyggju
að list hans eigi erindi við
almenning og sé þáttur i lista-
sögu þjóðarinnar (enda er það
oftast svo), sérstaklega verður
þessi afstaða áberandi ef
listamaðurinn hefur ekki hlotið
viðurkenningu fyrr en seint og
siðar meir, þegar hann er farinn
að kröftum og aldurinn færist
yfir. Hinu er svo ekki að leyna að
viðurkenningin kemur stundum
of seint (eða aldrei), listamaður-
inn hefur þá kannski fórnað öllu
lifsstarfi sinu og lagt árar i bát,
beiskur og bugaður af mótlætinu,
— er hryllilegt að hugsa til þess
hvilik menningarverðmæti fara
þar forgörðum fyrir litinn
skilning.
Samkvæmt sýningarskrá
Listasafns Islands um dánargjöf
Gunnlaugs Schevings flokkast
hún þannig: 12 oliumálverk, 306
vatnslitamyndir, 256 túek- og
vatnslitaskissur, 329 túsk-,' blek-
og blýantsteikningar, 841 blek- og
blýantsskissur, 36 litkritarmynd-,
ir, 33 litkritarskissur, 3 grafik-
myndir, 2 collage-myndir, 50
teiknibækur og dagbækur lista-
mannsins.
Af þessari upptalningu er ljóst
að Gunnlaugur Scheving hefur
verið gæddur litlum hæfileikum
tilað henda hlutum, hefur kannski
viljað sýna mönnum hvernig verk
hans urðu til, — og ber að þakka
fyrir það.
Sú skoðun er ansi útbreidd að
málari þurfi ekkert að hafa fyrir
myndinni, hann byrji bara i einu
horninu og endi i öðru: veskú!
Þeirsem skoða sýninguna i Lista-
safninu fá allt aðrar hugmyndir
um vinnubrögð vandaðra mynd-
listarmanna, hér getur að lita
Haustnæturhiminn (oliumálverk).
mynd eftir mynd um sama efni,
en ætið er einhver munur á, það
er búið að bæta smávegis við
hérna, nema burt þarna. Gunn-
laugur Scheving er lýsandi dæmi
um markvissan visindamann i
listinni, rannsóknir hans leiða
alltaf til jákvæðrar niðurstöðu, ef
ekki i myndbyggingu þá i lit, — ef
liturinn bregst i endanlegri út-
færslu, þá er myndbyggingin ó-
hagganleg.
Þess hefur áður verið getið á
prenti, að ekki megi lita á allar
skissur og frumdrætti Gunnlaugs
sem undanfara stærri verka,
fjöldi örsmárra verka hans eru
sjálfstæð listaverk, leikandi létt
eins og sprottin áreynslulaust
undan fingurgómum skaparans,
en samt sem áður eru þau ekki
merkt þessum sterka persónu-
lega blæ sem einkennir stærri
verk hans, þá sérstaklega báta-
myndirnar,þarsem annarsheims
ró hvilir yfir öllu.
Vatnslitamyndir Gunnlaugs
Schevings eru undarlega sam-
stæðar i litum, tilbrigðin fá, skil
milli þeirra ekki nógu skörp, og
stafar það sjálfsagt af þvi hvernig
hann vann og áður var lýst. Yfir-
leitt eru þetta landslagsmyndir af
suðurlandi, undan Eyjafjöllum og
úr öræfasveit — eru það skástu
verkin, ef undanskilin er ein
mynd af sjónum, þar sem hásetar
innbyrða hákarl.
Margir hafa velt þvi fyrir sér
hverjir séu töfrar oliumálverka
Gunnlaugs Schevings, þeirra
verka sem eru sum hver um 12
fermetrar að flatarmáli, og þykir
með ólikindum hvernig hann
hefur leyst ýmis vandamál
stækkunará þá lund að ljósmynd-
ir af málverkunum segja ekkert
um viðfemi þeirra, sumir velta
vöngum yfir undarlegum litum
sem virðast koma úr fjarstöddum
litakassa, enn aðrir furða sig á
kyrrstöðunni, þessum óhaggan-
legu andlitum sem eru eins og
meitlaðar dánargrimur úr sama
mótinu, loks eru það þeir sem
finna andblæ verkanna sem ætt-
aður er úr sakleysislegum hug
arheimi fullþroska listamanns.
En ekki má gleyma ævintýra-
myndum Gunnlaugs Schevings,
þar sem fjósakonurnar svifa i
loftinu innan um halastjörnur.
sól, tungl og rauðan kopp! 1 þeim
myndum er skyldleikatengsli við
rússneska málarann Chagall.
sem sótti myndefni i sögur og
sagnir, þjóðtrú og hindurvitni. og
þar svifa um i himinblámanum
brúðhjón og grænir hestar. blóm-
skrýdd tré og runnar, en útfærsl-
an er ólik, endanleg niðurstaða
persónulegt framlag til listarinn-
ar.
Hér verður ekki gerð tilraun til-
að kryfja vandamál og mynd-
byggingu i verkum Gunnlaugs
Schevings, þeir sem áhuga hafa á
myndlist geta með sjálfum sér
skoðað þróunarferil verka hans á
sýningunni i Listasafni Islands,
og þroskað myndhugsun sina eftir
þvi sem andlegir hæfileikar
þeirra segja til um, — verður eng-
inn svikinn af þvi.
llákarlinn tekinn inn (vatnslitir)
vSildarbáturinn (ollumálverk).