Þjóðviljinn - 04.01.1976, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 04.01.1976, Blaðsíða 20
MOÐVIUINN Sunnudagur 4. janúar 1976. — Það má segja að þetta hafi gengið nokkuð vel i heildina þótt stöku sinnum hafi ekki allt farið skv. áætlun, sagði Páll. Eitt ár sveik mig þó alveg, þá voru lfk- ur á talsverðum is, en varð ekk- ert úr vegna þess hve vindurinn varð afbrigðilegur þennan vet- ur. Ég fór aðallega eftir hita- ástandinu i loftinu á Jan Mayen sumarið og haustið á undan hverjum vetri. Ef þar er hlýtt bendir það til þess að sjórinn þar i kring sé heitur, þvi lofthit- inn lagar sig að verulegu leyti eftir sjávarhitanum. Hlýr sjór er siðan yfirleitt tiltölulega salt- ur og suðrænn, og hann leggur þvi siður. Þar með eru likur á þvi, að litill is myndist yfir vet- urinn á þessu svæði. Þar sem sjórinn er siðan u.þ.b. hálft ár að berast frá Jan Mayen til Norðurlands með þessum hæga straumi sem þar er, tel ég að haustveðráttan þar geti bent til þess hvað verður hér að vori, en á vorin er tiltölu- lega mest af hafis við fsland. — Hvenær byrjaðir þú á þessu? — Það var árið 1969 sem ég fór i þetta af alvöru og þetta hef- ur að heita má alltaf gengið eftir nema einu sinni. — Áttirðu von á þessum is núna? — Ég held að þetta hafi nú ekki komið neinum á óvart vegna þess að i desemberbyrjun var mikill is út af Vestfjörðum. Það lá þvi nokkurn veginn ljóst fyrir að sæmileg vestanátt myndi koma með hann hingað. En ég hef ekki ástæðu til þess að halda að þetta verði öllu meira heldur en orðið er. Ég á a.m.k. ekki von á þvi að þetta verði mikið isár að þessu sinni, og þetta ishrafl sem nú er við land- ið fær mig ekki ofan af þeirri trú. Annars ræðst þetta töluvert af þvi hvað er að gerast fyrir norð- an núna. A vorin kemur isinn oftast upp að Melrakkasléttu og lokar þar jafnvel fyrir siglingar, en við höfum ekki fengið góðar fréttir ennþá af'þvi hvar isinn liggur. Vonandi fáum við þó betra yfirlit þaðan innan tiðar þvi það þýðir ekkert að spá um áframhald hafissins eftir þvi hvernig hann liggur hér við land, við þurfum að fá góðar fréttir af legu hans langt fyrir utan. Landhelgisgæslan áhugalaus. — Hver gefur ykkur þær upp- lýsingar? — Landhelgisgæslan. — Og gengur sæmilega að fá fréttir? — Nei, það er ekki hægt að segja annað en að sú stofnun bregðist okkur gjörsamlega. Is- könnunarflug Landhelgisgæsi- unnar eru langt frá þvi að vera fullnægjandi. Mér hefur virst það vera hennar háttur að gera ekki neitt fyrr en is er kominn upp i landsteina einhversstaðar. Þá fer hún þangað, athugar is- inn, gefur skýrslu, en lætur sig engu skipta um það, sem gerist norður i hafi. Þetta hefur þvi miður verið algild regla til þessa og torveldar að sjálfsögðu allar ágiskanir um komu hafiss hingað til lands. Það er ekkert verulegt gagn i isathugunum nema a.m.k. sé kannað svæðið norður til Jan Mayen. Að öðrum kosti er von- laust að reyna að spá um is- komu hingað eða læra um helstu hegðunareinkenni hafissins áður en hann skriður upp i land- steinana. — En þú spáir samt? — Já, það sem hefur bjargað okkur eru strjálar athuganir sem amerikanar hafa gert. Þar hafa þeir helst komið að liði hér við land. Svo fáum við upplýs- ingar frá öllum skipum sem sigla um þetta svæði og veður- stöðvar eru þarna á annesjum viða, bæði hér á landi og annars staðar. En það yrði ómetanlegt ef við gætum fengið upplýsingar frá reglulegu iskönnunarflugi þarna norður, þó ekki væri nema einu sinni i mánuði. ' t eina tið var hafis inni á fjörðum meiri ógnvaidur en nú. Ilvitabirnir slæddust þá upp á iand I óþökk landsmanna, en selir komu einnig með isnum og var það mikil búbót. Ilún dugði þó skammt gegn þvf neyðarástandi sem skapaðist þegar samgöngur tepptust, og fyrir utan hinn nistandi kulda meginlandsloftslagsins sem kom i kjölfar hafissins varð viða hungursneyð með tilheyrandi sjúkdómum og erfiðleikum Frá þvi nokkrum dögum fyrir hátíðarnar hefur haf- is teppt að meira eða minna leyti siglingar fyrir Vest- firði. Enn einu sinni hefur þessi landsins forni f jandi þannig komist á dagskrá, þótt ekki sé hann sami ógn- valdurinn nú á dögum eins og áður fyrr, þegar oft- sinnis kom upp mikil hungursneyð og óáran i kjölfar ískomunnar. Af þessu tilefni var rætt við Pál Bergþórsson veður- fræðing um ýmislegt það, sem snertir haf ís á Islands- slóðum. Páll hefur í nokkur ár reynt að spá fyrir um komu hafíss hingað, og við byrjuðum á þvi að inna hann eftir árangrinum. Sumar- og hausthiti á Jan Mayen er til viö- miðunar viö spádómana segir Páll Bergþórsson veður- fræðingur, sem undanfarin ár hefur með ágætum árangri reynt að spá fyrir um komu hafíss til Islands Islendingar hafa aldrei eignast isbrjót og oftsinnis hafa islensk skip setið föst i hafis i lengri eöa skemmri tima. Eftir isárin þrjú á siðasta áratug var rætt um kaup á isbrjóti, en horfið var frá þvi ráði. Áttundi áratugurinn hefur verið góður — Er eitthvað að draga úr hafiskomum til Islands? — Það var ákaflega hlýtt timabil frá þvi um 1920 til 1964. Siðan kom mikill is 1965, 1968 og 1969 en á áttunda áratugnum hefur aftur ræst úr og verið litið um is alveg uppi i landi. Þó er aö minu viti ekki hægt að búast við þvi að annað eins hlýindatima- bil og var fyrr á þessari öld sé að hefjast aftur. Miðað við siðustu aldir er þetta hlýinda- timabil frá 1920—1965 alveg ein- stakt og engin sanngirni að heimta annað eins aftur i bili. — Hvar verðið þið fyrst varir við isinn? — Hann gerir vart við sig á tveimur stöðum ef um mikinn is er að ræða. Fyrst við Vestfirði, og siðan teygir isröndin sig gjarnan austur með Norður- landi og lokar þá jafnvel sigl- ingaleið fyrir Melrakkasléttu. Það hefur oft gerst að lokað er bæði fyrir Horn og Melrakka- sléttu en þó siglingafært um Norðurland milli þessara staða. — Hvað getur isinn teygt sig langt til suðurs? — Hann liggur yfirleitt frá Melrakkasléttu til norðausturs og þá gjarnan alveg til Jan Mayen. Það kemur hins vegar fyrir þegar isár eru mest að hann reki suður með Austur- landi og siðan i vestur með Suðurlandi alveg til Vest- mannaeyja. Þess eru jafnvel dæmi að hann hafi komist fyrir Reykjanesið og alla leið inn á Faxaflóa, en slikt er þó afar fá- titt. Samfara miklum is breytist loftslagið hér úr eyjaloftslagi i meginlandsloftslag. Norðan- vindarnir koma þá hindrunar- laust yfir isinn án þess að hlýna neitt af auðum sjó og það munar geysilega miklu hvað hitastig og veðráttu snertir. — Er ekki orðið litið um að skepnur komi með isnum? — Jú, það hefur minnkað mjög, sérstaklega er orðið sjaldgæft að hvitabirnir komi hingað. Þeim hefur enda fækkað mjög mikið undanfarið, stofninn er ekki nálægt þvi eins mikill nú og fyrir nokkrum áratugum. Selurinn kemur hins vegar að mestu leyti á vorin en þó ekki nándar nærri eins mikið nú orð- iðeins og fyrr. — gsp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.