Þjóðviljinn - 11.01.1976, Síða 8

Þjóðviljinn - 11.01.1976, Síða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINNþSunnudagur 11. janúar 1976. Olof Palme: Hver maður á rétt til eigin nafns. Shakespeare: og hann gekk út og hengdi sig. Strindberg leikritsins stærir sig af manndómi sinum: Hann er sextán sinnum fjórir sentimetrar! Lítil samantekt vegna frægðarmanna á sviði Nú verða menn varir við það, ekki aðeins á prenti heldur og mannamótum ýmiskonar, að deilt er hart um skáldsögur og persónur þeirra, sem sýnast ekki lengurhaldast við „innan ramma verksins” eins og það heitir, heldur ganga út úr honum og hreimta að vera dæmdar til lifs eða dauða: fæég staðisteða ekki? Það er að visu ekki allt jafn snjallt sem upp úr mönnum velt- ur þegar um það er rætt til hvers sé hægt að ætlast af persónum eða höfundum þeirra. En allavega skulum við vona að það sé lifs- mark að svona umræðu, að henni fylgi nokkur efling tilfinningar fyrir þvi, að bókmenntir komi mönnum við. Meira um það siðar. t smáfrii sem við leyfum okk- ur, frá þvi að fjalla um islenskar bækur (auðvitað er engin ástæða til að hætta þvi þegar jólamarkaðslæti eru um garð gengin, enda af nógu að taka enn) skulum við til tilbreytingar lýsa litillega öðrum vanda sem upp kemur i sambandi við meðferð rithöfunda og leikskálda á frægðarmönnum, lifandi og dauðum. Deilur út af notkun frægðarmanna i bókmenntaverk- um eru að sjálfsögðu ekki nýjar af nálinni, en allt i einu sýnist manni að þær séu meira á kreiki en stundum áður — hvort sem maður getur nú leyft sér að ætla að þetta sé tengt þvi að sjaldan hafa allskonar fjölmiðlar verið fiknari i að .leggjast á glugga einkalifsins sem nú, og þóttu samt meira en nógu iðnir við slikt áður. Lagercrantz gerði við þetta svofellda athugasemd: ,,Þú ert fórnarlamb bókmenntalegrar tisku. Nú er einmitt verið að sýna Strindberg á Dramaten bókstaf- lega með besefann i hendinni. Mesta kassastykki leikársins i New York sýnir Lenin i farsahlut- verki. Sven Delblanc hefur i einni skáldsögu sinni skotið inn Tage Erlander (fyrrum forsætisráð- herra svia) þar sem hann er að skemmta sér á Djurgarden með skrýtnu fólki”. Það er Per Olov Enquist ( hefur hlotið bókmennta verðlaun norðurlandaráðs fyrir heimildar- skáldsögu um baltneska flótta- menn i Sviþjóð) sem hefur samið leikritið um August Strindberg, þennan demón sænskra bók- menpta. Það heitir Tribadcrnas nattog hefur þegar hlotið miklar vinsældir heima fyrir og margar þýðingar á erlend mál eru þegar i gangi. Leikritið lýsir æfingu á leikriti Strindbergs Den starkare i Dagmarleikhúsinu i Kaup- mannahöfn árið 1889. Persón- urnar eru Siri von Essen, sem hann hefur þá nýlega skiiið við, sem fer með aðalhlutverk i Den starkare. Annað hlutverk er leik- ið af vinkonu hennar. Danskur leikstjóri stjórnar æfingu. Strind- berg fylgist með. Fjórar persón- ur. Ahorfendur ku skemmta sér vel á kostnað Strindbergs — einn gagnrýnenda talar um „kómiskt morð”. Til dæmis er nefnt atriði þarsem Strindberg tilkynnir leik- stjóranum danska að manndómstákn sitt sé sextán sinnum fjórir sentimetrar. „Sextán sinnum fjórir, herra Schiwe. Samkvæmt visindalegri mælingu”! Höfundurinn Per Olov Enquist segist byggja lýsingu sina bæði á verkum Strindbergs frá þessum tima og bréfum hans, þar sem hann ber lof á prússneskan járn- aga, undirokun kvenna, sýnir grimma einstaklingshyggju. Þetta efni hefur hann haft hug á að taka upp frá þvi að hann var i Bandarikjunum 1973 og skrifaði smásögur um amriska smá- borgara.sem tilfinningalif þeirra var mótað af hælaskellum inn- rættra hugmynda. Hann fór þá að hugsa um að margt væri sameig- inlegt með þessu fólki og hugar- fari Strindbergs nálægt 1890. Enquist heldur þvi enn fremur fram, að Strindberg líkist flestum körlum i dag — það komi fram hvenær sem hið fágaða yfirborð sé „klórað” af. Hann hafi nokkrar mætur á þeim Strindberg sem þoriað vera svona gróflega aftur haldssamur.” „Afbrýðisemin, æs ingurinn, gortið af kynferðisleg- um afrekum, örvæntingarfullar tilraunir til að verja manndóm sinn, herbúðamálfarið og kvenhatrið — við höfum enga þörf fyrir að fara með siðaprédikanir um allt þetta. En við lærum mikið af því um sjálfa okkur”. Sviö og veruleiki Ýmsir gagnrýnendur hafa tekið undir við þessa útlistun Enquists. „Þessi hnifskarpa og stórsnjalla sýning sýni privatmanninn Strindberg sem hættir að vera privatmaður. Líf Strindbergs verður lykill að þvi samfélagi sem mótaðihann”. Aðrir eru ekki eins vissir um þetta, og segja að fyrst og fremst hafi verið búin til skopmynd af skáldinu — mjög skemmtileg, en varla nógsam- lega undirbyggð. Og áðurnefndur Olof Lagercrantz hóf i blaði sinu kappræðu um Srindberg leiksins og þann raunverulega. Þetta gerpi á sviðinu, með allt tauga- kerfið útbyrðis, hefði aldrei getað unnið það verk sem hann vann, segir Lagercrantz. Honum finnst mynd Enquists af Strindberg „privatiseruð” og rangfærð og litt til þess fallin að skilja verk hans. Shakespeare sem brást Aðrar spurningar vakna i sam- bandi við leikrit eftir breska leik- skáldið Edward Bond, sem hefur verið að breiðast út um löndin. Þar er Shakespeare áðalpersón- an. Leikritið heitir hinsvegar Bingo —það er sem heitið gefi til kynna að höfundur afsali sér til- kalli til hins „rétta” Shake- speares. Shakespeare Bonds er gamall leiðindafauskur, klókur i viðskiptum, en haldinn fyrirlitn- ingu á sjálfum sér. Enda sviptir hann sig lifi þegar hann telur sig hafa komist að þvi að hann sé svikari, að skáldskapur hans hafi ekki neinu þjónað. Leikurinn gerist i Stand- ford-on-Avon sex árum eftir að Shakespeare hefur samið siðasta leikrit sitt, Vetrarævintýri. Rikis- bubbinn Combe fær Shakespeare til þeirra „svika” að taka þátt i þvi að slá saman jarðaskikum en það þýðir að leiguliðum er kastað á guð og gaddinn. Hefði Shakespeare kosið að taka málstað smábændanna hefði hann misst það öryggi sem arður af landareign færði honum. Hann skilur um siðir að hann hefur brugðist og er gripinn viðbjóði á sjálfum sér. Finnst að hann hafi aldrei tekið afstöðu eins og maður. Jafnvel þegar ég greip um pennann, klæddi mig á morgnana, var ég handlangari böðulsins” segir hann. Og hann fremur sjálfsmorð. Einn af leikstjórum verksins segir sem svo um þetta: Þegar við komumst að þvi að það samfélag sem. við lifum i er helviti, sitjum við þegar föst i þvi neti er við höfum riðið okkur. Bond er ekki að lýsa sautjándu öld þótt leikritið gerist þá — fólkið er samtimamenn okkar, með okkar reynslu og vandamál. Bond lýsir eigin vanda, vanda allra rit- höfunda og skapandi manna. Hér hefur rétt verið drepið á verk og fyrirbæri sem vekja ótal spurningar. Um rétt manna, lifs og liðinna, til eigin nafns, um kröfur til sögulegs trúverðugleiks og svo hinsvegar um rétt höfunda til að raða kubbum veruleikans upp á nýtt, skipa þeim i annað samhengi. Verk sem gera frægðarmenn að höfuðpersónum eru i þeim skilningi útsæknarien önnur, að nauðugir viljugir bera menn túlkun höfundarins saman við það sem áður var vitað um persónuna og hlutverk hennar. Jafnvel þótt menn hafi fyrirfram hugboð um mjög frjálslega notk- un nafns eins og sýnist eiga sér stað i Shakespeareleikritinu. En eins og fyrr segir — það virðist vera að gerast hér i grennd, að „hrein” skáldverk verði einnig útsækin, þe.a.s. að lesendur þeirra hafi i rikara mæli en verið hefur um stund tilhneigingu til að bera persónur þeirra saman við konur og karla, börn og forstjóra, unglinga og listamenn þess umhverfis sem verkin eru sprott- in úr, bara saman, prófa áreiðanleik verkanna, huglægt mat og hneigðir samfélagsins. Réttur til eigin nafns Þegar Olof Lagercrantz, sem hefur verið annar aðalritstjóri sænska stórblaðsins Dagens Nyheter, lét af þvi starfi á dögun- um, kvaddi hann með miklu viðtali við Olof Palme, forsætis- ráðherra. Þar var m.a. vikið að þvi, að Palme hafði reiðst því að vera gerður að persónu i mynda- sögu i blaðinu Vi. (Það er ekki i fyrsta sinn að Palme stendur i ströngu út af hliðstæðum málum — mönnum er enn i fersku minni hvernig daninn Klaus Rifbjerg snaraöi honum upp i rúm með Margréti danadrottningu i einni af skáldsögum sinum). Reyndar var Palme i myndasögunni hinn mesti garpur, duglegur að vinna á bófum. En hann mótmælti við ritstjórann, vegna þess að „það sem máli skiptir fyrir mig er að i sögu þessari eru mér lögð orð i munn sem ég hefi aldrei sagt og ég látinn vinna verk sem ég hefi aldrei unnið. Hver maður á rétt til að verja sitt eigið lif... Hver maður á rétt á sinu eigin nafni”, segir hann i viðtalinu. Þegar sjónvarpið þegir Fyrir viku siðan gerðist það i New York að sjónvarpskerfið fór úr sambandi. Þetta slys olli miklum hugar- æsingi i húsi herra Barkins. Fyrst komst Barkins að þeirri niðurstöðu, að þetta væri aðeins bilun i sjónvarpstækinu i setu- stofunni. Hann hljóp inn i svefn- herbergi og kveikti á sjónvarp- inu þar. — Það er ekkert að tækinu, sagði frú Barkins við karl sinn. Það hefur eitthvað komið fyrir loftnetið. — Hver eruð þér? spurði Barkins. — Konan þin, Edith. — Akkúrat, sagði Barkins. Þá á ég liklega þessi börn þarna lika? — Laukrétt hjá þér, góði, sagði frú Barkins. — En þau eru orðin svo stór, sagði Barkins og horfði á son sinn og dóttur. Hve gömul eru þau? — Þrettán og fimmtán, svar- aði frú Barkins. — Það var aldeilis. Sælir krakkar. — Hver er hann þessi? spurði Henry, sonur herra Barkins. — Þetta er faðir þinn, sagði frú Barkins. — Það gleður mig að kynnast yður, sagði Mary, dóttir herra Barkins, feimnislega. Nú skall á þögn. — Heyrið mig, sagði herra Barkins loksins. Ég veit það ósköp vel, að ég hefi ekki verið Eftir Art Buchwald alltof umhyggjusamurfaðir. Nú langar mig til að vinna það upp, sem tapast hefur. Segið mér nú fyrst, i hvaða skóla gangið þið? — í miðskólann á Forest Hills, sagði Henry. — En hvað hafið þér starfað? spurði Mary. — Ég er bókhaldari, svaraði Barkins. — Hvað þá? Ég hélt þú værir sölumaður, sagði frú Barkins alveg hlessa. — Það var fyrir tveim árum. Hefi ég ekki sagt þér að ég skipti um starf? — Nei, það hefur þú ekki gert. Þú hefur yfir höfuð ekki talað við mig i tvö ár. Nú þögðu allir aftur nokkra hríð. Loks sagði Henry við föður sinn: — Viltu að ég spili á gítar fyrir þig? — Hugsa sér. Þú kannt þá að spila á gitar. Meðan ég man, á ég ekki dóttur sem spilar á git- ar? — Það er hún Susy, sagði frú Barkins. — Og hvar er hún niður kom- in? — Hún gifti sig fyrir ári. Þú varst einmitt að horfa á sjón- varpið þá. - Hugsa sér, sagði herra Bark- ins hinn ánægðasti. Ég vona bara að þeir verði tvo-þrjá tíma að koma loftnetinu i lag. Það er svo andskoti skemmtilegt að kynnast betur fjölskyldu sinni.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.