Þjóðviljinn - 11.01.1976, Side 10

Þjóðviljinn - 11.01.1976, Side 10
10 StÐft Í.JÓÐVILJINN Sunnudagur 11. janúar 1976. Sýningarhúsnæði I Reykjavik. NÍELS HAFSTEIN SKRIFAR UM MYNDLIST Blaðaö í úrklippu- bókum ársins 1975 i. Um þab leyti sem nýjabrumið fór af jólunum og áramótavlman rann úti sandinn, þá rakst ég á ör- stutta en áhrifamikla klausu i bjóðviljanum og hélt henni til haga. Þar er sagt frá þvi er norskir myndlistarmenn stofnuðu með sér heildarsamtök, eða stéttarfélag, sem inniheldur 1269 sálir. Markmið félagsins? Að rækja hagsmunamál myndlistar- manna gagnvart opinberum aðil- um og einka-listneytendum, að knýja fram sæmandi gjald fyrir vinnu myndlistarmanna, að auka notkun myndverka, að tryggja myndlistarmönnunum lágmarks- laun. Nú hefði mátt búast við þvi að islenskir kollegar þeirra tækju upp sama sið og féllust i faðma, en ljóst var að svo myndi ekki fara. Hvers vegna ekki? spyr einhver. Þaðer saga að segja frá þvi, ég skal reyna að hafa hana stutta. Nú verð ég sjálfsagt endanlega stimplaður til þráhyggju og of- sóknaræðis, ef ég minnist enn á strandglópinn i menningarmál- unum, sem kallast FfM, þennan undarlega samsetning: „Félag islenskra myndlistarmanna”, sem er að minni hyggju broslegt dulnefni, ekki ósvipað þvi og þegar óviti er nefndur Didi eða Babú (Innan vébandanna er helmingurinn að mála abstrakt, einn er undir þritugu, fjórðungurinn er lagstur í kör, afgangurinn veit ekki hvað hann gerir) Þetta fólk hefur um langan aldur rekið svokallaða úti- lokunarpólitik i myndlist, ekki skilið orð eins og: víðsýni, litillæti, sanngirni. 1 flestu hefur þetta orðið bert i sambandi við rekstur sýningarhallarinnar á Klambratúni — að nokkru leyti i nafni snilligáfunnar. Það mála- vafstur allt, sorglegt og leiðin- legt, er þó litilfjörlegt og skiptir ekki máli nema i samfloti við annað. öilu merkilegra og átakanlegra varþó eftirfarandi bænarkall frá Akureyri: Sýningarsalur óskast, má vera stór, listasafn óskast, má vera litiö. Fulltrúi Alþýðubandalagsins i borgarstjórn, Sigurjón Pétursson lagði til að skipuö yrði nefnd, sem ætti að kanna hvernig mætti nýta Korpúlfsstaði og umhverfi fyrir listir og tómstundir. Það var eins og við manninn mælt: „Við erum engir oliufurstar”. En þótt örlæti meirihlutans væri ekki uppi nös á ketti, þá voru til þeir menn sem vildu einhverju fórna i þágu æðri gæða. Danskur listaverkasali, Gunnar Mikkelsen, bauöst til að offra islendingum tæplega 300 myndlistarverkum, auðvitað gegn ákveðnum skilyrðum. Og ókunnur snillingur tilkynnti sig fúsan til að teikna andlit eftir ljósmyndum, eða eins og segir i auglýsingunni: „ógleymanleg vinargjöf, varðveitir hlýjar minningar, mjög vönduð mynd- list”. Pósthólf 814! Nokkrar fyrirsagnir I blöðum : Hægt er að flytja i burtu vegg- skreytingar Kjarvals. Eitt mesta listaverkarán sögunnar (myndir eftir Rafael og Piero della Francesca) Sovét: Fyrsta sýning á nútimalist i 13 ár. Matreiðslu- bók Salvadors Dalis (kjálkinn er besta heimspekitækið og námið fer gegnum innylfin) Blaka sýnir i Paris. 500 ár liðin frá fæðingu Michelangelos. Kaupmannahöfn: Reyfarakaup á islenskum mál- verkum. 18 isl. myndlistarmenn fá lrfsamlega dóma í Bergen. Xvö jiekkt málverk á frimerkjum. Listamannaþing fjallar um stjórnun menningar. 17. april var úthlutað starfs- launum til listamanna. Þorbjörg Höskuldsdóttir og Arnar Her- bertsson voru þar fulltrúar myndlistarinnar, svo og Sigurður 0. Brynjólfsson, sem sagðist ætla að gera teiknikvikmynd eftir Þrymskviöu Fyrir fáum árum var endalaus myndasaga í Les- bók Mbl., og fjallaði um Þrymskviðu, á siðustu Listahátið var frumflutt ópera um sama efni — hvað er næst? Hvernig væri að stiga inní samtimann? Diter Rot svaraði spurningum fréttamanns hjá Visi og gaf stutt yfirlit á umsvifin: 5—10 bækur á ári, málverk seld af lager, hljóm- leikar, plötuupptökur, eigin prentsmiðja til að þrykkja grafik. Siðar á árinu var hann „fjar- staddur þátttakandi” á uppá- komu i Félagsstofnun stúdenta, þar sem flutt var tónlist eftir Leif Þórarinsson. 1 Þjóðviljanum var sagt frá endurskoðun kennsluhátta i teiknun, vefnaði o. fl. og segir orðrétt i þriðju gr. nefndarálits að: „Lita-, forms- og efnisþekking verði samhæfð nútima afstöðu til vinnutækni og myndgildis, mótuð af sögulegri yfirsýn um mynd-, verkmennt- unar- og tækniþróun, sem þætti umhverfismótunar hvers tima- bils mannkynssögunnar, þannig að fortiðin auðveldi nemendum skyggni á þau nútimaviðhorf, er varða náttúruvernd ogvistfræði- lega ábyrgð, sem maðurinn ber gagnvart umhverfi sinu i allri áætlun um framtiðarþróun verk- mennta.” Ég segi nú bara púff. Ætli þetta (og fleira i sama dúr) bögglistekki fyrir brjóstinu á ein- hverjum veðurvitanum i skóla- kerfinu — ef hugsjónir nefndar- manna verða þá ekki lokaðar i eldtraustri hirslu. Nú eru miklar sölur erlendis á isl. málverkum, prisinn er hár, skagar uppi Picasso. A innlend- um vettvangi eru uppboð, sömu myndirnar ár eftir ár, innbyrðis verðmætaskipting peninga- fólksins, gæðin eru aukaatriði, safnið er númer eitt, helst þarf listamaðurinn að vera dauður. Minni æsingur var yfir Kefl- vikingum, þegar Myndhöggvara- félagið i Rvik sendi þeim samsýningu, 132 verk af öllum myndgerðum sem þekkjast. „Ég fékk ekki að heita Egill Skalla- grímsson” sagði Baltazar. Reyk sást leggja úr Flengingarbakka á Hellisheiði i sumar, þar búa hjónin Blómey Stefánsdóttir og Óskar Magnús- son, náttúrubörn á málverk, og vefnað, og geitur sem ekki gefa arö. Þá var „lokuð” sýning i vinnustofu Kristjáns Daviðs- sonar listmálara, til heiðurs Ragnari i Smára. Hildur Há- konardóttir vefari gerðist skóla- stjóri Myndlistar- og handiða- skólans. Afhjúpuð var vegg- skreyting Guönýjar Magnús- dóttur I húsakynnum Sjálfs- bjargar, stuttusiöar var sett upp glermyndeftir Leif Breiðfjörð,á Hótel Esju. Fleiri fyrirsagnir i blöðum: Teiknimyndasögurnar að verða aldargamlar. Kjarvalsstaðir eru orðnir eins og „tragikómiskur” sirkus. September-listamenn eru staðnaðir. Jóhann Eyfells hlýtur 6000$ styrk til listsköpunar. Kjartan Guðjónsson sagði sig úr safnráöi Listasafns Islands. Listasafn ASÍ: Sýning á gjöf Margrétar Jónsdóttur. Franskur fyrirlestur um nútimalist. Amsterdam: Sigurður Guðmundsson býr til útilistar- verk og notar til þess Morse-staf- rófið. Málverk merkt Þórarni B. Þorlákssyni talin fölsuð. Þá birtist þessi auglýsing: „Nýtt á Islandi, Alu-Flex myndir. Ég bý myndir framtiðarinnar á nútima verði”. Einstaklingur keypti heila Kjar- valssýningu, og fékk magnafslátt af 7 milljón króna matsverði. Þá var danska listaverkagjöfin af- þökkuð. 20 myndlistarmenn sendu inn tillögur i sam- keppni Norska Bókaklúbbsins um ljóðaskreytingar. Kjarvals- staðadeilan leysist. Maðurinn með ljáinn skáraði i raðir myndlistarfólks: viður- kenndir og dáðir hagleiksmenn á heimsmælikvarða létu lifið, Barbara Árnason og Gerður Helgadóttir og i Bretlandi andaðist Barbara Hepworth. Myndlistarsýningar í Reykjavík Bogasaiurinn: Leifur Þor- steinsson, Hringur Jóhannesson. Rigge Gorm Holten. Drifa Viðar. Katrin H. Ágústsdóttir. Dagur Sigurðiarson. Brautarholt 6: Kjarval. Bþj. Arkitekta: Samsýning FIM, Einar Hákonarson. Jörund- ur Pálsson. Franska Bókasafnið: LITO 1 (grafik). Ljósmyndasýning. Impressionistar. Gailery Grjótaþorp: Ólafur H. Torfason, Róbert Guillemette. Gallery Output: Ólafur Lárus- son. Helgi Friðjónsson. Niels Hafstein. Tony Costa. Gallery Súm : Markús Jóhanns- son. SUM 75. Samsýning Jónasar Vest. Kristján Guðmundsson, Tryggvi Ólafsson. Hallveigarstaöir: Þórdis Tryggvadöttir. Hamragarðar: Ástriður Anderssen. Jóhann G. Jóhanns- son. Ljósmyndasýning áhuga- manna. Kj arvalsstaðir: Kjarvals- sýning. Jakob Hafstein. Jón M. Baldvinsson. Guðmundur frá Miðdal. Kinversk grafik. Sveinn Bjömsson. Gunnar I. Guðjóns- son. Tarnús. Steinþór M. Gunnarsson. LJÓS ’75. Pétur Friðrik. Ragnar Páll. Halla Haraldsdóttir. Klausturhólar: Þórsteinn Þór- steinsson, Gunnar Þorleifsson, Kirsten Rose. Söls Kiausturhólar: Þórsteinn Þór- teinsson. Gunnar Þorleifsson. Kirsten Rose. Sölusýning. Listasafn ASl: Snorri Arinbjarnar. Sovésk grafik. Nor- ræn garfik. Sumarsýning. Mál- verkagjöf Margrétar Jónsdóttur.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.