Þjóðviljinn - 11.01.1976, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 11. janúar 1976.
Vinnuaöstaöan á Reykjavíkurflugvelli í megnasta ólest
Þann 13. janúar nk. verður eitt
ár liðið frá brunanum mikla á
Reykjavikurflugvelli, þegar flug-
skýli Flugfélags tslands brann til
kaldra kola með nánast öllu þvi
sem inni var. Um áttatfu flug-
virkjar höfðu þar aðstöðu fyrir öll
sin störf undir einu og sama þak-
inu, en nú hafa þeir i tæplega eitt
ár unnið á tvist og bast út um a 11-
an völl, lagerinn hér, radiódeild
þar, verkstæði hér, véladeild þar,
mótordeild hér, mælitækjadeild
þar o.s.frv. Nokkrar deildir, þar á
meðal skoðunardeildin hafa
meira að segja þurft að hrekjast
langt út fyrir fugvallarsvæðið og
eru nú til húsa i Bændahöllinni,
Ekki er þó nóg með að vinnuað-
staðan sé óendanlega tafsöm
vegna þess, hve mannskapnum er
tvistrað heldur þykir flugvirkjum
þó enn verra, að hirast i gömlum
hriplekum og stórhættulegum
hermannabröggum með tæki upp
á tugi eða hundruð miljóna
króna. Þau liggja enda mörg hver
nánast undir skemmdum vegna
raka eða litils hitastigs, t.d. það,
sem geymt er i flugskýli númer 4,
sem er eina skýlið sem notast er
viö um þessar mundir af Flug-
félagi islands. Þar er sama hita-
stig inni og úti og þegar flug-
virkjar yfirfóru tvær Fokkervélar
skömmu fyrir jól var aðstaðan
heldur bágborin. Ekki var nóg
með að 10 eða 15 stiga gaddur
væri þar innan dyra heldur var
snjókoman til mikilla trafala!!
Þannig er búið að heilli starfs-
stétt i þjóðfélaginu og trúlega
myndi heyrast hljóð úr horni frá
t.d. félagi prentara eða skrifvéla-
virkja ef öllum meðlimum þess
yrði boðið upp á það, sem flug-
virkjar hafa nú þurft að kyngja
um áratugaskeið án nokkurra að-
gerða. Bruninn markaði svo sem
engin timamót, vinnuaðstaðan
hafði lengi verið bágborin þótt
hún versnaði margfaldlega i kjöl-
far hans.
Flugvirkjar hafa farið á fundi
hjá Flugmálastjóra, forstjóra
Flugleiða og fleiri aðilum og
reynt margoft að benda á hörmu-
legan aðbúnað og ekki siður þá
hættu, sem honum er samfara.
Rétt er að hafa það i huga að fáir
menn bera meiri ábyrgð i starfi
en þessi stétt, mistök við ná-'
kvæma stillivinnu geta orðið dýr-
keypt og hugsanlega orðið tugum
eða hundruðum að fjörtjóni.
Handvömm i starfi er enda ekki
liðin og má sækja flugvirkja mis-
kunnarlaust til saka fyrir kæru-
leysi.
- *■ ^
4 ttím&sqgíiœ&jtp
stiga
ylum
„Segðu blaðamanninum að þetta þættu f jandanum lélegri
kindahús”, kallaði Brandur Tómasson um leið og hann
skeiðaði i burtu. Hægra megin á myndinni sést til Brands
en i forgrunni er Ragnar Karlsson, formaður fiugvirkja-
félags tslands. Á bak við sést i gamla hermannabraggann,
þar sem búið er að hrúga saman fjölmörgum deildum
flugvirkjanna. „Húsið virðist að hruni komið, eldhættan
geysileg og tugmiljónaverðmæti er geymt þarna, sögðu
flugvirkjarnir.
sem islenskum
virkjum er boðið upp
Þess er þó krafist að þeir yfir-
fari og stilli stórar sem litlar flug-
vélar i hörkufrosti og snjókomu,
krókloppnir á höndum stirðir og
kaldir. Ennþá hefur ekki slys af
hlotist, enda segja flugvirkjarnir
sjálfir að aðstaðan hafi ekki áhrif
á nákvæmni þeirra heldur fyrst
og fremst afköstin, sem minnka
geysilega þegar „kalt er i veðri”.
Þjv. sótti flugvirkjana heim
fyrir skömmu, skoðaði húsakynni
þeirra og forvitnaðist um liðsand-
ann.
Ragnar Karlsson, formaður
Flugvirkjafélags tslands gekk
með blm. um skúrana hripleku en
fyrst var rætt vitt og breitt um
verkefni islensku flugvirkjanna
og hvað betur mætti fara i þvi
sambandi.
— Við erum alveg sannfærðir
um það, að við getum annað
miklu meiri vinnu en boðin er um
þessar mundir. Flugvélarnar
stóru fara hver á fætur annarri i
skoðanir og viðgerðir erlendis
upp á hundruðir miljóna, jafnvel
miljarða árlega, á meðan við er-
um að berjast i þvi hér heima að
fá sæmilega aðstöðu til þess að
geta gert þetta sjálfir. Okkur
virðist raunar að einhverra hluta
vegna hafi Flugleiðir ekki nema
takmarkaðan áhuga á þvi að færa
þessi verkefni hingað inn til
landsins, sagði Ragnar.
— Við erum núna að biða eftir
niðurstöðu i viðamikilli könnun,
sem Hagvangur er að vinna fyrir
Flugvirkjafélagið um þessar
mundir. Þar er kannað til hlitar'
hvort hagkvæmt sé eða ekki að
vinna að viðgerðum og viðhaldi á
öllum islenskum flugvélum hér-
lendis og sömuleiðis hlutum þeim
öðrum, sem nátengjast flugvéla-
málunum. Viðeigum von á þvi að
könnuninni ljúki fljótlega og
þykjumstraunar vissirum að þar
verður sýnt fram á með óyggj-
andi rökum og ákveðnum tölum,
hve mikið sparast i gjaldeyri og
ýmsu öðru, ef verkefnin yrði færð
komin tæki og ýmislegt annað,
sem á bjátar.
— Og hvenær á svo að rætast
úr?
hingað
Flugvirkjaskortur
Annars er skortur á flugvirkj-
um hér heima um þessar mundir.
Við erum um 170—180, sem erum
skráöir i Flugvirkjafélagið en þar
af má reikna með að um 150 séu
starfandi. Töluverður fjöldi vinn-
ur i islenskum flughöfnum er-
lendis og við vitum að þeir vilja
margir koma hingað heim.
Vinnuaðstaða fyrir þá er hins
vegar ekki fyrir hendi. Iscargo
var t.d. að biðja okkur um flug-
virkja og enda þótt margir vilji
koma heim treystum við okkur
ekki til þess að biðja þá um það.
Það er ekkert grin fyrir sam-
viskusaman flugvirkia að vinna i
gaddi og snjókomu með ófull-
— Það veit ekki nokkur maður.
Manni viröist helst að það sé
nánast smekksatriði hver það er,
sem á að taka af skarið. Flug-
leiðir visa á Flugmálastjóra,
hann visar á Skipulagsdeild
Reykjavikurborgar og þannig
gengur málið hring eftir hring og
maður er steinhættur að botna i
þvi hvar strandið er. En ein-
hversstaðar er málið greinilega
stopp i bili.
Rikið átti sjálft flugskýlið sem
brann og mörgum þykir eðlilegt
að það verði opinberir aðilar sem
byggi nýtt skýli. En hver svo sem
á að eða ætlar að ganga i verkið
virðist taka þessu rólega og hjá
Flugmálastjóra fást þau svör ein,
að það standi á Skipulagsdeild-
inni. Hitt er lika ljóst, að þótt sótt
hafi verið um verulega upphæð til
byggingar flugskýlis er ekki gert
ráð fyrir einni einustu krónu á
fjárlögum til slikrar byggingar og
við sjáum þvi ekki fram á miklar
breytingar i bráð.
Forstjóri Flugleiða hefur sagt
að það sé alls ekki i hans verka-
hring að bæta úr ástandinu né
byggja flugskýli. Á þvi hafi fyrir-
tækið engin ráð. Það má þó geta
þess að Flugleiðir fjárfesta viða
um þessar mundir, byggja
80—100 miljón króna skrifstofu-
húsnæði við hlið Loftleiðahótels-
ins, kaupa Hótel Esju eins og að
drekka vatn, fjárfesta i öðrum
flugfélögum og lengi má tina til
stórframkvæmdirnar.
Allar stórskoðanir
erlendis
Flugfélögin Air Viking, Iscargo
og Flugleiðir taka allar skoðanir
„Ekkert tillit er tekið til krafa okkar um mannsæmandi vinnuaðstö
og bera þó fáar starfstéttir meiri ábyrgð en við”, segja flugvirkjar.