Þjóðviljinn - 11.01.1976, Side 13
ÞJÓDVILJINN — SIÐA 13
Hreinlætisaftstaöan: 1 rúmlega helmingi þessarar litlu viðbyggingar
fremst á myndinni er hreinlætisaðstaöa yfir fimmtiu flugvirkia auk
annars starfsliðs. Astandið i þeim málum er hormulegt svo ekki se
meira sagt.
Radiódeildin: Þarna vinna nú þrir menn og sá fjóröi er að bætást við.
Axel Bryde radíósimvirki situr við borðið en hinum megin þilsins litla
fyrir framan hann er mælitækjadeild með jafnmikið pláss og þrjá
menn i vinnu. Tugmiljónaverðmæti liggur daglega á borðum þessara
manna. „Það er verst hvað það lekur mikið úr rafmagnsdósinni þegar
rignir úti”, sagði Axel.
Véiadeiid: 30 manns hafa aögang að þessum litla sal, sem er sæmilega
tækjum búinn og hvorki hriplekur né iskaldur — sem sagt: hreinasti
lúxus. Asgeir Samúelsson yfirflugstjóri i forgrunni.
Mótor- og skrúfudeild: Myndarlegar skrúfur verða ekki samsettar
þarna ööruvisi en með svipuðum tilfæringum og þegar „Feitimúli” i
Andrésar önd blöðunum lakkar stofugólf og skriður svo upp strompinn.
A myndinni má greina þá Ragnar og Jón ræða saman fyrir framan
miljónamótor úr Fokker vél.
á sinum vélum erlendis Vélar
eins og DC-8 þurfa að fara i
skoðun á 350 flugtima fresti og
aðrar vélar af svipaðri stærð
álika oft. Ennþá stærri skoðanir á
vélunum eru framkvæmdar öðru
hvoru og okkur þykir fjandi hart
að missa þetta allt saman út fyrir
landsteinana. Við treystum okkur
fyllilega til þess að gera þetta hér
heima ef við fáum að þjálfa upp
mannskap og njótum betri að-
stöðu.
Rök flugfélaganna fyrir þvi að
gera þetta úti eru einkum þau, að
hérlendis sé ekki um endastöðvar
vélanna að ræða. Við teljum þessi
rök fráleit, ekkert er auðveldara
en að hagræða flugi þannig að
vélarnir geti stöðvað hér og tekið
skoðanir með eðlilegu millibili.
Að ekki sé nú talað um ef flugvél-
um fjölgar þá yrði þetta nánast
barnaleikur.
Loftleiðirhafa m.a.s. flogið alla
leið frá Lusemburg til Parisar til
þess eins að fá skoðun og þótt
flugvirkjaskortur sé um þessar
mundir og yfirnóg að gera viljum
við endilega fá meira. Stéttin
myndi um leið stækka, vinnuað-
staðan gjörbreytast, afköst á
hvern mann aukast og gjaldeyrir
'sparast svo eitthvað sé nefnt.
Flugskýli 4: Það er það eina sem Flugfélag islands hefur afnot af utan
flugskýlis númer 3, þar sem hægt er að geyma inni tvær vélar yfir nótt-
ina. i flugskýli 4 er nú loksins unnið að endurbótum, en fyrir jólin var
unnið þarna að nákvæmum viðgeröum I 10 stiga gaddi og snjókomu!
Skoðunardeildin
í Bændahöllinni
Við Ragnar sitjum enn inni á
mótor- og skrúfudeild. Við höfum
tyllt okkur undir hreyfil úr Fokk-
erFriendship, vél, sem nýkominn
er úr klössun frá Rolls Royce og
hér heima er lögð siðasta höndin
á verkið. Hreyfillinn er tugmil-
jónaverðmæti þótt hann láti ekki
mikið yfir sér og honum er
bögglað inn á sina deild, sem i
félagi við skrúfudeild hirist úti i
skoti vöruskemmu Flugfélagsins.
Þar er svo þröngt, að ekki er með
góðu móti hægt að setja hreyfil
saman Að visu er hátt til loft en
seint verður sagt að vitt sé til
veggja. Einmitt þar stendur hnif-
urinn i kúnni á þessari deild,
myndarlegir hreyflar verða að
setjast saman með miklum til-
færingum á þeim litla fermetra-
fjölda sem fyrir hendi er.
Hvar við sitjum þarna og ræð-
um málin kemur aðvifandi Jón N.
Pálsson yfirskoðunarmaður.
Hann er langt að kominn, þvi
deildin hans er ein af þeim, sem
-hrökklaðist alla leið út i Bænda-
höll og eiga starfsmennirnir þvi
langt að fara á milli. „Þetta er
svona álika og að þið á Þjóðvilj-
anum hefðuð ritstjórana á einum
stað og blaðamennina siðan
nokkra kilómetra i burtu. Af-
greiðslan gæti siðan verið enn
annars staðar og ef ykkur vantaði
handritapappir i miðri grein
þyrftuð þið e.t.v. að hlaupa
nokkur hundruð metra eftir hon-
um. Þetta þætti varla mikil
MYNDIR OG
TEXTI: GSP
vinnuhagræðing en svona hefur
þetta nú verið hjá okkur, segja
þeir félagar.
— Við erum ábyrgir fyrir flug-
öryggi flugvéla Flugfélags Is-
lands, segir Jón. Það er óneitan-
lega ekki þægilegt að standa i
þessum fiækingi á milli, fyrst að
lita yfir vélarnar hér á vellinum,
svo að brenna upp i Bændahöll að
stimpla plöggin eða annað þess
háttar og svo aftur niður eftir að
skila þessu frá sér. Þetta er eilif-
ur þeytingur og litil nýting á
starfskrafti. Þrjár aðrar deildir
fluttu i Bændahöllina eftir brun-
ann, skipulagsdeild, tæknideild,
verkfræðideild og innkaupadeild.
„Þetta þættu léleg
kindahús”
Við kveðjum Jón yfirskoðunar-
mann og yfirgefum hornið i vöru-
skemmunni, þar sem sex menn
vinna að öllu jöfnu. Leiðin liggur
. yfir i aðalskála flugvirkjanna,
gamlan hermannabragga, þar
sem áður var vörumótt. Flug-
félagsins. A leiðinni mætum við
Brandi Tómassyni flugvirkja og
elsta starfsmanni Flugfélagsins.
„Segðu blaðamanninum að þetta
þættu fjandanum lélegri kinda-
hús” kallar Brandur til Ragnars
og þar með er það móttekið.
— Þetta er að falli komið ef
marka má sprungur og fleira i út-
veggjum, segir Ragnar. Hér i
þessum skála er búiö að troða
saman nokkrum deildum og svo
sannarlega verður ekki annað
sagt en að þröngt sé setið. Tæki
upp á tugmiljónir eru hér inni og
eldhættan i þessum bröggum
geysileg.
Við kikjum fyrst inn i krók, sem
er á við þokkalega stofu i venju-
legri ibúð. Þar eru saman i einni
sæng radió- og mælitækjadeild
með samtals 6 menn i vinnu og á
að bæta einum við.
— Það er nú fyrir sig með þessi
þrengsli, segir Axel Bryde radió-
simvirki. — Hitt er verra hvað
kofinn lekur, sérstaklega i gegn-
um rafmagnsdósina, það er bara
látlaust vatnsstreymi hér inni ef
dropi kemur úr lofti. Auðvitað er
þetta bagalegt, sérstaklega ef
bleyta kemst i tækin. Þau eru upp
á ófáar miljónir að verðmæti,
sem eru i þessu herbergi daglega.
Með mælitækjunum fara þau
aldrei undir 6—8 miljónir.
— Hvað svo ef kemur eldur upp
i húsinu?
— Við höfum vissulega rætt
þann möguleika og frá okkar
hálfu er allt á hreinu með við-
brögðin: Forða sér bara i dauð-
ans ofboði eins langt og mögulegt
er. Það yrði ekki viðlit að bjarga
neinu, kofinn hlyti að fuðra upp á
nokkrum minútum, segir Axel.
„Viö erum farnir
að venjast þessum
bráðabirgða-
lausnum”
Þegar við höfðum þrætt allar
þær deildir, sem gistu i her-
mannabragganum var haldið
niður i véladeild, sem ekki er ýkja
langt undan miðað við aðrar fjar-
lægðir á milli vinnustaða flug-
virkjanna. Að véladeild hafa að-
gang um 30 flugvirkjar og þótt oft
sé þröng á þingi má segja að hún
standi þokkalega hvað snertir
tækjabúnað og annað þess háttar.
Auk þess er hiti i húsinu og enginn
leki þannig að þar þykjast menn
ekki nokkurn veginn á grænni
grein.
I véladeildarhúsakynnum hitt-
um við Ásgeir Samúelsson yfir-
flugvirkja á svæðinu.
— Það eru hér á vellinum svona
fimmtiu flugvirkjar sem vinna á
okkar vegum, segir Asgeir. —
Þar við bætast trésmiðir, járn-
smiðir, rafvirkjar, útvarps-
virkjar, verkamenn og fleiri.
Auðvitað eru allir orðnir þreyttir
á þessu ástandi hérna, menn
hljóta eðlilega að gera einhverjar
lágmarkskröfur i sambandi við
vinnuaðstöðuna, hún getur varla
orðið verri en þetta. Þaðer a.m.k.
erfitt að fara neðar en orðið er án
þess að hreinlega leggja starf-
semina niður.
— Veist þú hvenær á að rætast
úr?
— Nei, ekki frekar en nokkur
annar. En það hlýtur nú eitthvað
að fara að gerast á næstunni
annað heldur en þessar eilífu
Itafmagnsdeild: Yfirleitt uni
fjórir menn i vinnu I þessum litla
gangL Gunnar H. Arnason
deildarstjóri fremst.