Þjóðviljinn - 11.01.1976, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 11. janúar 1976.
Snjókoma og 10 stiga ...
„Hvers vegna er hundruðum miljóna eytt árlega i skoöanir á þessum stóru vélum eriendis”, spyrja
flugvirkjar og segjast reiöubúnir til þess aö gera þetta sjáifir.
bráðabirgöaráðstafanir. Hér
verður enginn vandi leystur öðru-
visi en með byggingafram-
kvæmdum. En vissulega erum
við farnir að venjast þessum
bráðabirgðalausnum, þær eru
búnar að ganga svo áratugum
skiptir.
— Hvað er það sem hrjáir
ykkur mést?
— Fyrir utan þessi þrengsli eru
það vinnuskilyrðin i flugskýli
númer fjögur, sem er okkar að-
alvinnustaður. Skýlið hefur til
þessa lekið mikið, verið algjör-
lega óeinangrað og án nokkurs
hitagjafa. Einnig hefur lýsingin
verið afar slæm.
Ákvörðun um bráðabirgða-
framkvæmdir eftir brunann fyrir
ári siðan var tekin einhvern
timann i sumar. Við höfum nú
ekki orðið varir við miklar
breytingar þrátt fyrir það en þó
er rétt að geta þess, að flugskýli 4
er i mikilli endurhæfingu.
Einangrun verður sett á alla
veggi, rafmagnsljósbúnaður
fullkomnaður hitalagnir lagaðar
og fleira gert til endurbóta.
Framkvæmdir hafa nú gengið
frekar seint, vegna veðráttunnar
trúlega, en vonast er þó til þess,
að skýlið verði tilbúið i mars.
Á meðan notumst við við skýli
Landhelgisgæslunnar við hinn
endann á flugvellinum til stærri
verkefna, — jú það er vissulega
orðið ansi langt að fara frá
bragganum hérna og yfir hinum
megin. Það er lika bannað að fara
yfir flugbrautina.
— En hvað er það sem þið biðjið
um, hvað viljið þið að verði gert?
— Við biðjum fyrst og fremst
um það að starfseminni verði
allri komið undir eitt og sama
þak. Deildirnar vinna það mikið
saman eða eru það tengdar að
það er óhugsandi að reka þetta
svona öllu lengur. Lager, verk-
stæði, flugskýli og allar deildirn-
ar þurfa að vera saman og mötu-
neytið þyrfti að sjálfsögðu að
vera i grenndinni eða jafnvel á
sama stað.
Þvi er lika ekki að neita að
hreinlætisaðstaðan er langt fyrir
neðan öll mannsæmandi mörk.
Það má þó með lagni finna þrjú
eða fjögur salerni samtals á allt
flugvirkjaliðið en þetta er vinna
sem krest einnig góðrar aðstöðu
til þvotta og ekki verður sagt að
hún sé fyrir hendi hér.
— Verðurðu var við þreytu hjá
mannskapnum?
— Já, auðvitað eru menn
þreyttirá þessu og þvi neitar eng-
inn að afköstin i sæmilegum
húsakynnum yrðu meiri en nú er.
Auk þess lýjast menn að sjálf-
sögðu þegar þeim liður hreinlega
illa i vinnunni dag eftir dag, eru
kaldir, blautir o.s.frv. — Kuldinn
verður lika trúlega ennþá meira
bitandi þegar menn gera sér
grein fyrir þvi að hann er ein-
göngu vegna slælegra vinnu-
bragða yfirvalda, sem draga það
æ lengur að gripa til raunhæfra
aðgerða til úrbóta, bætir Ragnar
við i þvi að Asgeir yfirflugvirki er
kvaddur.
Ég hef nú heyrt um nokkra
menn sem hreinlega eru að hugsa
um að hætta út af þessum að-
búnaði, segir Ragnar þegar við
göngum úr véladeildinni yfir i
flugskýli númer fjögur. Sinnu-
leysið i byggingamálum fer i
taugarnar á mönnum, — meira og
meira eftir þvi sem liður á.
Flugskýli fjögur blasir nú við
og þegar inn er komið er
snjóslabb um allt gólf. Skýringin
er einföld ef litið er til lofts, þar
sér i heiðan himininn gegnum
aragrúa smágata. Maður tosar
upp buxnaskálmarnar og sótbölv-
ar meðferðinni á flugvirkjum
með hluttekningu.
— Já, þetta er ekki glæsiíegt,
segir Ragnar. — Það eru ekki
nema tveir atvinnurekendur sem
eiga aðgang að sæmilegri að-
stöðu. Það er annars vegar Flug-
stöðin og hins vegar Flugmála-
stjóri. Flugstöðin réðst i það fyrir
nokkru að reisa sitt eigið skýli
með tilheyrandi aðstöðu fyrir
viðgerðir og varahluti. Þar er
hiti, enginn leki og fullkomin að-
staða á allan hátt. Sú framkvæmd
var svo sannarlega til fyrirmynd-
ar. Flugvirkjar i þessum lúxus-
húsakynnum eru yfirleitt fjórir
eða fimm.
Flugmálastjóri á sjálfur eina
flugvél og einkaflugmann. Hún er
i þokkalegu einkaskýli með
ágætri aðstöðu fyrir þær
viðgerðir sem nauðsynlegar eru.
Siðan er skýli Landhelgisgæsl-
unnar. Það er að mörgu leytí
þokkalegt, hreinasti munaður
fyrir okkur, sem vanir erum að-
stöðunni i flugskýli fjögur. Það
vantar að visu i það hita en verk-
stæðið er ágætt
Aðrir aðilar verða að gera við
undir berum himni. Þeir eiga
ekki i nokkur hús að venda.
tscargó með sina 5—6 flugvirkja
býr við þannig aðstöðu, sömu-
leiðis Vængir með 3 flugvirkja og
önnur smærri félög. Flugskóli
Helga Jónssonar hefur að visu
litið óupphitað skýli.
Mikil ábyrgð hvílir
á flugliðum
Við höfum nú lokið ferðalaginu
um glæsihallir flugvirkjanna á
Rvikurflugvelli. Greinilegt er, að
mikil óhagkvæmni og kostnaðar-
auki fylgir i kjölfar aðstöðu-
leysisins, vinnubrögðin ruglings-
legri og hætta meiri en ella á
óvandaðri vinnu.
Staðreyndirnar eru sláandi svo
ekki sé meira sagt, heil stétt
manna er hreinlega á götunni
með alla sina aðstöðu. Aðeins eitt
er þó blm. óljóst, — hvers vegna
eru það flugvirkjarnir einir sem
vinna af alefli að þvi að fá
leiðréttingu mála? Væri það ekki
jafnvel enn frekar hlutskipti
vinnuveitendanna að drifa upp
aðstöðu, tryggja hagkvæmni i
rekstri og örugg vinnubrögð?
— Ég held að við furðum okkur
allir saman á þessu alveg eins og
þú, segir Ragnar. — En menn
eiga nú yfirleitt alltaf taugar til
þess sem þeir eru að gera, þeim
er ekki sama hvernig hlutirnir
ganga fyrir sig og þegar maður er
byrjaður á einhverju verkefni þá
finnst manni bara að það eigi að
ganga eitthvað. Það fer i
„pirrurnar” á manni að þurfa i
miðju kafi að hlaupa út um
hvippinn og hvappinn eftir einu
verkfæri eða litilli varahluta-
skrúfu i allar áttir.
Jú, vissulega erum við á tima-
kaupi og allt það. Peningar eru
bara ekki alveg allt, manni finnst
kannski ekki lakara að liða sæmi-
lega alla þá daga og allán þann
tima sem maður eyðir á
vinnustað.
Vafalaust spilar einnig þarna
inn I sú ábyrgð, sem lögð er á
herðar hverjum flugvirkja.
Vandvirknin og nákvæmnin er
framar öllu öðru við getum borið
mikla sök ef eitthvaðkemur fyrir,
t.d. vélarbilun eða annað þess
háttar. Lif farþega og flugmanna
er á ákveðinn hátt undir þvi
komið, hvernig flugvirkinn leysir
sitt starf af hendi. Við eigum þvi
fulla heimtingu á lagmarksað-
stöðu. Það er ekki hægt með
neinni sanngirni að skella skolla-
eyrum við þvi öllu lengur.
—gsp
ÚTBOÐ
Tilboð óskast i gatnagerð og gerð stiga,
lagningu holræsa og vatnslagna i
Seljahverfi 8. áfanga.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri
Frikirkjuvegi 3, gegn 15.000.- kr. skila-
tryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðju-
daginn 27. janúar 1976, kl. 11,00 f.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
, Fríkirkjuvegi 3 — Sími 2S800 -i
Leiðbeiningar
Stafirnir mynda islensk
orð eða mjög kunnugleg
erlend heiti, hvort sem
lesið er lárétt eða lóðrétt.
Hver stafur hefur sitt
númer og galdurinn við
lausn gátunnar er sá að
finna staflykilinn. Eitt
orð er gefið og á það að
vera næg hjálp, þvi að
með þvi eru gefnir stafir i
allmörgum öðrum orð-
um. Það eru þvi eðlileg-
ustu vinnubrögðin að
setja þessa stafi hvern i
sinn reit eftir þvi sem töl-
urnar segja til um. Einnig
er rétt að taka fram, að i
þessari krossgátu er
gerður skýr greinarmun-
ur á grönnum sébhljóða
og breiðum, t.d. getur a
aldrei komið i stað á og
öfugt.
WA Vifrar'
Dagar við
vatnið
y Z 3 4 7? iT ip 3 77 3 4 /0 77 11 /2 3 /3
7? /r /& 13 /2 4 V e T~ ¥ ST <í> 2 18 /9 iT 4
7? 3 2V 5T y 14 & 3 3 (s> 7? / 2/ <?> 77 H
77 s 22 24- 77 19 2¥ 3 77 /£T 26' 23 77 26 2?
14 77 24 /9 77 \°l 22 3 V 9 12 4 23 77 5" 17 24
V 23 25- y 77 e s /O y 28 22 ¥ <3P 12 7 ? 24 4
/ S l? QP 2<i 5~ /2 1 5" /9 /<7 Z4 4 <? /3 4 22
3o 77 /2 4 % 'k V i 73 <2 3 <2 3 24 V Z
23 3/ 77 2* \l* ¥ V (T <?> 6' 77 20 7 4 77 4 5~
3 77 W(d /</- 23 /2 4 77 /S~ 5- 4 v / 3/ 4
77 /3 12 0> 5' 77 22 ? /4 /0 77 14 4 S2. 2 5- ÁT 23
mynda þá nafn á einum af ás-
um. Sendið þetta orð sem lausn
á krossgátunni til afgreiðslu
Þjóðviljans, Skólavörðustig 19,
merkt „Verðlaunakrossgáta nr.
15”. Skilafrestur er þrjár vikur.
J 13/1/01/21V
Drffu Viðar, smásagnasafn
„ Dregið verður úr réttum
1 reiilna lausnum °g verðlaunin nú er gefið út af Heimskrinilu árið
neðan við krossgátuna. Þeir bókin Dagar við vatnið eftir 1971.
Verðlaun fyrir krossgátu nr. 12
Dregið hefur verið úr réttum lausnum á krossgátu nr. 12 og kom upp
nafnið Kristiana Baldursdóttir, Hraunbæ 98, Rvk. Verðlaunin eru
bókin Flæöilandið mikla eftir Mao Tun. Vinningshafi er beöinn aö
vitja bókarinnar til ritstjórnar Þjóöviljans.