Þjóðviljinn - 11.01.1976, Side 15
Sunnudagur ll. janúar 1976. WóÐVILJINN — SÍÐA 15
—j
ÞOKKABOT
HÆTTIR EÐA EKKI HÆTTIR?
i sföustu viku birtist frétt i klásúlum þess efnis að Þokkabót væri hætt. Eitthvað virðist það nú vera
vafamál, þvi frétst hefur að þeir ætli að halda áfram þrátt fyrir allt. Vonandi verður þetta allt komið á
hrcint áður en næstu klásúlur birtast. Til stóð að skrifa minningargreinar beggja hljómsveitanna, Peli-
can og Þokkabót, og birtist minningargrein um Pelican væntaniega I þessum mánuði.
ÝR
4 (AA Records
028) 1975 4
Þó nokkuð hefur verið rætt
um Ýr og plötu þeirra og mest
var þetta umtal áður en platan
birtist. Ýr var reyndar stofnuð
árið 1973 i desember og skipaði
þá þá Rafn Jónsson, trommur,
Reynir Guðmundsson, gitar og
söng, Hálfdán Hauksson bassa-
gitar og gitarleikara sem hætti
skömmu siðar. 1974 tók svo
Sigurður Rósi við gitarspili og
þannig lék hljómsveitin inn á
þessa plötu. Platan hefur yfir
sér nokkuð sérstæðan blæ, tón-
listin sjálf verður að teljast
nokkuð góð, lögin venjast vel, en
textar eru aftur á móti all mis-
jafnir og söngur kemur afar illa
út og skilst yfirleitt ekki þar
sem enskumælandi tæknimenn
virðast alls ekki gera sér grein
fyrir þvi hve framarlega raddir
þurfa að vera ef sungið á okkar
ylhýra máli. Lögin eru flest góð
danslög og vel gripandi.
tslensk nöfn eru á öllum lög-
unum þrátt fyrir það að mörg
eru sungin á ensku. Ýmsum er
stolið frá t.d. Roxy Musicí!), og
Dollaramyndunum (Stálfjörð-
ur))annars gæti það lika verið
stolið frá Jet Harris (Dia-
monds).
„Kaninan” gott danslag, með
fáránlegum texta. Gitarleikur i
„Philly” stil og Kobbi leikur á
einhvern synthesizer, annars er
trommusólóið ekki með þeim
hugmyndarikustu, enda er hér
um að ræða „beat” trommara.
„Upp fjallið” er eftir Jakob
Magnússon. Textinn heyrist
engan veginn! Og ekki hjálpar
að söngvarinn er fremur að nota
raddböndin sem hljóðfæri en til
textaflutnings. Agætislag, dans-
lag.
„óður ellibelgsins”er hraður
rokkari, Reynir stælir Bryan
Ferry i Roxy Music i söngnum á
köflum, og framburðurinn
slappur. Lagið er þrælgott.
„Kántrlvisur” er eitt besta
lagið á plötunni, vel spilað, en
þessir fáránlega barnalegu
stælar að bera ensk orð fram
samkvæmt i s 1. framburði
eru afar fráhrindandi, og tel ég
Ýr hafa skemmt mikið fyrir sér
með þessum stælum.
„Stálfjörður” er svo annað
lag Jakobs Magnússonar, en
hann stjórnaði upptökunni og
lék á öll hljómborð.
„Lifið er svo létt” er eitt af
fjórum lögum eftir Sigurð Rósa.
Textinn er á ensku og lagið og
útsetning mjög i stil Jakobs,
enda nýtur hans vel á
rafmagnspianói i þessu lagi, ró-
legt (tiltölulega) lag.
„Mariuhænan” eftir Sigurð
með enskum texta. Gott rólegt
lag og textinn skilst bara vel,
„West-Coast” still.
„Harmsaga ævi minnar” er
ballaða eftir Reyni Guðmunds.
son. Lagið er sæmilegt og text-
inn skilst.
Flóra og Laddi” er lika eftir
Reyni, — en er verra. Eitt léleg-
asta lagið.
„Togum I Teit”minnir dálitið
á Förejaboys! Bara ágætt.
„Niðurblálag”, „einfalt nið-
urblálag”(?). Lagið er eftir
Hálfdán Hauksson, sem nú hef-
ur sagt skilið við hljómsveitina,
en örn Jónsson hefur tekið við
bassanum. Lagið er týpiskt
lokalag.
Bestu lögin: 1) Óður ellibelgs-
ins 2) Mariuhænan og 3) Kántri-
visur.
HRIF 2
(AA Records '030) 1975
Hrif 2 kom út i siðustu viku
fyrir jól, og komst þar af leið-
andi ekki i dóm fyrir áramót. A
Hrif 2 er, eins og á Hrif 1, sam-
ansafn af listafólki, misjafnlega
góðu með misjafnt efni.
Spilverk Þjóðanna á fjögur
laganna (1/3) og veröur þeirra
hlutur að teljast bestur i heild-
ina. Lög Spilverksins á þessari
plötu eru „Panola”, „Egils
Appelsin”, „It’s Only Me” og
„Summer’s Almost Gone”. Af
þessum lögum er „Egils Appel-
siniö” best. Þetta er samansull
af islenskum textum, ein lina úr
hinum og þessum þjóðlögum.
Banjóspilið i laginu er nokkuð
skemmtilegt og einnig fiðlan.
„It’s Only Me” er eitt poppað-
asta Spilverkslagiö sem ég hef
heyrt, sungið af Agli, annars er
útkoman á lögunum á plötunni
nokkuð flöt. „Summer’s Almost
Gone” er eitt af sigildum kon-
sertlögum Spilverksins, melan-
kólst, en mjög gott, annars
fluttu þeir lagið mun betur á
konsertinum i Háskólabióinu i
desember. „Panala” er nokkuð
jazzað enda virðist sem Jakob
Magnússon sé i essinu sinu á
pianóinu. öll Spilverkslögin
voru tekin upp i sumar sem leið,
þegar Stuðmannaplatan var
tekin upp. Hvitárbakkatrióið á
tvö góð lög á plötunni „Moving
On” og „Where Were You” sem
sýna reyndar um leið fram á
það að Jakob á eftir nokkuð i
land sem söngvari, þar sem
röddin er mjög óeðlileg. Nunn-
urnar eiga tvö lög lika, hið á-
gæta lag Jakobs og Tómasar
Tómassonar „Lucifer’s Carni-
val” sem er sæmilega flutt, þótt
ekki séu þær neinar afburða
kórsöngkonur: hitt lagið er svo
„River Boulevard” sem ekki er
neitt sérstakt. Bergþóra Arna-
dóttir frá Þorlákshöfn á einnig
tvö lög á plötunni: „Þrá” og
„Ég elska”. „Þrá” er i stil BG &
Ingibjargar, nema hvað hljóð-
færaleikur er betri. „Ég elska”
er á sömu linu og textinn óhugn-
anlega væminn. Pónik eiga svo
tvö lög sem þeir mega
skammast sin fyrir, „Sólarlag”
(illa sungið) og „Ég sakna þin”
(jafnvel enn verr sungið og lag-
ið ekki upp á marga fiska). Og
fyrir utan allt annað er verið að
stæla Blood Sweat og Tears og
berið þið nú saman!
Bestu lög plötunnar: 1) Egils
Appelsin 2) It’s Only Me 3) Mov-
ing On.
GLENS
—Konan þin segir hverjum sem
heyra vill, að sér hafi loksins tek-
ist að gera mann úr þér, sagði
Einsi við Kalla vinnufélaga sinn.
— Ætlarðu að taka svona löguðu
þegjandi?
—- Já, já. Það er öllu lakara hjá
þér. Konan þin gengur um og
heldur þvi fram að hún hafi reynt
eins og hún hafi getað, en ekki
tekist.
Það var verið að taka kvik-
mynd i skemmtigarði einum i út-
landinu. En það var eins og oft
vill veröa i þeirri starfsgrein að
alltaf varð að taka upp sömu at-
riöinaftur ogaftur. Stundum kom
ský siglandi eftir himinhvolfinu
þar sem það átti ekki að vera,
hundur gelti eða þota þaut.
Forvitin og reyndar undrandi
kvenmaður horfði á- þessar si-
felldu endurtökur langan tima
þar til hún stóðst ekki mátið og
spurði:
— Segið þér mér leikstjóri, er
virkilega nauðsynlegt að taka upp
sömu atriðin aftur og aftur?
Hann ýtti baskahúfinni sinni
aftur á hnakka, horfði á konuna
um stund og svaraði svo:
— Frú min góð! Hafið þér gert
yöur grein fyrir þvi, hve mörg
kvikmyndahús eru i þessu landi?