Þjóðviljinn - 11.01.1976, Síða 16

Þjóðviljinn - 11.01.1976, Síða 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 11. januar 1976. Xtíl hnífs 09 skeidar Umsjón: Þórunn Siguröardóttir ÍSLENSKRI SÍLD Við íslendingar höfum löngum verið latir við að borða síld, sem þó er meðal ódýrasta, besta og hollasta matar sem við eigum völ á og er þar að auki oftast á boðstólnum. Nú er t.d. hægt að fá hér í verslunum rándýra inn- flutta sild í ýmiss konar legi, en sáralítið úrval er af sild sem hér er unnin, nema þá svokallaðri marineraðri síld og kryddsíld, sem ekki er alltaf sérlega bragðgóð. En það er lítill vandi að leggja sild i lög og gera úr henni hið mesta lostæti, þó ætið sé nauðsynlegt að hafa góða sild til að vinna úr og gæta þess síðan að geyma hana á vel köldum stað, því síld er fljót að taka í sig aukabragð ef hún volgnar um of í mat- reiðslunni. Vi6 höfum fengið nokkrar uppskriftir af gómsætum sildar- réttum hjá þeim hjónum Lofti Ólafssyni tannlækni og Hrafn- hildi Höskuldsdóttur og leyfum okkur að mæla með þeim við hvern sem er. Nokkrar aðrar uppskriftir fylgja einnig með. Þessar uppskriftir er tilvalið að hafa við höndina t.d. ef von er á gestum eða fólk ætlar að slá saman i veislu nú i svartasta skammdeginu. Flestar upp- skriftirnar eru unnar úr útvatn- aðri saltsild, sem fyrst er lögð i eftirfarandi lög: Sólsel ju-síld 1 4 flök af saltsild fer eftirfar- andi lögur: 1 dl. borðedik 1 1/2 dl. vatn 1 3/4 dl. sykur hvitur og svartur pipar 1 lárviðarlauf 6 negulnaglar laukur og sólselja (dill) eftir 'vild. (Bester að nota frysta sól- selju) Vatn, edik, sykur og krydd er soðið. Lögurinn kældur og siðan hellt yfir sildarflökin, brytjaðan lauk og nóg af sólselju. Eftir að- eins 2—3 daga er þessi sild til- búin til neyslu, en siðan má geyma hana vikum saman i kulda. Gætið þess vel að geyma hana ætiö á köldum og hreinum stað i góðu iláti. Sildin er flökuð þannig að hún er fyrst. klofin eft- ir endilöngu frá kviðnum, og hryggurinn fylgir með öðru megin, en er skorinn frá hinu flakinu. Himnur og bein tekin burtu eftir þvi sem unnt er. Þurfi að roðfletta sildina, má oftast rifa roðið af með hjálp beitts hnifs. Þessi sild er ljúffeng með kartöflum og rúgbrauði, en einnig má gera úr henni eftir- talda rétti: Karrýsíld Sólseljusild skorin i litla bita (3 flök) 100 gr. oliusósa (majones) 1/2 bolli súr rjómi (creme fraice) 1 tsk sinnep 1/2 saxaður laukur 1 saxað epli 1 tsk karrý örlitið af ananassafa og muld- um ananas öllu blandað varlega saman. I stað súra rjómans er ágætt að nota þeyttan rjóma og skyr Piparrótar sild Sólseljusild skorin i litla bita (3 flök) 1—2 dl. þeyttur rjómi 2 msk skyr piparrót (helst ný, rifin) klippt steinselja (helst fryst) Blandið rjóma og skyri fyrst saman og hrærið svo afgangn- um út i. Ananas-síld 1 þessa uppskrift notum við af- ganginn af ananasnum sem keyptur er i karrýsildina og þeytta rjómanum úr piparrót- arsildinni. Blandið saman þeyttum rjóma, sildarbitum (sólseljusild) og ananas og rétt- urinn er tilbúinn. Tómatsíld Hér er blandað saman hökkuð- um Iauk, tómatkrafti (puré), örlitlu af mataroliu og sherry (eða portvini). Sildarbitarnir lagðir út i (sólseljusild). Pönnusild í legi Hér notum við nýja sild (ekki saltsild), sem við flökum, roð- flettum, skerum i bita (ekki of litla) veltum upp úr eggi, raspi og kryddi og steikjum á pönnu. Látið kólna og lagt i eftirfarandi lög ásamt steiktum lauk og púrru: 1 dl. borðedik 2 dl. vatn 1 3/4 dl. sykur 10 korn af svörtum pipar, lár- viðarlauf og negulnaglar. Látið liggja i þessum legi i 1—2 Margir snæddu um jólin reykt svinakjöt frá SS, en það fékkst úrbeinað i handhægum umbúð- um i mörgum verslunum. Þetta er matur sem fólk borðar ekki daglega, og margir voru þvi i vafa um hvernig ætti að mat- reiða hann. Sem betur fer voru upplýsingar á umbúðunum um framreiöslu og suðutima, en i upplýsingar um suðutíma a.m.k. einu tilfelli veit ég til þess að suðutiminn, sem upp var gefinn, var of stuttur. Það var á úrbeinuðum, reyktum svinahnakka, en þar stóð að suðutimi væri um 35 minútur á kilóið. Voru dæmi þess að fólk lenti i mesu vandræðum þegar átti að bera þessar kræsingar á borð fyrir gesti, þvi kjötið var alls ekki fullsoðið. Reyndist 2ja kg kjötstykki þurfa yfir 1 1/2 tima suðu i stað 70 min. Að öðru leyti voru margir án efa ánægð- ir með svinakjötið frá Sláturfé- laginu, sem var prýðisgott á bragðið. SÍLDAR- RÉTTIR daga í kulda. Borið fram með heitum kartöflum og graflax- sósu, sem þannig er matreidd: 2 hlutar sætt sinnep á móti 1 hluta af sterku (frönsku), kryddedik (vinaigre), matar- olia, salt, sykur og sólselja. Blandið fyrst sinnepið. Siðan edikinu, sykrinum, örlitlu af salti og matarolfu út i. Ekki er hægt að gefa upp nákvæmar upplýsingar um hversu mikið þarf af hverju, þar sem edikið og sinnepið er mjög missterkt eftir tegundum. Að lokum er klippt sólselja sett út i og ef vill ein eggjarauða (hrá). Til að sósan skiljist ekki er best að hafa sama hitastig á öllum efn- unum, þegar þeim er blandað saman. Gravsíld A sama hátt og hægt er að útbúa gravlax má gera gravsild úr nýrri sild sem lögð er fyrst i hreint borðedik i eina nótt (flök- uð). Þá er roðið tekið af og sildin lögð i lögum i stórt ilát og á milli er stráð blöndu af sykri, salti og pipar ásamt miklu af sólselju. Eftir 1 sólarhrings veru i isskáp er sildin tilbúin. Gravlaxsósan hér að framan er tilvalin með þessum sildarrétti. Við sjáum að sólseljan er ó- missandi eigi aö gera reglulega góða sildarrétti, og þeir sem ekki ræktuðu hana sl. sumar (hún vex næstum hvar sem er i hvernig veðri sem er) ættu ekki að gleyma að sá henni með vor- inu og eiga hana svo frysta eða þurrkaða næsta vetur.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.