Þjóðviljinn - 11.01.1976, Síða 24

Þjóðviljinn - 11.01.1976, Síða 24
i haust flutti Fósturskóli íslands í nýtt húsnæði og er vonast til þessað þar verði um að ræða nokkurn veginn fullnægjandi aðstöðu næstu árin. Til þessa hefur skólinn veriðá eilífum þeytingi vegna húsnæðisskorts, þvælst úr einum staðnum i annan á nokkurra ára fresti. Nýju húsakynnin, að Skipholti 37, bjóða þó ekki upp á mögu- leika á þvi að f jölga nemendum frá þvi sem verið hefur síðustu árin og er það vissulega bagalegt, þar eð vöntun á menntuðum fóstrum er veruleg. 104 umsóknir um skóla- vist bárust sl. haust en ekki var hægt að taka inn nema 56 nemendur vegna húsnæðisleysis. óskað er eftir stúd- entsprófi eða sambærilegri menntun hjá þeim, sem FÓSTURSKÓLINN í NÝTT HÚSNÆÐI í SKIPHOLTI sækja um skólavist. Litið er þó að sögn af stúdentum við nám í Fósturskólanum en nemar úr uppeldiskjörsviði framhaldsdeildanna margumtöluðu eiga greiðan aðgang að skólavist, en það nám er lagt að jöfnu við stúdentinn hvað snertir inngöngu i Fósturskólann. HRAKNINGUM VEGNA HÚSNÆÐISLEYSIS ER ÞÁ LOKIÐ í BILI IfplP Myndir og W IP^ ~~~Ý 1 JPf* '■’V^ÍG ■■■- f _ L1 texti: ■ ' -íj Gunnar *-■ ^ Steinn | ^ Æ Pálsson Aöstaða fyrir kennslu i myndiö, smiöi og föndri er hin ákjósanlegasta. „Viö erum ódýrasti vinnu- kraftur sem til er í landinu” l'að reynist mörgum fóstrunemanum erfitt að vinna i licilan vctur fullt starf á barnaheimiii fyrir aðeins helminginn af byrjunarlaunum fóstru, en þau eru rúmar scxtiuþúsund krónur. Myndin er tekin af nokkrum nenium i jólaprófum. DJOÐVH/m Sunnudagur 11. janúar 1976. Valborg Siguröardóttir hefur verið skólastjóri Fósturskólans frá þvi hann var stofnaður árið 1946. Þá var hann rekinn af Sum- argjöf og raunar allt til ársins 1973, er hann var gerður að rikis- skóla. 1 fyrstu skiptust barna- heimili Sumargjafar á um að taka skólann i sin húsnæði og sið- an hefur hann m.a. verið til húsa að Frikirkjuvegi 11, i Vonarstræti 1 og Lækjargötu 14 samtimis og svo núna i Skiþholtinu. Þegar Þjv. sótti Fósturskólann heim skömmu fyrir jól urðu þær Maria Finnsdóttir og Guðrún Jónsdóttir fyrir svörum i forföll- um skólastjóra og við byrjuðum á þvi að ræða um námstilhögun fyr- ir verðandi fóstrur. — Við skiptum náminu niður i þrjú skólaár og byggjum töluvert upp á verklegri kennslu á barna- heimilum borgarinnar. A fyrsta ári eru nemendur núna 56 og þar er verkega kennslan langmest, eða sjö mánuði ársins. Þeir koma hingað inn i skólann á tveggja vikna námskeið en fara siöan i vinnu á barnaheimilum fyrir 50% af byrjunarlaunum fóstru allan veturinn til vors. Sumarið fram að námi á öðru ári er yfirleitt notað til einhverrar uppgripavinnu eftir þessi sultar- laun yfir veturinn, en á milli ann- ars og þriðja kennsluvetrar er nemendum gert að vinna á barnaheimilum fyrir65% af byrj- unarlaunum fóstru. Á öðru ári eru núna 53 nemend- ur og eru þeir i sjö mánaða bók- legu námi áður en vinnan á barnaheimilum byrjar. Hálfum degi i hverri viku er varið til vinnu með börnum og eru þá leyst af hendi sérstök verkefni sem skólinn leggur til i flestum tilfell- um. A 3ja ári eru nú 54 nemendur. poMHmnm segja fóstru- nemar og eru óánægðir með kjör sín og stöðu í skólakerfinu En hvernig skyldi svo nem- endum skólans liða og livar standa þcir i skólakerfinu hvaö snertir námslán og atvinnu- möguleika? Viö ræddum við Kagnhciöi Úiafsdóttur formanu nemendaféiagsins og Asdisi ólafsdóttur. — Okkur liður jú takk alveg bærilega. Námið er skemmti- legt, það höfðar til manneskj- unnar i manni, er raunhæft og undirbýr mann fyrir ákveðið starf. Við erum ekki að læra hérna til þess að ,,geyma” börn i framtiðinni heldur vinna með þeim og hjálpa á svo margan hátt. Námsverkefnin eru fjöl- breytt og námsleiði i venjulegri merkingu trúlega ekki fyrir hendi hér. Hitt er svo annað að i ,,kerf- inu” þykjumst við vera nokkuð ■■ afskipt og viljum öllu fórna til þess að gera þar bragarbót á. Við höfðum það að visu af i fyrra að komast inn á náms- lánakerfið og erum núna á svo- kölluðum K-lánum. Þau eru hins vegar litil og óhagstæð og kemur það ser illa, ekki sist þar eð okkur er gert að vinna á barnaheimilum fyrir sultarlaun á meðan á námi stendur. Þá er ansi bagalegt að hafa ekki sæmilegan aðgang að námslán- um. 1 sambandi við félagslifið gjörbreytist aðstaðan við þessa flutninga hingað inn i Skipholt. Við höfum núna samkomusal þar sem hægt er að opna á milli tveggja kennslustofa og að mörgu leyti öðru opnast nú i rauninni i fyrsta sinn grundvöll- ur fyrir einhverju félagslifi. — En hvað um launin þegar námi lýkur? — Þau eru nú alveg svimandi há miðað við það sem við erum skikkaðar til að vinna fyrir á meðan á námi stendur. Þá höf- um við ekki nema fimmtiu prósent af byrjunarlaunum fóstru i heiian vetur og erum um leið ódýrasti vinnukraftur sem til er i landinu. Byrjunarlaun eru 62.967 hjá rikisreknum stofnunum en aðeins hærri hjá borginni, eða 65.610.- Þessi prósentutala á kaupi fyrsta árs nema er engin hæfa og við erum að vinna i þvi núna að fá leiðréttingu. Það þarf hins vegar að berjast á mörgum vig- stöðvum til þess, bæði hjá rikinu og sveitarfélögum. —gsp — Er mikið af karlmönnum við nám? — Ekki einn einasti og hefur aldrei verið, — þvi miður. — Hvað er kennaraliðið fjöl- mennt. — Við höfum nú ekki nema einn fastan starfsmann þar i fullu starfiog er það skólastjórinn. Sið- aneru tveir i hálfu starfi og einn i 2/3 en fleiri eru ekki fastráðnir. Hins vegar eru fjölmargir kenn- arar lausráðnir, sálfræðingar, fé- lagsfræðingar, smiðakennari og margir fleiri. Samtals kenna um tuttugu manns við þennan skóla. — En er ekki svo einfalt að passa krakka, þarf til þess margra ára sérnám? — Nei, alls ekki ef aðeins á að „passa” börnin, tilþessþarfvafa- laust ekki mikið sérnám. Sem betur fer barnanna vegna eru þó gerðar meiri kröfur en þær einar að börn séu „pössuð”. Fóstrum er ekki ætlað að leysa þannig starf af hendi heldur fyrst og fremst að örva þroska barnanna og nýta þá getu sem þau búa yfir hverju sinni. Fóstrur þurfa að skilja ein- staklingsþörf barna þótt þau séuá barnaheimilum með jafnöldrum sinum og einnig þarf að vera skilningur fyrir hópþörf þeirra. Þetta er e.t.v. ekki flókið mál i augum ókunnugra en þegar á reynir hefur námið reynst ómet- anlegt og lagt hornsteininn að farsælu starfi fóstranna. — Ekki eru allar gæslukonur fóstrur? — Nei, enda eiga nemarnir héðan ekki i erfiðleikum með að fá vinnu þegar námi lýkur. Löng starfsreynsla hefur þó búið til marga góða gæslukonuna. 1 dag er viðast ein fóstra ásamt aðstoð- arstúlku eða nema á hverri deild barnaheimilanna en þó eru til undantekningar frá þvi. Um á- standið ú(i á landi vitum við litið en trúlega er þó enn minna af menntuðu starfsliði þar. Það má geta þess lika að fóstrur hafa a.m.k. viða úti á landi tekið að sér kennslu sex ára barna. — Er mikið um að fóstrur leiti sérnáms? — Nei, það er nu ekki mikið um það, enda verða þær að fara utan til þess. Þó er sérnámið heldur að aukast en ennþá eru friðindi i launum óveruleg — trúlega bara engin, a.m.k. ekki fyrir venjuleg störf fóstru. — Nóg til af kennslubókum? — Ekki islenskum. Við notum mjög mikið af bókum á norður- landamálum og fyrir vikið er öllu seinfarnara yfir efnið og engin hliðarlesning nemenda möguleg svo neinu nemi. Þó eykst hún von- andi eitthvað núna, við höfum i fyrsta sinn mannsæmandi bóka- safnsaðstöðu og hefur henni verið vel tekið af nemendum. — Er aðstaða fyrir aðra kennslu en bóklega i nýju húsa- kynnunum? — Já, við höfum núna prýði- lega aðstöðu fyrir kennslu i myndið, smiði og föndri. Slikt er enda snar þáttur i .starfi fóstr- anna og ómetanlegt að geta tekið þetta inn i skólastarfið. —gsp

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.