Þjóðviljinn - 24.01.1976, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.01.1976, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 24. janúar 1976. Áriö 1916 hafði verðlagið hækk- að um 73%, en kaupið aðeins um 29%. Árið 1917 hafði verðlag hækkað um 231%, en kaupið aðeins um 89%. Árið 1918 hafði verðlag hækkað um 284%, en kaupið aðeins um 114% Árið 1920 hafði verðlag hækkað um 405% (frá 1914), en kaupið að- eins um 287%. Ég lit svo á, að meðferðin á verkafólki, einmitt á þessum ár- um, þegar gifurlega mikill nýr auður verður til i landinu, sé einn svartasti bletturinn i allri Is- landssögunni. Einmitt með þetta i huga getum við rétt imyndað okk- ur, hvað gerst hefði á árum siðari heimsstyrjaldarinnar, ef verka- lýðshreyfingin hefði ekki þá verið orðin það afl faglega og pólitiskt, sem úrslitum réði. kr. 1,25 og gilti það kaup siðan til 1930. Átökin i Alþýðuflokknum á þriðja áratugnum endurspeglast mjög i Dagsbrún, átök vinstri og hægri manna. I átökunum um kaupgjaldsmálin, ekki sist i sam- bandi við kauplækkunartilraunir atvinnurekenda, var langt frá þvi að menn væru sammála innan Dagsbrúnar, og 1925 kemur ný stjórn i félaginu. Héðinn er felld- ur frá formennsku, en við tekur ,,rauða stjórin”, sem svo var nefnd. Formaður þeirrar stjórnar var Magnús V. Jóhannesson, sem þá var i hópi vinstri manna i Al- þýðuflokknum, og siðar varð fá- tækrafulltrúi i Reykjavik. Vara- formaður var Guðmundur R. Oddsson i Alþýðubrauðgerðinni, ritari var Ársæll Sigurðsson, fé- hirðir var Filippus Ámundason og fjármálaritari Guðjón Benedikts- RÆTT VIÐ EÐVARÐ SIGURÐSSON Sósialiskt innihald baráttunnar — En á árum heimsstyrjaldar- innar fyrri verða þó þáttaskil i sögu verkalýðshreyfingarinnar á lslandi, Alþýðusambandið og Al- þýðuflokkurinn stofnuð. — Já, á þessum árum fer hin pólitiska meðvitund landsmanna, og þá ekki sist verkafólks, mjög vaxandi. Alþýðusambandið og Alþýðuflokkurinn eru stofnuð i mars 1916. Pólitísk umræða færist i aukana innan verkalýðshreyf- ingarinnar i heild, einnig innan Dagsbrúnar, og pólitisk meðvit- und félagsmanna náði auknum þroska. Ólafur Friðriksson, sá mikli eldhugi og brautryðjandi, kemur inn i Dagsbrún árið 1915, og verð- ur þar strax mikill áhrifamaður, og seinna langtimum i stjórn Dagsbrúnar. 1916 er fyrsti fulltrúi verkamanna i Reykjavik kosinn á Alþingi, Jörundur Brynjólfsson, sem enn er á lifi, þáverandi for- maður Dagsbrúnar. Þessi pólitiska þróun i verka- lýðshreyfingunni keraur hvað best i ljós, þegar Héðinn Valdimarsson, sem þá hafði ný- lokið hagfræðiprófi erlendis, og þegar orðinn áhrifamaður i Al- þýðuflokknum. er kosinn formað- ur Dagsbrúnar i ársbyrjun 1922. Árið eftir, 1923, er svo fyrsta 1. mai kröfugangan farin i Reykja- vik, og þar með sú fyrsta hér á landi, — og sýna kröfurnar þá, að hið sósialiska innihald baráttunn- ar fer vaxandi. Með tilkomu Héðins Valdimarssonar i formennsku fyrir Dagsbrún, þá hefst má segja nýtt timabil i sögu félagsins. Héðinn var stórbrotinn forystumaður, og setti á margan hátt nýjan svip á félagið. Beinar kauplækkanir — „Rauða stjórnin” — Það er á árunum miili 1920 og 1930, sem átök fara vaxandi milli vinstri arms og hægri arms innan Alþýðuflokksins, og þá einnig i verkalýðsfélögunum almennt, ekki sist i Dagsbrún. — Baráttan var hörð á þessum árum. Atvinnurekendur notuðu þá enn þá gömlu aðferð, að ráðast beint á kaupið og lækka það, þeg- ar eitthvað bjátaði á hjá þeim. Þetta tókst þeim tvivegis á þess- um áratug, i fyrra skiptið 1921. Þá kröfðust atvinnurekendur kaup- lækkunar bæði hjá togarasjó- mönnum og verkamönnum i landi. Þeir heimtuðu að kaup verkamanna yrði lækkað úr kr. 1 ;48 i kr. 0,90. Þeim tókst að lækka kaupið i kr. 1.20. Þetta kaup hækkaði svo aftur nokkru siðar i kr. 1.40, en árið 1927 var enn gerð bein kauplækkunarárás, sem endaði með þvi, að kaupið var ákveðið kr. 1,25 i framhaldi af verulegum átökum við togaraeig- endur, einkum Kveldúlf, en Thorsararnir vildu þá ekki greiða hærra kaup en eina krónu á klukkustund. Kom til vinnustöðv- unar, og urðu þeir að sætta sig við son. Þessi stjórn var við völd i tvö ár, en 1927 tók Héðinn aftur við stjórnartaumum. Kommúnistarnir reknir úr Dagsbrún 1930 má segja, að enn verði þáttaskil i sögu Dagsbrúnar. Þau verða annars vegar i tengslum við þá þróun, sem átti sér stað innan stjórnmálaarms verka- lýðshreyfingarinnar, þegar end- anlega slitnaði milli vinstri og hægri arms Alþýðuflokksins, og Kommúnistaflokkur Islands var stofnaður, og svo hins vegar einn- ig i tengslum við þá þróun efna- hags- og atvinnumála i landinu, sem hófst um og uppúr 1930 með heimskreppunni miklu. — Og ef ég man rétt, þá er það þetta merkisár, sem þú gengur i Dagsbrún, þá tvitugur að aldri. — Já, það er rétt, og ég hef verið þátttakandi með einum eða öðrum hætti i flestum meginat- burðum i sögu félagsins þau 45 ár, sem siðan eru liðin. Árið 1931 skipuleggjum við, sem vorum i Kommúnistaflokkn- um, lið okkar í Dagsbrún. Frá þeim árum væri margs að minn- ast. Fyrst voru þar aðalforystu- menn okkar þeir Guðjón Benediktsson og Brynjóifur Bjarnason, siðar ráðherra, en stjórn félagsins þoldi ekki slika andstæðinga, og voru þeir ásamt Eggert Þorbjarnarsyni og Gunn- ari Benediktssyni reknir úr félag- inu á árunum 1931—1933. Þegar þessir forystumenn okkar höfðu verið reknir með ofbeldisaðferð- um, þá féllu störfin i hlut okkar yngri og óvanari manna. Á þessum árum 1930—1940 ger- ist viðburðarik saga. 1 hags- munabaráttunni verður sá merk- isatburður árið 1930, að vinnutim- inn er styttur i fyrsta sinn frá stofnun Dagsbrúnar. I stað þess að byrja klukkan 6 á morgnana, hófst nú vinna klukkan 7, og dag- kaupið hækkaði þó litið eitt. Timakaupið var nú ákveðið kr. 1,36 og hélst óbreytt til ársins 1937. Fleira er kjarabót en kauphækkun ein Persónulega er mér mjög minnisstæð þessi breyting fyrri hiuta árs 1930, að byrja vinnu klukkan 7 á morgnana i stað klukkan 6 áður. Ég hafði þá þegar unnið verkamannavinnu i nokkur ár, og er mér einkar minnisstætt hve geysileg breyting þetta var. P’ann ég þá best, að fieira er kjarabót en kauphækkun ein. Undanfari þessarar vinnutima- styttingar var sá, að veturinn 1929—1930 hafði mikil næturvinna verið unnin við höfnina, og marg- ir verkamenn höfðu veikst úr lungnabólgu af vosbúð og þræl- dómi. Var þá um svipað leyti ákveðið að banna næturvinnu eft- ir klukkan 10 á kvöldin, og hefja vinnu klukkan 7 að morgni i stað klukkan 6. Sameiningarstjórn Sigurðar Guðnasonar I Dagsbrún 1942. Frá vinstri: Helgi Guðmundsson, Emil Tómasson, Hannes Stephensen, Sigurður Guðnason og Eðvarð Sigurðsson. Kreppuárin miklu fóru nú i hönd með öllu sinu atvinnuleysi. Stéttabaráttan harðnar mikið og kemur fyrst og fremst fram i bar- áttunni gegn atvinnuleysinu. 9. nóvember — Upphaf samfylk- ingarbaráttunnar Þann 9. nóvember vinnur reyk- viskur verkalýður sinn stærsta varnarsigur, þegar tókst að hrinda kaupiækkunaráformum atvinnurekenda og bæjarstjórn- arinnar i Reykjavik, en atvinnu- leysið átti að nota til að lækka kaupið úr 1,36 á timann i eina krónu. Þessari kauplækkunará- rás tókst verkamönnum að hrinda, en þó ekki fyrr en allt lög- reglulið Reykjavikur var orðið ó- vigt, vegna átakanna við verka- menn sem fram fóru við Góð- templarahúsið við Tjörnina, þar sem bæjarstjórnin hélt fund. Eðvarð Sigurðsson, afhendir Hannesi Stephensen gullmerki Dagsbrúnar, þegar Hannes lét af formennsku I félaginu, en Eðvarð tók við árið 1961. Sfðan hefur bein kauplækkun með áður hefðbundnum hætti aldrei verið reynd. 9. nóvember 1932 varð upphaf þeirrar miklu samfylkingarbar- áttu verkalýðs Reykjavikur, sem fram kom svo greinilega á næstu árum og hámarki náði á pólitisk- um vettvangi með stofnun Sam- einingarflokks alþýðu — Sósial- istaflokksins árið 1938, en þar sameinuðust i einum flokki þeir, sem verið höfðu i Kommúnista- flokki íslands og vinstri menn Al- þýðuflokksins'undir forystu Héð- ins Valdimarssonar, sem þá var formaður Dagsbrúnar og vara- formaður Alþýðuflokksins. Ári fyrir stofnun Sameiningar- flokksins hafði Héðinn Valdimarsson fengið samþykkta á félagsfundi i Dagsbrún áskorun á Alþýðuflokkinn og Kommún- istaflokkinn um að flokkarnir sameinuðust i einum nýjum al- þýðuflokki, — alþýðuflokki með litlum staf, eins og frægt varð i umræðum þess tima. Hinn nýi flokkur átti ekki að vera flokkur sömu gerðar og Alþýðuflokkurinn (með stórum starf) þá var orðinn. Það er enginn efi á þvi, að þessi samþykkt og hlutur Héðins Valdimarssonar i samfylkingar- baráttunni hafði geysimikil áhrif, og mér liggur við að segja úrslita- áhrif um þær farsælu málalyktir, sem samfylkingarbaráttan á stjórnm álasviðinu fékk með stofnun hins nýja flokks. Og þóttdvöl Héðins Valdimars- sonar hafi ekki orðið löng i hinum nýja flokki, þá hefur það verk, sem hann stóð að, sem formaður Dagsbrúnar við sameiningu vinstri aflanna, borið sinn mikla ávöxt engu að siður. Sigurárið 1942 — Sameiningarstjórn Sigurðar Guðnasonar — Þótt minningar þinar um kreppuárin væru vafalaust efni i margar fróðlegar bækur, þá verðum við hér að stikla á stóru. Við skulum því snúa okkur, að enn nýjum og merkum tímamót- um, árinu 1942 og þeim umskipt- um, sem þá verða bæði i Dags- brún og hvað pólitisk styrkleika- hlutföll i þjóðfélaginu varðar. — Atburðir ársins 1942 leiddu i ljós hver styrkur vinstri manna i verkalýðshreyfingunni var orðinn bæði faglega og pólitiskt. Sá styrkur hefur i stórum dráttum haldist siðan, nú i fullan aldar- þriðjung, og sett sitt mark ekki aðeins á lifskjör verkafólksins, heldur þjóðlifið allt. 1 byrjun heimsstyrjaldarinnar siðari voru allir tilburðir af hálfu ráðandi stéttar i þjóðfélaginu við það miðaðir, að sagan frá heims- styrjaldarárunum fyrri endur- tæki sig, sagan um eymdarkjör verkafólks við hliðina á mikilli auðsöfnun fámennrar gróðastétt- ar. Ætti maður að lýsa undanfara umskiptanna i Dagsbrún 1942 og pólitiskrar sigurgöngu þess árs, þá koma i hugann gengislækkunin 1939, versnandi lifskjör, að- gerðarleysi ýmsra helstu forystu- manna i verkalýðshreyfingunni, en þá var t.d. ihaldsstjórn i Dags- brún (samstjórn ihalds og krata), — og i ársbyrjun 1942 eru gerðar- dómslögin, eða „þrælalögin” eins og þau voru almennt kölluð, sett og þar með bannaðar allar kaup- hækkanir og öll verkfallsbarátta. í ársbyrjun 1941 hafði félags- fundur i Dagsbrún samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta að fara i nýja kaupgjaldsbaráttu. Þá var landið orðið herhumið, og bréski herinn orðinn stærsti atvinnurek- andinn i Reykjavik. Þessi ákvörðun, og ákvörðun um vinnu- stöðvun, var tekin i beinni and- stöðu við þáverandi stjórn Dags- brúnar. Strax i upphafi þessarar bar- áttu árið 1941 fangelsaði breski herinn forystumenn verkfallsbar- áttunnar, og var ég i hópi þeirra. Með siikum ráðstöfunum og á- róðri afturhaldsblaðanna tókst að fá samþykkta i Dagsbrún með mjög naumum meirihluta svo- kallaöa sáttatillögu um óbreytt kaup. Samningar voru bundnir til ársloka 1941, en var ekki sagt upp, og siðan komu „þrælalögin” um bann við öllum verkföllum og kauphækkunum. Það var við þessar aðstæður, sem stjórnarkjör fór fram i Dags- brún i janúar 1942, fyrir 34 árum, en þá sat að völdum i landinu samstjórn ihalds og framsóknar eins og nú. Þarna tókst á ný viö stjórnar- kjörið i Dagsbrún samfylking verkamanna, pólitiskt má segja að hún hafi verið milli okkar i Sósialistaflokknum og verka- manna i Alþýðuflokknum, og hin nýja stjórn, sem kjörin var, skip- uð samkvæmt þvi. Þetta var sameiningarstjórn Sigurðar Guðnasonar. Þessi nýja stjórn, sem vissulega markar al- ger timamót i sögu félagsins tek- ur eins og áður sagði við félaginu við þær aðstæður, að bannað er með lögum að hækka kaup eða beita verkföllum og kjarasamn- ingar eru fastir. Sköpum skipt — ,Skæruhernaðurinn, En með kjöri þessarar nýju stjórnar i Dagsbrún, með sigrum vinstri aflanna i ýmsum öðrum verkalýðsfélögum og með hinum miklu sigrum Sósialistaflokksins i sveitastjórnarkosningum og tvennum alþingiskosningum þetta ár, þá var sjáanlegt, að styrkur verkalýðshreyfingarinn- ar, bæði faglega og pólitiskt, var nú orðinn allur annar en verið hafði á timum heimsstyrjaldar- innar fyrri, sem við áður höfum minnst á i þessu spjalli. Og þess vegna skipuðust nú mál á allt annan veg en þá varðandi skipt- ingu þjóðarauðsins. Aðstæður verkalýðshreyfingar- innar i ársbyrjun 1942, þegar með engu móti varð komist að at- vinnurekendum með venjulegum samningaaðferðum, þær buðu upp á nýja bardagaaðferð, og varð þá til hinn viðfrægi „skæru- hernaður”. Sá hernaður var háð- ur á hinum ýmsu vinnustöðum; vinna var lögð niður einn daginn á þessum stað, annan á hinum, og árangurinn varö sá, að i miðju ári 1942 voru „þrælalögin” orðin pappirsgagn eitt. Hvaö Dagsbrún áhrærir lauk þessari baráttu með samningum við Vinnuveitendafélagið, sem undirskrifaðir voru 22. ágúst. Sem dæmi um hvaða aðferðum atvinnurekendur reyndu að beita gegn þeim fræga „skæruhernaði” má nefna, að þegar öll vinna lagðist niður hjá Eimskip i júni 1942, þá svöruðu atvinnurekendur með þvi, að Vinnuveitendasam- bandið gaf út „svartan lista” með nöfnum 300 verkamanna, sem þá unnu hjá Eimskip, og var þannig reynt að koma fram verkbanni á þá. En þetta kom fyrir ekki. Eim- skipafélagið varð að beygja sig fyrir kröfum verkamanna, og segja má að þar með hafi verið komið innsiglið á dauðadóminn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.