Þjóðviljinn - 24.01.1976, Síða 6

Þjóðviljinn - 24.01.1976, Síða 6
6 StÐA — ÞJÖÐVILJINN Laugardagur 24. janúar 1976. Rœtt við Guðmund J. Guðmundsson, varaformann Dagsbrúnar og formann Verkamannasambands íslands Dagsbrún er mikið þjóðfélagslegt vald Guðmundur J. Guðmundsson er einn þeirra manna sem best þekkja til kjara reyk- viskrar alþýðu. Skrif- stofa Dagsbrúnar hefur, ekki sist vegna starfs hans, orðið einskonar miðstöð hverskonar upplýsingaþjónustu og aðstoðar við fólkið í borginni, ekki aðeins Dagsbrúnarmenn held- ur fjölda annarra. Ár- lega þarf skrifstofa Dagsbrúnar að leysa úr hundruðum vandamála sem fólk á örðugt með að ráða framúr. Það er þess vegna ekki úr vegi að við byrjum spjallið við Guðmund einmitt á þessu atriði: Þjónustu Dagsbrúnarskrifstof- unnar við þúsundir reykvíkinga gegnum ár- in. Guðmundur J. Guð- mundsson hefur orðið: — Það er mikið álag á skrifstof- unni i sambandi við allskonar að- stoð við fólkið. Skrifstofan er upp- lýsingamiðstöð, ekki einasta um kaup og kjör Dagsbrúnarverka- manna,heldureinnig og ekki siður um hverskonar réttarstöðu fólks i fjölbreytilegustu tilvikum; gagn- vart tryggingum, vegna veikinda, slysa, húsaleigu, allskonar laga- greina o.fl. o.fl. Skrifstofan hefur þvi lengi haft algera sérstöðu meðal skrifstofa verkalýðsfélaga hér i borginni. Stundum er talað um að hér þurfi að vera „umboðsmaður” fyrir fólkið gagnvart „kerfinu”. Skrif- stofa Dagsbrúnar er einskonar hluti af starfi sliks umboðs- manns. Það eru ekki aðeins Dagsbrúnarmenn sem til okkar leita,heldur allskonar fólk af öðru tagi. — Geturðu nefnt mér eins og tvö dæmi? — Ég gæti nefnt ótal dæmi. En til dæmis var hjá okkur i dag maður sem hafði lent i slysi og hafði honum verið tjáð að hann ætti engan bótarétt vegna slyss- ins þar sem það stafaði af gáleysi hans i vinnu. Við athugun kom i ljós, að aldrei hafði verið tekin skýrsla af slysinu, en við óskuð- um eftir rannsókn málsins i heild. 1 ljós kemur að liklega á maður- innréttá töluvert miklum bótum. Maður leitaði til okkar i vikunni sem hafði verið frá vinnu meiri- hluta sl. árs vegna veikinda. Hann fékk mikla skatta skv. á- lagningu sl. árs þar sem hann ár- ið áður gat unnið mikið og haft miklar tekjur. Skrifstofa Dags- brúnar skrifaði skattayfirvöldum og lagði fram læknisvottorð vegna þessa manns þannig að skattabyrðin yrði léttari en ella. Ennfremur snerum við okkur til borgarráðs og rikisskattstjóra. Úrslit málsins eru ekki ljós enn, en fái hann ekki sæmilegar mót- * tökuryfirvaldanna með erindi sin vofir yfir honum sú hætta að hann verði að selja ibúð sina og bæta við veikindi sin þvi öryggisleysi sem húsnæðishrakinu fylgir, en þetta er maður með stóra fjöl- skyldu. Þannig koma hundruð mála sem snerta ólikustu svið þjóðlifs- ins. Skrifstofan er einskonar ráð- leggingarstöð fyrir alþýðufólk. Og raunar er einnig töluvert um það að atvinnurekendur snúi sér til okkar vegna samninga og samningstúlkana og margir hafa vanið sig á að hlita okkar úr- skurði um slik málefni. En auk þessarar almennu þjón- ustu hefur skrifstofa Dagsbrúnar að sjálfsögðu félagslega þjónustu við félagsmenn að þvi er varðar félagsgjöld, sjúkrasjóð o.s.frv. Nokkur hundruð manna koma ár- lega til þess að fá bætur úr sjúkrasjóðnum. Siðan þarf skrif- stofan að sinna ýmsum atriðum vegna Lifeyrissjóðs aldraðra, sem stofnaður var skv. sérstök- um lögum. Lifeyrissjóður Dags-; brúnar og Framsóknar hefur að- setur að Laugavegi 77, en til okk- ar koma menn að sjálfsögöu oft til þess að fá upplýsingar um lána- rétt sinn eða lifeyrisrétt. Lifeyrisgreiðslur til vansæmdar — Er erfitt fyrir menn að fá lán úr sjóðnum? — Við höfum getað afgreitt lán til allra sem sækja um og hafa til- skilin réttindi samkvæmt starfs- aldri og öðrum forsendum. Við erum með hæstu íán sem veitt eru úr 1 ifeyrissjóði eða 1200 þúsund krónur, en þetta eru erfið lán,17% á ári. Það eru aðallega menn á góðum aldri sem taka þessi lán, ‘ en einnig erum við að verða varir viðþað að eldra fólkið er að sækja um sjóðslán vegna barna sinna eða barnabarna. — En lifeyririnn er litilfjörleg- ur. — Lifeyririnn kemst hæst i um 7.000 kr. á mánuði eins og nú er skv. lögunum um lifeyrissjóð aldraðra. Það eru um 14% af lægsta kaupi Dagsbrúnarverka- manns. Maður verður oft þykkju- þungur þegar maður skoðar þess- ar tölur, þvi' oftast er um að ræða menn sem hafa unnið myrkranna á milli erfiðustu vinnu allt sitt lif, en fá engan rétt til lifeyris i sam- ræmi við vinnuframlag eða raun- gildi launa siðustu starfsára eins og er i sumum lifeyrissjóðum. Lifeyrisgréiðslurnar og greiðslu- kerfi sjóðanna eins og það er nú er öllum til vansæmdar. Sjóður- inn verður að tryggja viðunandi ellilifeyri; allt annað er óviðun- andi og raunar til hreinnar skammar. — Það er eitthvað fjallað um lifeyrissjóðina i kjarasamningum þeim sem nú standa yfir. — Já, það er sameiginleg krafa verkalýðshreyfingarinnar sem þar er rætt um og hún beinist að þvi að gera sjóðina hæfari til þess að greiða lifeyri. Vonandi tekst að þoka þeim málum eitthvað i átt- ina. Annars er þetta lifeyrissjóða- mál og meðferð þess i almennu kjarasamningunum enn eitt dæmið um það hvernig verka- lýðsfélögin verða að ryðja braut- ina fyrir framgangi almennra mannréttindamála sem koma öll- um til góða. Þessi afstaða verka- lýðshreyfingarinnar er einkar at- hyglisverð nú á timum i saman- burði við ýmsa smáa sérhæfða hópa, sem i kjarabaráttunni hugsa aðeins um sin eigin kjör og ekkert annað, en fá auk þess það sem láglaunahóparnir hafa barist fyriroft i fórnfrekum verkföllum. Þessir sterku sérhæfðu hópar ein- kennast stundum af ákaflega mikilli sérhyggju við kröfugerð og kjarasamninga. Þeir eru ekki að taka upp barnalifeyri, ellilif- eyri eða húsbyggingar á félags- legum grundvelli i kjarasamn- ingum sinum. Almennu verka- lýðsfélögin börðust fyrir verð- tryggingu launa; ávinningsins nutu aílir. Það lendir á almennu félögunum að taka slik almenn réttindamál alþýðunnar upp á sina arma. Ég er ekki að kvarta, en viða vantar félagslega yfirsýn i þessum efnum. Rúmur fjórðungur félagsmanna eldri en 60 ára — Er Dagsbrún að breytast sem verkalýðsfélag? Hvernig er aldurssamsetningin? — Auðvitað er Dagsbrún að breytast eins og allt þjóðfélagið. Þessi breyting kemur ekki sist fram i aldurssamsetningi félags- ins. Fast að þriðjungi félags- manna eru 60 ára og eldri, en svo er stór hópur frá 20 til 30 ára. Og afstaða þessara manna almennt og kjör þeirra eru mjög mismun- andi. Yngri hópurinn, svona upp i 35 ára, er oft að stofna eða nýbúinn að stofna heimili. Þeir eru yfir- leitt i húsbyggingum eða húsa- kaupum. Tekjuþörf þeirra er gifurlega mikil. Ég get i þessu sambandi nefnt sláandi tölur: 1974 var talið að verkamenn i Reykjavik hefðu haft 40% tekna sinna fyrir yfirvinnu. Þetta er meðaltal, sem þýðir að sá hópur- inn sem vinnur mest, þeir yngri, hafa miklu stærri hluta tekna sinna fyrir yfirvinnu. Mér kæmi ekki á óvart að þessi hópur hefði svona 60% teknanna fyrir yfir- vinnu árið 1974. Þessir menn vinna allsstaðar þar sem mest er tekjuvonin; á Sigöldu eða við hliðstæðar stór- framkvæmdir, hjá allskonar verktökum. Þeir fara á loðnuna þegar hún er i hámarki. I stuttu máli þræla þessir menn marg- faldan vinnutima og þeir lara oft ákaflega illa með heilsu sina á þessum þrældómi. En það er fyrst og fremst öryggisleysið i hús- næðismálum sem knýr þá áfram. Dragist vinna verulega saman, eins og nú er fyrirsjáanlegt, verð- ur þessi hópur fyrir þungbærum áföllum langt umiram það sem kaupmáttarskerðing taxta segir til um. Það er einkenni á þessum dug- legu ungu mönnum að þeir hafa litinn tima til félagsmálastarfa og þvi er ómögulegt að neita að þess vegna skortir þá suma hverja þá þjóðfélagslegu yfirsýn, sem ein- kenndi eldri hópinn 1 Dagsbrún og einkennir hann raunar enn, fram- ar mörgu öðru. En yngri mennirnir eru þrótt- miklir, kjarkaðir og einbeittir. Þeir láta sér ekkert fyrir brjósti brenna i vinnu hvort sem um er að ræða likamlegt erfiði eða flókna vélavinnu. Þeir eru hressir i bragði og það stendur ekki á svari hjá þeim og viðbrögðum ef verkstjórar eða aðrir yfirmenn beita þá órétti á einhvern hátt, i orði eða i verkskipun. Þeir standa ekki með húfuna i hendinni fram- an f verkstjóranum og taka við gusum frá honum; þeir svara hressilega fyrir sig. Kúgunar- mörkin eru ekki til á þessum mönnum á vinnustaðnum; orkan og dirfskan eru þeirra góðu ein- kenni. Eldri mennirnir hafa margir hverjir komið sér upp ibúðum með samskonar þrældómi og þeir yngri eru nú að leggja á sig. Þeir sem hafa komist af i þvi mikla kapphlaupi sjálfsafneitunar og þrældóms vinna enn mikið eftir þvi sem þeir frekast geta. En lifs- still þessara eldri manna er ann- ar. Þeim er ver við að skulda en hinum yngri; kúnstir skuldarans eru þeim framandi. Þeir eru gætnir i peningamálum skilvisir og traustir. En þeir hafa unnið mikið og hafa ekki unað sjálfum sér þeirra friðinda sem þeir þó sjálfir lögðu á sig að berjast fyrir. Þeir lásu um orlof, þeir vissu hvað orlofið var þýðingarmikið, en sjálfir tóku þeir ekki sumarfri áratugum saman. Þeir menn i Dagsbrún sem lifðu hörðustu kreppuna hafa yfirleitt dýpri þjóðfélagslega yfirsýn. Verkalýðshyggjan og draumsýn- in um betra þjóðfélag jafnréttis er þeim i blóð borin. Þessi hópur manna hefur lagt á sig löng og ströng verkföll sem ekki hafa að- eins knúið fram réttindi handa þeim sjálfum heldur ekki siður handa öðrum þjóðfélagsþegnum þegar Dagsbrún var — eins og hún er enn — forustuafl, sem mest mæddi á i kjarabaráttunni. Þessir menn hikuðu ekki við að afsala sér kaupi vikum saman til þess að knýja fram atvinnuleysis- tryggingar svo eitthvað sé nefnt. Lifshlaups þessara manna verður kannski hvergi minnst; margir þeirra eru algerlega óþekktir. Enginn veit eða örfáir hvað verkalýðshyggjan, sam- heldnin og bræðralagshugsjónin kostaði þessa menn i sjálfsafneit- un og fórnum; en það er þessi hópur sem hefur lifað mestu sviptingar islensks samfélags og hann hefur með vinnu sinni lagt grundvöll að þeim félagslegu framförum sem hafa átt sér stað i þjóðfélaginu um áratugaskeið. Þessir eldri menn vinna eins lengi og mögulegt er. Ég sagði áðan að margir þeirra hefðu eign- ast húsnæði sjálfir. En fjöldi þeirra er algerlega eignalaus þrátt fyrir alla þessa miklu vinnu og þennan geysilega sparnað sem þeir hafa lagt á sig. Þeir leggja sig gjarnan fram um að hjálpa börnum og barnabörnum ef þeir hafa eitthvað aflögu. Það er hreint ótrúlegt, og fáir gera sér það ljóst, hvað framlag þessara manna hefur skipt miklu t.a m. fyrir menntun yngri kynslóðar- innar. Ef hér væri bannað með lögum — eins og jaðrar við sums- staðar — að menn ynnu eftir 65 ára aldur.kæmi það ekki sist nið- ur á unglingunum. — Hvað um yngstu mennina i Dagsbrún, strákana 16—20 ára? — Það er allstór hópur, en þeir hverfa flestir út aftur. Þeir fara i nám, á sjóinn o.s.frv. Þeir lita flestir á verkamannavinnuna sem einskonar biðleik uns annað býðst eða þangað til þeir eru sjálf- ir nógu ákveðnir til þess að beina kröftum sinum að framtiðarverk- efnum. Flestir Dagsbrúnarmenn búa i gamla bænum — Þið hafið eitthvað athugað búsetu Dagsbrúnarmanna eftir bæjarhverfum. — Já, og þar komu fram mjög athyglisverð atriði. 1 þessari könnun var raðað eftir skóla- hverfum i Reykjavik. Þá kemur i ljós að langflestir Dagsbrúnar- menn eru i Austurbæjarskóla- hverfi, fleiri en i Breiðholtshverf- unum öllum þremur samanlögð- um. Menn kynnu að segja að þetta væri eðlilegt þar sem eldra fólkið héldi sig helst i eldri hverfunum. En það er raunar ekki nema brot af skýringunni. í þessu hverfi er mikið af ungu fólki sem getur þar keypt ibúðir i' fyrsta sinn sem eru i rauninni dýrar,en útborgunin er lág miðað viðnýtt húsnæði, það er dýrt að vera fátækur. t annan stað er mikið um einstaklingsher- bergi og einstaklingsibúðir i gamla bænum, sem eru ekki til i Breiðholtshverfi. Einstæðingarn- ir með lágar tekjur og skerta starfsmöguleika verða að hafa ó- dýrt húsnæði og þeir sækja i kjall- araherbergin og risibúðirnar i gamla bænum. Þetta fólk er einn- ig margt i vesturbænum gamla, norðan Hringbrautar. í Breiðholti I, II og III eru sára- fáir Dagsbrúnarmenn utan fram- kvæmdanefndaribúðanna. En i Garðahreppi — til að nefna

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.