Þjóðviljinn - 24.01.1976, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 24.01.1976, Blaðsíða 9
Laugardagur 24. janúar 1976. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Alþýðusamband íslands árnar Verkamannafélaginu Dagsbrún allra heilla á 70 ára afmælinu, 26. janúar 1976. „Dagsbrún” var eitt af sjö stofnfélögum Alþýðusam- bandsins 1916, og hefur jafnan siðan verið i fararbroddi i sókn og vörn alþýðunnar fyrir bættum kjörum og betra lifi. Svo er enn i dag. Alþýðusambandið þakkar „Dagsbrún” þann skerf, sem verkamenn i Reykjavik hafa lagt til islenskrar stéttabaráttu fyrr og siðar. Vökul og óbrigðul stéttvisi þeirra og stéttarvitund hefur orðið öðrum hvöt til dáða, stappað i þá stálinu og þjappað þeim saman um hags- muni sina. Aðra ósk betri eigum við ekki „Dagsbrún” til handa, en að svo megi verða enn um ókomna tið. Alþýðusamband íslands Á sjötugsafmæli Verkamannafélagsins Dagsbrúnar sendum við félaginu og öllum Dagsbrúnarmönnum bestu árnaðaróskir. Kaupfélag Reykjavíkui’ og nágrennis Á 70 ára afmæli Verkamannafélagsins Dagsbrúnar sendum við félaginu og öllum Dagsbrúnarmönnum okkar bestu afmæiiskveðjur. Megi heill og hamingja fylgja ykkur í framtíðinni. Alþýðubankinn hf. Óskum Verkamannafélaginu Dagsbrún heilla á sjötugsafmælinu með þökk fyrir samstarfið á liðnum árum. Styðjum félagsmenn i aukinni verkmenntun og verkmenningu i framtiðinni öllu þjóðarbúinu til heilla. AÐALBRAUT H/F Siðumúla 8.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.