Þjóðviljinn - 24.01.1976, Síða 11

Þjóðviljinn - 24.01.1976, Síða 11
.'iTi 'i'ut’ ,:± u”;ttrsai’tj - ■ ■•.o. Laugardagur 24. janúar 1976. þjóÐVILJINN — SÍÐA 11, Jörundur Brynjólfsson fyrrverandi alþingismað- ur var formaður Verka- mannaf élagsins Dags- brúnar á árunum 1916—1918. Hann er nú 91 árs að aldri og heldur full- komlega andlegri og lik- amlegri reisn sinni. Jör- undur býrá Kaldaðarnesi í Flóa en hefur vetursetu hjá syni sínum á Háaleitis- braut 115 í Reykjavík. Þeg- ar blaðamann og Ijós- myndara Þjóðviljans bar að garði í tilefni af 70 ára afmæli Dagsbrúnar tók hann á móti okkur við dyr og bauð til stofu. Jörundur lék á als oddi og var ekki að sjá að þar færi nírætt gamalmenni. Hann sagðist þó vera orðinn lélegur til stórræða en lesa mikið. Hinn aldni stjórnmála- maður rifjaði fúslega upp nokkrar minningar frá ár- um sínum í Verkamanna- félaginu Dagsbrún og fer frásögn hans hér á eftir. „Menn, sem höfðu verið með mér i sveit, sögðu mér að koma og vera með i Verkamannafélag- inu. Páll Jónsson, félagi minn frá Hvanneyri, hvatti mig einkum. Hann var myndar- og dugnaðar- maður en varð snemma sjúkling- ur. Ég var barnakennari og átti heima svo langt frá skólanum að ég fór að drekka kaffi hjá Guðmundi Gissurarsyni, siðar fiskmatsmanni, og hann átti lika þátt i að fá mig i félagið. Ég var öllum óháður og þótti þetta sjálf- sagt. Ég sá ekki eftir þvi að kynnast verkamönnum og minnist jafnan með hlýju hversu þeir voru mér góðir. Ég reyndi hvað ég gat að vinna að þeirra málum. Sumir hafa fyrr og siðar haldið þvi fram að þeir hafi verið fullir af heimtu- frekju og kröfuhörku en það er ekki rétt. Þetta voru hóglátir og stilltir menn. Ég kunni vel við mig i þeirra hópi. Hvort ég man eftir Arna Jóns- syni! Hann var i stjórninni um leið og ég, ákveðinn og eindreginn verkalýðssinni. Þorleifur Þor- leifsson var lika ansi ákveðinn. Sigurður Sigurðsson búi eins og hann var kallaður, fyrsti formað- ur Dagsbrúnar, var starfsmaður mikill og sivinnandi. Ekki bar samt á honum sem hugsjóna- manni, meðan hann var hjá Dagsbrún, og ekki baráttumanni. Fljótlega var ég gerður að for- manni og lenti i samningum við atvinnurekendur. Af þvi að ég var nýr maður gerði ég það með vilja að sýna hörku og reyna þannig að slá þá út af laginu. Þeim leist ekki á þennan dáta sem kominn var. Einn ungur maður i þeirra hópi Jörundur Brynjólfsson rifjar upp nokkrar minn- ingar um Dagsbrúnarár sín Þeim leist ekki á þennan dáta var tvisvar eða þrisvar búinn að taka hattinn til að fara. Ég var ekki fylgjandi þvi að gera verkfall. Mérleistekki á það af þvi að kjör verkamanna voru þannig að ekkert vit var að fara út i svoleiðis lagað. Atvinna var svo léleg að verkamenn hefðu ekki þolað meira atvinnuleysi. Þó var verra 1931—1932, þá var voða- legt ástand. Einu sinni óskaði Kirk verk- fræðingur, sem var yfir hafnar- gerðinni, að fá að tala við mig og sagði að það horfði illa hjá sér þvi að verkamenn væru að fara úr vinnunni og þó fengju þeir dálitið hærra kaup en aðrir. Ég sagði honum að það væri engin leið að láta svona kaup gilda og hann viðurkenndi það. Svo kom okkur saman um hvað kaupið skyldi hækka. Ég sagði að þetta væri stór ávinningur og ætti ekki að fara út i frekari aðgerðir og svo var það búið. Arið 1916 var ég efstur á lista Dagsbrúnar i bæjarstjórnarkosn- ingum og við unnum stórsigur. Ekki var siðri sigurinn i alþingis- kosningum þá um haustið. Ég fékk langflest atkvæði af öllum frambjóðendum og var kosinn á- samt Jóni Magnússyni. Aðeins munaði 25 atkvæðum að félagi minn, Þorvarður Þorvarðsson prentari, sem llka var boðinn fram af verkamönnum, næði kosningu og felldi Jón. Ég var ekki borinn fram af Alþýðu- flokknum, eins og margir vilja halda fram, heldur af verka- mönnum. Ég var fyrst i Sjálf- stæðisflokknum og lenti i þvers- um-arminum af þvi að ég var á- kveðinn i að við skyldum vera sjálfstæð þjóð. Sjálfstæðismenn þversum buðu ekki fram við þess- ar kosningar og þeir kusu mig allir með tölu. Þorvarður Þorvarðsson þurfti að fara til Ameriku i byrjun kosn- ingaslagsins á vegum prent- smiðjunnar Gutenberg og það þótti mér afar slæmt. Ég frétti þetta ekki fyrr en rétt áður en hann sigldi og fór þá heim til hans og sagði að ef hann færi yrði hann að koma aftur með sama skipinu. Ég var svo hræddur um að sagt yrði að hann væri stunginn af ef hann kæmi ekki með þvi. Strax var farið að hvisla um bæinn. Sagt er að eitthvað sé hárugt i pólitikinni núna en það var lika þá. Svo kom hann ekki með skip- inu aftur en beið næstu ferðar. Ef hann hefði aldrei farið hefði hann náð kosningu. Hann vantaði 25 at- kvæði. Þorvarður var lipur, sam- viskusamur og drenglyndur mað- ur.” Að svo mæltu sláum við botninn i samtalið við Jörund. Ingibjörg, tengdadóttir hans, býður upp á kaffi og meðlæti. Áður en blaða- maður heldur út i snjó og ófærð biður Jörundur fyrir kveðju til Einars Olgeirssonar sem hann segir hafa verið með eftirtektar- sömustu nemendum sinum i Barnaskóla Reykjavikur. Henni er hér með komið á framfæri. GFr Morgunblaðið efndi til samkeppni um fyrirmyndarmatseðil fyrir almúgann Á sama tíma og yf irvöld- in báru því viö aö ekki væru til peningar til þess aö láta vinna fyrir, var eytt hundruðum þúsunda til þess að efla lögregluna og koma á fót hvítliðaher- sveitum til þess aö geta mætt alþýðunni meö vopn- um, ef hún dirfðist að nota samtakamátt sinn til þess aðknýja fram kröfursínar um atvinnu. Þá eyddi bæj- arstjórnarafturhaldiö í Reykjavík offjár á ári hverju í „fátækrastyrk" til fullvinnandi manna, sem ekkert þráðu meir en það, að mega vinna fyrir sér. — Jafnframt þessu var klif- að á kreppu, dýrtíð og háu kaupgjaldi í öllum blöðum borgara stétta rinna r. Hinn andlega barátta gegn al- þýðunni, sem vildi vinna og skapa sjálfri sér og þjóðinni betri lffs- skilyrði, var heldur ekki látin liggja i láginni. Verkamönnum var si og æ briglsað um það að þeir nenntu ekki að vinna, á sarna tima og þúsundir verkamanna- Þorsteinn Pétursson. heimila sveltu vegna þess eins, að þeir fengu ekki að vinna. öll ráð voru notuð til þess að reyna að brjóta á bak aftur kauptaxta verkalýðsfélaganna. Verkamenn voru sviknir um kaup sitt af ýms- um fjárglæframönnum, það var ekki óalgengt fyrirbæri, að at- vinnurekendur greiddu verka- mönnum kaup með rakvélarblöð- um, silkisokkum og alls kyns öðru einskis nýtu og óseljanlegu skrani, stórbændur þóttust gera vel að taka verkamenn til þess að vinna i grjótvinnu gegn þvi einu að fá „ókeypis” vinnuvettlinga. — Þá efndi Morgunblaðið til sam- keppni um fyrirmyndarmatseðil fyrir almúgamenn. Arangurinn varð sá, að þvi var slegið föstu, og verðlaunað, að hægt væri að fæða 5 manna fjölskyldu fyrir 3-4 krón- ur á dag. Árið 1931 voru meðal- tekjur verkamanna ca.kr. 1800.00 á ári, en framfærslukostnaður 5 manna fjölskyldu kr. 4187.00 á ári, timakaup var þá kr. 1.36. Þetta sama ár lagði Reykjavikur- bær fram kr. 28.410.00 til atvinnu- bótavinnu i Reykjavik og rikis- sjóður kr. 15.000.00, samtals kr. 43.410.00. Þannig var ástandið 1931, og það var mun verra árið 1932. Þannig voru hinar hags- munalegu ástæður reykviskrar alþýðu á þessu timabili. (Tekið úr greininni Níundi nóvember 1932 sem birtist i tima- ritinu Vinnunni i sept. 1946).

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.