Þjóðviljinn - 24.01.1976, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 24.01.1976, Blaðsíða 15
Laugardagur 24. janúar 1976. IÞJÓÐVILJINN — SIDA 15 Óskum Verkamannafélaginu Dagsbrún og meðlimum þess heilla og hamingju í tilefni af 70 ára afmæiinu og þökkum vinsamleg samskipti á liðnum árum. Hraðfrystistöðin í Reykjavík Frásögn í léttari dúr úr 6 vikna verkfallinu vorið 1955 BENSÍN- SMYGLARAR STÖÐYAÐIR — Þá kemur allt i einu utan úr myrkrinu vörubill hlaðinn bensintunnum. Frammi i honum sat Magnús Oddss. stöðvarstjóri Borgarbilastöðvarinnar. Hafði hann fengið bensinið i efstu byggðum Borgarfjarðar. Ók hann bcint að þvögunni á veginum. En þegar honum varð ljóst að hér voru ekki aðcins B.S.H.-menn fyrir heldur og verkfallsverðir hugðist hann snúa við og flýja á stundinni. Varð honum svo mikið um þetta að billinn fór út af veginum og festist! — — Magnúsi tókst með erfiðis- munum að ná bensinbilnum upp á veginn aftur, en verkfallsverðir umkringdu bilinn. Krafðist Magnús þess að halda áfram til baka þvi hann hefði keypt bensin- ið i Borgarfirði. Var fram- kvæmdarstjórinn auðsjáanlega búinn að standa i löngu og erfiðu ferðalagi: svefnlaus, skitugur og rifinn — eftir að hafa baslað við það af hörkudugnaði að koma smyglbilnum yfir ótal torfærur. Verkfallsverðir töldu ekki rétt að Magnús sneri við með bensin- ið, þvi þá væri honum gefið tæki- færi til þess að reyna annað verk- fallsbrot. Magnús heimtaði enn að fá að snúa við og kvaðst ætla að fara Kaldadal með bensinið: „Þó ég verði i tvö ár á leiðinni þá SKAL ég fara Kaldadal!” sagði hann og bogaði af honum svitinn. — Bifreiðin, sem bensinið flutti, var skráð i Dölum vestur. Bif- reiðarstjórinn var nú m.a. spurð- ur að þvi hve lengi hann hefði stundað þá atvinnu að birgja reykvikinga að bensini. Lá hann ekki á þvi að hann væri byrjandi i starfinu. Góðviljaður maður benti honum á að það væri verkfall i Reykjavik til að hækka kaup verkamanna. Þá kauphækkun sem ynnist fengi hann og félagar hans i Val i Búðardal með morgunkaffinu, — þegar Dags- brúnarmenn væru búnir að berj- ast fyrir þá! Var hann á móti bættum kjörum? Nei, ekki kvaðst hann vera það. Þá var dala- maðurinn einnig spurður hvernig hann myndi taka þvi ef Dags- brúnarmenn fjölmenntu vestur i gróandanum til að traðka i sund- ur túnið hans. Hann hélt að þvi yrði frekar illa tekið i Dölum. Guðmundur J. vék sér einnig að bilstjóranum og trúði honum fyrir þvi að ef hann ætlaði að aka bensini til Reykjavikur i banni Dagsbrúnar myndi Dagsbrún setja bilinn i afgreiðslubann i Reykjavik. Magnús Bjarnason, ritari Alþýðusambandsins, til- kynnti manninum að Alþýðusam- bandið myndi ennfremur setja hann i vegavinnubann hvar sem væri á landinu. Bifreiðarstjórinn óskaði þá eftir fresti til að tala við Magnús Oddsson stöðvarstjóra. Heyrðist mikil háreysti inni i bilnum meðan þeir ræddust við. Svo hljóðnaði háreystin skyndi- lega og dalamaðurinn kom út úr smyglbilnum og tilkynnti verk- fallsvörðunum að hann ætlaði ekki að setja sig i afgreiðslubann fyrir verkfallsbrotog myndi hann þvi aka bensinbifreiðinni hvert sem verkfallsverðir óskuðu. Stóð þá Magnús Oddsson eftir yfirgef- inn á veginum og tilkynnti Guð- mundi J. að svo sannarlega sem hann héti Magnús Oddsson skyldi hann sækja Guðmund til saka fyr- ir þetta. (Birtist i Þjóðviljanum 19. april 1955 eftir Jón Bjarnason fréttastjóra)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.