Þjóðviljinn - 24.01.1976, Side 17
Laugardagur 24. janúar 1976. ÞJóÐVILJINN — SIÐA 17
Þœttir úr sögu Verkalýðsfélagsins Dagsbrúnar í 70 ár
Árni Jónsson, forvigismaður að
stofnun Dagsbrúnar meðai
verkamanna.
Sigurður Sigurðsson búfræðingur,
fyrsti formaður Dagsbrúnar.
Þurrfiskhúsið að Vesturvallagötu
6 þar sein fyrsti undirbúnings-
fundurinn að stofnun Dagsbrúnar
var haldinn.
Ungir bændasynir
á mölinni
Með auknum fiskveiðum ú
seinni hluta 19. aldar fór fólk að
setjast að á mölinni án þess að
hafa nokkrar landnytjar. Þetta
var hin nýja stétt daglauna-
manna. Ungir bændasynir og
heilar fjölskyldur tóku sig upp og
fluttu úr sveit i bæ. Vonin um
betri afkomu var driffjöður fólks-
ins. Handaflið var söluvara þess.
Þau verk, sem þorpin höfðu upp á
að bjóða, var fiskvinna, upp-
skipunarvinna með tilheyrandi
kola- og áaltburði og mannvirkja-
eerðafvmsu tagi. Vegna hins öra
aðstreymis til helstu útgerðar-
bæja og þá einkum til Reykja-
vikur var húsnæði af skornum
skammti. Fólk mátti þakka fyrir
að fá að kúldrast i einu herbergi
með fjölskyldur sinar og hafa
eldavél i horni.
Hin nýja stétt var hógvær og
þakklát fyrir þá fáu aura sem hún
púlaði fyrir. Verkamenn höfðu
ekki enn vaknað til vitundar um
mátt samtakanna og gátu þvi at-
vinnurekendur oftast haldið
kaupi svo lágu að rétt aðeins
nægði til að halda liftórunni i
fólki. Þetta voru blómatimar
•kapitalismans á tslandi.
Daglaunamennirnir höfðu
ótakmarkaðan vinnutima, þegar
á þá var kallað, en gátu lika
vænst stórfellds atvinnuleysis.
Enginn ákveðinn matar- eða
hvildartimi tiðkaðist. Algengasta
limakaup var 18-25 aurar á vet-
urna en 25-30 aurar á sumrin.
Enginn greinarmunur var gerður
DAGUR RÍS
á dagvinnu og nætur- og helgi-
dagavinnu. Ef verkamaður
kvartaði gat atvinnurekandinn
einfaldlega rekið hann og fengið
annan i staðinn.
Úm aldamótin var Reykjavik
óumdeilanlega orðin höfuðstaður
landsins. Árið 1901 var ibúafjöldi
hennar 6682 og niu árum siðar
næstum helmingi meiri eða 11600.
Grundvöllur þessarar fjölgunar
var framar öðru sjávarútvegur,
i'yrst þilskipaútvegur, siðan vél-
báta- og togaraútgerð. Upp úr
aldamótum fóru að heyrast radd-
ir um það i Reykjavikurblöðunum
að hin ört fjölgandi stétt verka-
manna byndist samtökum til að
bæta kjör sin. Þeir sem svo skrif-
uðu voru t.a.m. Einar Benedikts-
son skáld, Þorsteinn Gislason rit-
stjóri og Þorvarður Þorvarðsson
prentari.
og var þá lögð fram stofnskrá
fyrirhið komandi félag sem menn
höfðu komið sér saman um að
nefna VERKAMANNAFÉLAGIÐ
DAGSBRÚN.
Stofnskráin var samin af nefnd,
sem var kosin á fyrsta fundinum.
1 henni sátu Árni Jónsson verka-
maður, Jón Magnússon fiski-
matsmaður, Sigurður Sigurðsson
búfræðingur, Sigurður Jónsson
verkamaður og Runólfur Þórðar-
son verkamaður. Þessi stofnskrá
skyldi liggja frammi til undir-
skriftar og voru allir, sem undir
skrifuðu, boðaðir á aðalstofn-
fundinn.
Stofnskráin sem er hið merk-
asta plagg, er svohljóðandi:
„Vér, sem ritum nöfn vor hér
undir, ákveðum hér með að
stofna félag með oss.er vér nefn-
Eftir Guðjón Friðriksson
Vakning meðal
verkamanna
Það var fyrst á árinu 1905 að
raddir daglaunamanna sjálfra
um félagsstofnun fóru að verða
háværar. Sá sem stóð fremstur
þessara manna var Árni Jónsson
tómthúsmaður á HoRsgötu 2 i
Vesturbænum. Milli jóla og ný-
árs (28. des.) var látið til skar-
ar skriða. Árni boðaði menn á
undirbúningsfund til stofnunar
verkamannafélags og hittust þar
36 menn.
Erfiðlega gekk að fá hús til
þessarar samkomu en Jón
Magnússon frá Skuld (siðar yfir-
fiskimatsmaður) léði loks
þurrfiskhús sitt i Lindarbrekku
við Vesturvallagötu 6. Til að stýra
fundi var kjörinn Sigurður
Sigurðsson búfræðingur en hann
var kunningi Árna Jónssonar og
mun Arni hafa fengið augastað á
honum til að veita félaginu for-
ystu. Enginn verkamanna treysti
sér til formennsku þó að margir
væru ólmir i að taka þátt i stofnun
félagsins. Sigurður var sigldur
maður, hafði dvalið i Danmörku á
árunum 1897-1899 og vafalaust
kynnst þar baráttu jafnaðar- og
verkamanna enda segir i gerða-
bók frá fundinum að hann hafi
haldið stuttan fyrirlestur um
verkamannasamtök i öðrum
löndum og um þýðingu þess
félagsskapar bæði fyrir þá og
mannfélagið i heild. Auk þess
hafði Sigurður setið á alþingi árið
1901 sem þingmaður árnesinga og
þvi vanur félagsmálastörfum.
Alþýðublaðið eldra
Um þessi sömu áramót hóf
göngu sina Alþýðublaðið eldra
sem Pétur G. Guðmundsson og
Ágúst Jósefsson stóðu að baki.
Enginn vafi er á þvi að bein tengsl
eru á milli stofnunar þess og
undirbúnings að stofnun verka-
mannafélags. Pétur, fyrsti rit-
stjórinn, var meðal stofnenda
Dagsbrúnar og varð siðar for-
maður hennar, næstum á eftir
Sigurði. Ágúst átti einnig seinna
eftir að verða formaður
Dagsbrúnar.
1 fyrsta tölublaði Alþýðublaðs-
ins, sem dagsett er 1. jan. 1906,
skrifar fyrrnefndur Árni Jónsson
tómthúsmaður áskorun til verka-
manna um að taka þátt i stofnun
væntanlegra samtaka.
Stofnskrá
um „Verkamannafélagið Dags-
brún". Mark og mið þessa félags
vors á að vera :
1. Að styrkja og efla hag og at-
vinnu félagsmanna.
2. Að koma á betra skipulagi að
þvi er alla daglaunavinnu snertir.
3. Að takmarka vinnu á öllum
sunnu- og helgidögum.
4. Að auka mennirigu og bróður-
legan samhug innan félagsins.
5. Að styrkja þá félagsmenn eftir
megni, sem verða fyrir slysum
eða öðruni óhöppum."
Þessistofnskráer undirrituð af
384 mönnum.
Um nafngift félagsins komst
Eðvarð Sigurðsson, núverandi
formaður, svo að orði i 50 ára
afmælisblaði Dagsbrúnar árið
1956:
„Það skal ekki fullyrt hér, að
hve miklu leyti þessum frumherj-
um Dagsbrúnar var ljóst hið
sögulega hlutverk sitt, en vafa-
laust endurspeglar nafngiftin
vonirnar, sem bundnar voru við
þetta nýja félag og hlutverk þess,
vonin um að nýr dagur væri að
risa fyrir litilmagnann i þjóð-
félaginu”.
Fjölmennur
stofnfundur
Hinn 26. jan. 1906 var hinn
eiginlegi stofnfundur félagsins
haldinn i Bárubúð. Ekki er vitað
hversu fjölmennur hann var en
vitað er að i einni atkvæða-
greiðslu taka þátt 240 menn. Lög
félagsins voru samþykkt og kosn-
ir i stjórn Sigurður Sigurðsson
búfræðingur formaður, Ólafur
Jónsson búfræðingur ritari, Þor-
leifur Þorleifsson verkamaður
féhirðir, Runólfur Þórðarson
verkamaður fjármálaritari og
Árni Jónsson verkamaður drótt-
seti. Þess skal getið að embættis-
heitin eru fengin úr góðtemplara-
hreyfingunni.
Eftir lögum félagsins þurftu
menn að vera fullra 18 ára til að
ganga i það.hafa 2 meðmælendur
og hljóta 2/3 atkvæða á fundi.
Félaginu var skipt i deildir og
skyldu 2 til 30 félagsmenn vera i
hverri deild og kusu þær deildar-
stjóra. Deildarstjórar skyldu
halda fund með stjórninni þegar
henni þætti við þurfa. Þetta
skipulag hélst i meginatriðum til
1937, þegar trúnaðarráðið var
stofnað.
Aukalög auglýstu
vinnutima
Dagsbriinar
Annar undirbúningsfundur að
stofnun Dagsbrúnar var haldinn
3. jan. 1906 i Bárubúð við Tjörnina
og kauptaxta
Lög félagsins voru með tvennu
móti. 1 fyrsta lagi voru hin venju-
Framhald á 19. siðu.
í/fti ilnt- ■nef t-c vtrr- «A-t-
jtanu --
tnti'S jfuuoL. trrJ ÍL táf iu’uk/:
Kcnxm* d 4 clS c*-'
ÍruinJ<X/.
J. aJo cL e Ci-Un,
‘isuL/^t.cLá-t^vi
T
'éitJ.
-ór/hist Jtvrw/ujý
H • CUaJccl. Wl/WHtt I
S. aj &lý\étjcK. jxr t-joýtA. maýALV', <0/ 'tMcJddU
s/stj. ffUiiýSÝtU ttJbnu Xdi.cLcL CU
tlCna+tvucitt^ cwtajksvt- ■»
<sY<rVv<. Y&U/fá*. cJcyáípi&u
ul+tiitrjfiinr- r íjfc• 3
í/íi/jyUtc J2/
J-<yn.n*r\
... r (ýj/A
VU //, .lC.ua
1
/
5
C
7
8
í
to ,
//
n
n
/V
is
tc
n
it
o
Þannig litur út 1. síða stofnskrár þeirra er 384 verkanienn i
Rcykjavfk höfðu undirritað þegar stofnfundur Dagsbrúriar
var haldinn 26. jan. 1906.
pn
P.y h
/JthTtUg e'Jctn
CK/m.í.4«^ ó
» (Xr~r\A ^
Mm sei Yinna eða ætla að vinna við
haínargerð Reykjavíkur
kafa verið settir þeir kostir, að vinua almenut
frá kl. 6 árd. til kl. 8 síðd., eða verða af vinmmni ella.
Verkmannafélagið Dagsbrún
hefur komið sór samaa viö alla holstu viimuveitendur bæjarins,
um það, að aimennur vinnudagur só fra kl 6 árd. til kl. 0 siðd,
og vinna þar framyflr só talin aukavinna og borguð betur.
Utlendlngur sá., sem hafnarvinnunni stýrir,
ætlar að kúga fslenska verkamenn
til þeæ að samþykkja 12 tíma vinnudag, en landar bans, af verk-
mannaflokki, berjast fyrir þvi alllr, að lögleiða 8-stunda vixmudag.
Þetta kúgunarboO mundi engiun maður komast fram með
i nokkru siðuðu laudi.
Ætlið þið, verkamenn I Reykjavík, að brennimorkja ykkur sem
skrælingja? Yið verkamenn 1 höfuðstað landsins skulum ekki láta
það ósannaat, að þessi útlendi vinnuveitandi stjómi vinnutlma
vorum, heldur skulu það vera vor elnkunnarorð r
hð eru við verkamenn, sem ráðum.
Þeir sem vilja hag og heið.ur íslenskra verkamanna, verða að
neita þessu boði, allir sem einn. Þeir sem ganga að kúgunar-
kjörunum, setja blett a nöfn sln og verkmannastótt bæjarins
í beild sinni, sem seint verður afmáður.
tfflargir verfiamenn.
Drcifimifti verk.amanna úr hafnarverkfaiiinu 1913.