Þjóðviljinn - 05.02.1976, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 05.02.1976, Blaðsíða 1
UOmiUINN Fimmtudagur 5. febrúar NÚ SETJA BRETAR SKILYRÐIN: “—mmmmm'“m~mmmm^^“^^^~ Callaghan Geir Hallgrimsson Alþingi i gœr: Allur tíminn fór í landhelgisumrœður Allur timi sameinaðs þings i fær fór i laridhelgisumræður. Stjórnarandstaðan hélt uppi harðri gagnrýni á rikisstjórnina fyrir þá hulu sem yfir áformum hennar. Ekki fékkst togað upp úr ráðherrum hvaða tillögur þeir gerðu i London, en engum þarf að segja að Wilson hafi varpað fram öllum þeim tillög- um sem fram komu i ræðu Geirs Hallgrimssonar i fyrradag, án þess að fá nokkrar á móti. Þeir sem tóku til máls voru Ragnar Arnalds, Geir Hallgrimsson, Ólafur Jóhannesson, Lúðvik Jósepsson, Soffia Guðmunds- dóttir, Karvel Pálrriason, Jón Ármann Héðinsson og Einar Agústsson. Nánar verður skýrt frá umræðunum i blaðinu á morgun. Togararnir veiða af kappi á ný og herskipum hótað ef varðskip hreyfa sig • Drekkur Geir bikarinn í botn? Samkvæmt fyrirmælum frá bresku rikisstjórninni áttu bresku togararnir við ísland að hætta að hlýða fyrirmælum islensku varð- skipanna á miðnætti s.l. nótt, og hefja veiðar á ný af fullum krafti. Jafnframt var því lýst vfir af utanríkisráðherra breta, að klippi varðskipin á einn einasta togvír, þá muni herskipin, sem biða við 200 mílna mörkin koma togurunum til hjálpar þegar i stað. Þegar Geir Hallgrimsson og ólafur Jóhannesson láta sig hafa það að bjóða bretum enn viðræð- ur, þá svarar breska ríkisstjórn- in, og segist að visu vilja ræða við þá, en með skilyrðum, — þeim skilyrðum að annað hvort verði varðskipin algerlega óvirk meðan á viðræðunum stendur. eða þær fari fram með bresk herskip að iðju sinni i Islenskri landhelgi. Engu er iikara en breska rikis- stjórnin leiki sér að þvi að kvelja Geir Hallgrimsson i snörunni, og niðurlægja hann svo sem framast má verða. Ákafi Geirs Hallgrimssonar i samninga og samningaviðræður hefur nú leitt til þess aö bretar Framhald á 14. siðu Vísir krefst brottreksturs Ólafs úr ríkisstjórn Dagblaðið Visir krefst þess i gær að Ólafur Jóhannesson verði rekinn úr rikisstjórninni vegna ummæla hans um Visis-mafiuna. 1 leiðara Visis i gær segir: „öllum ber saman um að þetta séu einhverjar þær ofsafengn- ustu árásir af hálfu stjórnvalda gegn óbreyttum borgurum og al- varlegasta ögrun við frjálsa skoðanamyndun i þjóðfélaginu er fram hefur komiö. Þess vegna vekur það athygli hversu lengi það hefur dregist að forsætisráð- herra veitti ólafi Jóhannessyni lausn frá dómsmálaráðherra- störfum vegna þessara ásókna.” Framhald á 14. siðu Togarinn Ross Khartoum er sá siðasti, sem klippt hefur verið á togvira hjá. Þessa mynd tók Ilaukur Már, fréttamaður Þjóðviljans, um borð i varö- skipinu Tý, um það leyti sem klippt var siðastliðinn mánudag. Sjóræningjamerkið sést vel á myndinni. Mörg félög hafa erm\ ekki tunasett verkfall Augljóst er aö megin- þorri verka lýðsf élaga hefur sagt upp gildandi kjarasamningum og hefur þegar aflað sér heimildar til vinnustöðvunar, og sú heimild í flestum tilvikum i höndum stjórna félag- anna og trúnaðarmanna- ráða. Mörg stærstu verka- lýðsfélögin hafa tímasett verkfallsboðanir, þeas. þann 17. þessa mánaðar, en þau, sem það hafa ekki gert/þurfa aðgera það með ábyrgðabréfi eða staðfestu símskeyti til atvinnu- rekenda og sáttasemjara fyrir miðnætti 9. þessa mánaðar. 1 gær hafði blaðið tal af starfs- mönnum og/eða formönnum verkalýðsfélaga um land allt. Þykir mönnum sem vonlegt er, aö seint gangi samningagerðin, en vænta sér sumir nokkurs af verkfallsboðun. I blaðinu á morg- un verður skýrt frá starfsemi nokkurra félaga úti um land nú þegar gerð kjarasamninga stendur sem hæst. Siðasti gagnslausi samninga- fundur með ASl og VI var á þriðjudag, en i dag er fundur boðaður með aðiljum. _ .. 60-70 manns atvinnulausir i 350 manna þorpi Alvarlegt ástand á Bíldudal Sifellt streyma inn fréttir af vaxandi at- vinnuleysi í landinu. Þjóðviljinn hefur undan- farna daga sagt frá vax- andi fjölda uppsagna á vinnustöðum. Nú verast þær fréttir frá Bildudal vestra, að þar sé mjög al- varlegt atvinnuleysi og hafi verið um alllangt skeið. Við höfðum sam- band við Jakob Kristins- son oddvita og spurðumst fyrir um ástandið. Jakob sagði að verið væri að byggja upp frystihúsið á staðn- um og hefði verið byrjað á þvi verki i september sl. og fyrir- sjáanlegt að þvi yrði ekki lokið fyrr en i vor. Þar væri þvi ekk- ert unnið að fiskvinnslu og margt fólk hefði misst atvinnu sina vegna þess. Þá hefur enginn bátur verið gerður út á bolfiskveiðar frá Bildudal, en nú standa vonir til að keyptur verði bátur vestur, og verður þá hægt að hefja salt- fiskvinnslu sem mun skapa ein- hverja atvinnu. Nú sem stendur eru á milli 60 og 70 manns at- vinnulausir á Bildudal, en ibúar þar eru ekki nema 350. I vetur hefur aðeins önnur rækjuverksmiðjan verið starf- rækt og aðeins 10 bátar stunda rækjuveiði, en voru 14 i fyrra. Ofan á allt saman bætist svo, að rækjuaflinn hefur verið mjög tregur, þrátt fyrir sæmilegar gæftir. Jakob bjóst við að einhverjir bilddælingar myndu leita suður á vertið, frekast sjómenn. Landverkafólk á ekki hægt um vik að fara að heiman. Þótt at- vinna hafi undanfarin ár verið stopul. þá þykir mönnum nú keyra um þverbak i atvinnu- leysinu' _ S.dór.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.