Þjóðviljinn - 05.02.1976, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 5. febrúar 1976. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7
ÁLYKTUN MIÐSTJÓRNAR ALÞÝÐUBANDALAGSINS:
Lægstu launaflokkarnir verði
hækkaðir mun meira en aðrir
Á fundi miðstjórnar Alþýðubandalagsins, sem haldinn var 3.
febr. 1976 var gerð svohljóðandi samþykkt:
Miðstjórn Alþýðubandalagsins minnir á þá staðreynd að
lægst launuðu störfin i þjóðfélaginu eru að meginhluta unnin af
konum, og til að ná raunhæfu launajafnrétti er nauðsynlegt að
rétta hlut þeira.
Miðstjórn skorar þvi á samninganefndir ASÍ og BSRB að
standa fast við þá kröfu i þeim kjarasamningum, er nú standa
yfir, að lægstu launaflokkarnir verði hækkaðir mun meira en
aðrir.
Myndin er úr brúðkaupi gúðu sálarinnar: Lárus Ingólfsson, Sigurður Skúlason, Heiga Jónsdóttir, Mar-
grét Guðmundsdóttir, Brynja Benediktsdóttir, Þórhallur Sigurðsson og Guðbjörg Þorbjarnardóttir.
SÍÐUSTU
FORVÖÐ
að sjá Góðu sálina í Sesúan
Nú er aðeins eftir tvær sýningar
á leikriti Bertolt Brechts GÓÐU
SALINNI 1 SESUAN I Þjóðleik-
húsinu. Næst-siðasta sýning vcrð-
ur á sunnudagskvöld og slðasta
sýning fimmtudaginn 12. febrúar.
Sýning þessi hefur verið um-
deild mjög, og hefur menn greint
á um ágæti hennar, en ekki
verður þó fram hjá þvi gengið, að
hér er um að ræða eitt helsta verk
leikbókmenntanna og þvi ástæða
til að hvetja fólk til þess að kynn-
ast verkinu.'
Margrét Guðmundsdóttir leik-
ur hér eitt sitt stærsta hlutverk,
gleðikonuna Sén Te, en hlutverk
þetta er með erfiðustu viðfangs-
efnum leikara. Með önnur helstu
hlutverk fara Þórhallur Sigurðs-
son, Arni Tryggvason, Briet
Héðinsdóttir, Þorsteinn 0.
Stephensen, Róbert Arnfinnsson,
Kristbjörg Kjeld og Guðbjörg
Þorbjarnardóttir. Leikstjóri
sýningarinnar er Stefán Baldurs-
son, leikmynd eftir Sigurjón Jó-
hannsson, en umsjón tónlistar
annast Atli Heimir Sveinsson.
Bridgemót
fram-
Steinþór Jóhannsson, iðnnemi:
Hvers vegna er verk
menntun vanmetin?
Hagana 16. og 17. janúar fór
fram ráðstefna á Hótel Loft-
leiðum er bar yfirskriftina:
Hvers vegna er verkmenntun
vanmetin? Stjórnunarfélag
islands gekkst fyrir henni.
Eftirfarandi orö eru persónu-
legt álit undirritaðs um það
hvernig ráðstefnan svaraöi
spurningunni. Hvers vegna er
verkmenntun vanmetin?
Grunnskóli
1 grunnskóla skeður það árið
1946, að sett eru lög um lands-
próf, er gerði nemendum kleift
að stytta grunnskólanám sitt
um einn vetur. Einnig var þetta
próf gert að skilyrði fyrir námi i
menntaskóla og þar af leiðandi
hvetjandi fyrir bóklegt lang-
skólanám. Enda sýnir þróunin
að svo hefur verið, þvi árið 1975
er fjöldi nýsveina um 500 en ný-
studenta um 900. Þar að auki
má benda á, að þar sem verkleg
kennsla á sér stað i grunnskóla
er ekki tekið próf i þeim grein-
um. Leiðir það af sér að
nemendur meta mikilvægi
verklegra námsgreina ekki til
jafns við hinar bóklegu.
Framhaldsskóli
Inntökuskilyrði i iðnskóla
hvað einkunn snertir hafa verið
mun lægri en i menntaskóla.
Iðnnám hefur lika verið á lægra
stigi og möguleikar til
framhaldsnáms sáralitlir fram
á siðustu ár. Lög þau og reglu-
gerðir sem i gildi eru um iðn-
nám samræmast ekki þvi náms-
fyrirkomulagi er viðgengst i
dag. Dæmi um þetta er t.d. hús-
gagnasmiðaneminn er á lögum
samkvæmt að læra handverks-
iön og taka próf handverks-
manns. Námið er hinsvegar
vinna við vélar á dögum nú-
timatækni og alhliða vélvæð-
ingar. Námsfyrirkomulagið er
meistarakerfið býður upp á er
gatslitið og letjandi fyrir menn
að hefja iðnnám. Ljóst er lika að
almenningsálitið i landinu lýsir
iðnnema sem annarsflokks
námsmanni, hafandi sér til rök-
stuðnings að viðkomandi hafi
ekki þá greind til aö bera sem
þarf til bóklegs langskólanáms.
Framangreint atriði stuðlar
meðal annars að vanmati á gildi
v e r k m e n n t u n a r fyrir
nemendurna sjálfa og
þjóðfélagið i heild.
Vegna þessa hefur iðnnám
margra miðast við öflun á
atvinnuréttindum er geri þeim
kleiít að gera hærri kröfur til
kaups heldur en ella, burt séö
frá þvi, hvort námið hafi eitt-
hvert frekara gildi.
Háskólastig
Aframhaldandi nám þegar
verklegu framhaldsskólanámi
lýkur fyrirfannst svo til ekkert
hér á landi fram til 1964, en þá
var Tækniskóli tslands stofnað-
ur. Nú árið 1976, tólf árum siðar,
er hann fyrst að komast i sæmi-
legt húsnæði er hýsir þó ekki
alla starfsemi hans. Ef við lit-
um á bóknámsnemana og
möguleika þeirra, kemur i ljós
að Háskóli tslands var stofnað-
ur 1911.
Skilning fyrir mati eins náms
til jafns við annað virðist skorta
algjörlega.
Orðið menntaskóli virðist eiga
ekki hvað sist stóran hlut að
máli, þvi aðrir skólar heita ekki
iðnmenntaskóli, sjómenntaskóli
né búnaðarmenntaskóli. Sú
hætta er þvi vissulega fyrir
hendi, að það nám er nemendur
stunda i öðrum skólum sé ekki
menntandi, heldur hafi eitthvert
annað markmið eöa tilgang.
Menntamálaráðu-
neytið
Frumvarp til laga um þróun
verkmenntunar á framhalds-
skólastigi var lagt fyrir ráð-
stefnuþátttakendur, en frum-
varpiö er nefndarálit iðn-
fræðslulaganefndar er hafði það
hlutverk að endurskoða gildandi
lög um iðnfræðslu. Frá mennta
málaráðuneytinu var lagt fram
fréttabréf. Þar stóð meðal ann-
ars að innan ráöuneytisins hefði
starfað nefnd samhliða iðn-
fræðslulaganefnd, en án sam-
ráðs við hana. Starfssvið
nefndar ráðuneytisins er að
endurskipuleggja allt nám á
framhaldsskólastigi. Furðulegt
er aö eigi skuli hafa verið neitt
samstarf þarna á milli, og vill
það eindregið benda til þess að
skortur sé á verkmenntuðum
mönnum til starfa i mennta-
málaráðuneytinu.
Niðurlag
Af þessum fáu orðum má ráða
að vilji, skilningur, geta og
áhugi hinna ráöandi manna er
ekkiliinn sami og þeir vilja láta
i veðri vaka. Fáránlegt er að á
tuttugustu öld þurfi að reka trú-
boð fyrir gildi verkmenntunar
meöal vor. Ég vona að framan-
rituð orð verði til að auka skiln-
ing, styrkja vilja, efla getu og
glæða áhuga á verkmenntun,
áhöfn þjóðarskútunnar til
heilla, svo að hún eigi annan
samastað i framtiðinni en
slippinn.
Steinþór Jóhannsson,
iðnnemi.
undan
Bridgesambandið fær 100 þús-
und krónur i ár frá rikinu en
Skáksambandið fær 2 milj. kr. og
á blaðamannafundi i gær kvört-
uðu bridgemenn yfir þessum ótið-
indum. Þeir sögðu og að tollar á
spil væru 90% en töfl 60%.
A blaðamannafundinum var
gerð grein fyrir næstu atburðum i
bridgeheiminum. Er þar fyrst um
að ræða ólympiumótið sem fer
fram i Monakó 9.-22. mai 1976.
Þátttaka af tslands hálfu verður
sem hér segir:
Rikharður Steinbergsson fyrir-
liði. Ásmundur Pálsson — Hjalti
Eliasson. Guðmundur Pétursson
— Karl Sigurhjartarson. Simon
Simonarson — Stefán Guðjohn-
sen.
Evrópumót unglinga fer fram i
Lundi 1.—8. ágúst. Fyrirliði og
fararstjóri verður Páll Bergsson
og mun hann velja liðið.
Gert er ráð fyrir þvi að Norður-
landamót i bridge verði haldið
hér á landi á næsta ári.
Forseti Bridgesambands fs-
lands er Hjalti Eliasson.
Prófessor í
uppeldisfræð-
um með
fyrirlestur
Dr. philos. Edvard Befring,
prófessor i uppeldislegri sálar-
fræði i Arósum, flytur opinberan
fyrirlestur i boði heimspeki-
deildar Háskóla tslands fimmtu-
daginn 5. febrúar n.k. kl. 17.00 i
stofu 301, Arnagarði.
Fyrirlesturinn nefnist
Ungdom og ungdomsforskning i
en vestnordisk sammenheng.
Öllum er heimill aðgangur.