Þjóðviljinn - 05.02.1976, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 5. febrúar 1976. L.loÐVILJl JN — SÍÐA 13
útvarp
7.00 Morgunútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.30, 8.15 og 10.10.
Morgunleikfimi kl. 7.15 og
9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og
forustugr. dagbl), .9.00 og
10.00. Morgunbæn kl.7.55.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Kristján Jónsson byrj-
ar að lesa söguna
,,Leyndarmál steinsins”
eftir Eirik Sigurðsson. Til-
kynningar kl. 9.30. Þing-
fréttirkl. 9.45. Létt lög milli
atriða. Við sjóinn kl. 10.25:
Ingólfur Stefánsson talar
við Sigfús Schopka fiski-
fræðing um vertiðar-
spádóma. Morguntónleikar
kl. 11.00: Löwenguth kvart-
ettinn leikur Strengjakvart-
ett nr. 5 i f-moll op. 11 eftir
Pierre Vachon. Victor
Schiöler, Charles
Senderovitz og Erling
Blöndal-Bengtsson leika
Trió nr. 1 i G-dúr fyrir
pianó, fiðlu og selió eftir
Haydn. Auréle Nicolet og
Bach-hljómsveitin í MUnch-
en leika Flautukonsert nr. 2
i D-dúr (K314) eftir Mozart;
Karl Richter stjórnar.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar. A frívaktinni
Margrét Guðmundsdóttir
kynnir óskalög sjómanna.
14.45 Spjall frá Noregi. Ingólf-
ur Margeirsson sér um þátt-
inn.
15.00 Miðdegistónleikar:
Kússnesk tónlist. David
Oistrakh og hljómsveitin
Filharmonia i Lundúnum
leika Fiðlukonsert eftir
Aram Khatsjatúrjan;
höfundur stjórnar. André
Previn William Vacchino og
Filharmoniusveitin i New
York leika Konsert fyrir
pianó, trompet og hljóm-
sveit op. 35 eftir Dmitri
Sjostakovitsj; Leonard
Bernstein stjórnar.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
Tónleikar.
16.40 Barnatimi: Kristin
Unnsteinsdóttir og Ragn-
liildur Hclgadóttir stjórna.
Við öll. bátturinn fjallar um
börn með sérþarfir. Efni
m.a.: Magnús Magnússon
flytur inngangsorð, Margrét
Sigurðardóttir talar um
höfund blindraletursins,
Bryndis Viglundsdóttir les
kafla úr þýðingu sinni á sög-
unni „Fingramáli” eftir
Joanne Greenberg, og
Guðrún Helgadóttir les úr
bók sinni „Meira af Jóni
Oddi og Jóni Bjarna”.
17.30 Framburðarkennsla i
ensku.
17.45 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Lesið i vikunni.Haraldur
Ólafsson talar um bækur og
viðburði liðandi stundar.
19.50 Samteikur i útvarpssal.
Robert Aitken, Hafliði
Hallgrimsson, Þorkell
Sigurbjörnsson og Gunnar
Egilson leika „For Renee”
eftir Þorkel Sigurbjörnsson.
20.00 Leikrit: „Hve gott og
fagurt” eftir William
Somerset-Maugham. Þýð-
andi: Arni Guðnason. Leik-
stjóri: Ævar R. Kvaran.
Persónur og leikendur:
William: Bjarni Stein-
grimsson. Frederik:
Steindór Hjörleifsson.
Victoria: Þóra Friðriks-
dóttir. Herra Leicester
Paton: Gisli Alfreðsson.
Herra A.B. Raham:
Klemenz Jónsson. Frú
Shuttleworth: Guðbjörg
Þorbjarnardóttir. Aðrir
leikendur: Briet Héðins-
dóttir, Þórunn Magnúsdótt-
ir, Rósa Ingólfsdóttir og
Kristbjörg Kjeld.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Kvöld-
sagan ,,t verum”, sjálfsævi-
saga Theódórs Friðriksson-
ar. Gils Guðmundsson les
siðara bindi (15).
22.40 Létt músik á siðkvöldi.
23.30 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
KROSSGÁTA SJÓNVARPSINS
Krossgáta Sjónvarpsins,
:em mikilla vinsælda naut
yrir nokkrum árum, hóf aftur
>öngu sina fyrir hálfum mán-
íði. Verður annar krossgátu-
játturinn i röðinni fluttur á
augardagskvöld, og er kross-
’átublaðið birt hér fyrir þá,
sem áhuga hafa á þátttöku.
Eyðublaðið er svo hægt að
senda Sjónvarpinu, Laugavegi
178, Reykjavik, en utan á um-
slagið á þá að skrifa Kross-
gáta Sjónvarpsins, til auð-
kenningar frá öðrum pósti
sem sjónvarpinu berst. Dregið
verður úr réttum lausnum og
úrslit birt i sjónvarpinu i
seinni krossgátuþáttum.
Umsjónarmaður Krossgátu
Sjónvarpsins er Andrés
Indriðason, en kynnir er Edda
Þórarinsdóttir. Krossgátan
verður næst á dagskrá á laug-
ardagskvöld kl. 20.40.
Sendandi
Þessir valfrjálsu aðilar eru að velja sér dagskrá að vild sinni.
Hve gott og fagurt
Valfrelsi
55
1 kvöld kl. átta verður flutt I
útvarpinu leikritið Hve gott og
fagurt (Home and Beauty) eftir
breska leikskáldið og skáld-
sagnahöfundinn William
Somerset Maugham. Þýðingu
verksins gerði Árni Guðnason,
en leikstjóri er Ævar R. Kvaran.
Þetta er gamanleikur, sem ger-
ist I Lundúnum um það bil sem
fyrri heimsstyrjöldinni lýkur og
fjallar I stórum dráttum um
ýmis konar flækjur i hjúskapar-
og ástamálum.
Somerset Maugham fæddist i
Paris 1874. Faðir hans var lög-
fræðilegur ráðunautur sendi-
ráðs breta þar i borg. Maugham
stundaði nám i heimspeki og
bókmenntum við háskólann i
Heidelberg og læknisfræðinám
um skeið i St. Thomas’s Hospit-
al i Lundúnum. Hann var læknir
á vigstöðvunum i Frakklandi
1914. Maugham var sæmdur
orðu Heiðursfylkingarinnar
1929.
Somerset Maugham skrifaði
sem hér hafa verið sýnd á sviði,
eru kannski þekktust Hringur-
inn, Loginn helgiog Hve gott og
fagurt, sem frumsýnt var i
Playhouse i Lundúnum 1919.
Útvarpið hefur áður flutt 18
leikrit eftir Maugham.
Af kunnum skáldsögum
Maughams mætti nefna Tunglið
og tíeyringinn (um ævi málar-
ans Gauguins) og i fjötrum,
sem sennilega er stórbrotnasta
skáldsaga hans. Hún er öðrum
þræði sjálfsævisaga.
Somerset Maugham dvaldi i
Bandarikjunum á striðsárun-
um, en eftir það aðallega i
Frakklandi, þar sem hann lést
árið 1965, rúmlega niræður.
Hann hefur fágaðan og mark-
vissan stil, stundum nokkuð
kaldhæðnislegan, en alltaf má
greina mannúð undir niðri.
Hann sækir efni sitt til ýmissa
heimshluta, enda maður viðför-
ull. öhætt mun að fullyrða, að
hann sé einn mest lesni höfund-
ur breta.
A fimmtudögum hvila islend-
ingar sig á sjónvarpinu', og þá
gripur útvarpið tækifærið, og
útvarpar leikriti vikunnar. Það
segir sig þó sjálft, að eftir 11-12
ára kynni af sjónvarpi hljóta
islendingar að vera orðnir bæri-
lega þróaðir i sjónverpsku og
færir um að velja og hafna að
vild sinni, eftir þvi hvað á
boðstólum er.
Sjónvarp á að geta verið
menningar- og jafnvel fræðslu-
tæki, að þvi tilskildu þó, að efni
þaö sem boðið er upp á veiti
neytandanum færi á sjálfstæðri
igrundun. Mikill hluti
sjónvarpsefnisins er þó
afþreying af þvi tagi, sem vel
hentar til að lama algjörlega
mótstöðuafl neytanda, sem
fleygir sé i dúnmjúkan beð, að
afloknum vinnudegi, löngum og
ströngum, visast eins og hér
tiðkast, og liggur hann þá
gjarnan það sem eftir lifir
kvölds, gapandi með hálflukt
augu i bláhvitri sjónvarps-
glærunni, og meðtekur gagn-
rýnislaust búvisindi afþrey-
ingariðnaðarins, meðan hann
hvilir imyndunarafl sitt með þvi
að láta garpinn Colombo leysa
fyrir sig gátuna, og McCloud
kyssir plastskvisur og lifir
áhyggjulausu lifi fyrir alla
fjölskylduna, —Ég heyrði á tal
manns nokkurs fyrir skemmstu,
athafnasams lögfræðings i
Reykjavikurborg, sem hafði
lent i persónulegri klipu siðast-
liðið sunnudagskvöld. Hann
varð þá að gera það upp við sig
hvort heldur hann hlustaði á Óla
Jó á beinu linunni, eða fylgdist
með fréttum i sjónvarpinu.
Kannski hefur hálf þjóðin háð
togstreitu af þessu tagi á sama
tima, en mér er til efs að margir
hafi leyst hana á sama hátt og
téður lögfræðingur, sem af fjöl-
visi sinni fylgdist bara með
hvorutveggja i einu, um leið og
hann spændi i sig grautinn.
Nú voru uppi háværar ráddir
um það, eftir að rikisstjórnin lét
loka kanasjónvarpinu, að sú at-
höfn væri skerðing á „lifs-
nauðsynlegu valfrelsi” i land-
inu. Nú hefur flogið fyrir, að
lokun þessi sé ekki nema nafnið
eitt, og dettur manni þá i hug,
hvort ekki væri rétt að athuga,
af heilbrigðisástæðum ef ekki
væri annað, hvort einhvers
staðará Suðurnesjum hafi setið
fólk siðastliðið sunnudagskvöld.
sem horfði á tvenns konar
sjónvarpsdagskrá i tveimur
viðtækjum, um leið og það
hlustaði á Öla Jó á beinu linunni
i útvarpinu og spændi i sig
grautinn.
—ráa
Benóný og Rósa hafa nú yfirgefið sjónvarpsáhorfendur, og fá þeir
þvi aldrei svar við þvi hvort þrjóturinn Nikulás sem sést hér halda
utan uni hana hefur koinið fram á ný afturgenginn til að lokka liana
frá Bcnóný aftur.
William Somerset Maugham
yfir 30 leikrit, og auk þess
margar skáldsögur og smásög-
ur. Hefur sumum þeirra verið
breytt i leikrit eða þær kvik-
mvndaðar. Af leikritum hans,