Þjóðviljinn - 05.02.1976, Blaðsíða 16
Fimmtudagur 5. febrúar 1976.
Concorde að
lenda til
reynslu
WASHINGTON 4/2 — Samgöngu-
málaráðherra Bandaríkjanna til-
kynnti i dag að hinni umdeildu
bresk-frönsku þotu Concorde yrði
lcyft að fljúga til Bandarikjanna ;
um 16 mánaða skeið til reynslu.
Mikil andúð er rikjandi i Banda-
rikjunum gegn þvi að þotan fái
lendingarleyfi, og þykir mönnum
risaþota þessi bæði of hávaðasöm
og óttast mengun af völdum
hennar.
Börnum náð
úr gíslingu
DJIBOUTI 4/1 — Liðsmenn úr
frönsku útlendingahersveitinni
björguðu i dag frönsku börnun-
um 29, sem sex skæruliðar náðu
á vald sitt i gær og hótuðu að
drepa, nema þvi aðeins að
franska Sómaliland fengi sjálf-
stæði tafarlaust og skilyrðis-
laust og allir pólitiskir fangar i
landinu yrðu látnir lausir. Héldu
þeir börnunum föngnum i vagni
á landamærum frönsku nýlend-
unnar og lýðveldisins Sómali-
lands. Liðsmennirnir úr Útlend-
ingahersveitinni gerðu áhlaup á
vagninn og felldu alla skæru-
liðana. Eitt barnanna, fjögurra
ára stúlka, varð fyrir skoti og
beið bana, og fimm börn og
nokkrir menn aðrir særðust, tvö
barnanna alvarlega.
Franska stjórnin heldur þvi
fram að sómalskir hermenn
hafi skotið á þá frönsku þegar
að viðureigninni um vagninn
lokinni, og að frqnsku hermenn-
irnir hafi skotið á móti og fellt
einn sómalanna.
Geir bauð 65 þús.
tonn í London
Kemur fram í skýrslu til landhelgis-
nefndar og utanrikismálanefndar
Þrátt fyrir tveggja daga
umræður á alþingi hefur
Geir Haligrimsson ekki
fengist til að skýra frá
hversu langt islendingar
gengu í samkomulagsátt
við breta. Ragnar Arnalds
benti á í umræðum á
alþingi í gær að það kæmi
fram með óbeinum hætti í
skýrslu þeirri, sem for-
sætisráðherra gaf land-
Engar skaðabætur
til togaranna lengur
Búast má við tíðindum
Frá fréttamanni Þjóðviljans um borð i varðskip-
inu Tý siðdegis i gær:
Bresku togararnir fyrir aust-
an land hafa nú dreift sér um
stærra svæði en áður, allt frá
Hvalbak að Vopnaf jarðar-
grunni. Tveir togarar sáust
einnig á norðurleið i gær, en
ekki er vitað, hve langt þeir
ætluðu. Þetta gerir eftirlit varð-
skipanna torveldara, en hitt
gerði leikinn auðveldari i gær,
að togararnir hifðu umyrða-
laust, þegar varðskipin
nálguðust. Það þurfti ekki einu
sinni að skipa þeim að hifa.
Togaraskipstjórarnir virðast
ákveðnir i að halda dagpening-
um sinum fyrir skertar veiði-
stundir eins lengi og unnt er og
jafnvel áhugi þeirra á komu
herskipanna fær þá ekki til að
freista gæfunnar á þann hátt að
láta varðskip koma að sér tog-
andi.
Útgerðarmenn i Englandi
hafa verið að senda togaraskip-
stjórunum tóninn, og fullyrt, að
aðgerðarleysi skipstjóranna sé
ekki annað en letin einber. Þeir
nenni ekki að fiska, heldur vilji
þeir frekar auðfengna skattpen-
inga breskra þegna i formi
skaðabóta bresku stjórnarinn-
ar. Þessu hafa skipstjórarnir
reiðst, og þeir segjast aðeins
vera að hlýðnast fyrirmælum
breskra stjórnvalda um frið á
miðunum til miðnættis þann 4.
febrúar. Hafa þeir beðið yfir-
manninn á dráttarbátnum
Loydsman að vitna með sér um
að þeir hafi gert sitt besta til að
fiska, en ekki fengið til þess frið
fyir varðskipunum.
Orðsending breska fiskimála-
ráðherrans um að herskipin
komi sjálfkrafa inn fyrir 200
milurnar um leið og klippt yrði
á togvíra togaranna barst
togaraskipstjórunum seint i
fyrrakvöld, um kl. 23:30. Þar
sagði, að dagpeningarnir vegna
skertrar veiði giltu i einn sólar-
hring i viðbót, það er til mið-
nættis þann 4. febrúar, en yrði
klippt á einn einasta togvir
bresks togara, komi
freigáturnar þeim til aðstoðar
sjálfkrafa. Þærværu i biðstöðu
við 200 milna mörkin, og ein enn
á leið þangað. Þessar freigátur
þyrftu enga frekari skipun frá
rikisstjórninni i London. Þeim
bæri að koma togurunum til að-
stoðar um leið og fyrsti vir yrði
klipptur, eins og fyrr segir.
Það er trú manna hér um
borð, að eftir miðnættið, þegar
skaðabæturnar hafa verið af-
numdar megi fara að búast við
einhverjum aðgerðum, þó er
ekki almennt vitað hver fyrir-
mæli varðskipin hafa fengið frá
stjórnstöð sinni, en það ætti að
koma i ljós, þegar á reynir.
33 breskir togarar eru nú hér
við land, samkvæmt talningu i
gæimorgun.
hm
helgisnefnd og utanrikis-
nefnd. Geir bauð bretum
um 65 þús. tonna ársafla.
Þetta kemur fram á bls. 11 i
skýrslunni. Þar stendur orðrétt:
„Wilson spurði hvort nú væri
verið að ræða um að veiðum breta
við Island væri lokið eftir 2 ár.
Geir svaraði, að búist væri við, að
hafréttarráðstefnan hefði lokið
störfum á þvi timabili og yrðu
veiðarbreta þá við Island á gagn-
kvæmnisgrundvelli.Wilson sagði,
að með þvi að skipta fyrirhugaðri
aflalækkun til ‘helminga milli
landanna, eins og Geir
Hallgrimsson hafði minnst á,
mundu bretar einungis fá 53 þús.
tonn (af þorski) á ársgrundvelli
og væri það algjörlega óaðgengi-
legt að breta hálfu (letur-
breytingar Þjv.)”
Setningin „eins og Geir
Hallgrimsson hafði minnst á” er
greinilega komin frá ritara
skýrslunnar sem innskot i setn-
ingu Wilsons, annars stæði hefðii
stað hafði. Hér kemur þvi skýrt
fram að tilboðið um helminga-
skipti aflalækkunar er frá Geir
komið. Sé miðað við að am.k.
fimmtungur slæðist með af öðr-
um fisktegundum en þorski.er hér
komin gamla tillagan um 65 þús.
tonna ársafla handa bretum.
Fyrir áramót lýsti Geir þvi yfir
að tilboðið um 65 þús. tonna afla
breta innan landhelgismarkanna
hefði verið dregið til baka og i
fyrradag itrekaði Einar Agústs-
son það. Samt liggur það ljóst
fyrir að þetta sama tilboð hefur
verið gert i viðræðunum við
breta.
Ástæða er lika til að benda á þá
fullyrðingu Geirs að veiðar breta
við Island verði á gagnkvæmnis-
grundvelli þegar hafréttarráð-
stefnan hefur lokið störfum sin-
um. Þetta gengur beint i berhögg
við regluna um að strandriki hafi
forgangsrétt til miða sinna.
— GFr
Þetta eru æðstu menn herforingjaklikunnar I Chile.
Alþjóðabankinn lánar
górillnnum í Chile
Norðurlöndin ein á móti
1 fyrradag var haldinn
fundur í stjórn Alþjóða-
bankans þar sem til um-
ræðu var hvort veita ætti
herf oring jastjórnjnni í
Chile lán að upphæð 33
miljónir dollara. Var lán-
veitingin samþykkt og
voru Norðurlöndin ein and-
víg henni.
Fulltrúi Norðurlanda er nú
islendingur, Jón Sigurðsson,
ráðuneytisstjóri i fjármálaráðu-
neytinu. Tók hann við þessu
embætti i nóvember 1974 og gegn-
ir þvi í tvö ár eða fram i nóvem-
ber nk.
Þórhallur Asgeirsson ráðu-
neytisstjóri i viðskiptaráðuneyti
sagði i viðtali við blaðið i gær að
venjulega kæmi ekki til atkvæða-
greiðslu i stjórn bankans i svona
tilvikum. Norðurlöndin hefðu hins
vegar krafist þess i þetta sinn
eins og þegar samskonar lánveit-
ing kom til álita i mai sl.
Úrslit atkvæðagreiðslunnar
urðu þau að 11 rikivoru hlynnt
lánveitingunni, 7 sátu hjá, flest
Evrópuriki, en Norðurlöndin voru
ein á móti. Alþjóðabankinn hefur
veitt herforingjastjórninni lán að
upphæð 168 miljónir dollara,
siðan hún komst til valda, en
stjórn Alþýðufylkingarinnar var
hins vegar ævinlega synjað um
lán á valdatima sinum.
Þórhallur sagði að i umsögn
bankans um þessa lánveitingu
væri tekið fram að einungis efna-
hagsleg rök væru tekin til greina.
Þetta á eflaust að vera svar við
þeirri miklu gagnrýni sem bank-
inn hefur sætt vegna stefnu sinnar
i málefnum Chile, ma. frá
Amnesty International og fleiri
mannúarstofnunum.
Um ákvarðanatekt Norður-
landa sagði Þórhallur að hún færi
fram i ráðuneytum hvers lands
fyrir sig og siðan samræmd. Ef
um stórpólitisk mál væri að ræða
væru þau borin undir ráðherra
hér og þannig væri þvi eflaust
farið á hinum Norðurlöndunum.
— ÞH
Suður-Afríka lýsir
yfir hernámi
spildu i Angóla
Vestrœnir málaliðar
sagðir eina von
FNLA og UNITA
WASHINGTON, LUSAKA 4/2 —
Pieter Botha, varnarmálaráð-
herra Suður-Afriku, hefur sagt i
viðtali við bandariska blaðið
Washington Post að Suður-Afrlka
hafi 4000—5000 manna her I
Angólu. Þetta lið hafi nú dregið
sig út úr bardögum þar og
myndað varnariinu þvert yfir
landið frá Atlantshafi til landa-
Framhald á 14. siðu
Guatemala
Feiknatjón í
jarðskjálfta
GUATEMALABORG 4/2 —
Að' minnsta kosti um 300
manns fórust og um 5000 slös-
uðust i miklum jarðskjálfta,
sem olli gifurlegu tjóni i höf-
uðborg Mið-Amerikurikisins
Guatemala i morgun. Ottast
er að tala látinna sé miklu
hærri og að margir liggi dánir
og slasaðir undir rústum
hruninna húsa. Jarðskjálftinn
átti upptök sin um 200 kiló-
metra norðvestur af borginni,
en ekki er enn vitað hve miklu
tjóni hann kann að hafa valdið
á þeim slóðum.
Fátækrahverfi borgarinnar
urðu verst úti, og hrundu
hreysin þar eins og spilaborg-
ir. Giskað er á að um 600 hús
hafi eyðilagst i jarðskjálftan-
um og miklu fleiri skemmdust
meira eða minna, þar á meðal
hin gamla dómkirkja borgar-
innar. Rafmagns- og vatns-
leiðslukerfi borgarinnar fór úr
sambandi.