Þjóðviljinn - 12.02.1976, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 12.02.1976, Qupperneq 5
Fimmtudagur 12. febrúar 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 itSlii I Bandarisk B-52-sprengjuflugvél á Thule-flugvelli. Myndin, sem birtist i vesturþýska timaritinu Der Spiegel 1968 er óræk sönnun þess, að Bandarikin þverbrutu samkomuiagið við Danmörku um að flugvélar með kjarnorkuvopn mættu ekki lenda á dönsku landi. Maður með hundasleða á isnum skammt þar frá sem voru fjórar vetnissprengjur með sprengikraft á við4 flugvélin hrapaði. í flugvélinni m iljónir smáiesta af TN'T. „BROTIN OR VIÐ THULE ?•> Ein af þeim fimm ,,brotnu örvum", sem Barry Schneider telur upp í grein sinni um bandarisk kjarnorkuvopn og dreifingu þeirra, er hrap flugvélar af gerð- inni B-52 skammt frá Thule á Grænlandi í janúar 1968. I sambandi við það mál kom í Ijós að Bandaríkjastjórn hafði að engu samkomuiag við dani um að ekki mætti geyma kjarnorkuvopn í Grænlandi eða fljúga með þau yfir danskt yfir- ráðasvæöi. Um þetta slys stendur i grein Schneid- ers: ,,Plútoníum dreifist við flugsiys við Grænland 21. janúar 1968 ætlaði B-52 að nauðlenda i bækistöð flug- hersins i Thule á Grænlandi, en hrapaði á isinn á North Star Bay og brann. „Venjulegt” sprengi- efni i öllum fjórum kjarnorku- sprengjunum um borð sprakk og plúton-mengaði svæði, sem að minnsta kosti var 300-400 feta breitt og 2000 feta langt.” Sífiug með kjarnorkuvopn Þetta er sú af hinum „brotnu örvum” Bandarikjanna sem mesta athygli hefur vakið hérlendis og er það að vonum, þar eð slys þetta átti sér stað i næsta grannlandi okkar. Flug- vél þessi mun hafa verið a reglubundnu flugi bandariska kjarnorkuflughersins frá Plattsburg i New York-riki i áttina að Norðurströndum Sovétrikjanna. Bandarikin iðka ennþá siflug þetta með kjarn- orkuvopn og er tilgangurinn með þvi að alltaf sé einhver hluti kjarnorkufiugflotans á Þá sýndi sig að Bandarikin höfðu að engu samning við dani um að ekki mœtti fljúga með kjarnorkuvopn yfir danskt yfirráðasvœði lofti, ef strið skyldi brjótast út við Sovétrikin, svo að sá hluti flotans sé þá tiltækur sem næst fyrirhuguðum skotmörkum. Frétt þessi vakti mikla ólgu i Danmörku, enda kváðust danskir ráðamenn hafa litið svo á að i gildi væri samkomulag milli þeirra og Bandaríkja- stjórnar um að hvorki mætti geyma kjarnorkuvopn i banda- riskum herstöðvum á Græn- landi eða fljúga með þau yfir grænlensk svæði. (1 sambandi við skrif um að likur séu á þvi, að kjarnorkuvopn séu geymd á Keflavikurflugvelli, hefur komið i ljós að islenskir ráðamenn hafa talið samskonar samkomulag i gildi milli sin og Bandarikjanna — eða það láta þeir að minnsta kosti i veðri vaka.) A Islandi vakti flugslysið á Pólstjörnuflóa einnig mikla athygli, og 23. jan. kvaddi Magnús Kjartansson þing- maður Alþýðubandalagsins sér hljóðs á þingfundi i Alþingi og benti á þá gifurlegu hættu, sem stafar af sisveimandi flota Bandarikjanna með kjarnorku- vopn og benti á að háskinn af sprengjum vofir einnig yfir Islandi. Ræðu sinni lauk Magnús á þessa leið: Emil „vissi ekki betur" ,,Af þessum ástæðum fer ég þess á leit við hæstvirta rikis- stjórn að hún itreki enn, vegna atburðanna á Grænlandi, þá stefnu sina að óheimilt sé að hafa kjarnorkuvopn á tslandi, að bannað sé að fljúga með kjarnorkuvopn yfir islenskt yfirráðasvæði, og að óheimilt sé að lenda á tslandi með slikan farm, hvernig sem á stendur. í annan stað fer ég þess á leit við hæstvirta rikisstjórn að hún taki þegar i stað upp viðræður við Bandarikjastjórn og geri kröfu til þess að rikisstjórn Bandarikjanna lýsi yfir þvi að hún muni i hvivetna virða þessa stefnu islenskra stjórnarvalda. Og i þriðja lagi fer ég þess á leit að hæstvirt rikisstjórn komi á eftirliti af sinni hálfu til trygg- ingab þvi að við þessa stefnu verði staðið i verki af banda- riskum valdamönnum, þvi að atburðirnir á Grænlandi gefa ótvirætt til kynna að Banda- rikjastjórn hefur ekki virt stefnu og yfirlýsingar dönsku stjórnarinnar um kjarnorku- mál”. Þáverandi utanrikisráðherra, Emil Jónsson, svaraði þvi til að samkomulag væri milli islensku rikisstjórnarinnar og þeirra bandarisku um að á tslandi yrðu ekki höfð kjarnorkuvopn, og að hann „vissi ekki betur” en að það samkomulag væri haldið að öllu leyti. Lofaði Emil enn- fremur að itreka stefnu islendinga i þessum málum við Bandarikjastjórn. „Danir töldu sig hafa afdráttar- lausan samning.." t forustugrein Þjóðviljans 25. jan. 1968 er fjallað um þennan atburð og segir þar orðrétt: „Astæða er fyrir islendinga til þess að gefa atburðunum i Grænlandi sérstakan gaum. Danir töidu sig hafa um það afdráttarlausan samning við Bandarikjastjorn að kjarnorku- vopn yrðu ekki höfð á dönsku Bandariska fréttatimaritið Newsweek birti i febr. 1968 þetta kort af þeirri leið, sem það taldi að flugvélinni, sem hrapaði við Thule, hefði verið ætlað að fara. Þar sést að henni ..."ur verið ætlaö að þræða norðurströnd Grænlands og fara i heimleið ylir hafið milli islands annarsvegar og Noregs og Bretlandseyja hinsvegar. B-52 lentu þrá- faldlega i Thule Um þetta mál urðu mikil skrif i dönskum blöðum og fljótiega kom á daginn að B-52 sprengju- flugvélar höfðu á siflugi sinu þráfaldlega lent i Thule. Tveir danir, sem unnið höfðu i herstöð Bandarikjanna þar sögðust oft hafa séð B-52 á sveimi þar i nálægð og annar þeirra kvaðst hafa séð þær lenda þar tvisvar, hinn fjórum sinnum. Fáum dögum siðar skýrðu danskir liðsforingjar blaðinu Politiken svo frá, að sjá mætti B-52 þotur á hverjum degi allan ársins hring i grennd við Thule. Þessar flugvélar fljúgi reglubundið yfir grænlenskt land og hafi oftar en einu sinni leitað nauðlendingar i Thule. Daginn eftir að flugvélin fórst á Pólstjörnuflóa sagði þáverandi utanrikisráðherra Danmerkur, Hans Tabor, i viðtali við fréttastofu Ritzaus að stefna dana i kjarnorkumálum ætti einnig við um Græniand og lofthafið yfir Grænlandi. Bandariskum stjórnvöldum væri vel kunnugt um þá stefnu og teldu danir sjálfsagt að bandariskar flugvélar fylgju ekki yfir Grænlandi með kjarn- orkuvopn um borð. landi og að flugvélar með slikan .farm flygju ekki yfir danskt yfirráðasvæði, en staðreyndir hafa nú sannað að við þennan samning er ekki staðið af hálfu bandariskra stjórnarvalda. lslensk stjórnarvöld telja sig einnig hafa hliðstæða samninga við Bandarikjastjórn, en atburðirnir i Grænlandi gera óhjákvæmilegt að það mál verði tafarlaust tekið til nýrrar athugunar. Rikisstjórn fslands ber umsvifalaust að lýsa yfir þvi að kjarnorkuvopn séu ekki leyfð á Islandi, að flugvélum með slik vopn séu bannaðar ferðir yfir islenskt yfirráða- svæði, og að lending slikra flug- véla sé óheimil með öllu — einnig nauðlendingar sem hafa að sjálfsögðu mesta hættu i för með sér. Jafnframt ber að ganga eftir þvi að rikisstjórn Bandarikjanna heiti að virða þessa stefnu i einu og öllu, jafn- framt þvi sem komið verði á aé íslands hálfu fullnægjandi eftir- liti með efnd sliks loforðs.” 26. jan. er vakin athygli i Þjóðviljanum á handbók Kjarn- orkumálaráðs Bandarikjanna um „Verkanir kjarnorku- vopna”, en þar er komist svo að orði að þrátt fyrir allar varúðarráðstafanir geti „ævin- lega svo farið að sprenging verði af vangá eða fyrir slysni við óheppilegar aðstæður.” Metur Bandarik jastjórn islenska ráöamenn meir en danska? Hér er þetta ekki rif jað upp til að benda á að Þjóðviljinn vakti á sinum tima eitt islenskra blaða athygli á hrapi flugvélar með kjarnorkusprengjur á Grænlandi og varaði við þvi að hugsanlegt væri að Bandarikin hefðu kjarnorkuvopn hér a landi. þótt út af fyrir sig sé ærin ástæða til að undirstrika, að Þjóðviljinn hélt einn islenskra fjölmiðla vöku sinni i sambandi við það mál Hér er þetta tint til fyrst og fremst til að minna á. að við umrætt slys kom i ljós að Bandarikin höfðu að engu sam- komulag við dani um að fljúga ekki með kjarnorkuvopn yfir danskt yfirráðasvæði. Um þær mundir kváðust islensk stjórn- völd lita svo á, að samskonar samkomulag væri i gildi milli lslands og Bandarikjanna. En er nokkur ástæða til að ætla að Bandarikin meti islendinga þeim mun meir en dani að þau haldi frekar samninga sina við okkar stjórnvöld en þeirra? dþ r Baldur Isafirði Mótmælir samnmg amakkinu við breta Heimilar boðun vinnustöðvunar Fundur Verkalýðsfél. Baldurs haldinn 1. febr. Í976 samþykkir að heimila stjórn og trúnaðar- mannaráði lélagsins að boða til vinnustöðvunar i samráði við önnur verkalýðsfélög á Veslfjörð- um. ef lausn ;i núverandi samn- ingsumleitunum við alvinnurek- endur knýr verkalýðshreyfinguna til slikra aðgerða. Fundur i Verkalýðsf. Baldur Isaf. luildinn 1. lebr. 1976 mót- ma'lir harðlega yíirgangi og h e r n a ð a r a ð g e r ð u m b r e s k a llotans. við að hindra löggæslu islenskra varðskipa innan 200 milna liskveiðilögsögu. Jivar við sliku olbeldi verður að vera slit á öllu samstarfi við slika þjóð, bæði stjórnmálalega sem og i sam- eiginlegu varnarbandalagi. Fundurinn mólmælir öllu samningamakki við breta um veiðiheimildir i islenskri lisk- veiðilögsögu. þvi ekkert svigrúm sé lvrir slika samninga vegna áslands fiskistofnanna og þeirrai' slaðreyndar að lifsalkoma þjoðarinnar er undir þvi komin að islendingar einir nyti það afla- magn sem veiða má her við land. svo ekki verði gengið of nærri þessari einu lifsalkomuleið þjoða rinnar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.