Þjóðviljinn - 12.02.1976, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 12.02.1976, Blaðsíða 9
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 12. febrúar 1976 Fimmtudagur 12. febrúar 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Hér fara á eftir aðilaskýrslur í tveimur VL-mála gegn Rúnari Ár- manni Arthurssyni/ sem höfðuð voru á hendur honum 25. júni 1974. Fyrri skýrslan er birt i heilu lagi, en í seinni skýrslunni er formála að mestu sleppt, þar sem hann er í meginatriðum samhljóða formála fyrri skýrslunnar. Mál þessi voru höfðuð á hendur Rúnari Ármanni, vegna greinar sem hann skrifaði i Stúdentablaðið i janúar 1974 og skrifa í framhaldi af henni. i fyrra málinu stefna 12 af VL-ingum RÁA fyrir ummæli úr téðri grein, en í síðara málinu stefna fjórir háskólakennarar úr sama hópi, vegna ummæla, sem þeir telja beint að sér sérstaklega. Krefjast stefnendur þyngstu refsinga og bóta fyrir sig og æru sína, auk greiðslu á birtingu dóms úr hendi R.Á.A. Nema fjárkröfur þeirra samanlagt um 900.000 kr. og allt að 4 ára fangelsis er krafist í báðum málum samanlagt, vegna meintra meiðyrða. Hinum umstefndu ummælum er skotið inn í skýrslu Rúnars með breyttu letri, en auk þess hefur ver- ið bætt inn skýringum stefnenda, þar sem það hefur þótt þurfa til skýringar. „Ég undirritaður, Rúnar Armann Arthurs- son, Njálsgötu 108 Rvík, vil taka það skýrt fram i upphafi þessarar skýrslu, að tilgangur minn með þeim skrifum, sem mér hefur ver- ið stefnt fyrir i þessu mciðyrðamáli, var æru stefnenda minna meðöllu öviðkomandi, enda er mér enginn akkur i þvi að skerða virðingu þeirra i augum almennings hér á landi meira en ég tel að þeir hafi sjálfir gerl með frum- kvæðí sfnu og hlutdeiid i undirskriftasöfnun þeirri, sem kennd er við „varið land.” Það var einungis sá verknaður, sem i undir- skriftasöfnuninni sjálfri var fólginn, sem varð mér réttmæt hvöt til að gagnrýna þá at- höfn og þá fjórtán einstaklinga, sem að henni stóðu. Þau þrjátiu ár, sem tsland hefur talist sjálfstætt og fullvalda lýðveldi, hefur þjóðin verið klofin i tvær andstæðar fylkingar, sem greinir á um, hvernig sjálfstæði og öryggis- málum rikisins muni best borgið. Samningar þeir, sem islenskar rikisstjórnir gerðu á sin- um tima við Bandariki Norður-Ameriku og Atlantshafsbandalagið, um dvöl bandarisks heriiðs i landinu og aðild okkar að Norður-At- lantshafssamningnum, hafa staðfest það djúp, sem skilur á milli fylkinganna tveggja i pólitisku tilliti. Oft hafa þung orð og ásakanir verið bornar fram á þessum tima, þegar hitnaði i kolum, án þess að aðilar hafi kveinkað sér hvor undan höggum hins, vegna meiddrar æru. Ekki hefur þvi verið neitað fram til þessa, að um stórpólitiskt deilumál sé að ræða, þótt tilfinningahiti hafi oftlega borið málefnanlegan rökstuðning ofurliði og merkingarþróttur margra mergjuðustu kryddorða tungunnar dvinað, vegna óspar- legrar notkunar. Varlegt er þvi að tala um ærumeiðandi móðganir eða aðdróttanir i jafn viðkvæmum pólitiskum deilumálum, þegar deiluaðilar reyna hvor um sig að finna snöggan blett á andstæðingnum, til að veikja málstað hans með orðum. bar er um likan leik að ræða, þar sem hver reynir að bera af sér þau högg, sem að honum eru reidd og greiða ný á móti, eftir þeim föngum, sem hver og einn hefur, til að tefla fram sinum málstað á almennum vett- vangi. t Stúdentablaðinu 25. janúar 1974, en ég var ritstjóri þess og ábyrgðarmaður, birtist grein um undirskriftasöfnun varins lands.sem ég hafði sjálfurskrifaö, þótt upphafsstafir minir undir greininni féllu niður i prentun, fyrir einhverja slysni. Það er einmitt fyrir um- mæli i þeirri sömu grein, sem mér er nú stefnt i þessu máli. Aður höfðu fjórir háskóla- kennarar úr hópi stefnenda, þeir Jónatan Þórmundsson, Þorsteinn Sæmundsson, Þór Vilhjálmsson og Ragnar Ingimarsson, krafist þess i bréfi dags. 26. mars 1974, sem þeir sendu Háskólaráði, að ráðið veitti mér refsingu fyrir þessi sömu skrif, samkvæmt 24. gr. háskólalaga nr. 84/1970. Þeirri kröfu var hafnað á fundi Háskólaráðs 2. mai sama ár. Ég gegndi starfi ritstjóra Stúdentablaðsins i rétt ár, frá þvi i lok mars 1973 til 1. april 1974, og komu út 13 tölublöð á þeim tima, undir minni ritstjórn. Dvöl bandarisks her- liös i landinu og vera islensku þjóðarinnar i NATO var oftar en ekki tekin fyrir i Stúdentablaðinu á þessu timabili, enda stjórn Stúdentaráðs og sá meirihluti ráðsliða, sem hún hafði umboð sitt frá, i yfirlýstri andstöðu við hvorttveggja. Það var þvi hluti af starfi minu við blaðið að fylgja eftir stefnu útgáfu- stjórnarinnar (stjórnar SHl) i þessum mál- um. Það þurfti þvi engum að biöskra, þótt hart væri við brugðið i fyrsta tölublaði, sem út kom eftir að áðurnefnd undirskriftasöfnun fór af stað, og henni mótmælt af krafti i mál- gagni Stúdentaráðs. Það stóð heldur ekki á þvi að stjórn Stúdentaráðs lýsti yfir stuðningi sinum við núverandi ritstjóra Stúdentablaðsins og mig sem fyrrverandi ritstjóra, i ályktun 27. júni 1974, þar sem hún fordæmir harðlega þær árásir sem stefnendur minir eru taldir gera á frjálsa skoðanamyndun og tjáningarfrelsi i landinu, með höfðun fjölda meiðyrðamála á hendur þeim, sem staðið höfðu að blaðaskrif- um um undirskriftasöfnunina og forvigis- menn hennar. Ég legg á það áherslu, að ég lit á öll skrif um undirskriftasöfnun „varins lands”, sem pólitisk skrif og fremst, sem ekki er ein- göngu beint gegn forgöngumönnum hennar, heldur og gegn heimsvaidastefnu Bandarikj- anna, tengd þeirri baráttu gegn henni, sem á sér stað á alþjóðlegum vettvangi og þeirri baráttu sem háð hefur verið gegn áróðurs- mönnum hennar hérlendis um 30 ára skeið. Ég tel það skyldu mina sem islendings að snúast öndverður gegn hverju þvi, sem leitt getur til ógnunar við fullveldi og sjálfstæði islensku þjóðarinnar, eða getur á einhvern hátt orðið til að villa mönnum sýn, gagnvart þeirri hættu sem smáþjóð á borð við okkur er búin af ásælni erlendra stórvelda. Eina tryggingin fyrirþvi, að hægt verði að bægja frá þeirri ógn, sem lengi hefur vofað yfir isiensku þjóðinni, er að alþýðustéttir þessa lands öðlist skilning á þvi, hvað það raunverulega merkir að vera sjálfs sin ráð- andi i eigin landi. Ég og margir fleiri munum halda áfram að berjast fyrir þvi, með þeim rétti sem islensk lög og stjórnarskrá veita okkur, að fá að sjá þá hugsjón rætast. Ég mun i engu hvika frá þeirri skoðun minni, að undirskriftasöfnunin „varið land” hafi verið pólitiskt tilræði, sem stefnt hafi verið gegn þeim markmiðum, sem ég hef lýst hér að framan. Gildir þar einu þótt forvigis- menn undirskriftasöfnunarinnar vilji gera sér upp annan tilgang og háleitari, sem ekk- ert eigi skylt við pólitik. Vik ég þá að hinum meintu ærumeiðingum minum i máli þessu, i sömu röð og tilvitnuð ummæli eru rakin i stefnu þeirri, sem mér var birt þ. 25. júni 1974, og visa þær tölu- merkingar sem ég nota til sömu liða i stefn- unni.” 1. Yfirskrift: „ Amerikanasleikjur......." „Eins og áöur hefur komið fram i skýrslu minni, hef ég þá skoðun, að vera bandarisks herliðs hér á lándi og þátttaka islendinga i hernaðarbandalaginu NATO, sé eingöngu i þágu bandariskrar heimsvaldastefnu og liður i viðleitni Bandarikjanna, til að vernda yfirráðahagsmuni sina i þeim heimshluta, sem viö byggjum. Orðið „amerlkanasleikja” (notað i flt.) er þvi einkar vel til fundið hjá mér, sem samheiti á 14 forgöngumönnum „varins lands”, þvi að i barnæsku lærðist mér, að það orð væri notað um þá, sem vildu bandariska setuliöinu á tslandi hið besta. Orðið er sannverðugt ádeiluheiti á stefnend- um minum og hinum tveim, sem sýnir sig best i þvi að þeir telja það móðgandi fyrir sig. Adeilubroddurinn hefur þvi hitt i mark.” 2. fiflin kunna yfirleitt ekki aö skammast sín. Þetta sýndi sig ber- lega í siðustu viku þegar fjórtán „þjóðkunnir menn" riðu á vaðið með undirskriftasöfnun fyrir eins konar bænarskjai til bjargar her- námsiiði Bandarikjanna á fs- landi.." „Þegar gerðir manna og athafnir stangast á við það, sem þeir þykjast meina, hættir venjulegu skynsömu fólki oft til að álita að þeir hinir sömu séu fifl, eða að minnsta kosti að leika flfl. Stefnendur minir segja undir- skriftasöfnunina sprottna af umhyggju fyrir öryggishagsmunum islendinga og sjálfstæði þjóðarinnar. Texti undirskriftaskjals þeirra vl-manna tekur af öll tvimæli um vilja þeirra til að viðhalda bandariskri hersetu hér á landi og að undirskriftunum er beint gegn andstæðingum sömu hersetu. Þar er skorað á rikisstjórnina og Alþingi að „...leggja á hill- una ótimabær áform um uppsögn varnar- samningsins við Bandarlkin og brottvisun varnarliðsins”. (Undirstr. min, RAA.) Min sannfæring er sú að tiltektir þeirra vl-manna hafi fremur verið bandariskum hagsmunum til stuðnings en þjóðlegum hagsmunum is- lenskum. Vona ég þvi að bandariska hirðin hafi haft nokkuð gaman af tiltækjum fífla sinna, en visa þvi á bug að hnyttilega orðuð lýsing min á atferli þeirra eigi nokkuð skylt við meiðyrði.” 3. „Amerikanasleikjurnar...." „Hér visast alfarið til þess sem áður segir um 1”. 4. „....ekkert hafa komist áfram innan sinna eigin samtaka, vegna þess hvað þeir þykja leiðinlegir....." „Ekki er mér kunnugt um neinn hinna 14 vl-manna hafi hlotið verulegan frama innan islenskra stjórnmálaflokka. Þá fullyrðingu, að það sé vegna þess hvað þeir þykja leiðin- legir er aftur sjálfsagt að kanna með vitna- leiðslum. Sjálfur þarf ég ekki frekari vitnana við eftir að hafa upplifað það skeið i islensku þjóðlifi, að fjölda pólitiskra andstæðinga þeirra sé stefnt fyrir rétt vegna meintra meiðyrða eða eftir að hafa lesið og heyrt rök- stuðning sumra þessara manna fyrir þvi, hversvegna þeir lögðu út á þá braut. Hér um vangaveltur að ræða af minni hálfu, sem ég tel að eigi við sannleiksrök að styöjast.” 5. ,,....vonlausu framagosar íhaids- aflanna....." „Vonleysi þessara vesalings manna er fyrst og fremst i þvi fólgið, hvað sá málstað- ur sem þeir berjast fyrir er vonlaus eða þær framavönir, sem þeir binda við hann. Það sýndi sig lika i sambandi viö þessa undir- skriftasöfnun þeirra vl-manna, að málsmet- andi menn innan ihaldssamra islenskra stjórnmálaflokka vildu allir þvo hendur sinar af þessu tiltæki og beittu ekki flokkum sinum til að vinna málinu framgang, eins og ”þó hefði alveg eins getað gerst. Það var miklu fremur eins og fjórtánmenningarnir hefðu tekið að sér sjálfviljugir að vinna þetta „ó- þrifaverk”. Ekki er mér kunnugt um að neinn þeirra hafi enn hlotið „verðskuldaða” umbun frá neinum þessara flokka fyrir hlut- deild sina að þessu „dáðverki”. Nafngiftin eða sú liking sem hér um ræðir er þvi ekki meiðyrði, heldur grátlegur sannleikur þess- um mönnum”. 6. „I hópi þessa ófagnaðarlýðs......." „Orðið „ófagnaðarlýður” er einhver sú eðlilegasta og sannasta nafngift, sem sér- hver pólitiskur andstæðingur vl-manna kysi að velja þeim. Þótt ýmsum hafi þeir þótt boða fögnuð, gætu andstæðingar þeirra tæp- ast oröað þetta á vægari hátt en aö gefa til kynna, að sér hefðu þeir boðað ófögnuð. Orðið telst þvi tæpast meiðandi”. 7. „Þessir einlægu hernámssinnar...." 1 greinargerð stefnenda kemur fram at- hyglisverður rökstuðningur með þessum stefnulið: „Stefnendur telja ummæli þessi móðgandi og að i þeim felist aðdróttun um, að hernám isiands eða herseta i landinu sé þeim sér- stakt keppikefli eða hugsjón, sem er að sjálf- sögðu fjarstæða. Telja stefncndur ummæli þessi ærumeiðandi og grefsiverð samkvæmt 234. og 235. gr. laga nr. 19/1940”. 1 aðilaskýrslu Rúnars Armanns segir aftur á móti: „Þar lá að. Ef vera þess bandariska her- liðs, sem nú er i landinu, væri vl-mönnum ekkertsérstakt keppikefli, til hvers voru þeir þá að safna undirskriftum? Hvað þýða orðin að „....leggja á hilluna ótimabær áform um uppsögn varnarsamningsins við Bandarikin og brottvisun varnarliðsins”? Ef það er fjar- stæða að ætla þeim þennan tilgang, eins og segir i stefnunni, þá er ég hvorki læs eða skrifandi. En texti undirskriftaskjalsins tekur af öll tvimæli um að þessi ákæruliður er með öllu rakalaus”. 8. „...þessi - hópur.... íhaldskurfa, sem hefur rottaö sig saman til að slá skjaldborg um hernámiö.......... „Hér kann það að vera að skáldlegt orðal. ummælanna hafi ruglað hina alvarlegu stefnendur mina eitthvað i riminu. Ég er engan veginn með þeim að gera þeim upp annan tilgang en þann, sem skýrt kemur fram i þvi orðalagi undirskriftatextans, sem þeir áttu hlutdeild að. Visa ég um það til sama rökstuðnings og fram kemur undir 7. Aðdróttunin er sönn og getur þvi ekki kailast refsiverð”. 9. „...Fyrir utan þá örvæntingar- fullu framahagsmuni sem áður er drepið á, koma til annars konar hagsmunir. Hafi menn þegið styrk frá N ATO til að mennta sig í Banda- rikjunum er ekki nema sjálfsögð kurteisi að þakka fyrir sig á þennan hátt og ef ættingjar manns eiga hagsmuna að gæta af þvi að leigja könum húsnæði fyrir okurprís, þvi skyldi maöur þá ekki vera reiðubú- inn að fórna sér fyrir „frelsi" og „öryggi" ættjarðarinnar". „Það er eðlilegt að menn, og þó einkum pólitiskir andstæðingar, velti þvi fyrir sér, hvort á bak við frumkvæði af þvi tagi sem undirskriftasöfnunin „varið land” er, eigi sér ekki einhverjar jarðbundnari orsakir en hug- sjónir einar, pólitiskar eða ekki. 1 ummælum þeim sem hér um getur, er ég að velta þvi fyrir mér, hvort svo geti ekki átt sér stað um ýmsa fjórtánmenninganna, og slæ fram get- gátum i þvi samb. Það vill hinsvegar svo til, að mér er kunnugt um, að einstaklingar i þessum hópi hafa átt beinna fjárhagshagsm. að gæta af veru bandarikjaherliðsins hér. Og eins er mér kunnugt um náms- eða rannsókn- arstyrki, sem veittir eru úr sjóðum Atlants- hafsbandalagsins, sem ýmsir islenskir vis- indamenn hafa hlotið og ef til vill einhverjir úr hópi hinna fjórtán vl-menninga. 1 ummæl- unum er þó ekki verið að fullyrða neitt, engir einstaklingar eru þar nafngreindir, en aöeins látið að þvi liggja, að veraldlegir hagsmunir geti haft áhrif á pólitiska aftstöðu manna oe athafnir. Bollaleggingar eins og þær, sem fram koma i ummælunum, tel ég fullkomlega eðlilegar, ef litið er á pólitiska hlið málsins, og ég tel mig ekki þurfa að þola refsingu fyrir, jafnvel þótt erfitt kunni að reynast að tengja saman, svo sannað sé, persónulega hagsmuni annars vegar og pólitiskan tilgang hinsvegar”. Prófessoramálið svonefnda Stefnendur i þessu máli eru prófessorarnir Jónatan Þórmundsson, Þór Vilhjálmsson og Ragnar Ingimarsson ásamt háskólakennar- anum Þorsteini Sæmundssyni. Að aðdraganda að stefnu þeirra fjögurra er sér- staklega vikið i formála að aðilaskýrslu Rúnars Armanns: „1 Stúdentablaðinu 25. janúar 1974, en ég var ritstjóri þess og ábyrgðarmaður, birtist grein um undirskriftasöfnun varins lands, sem ég hafði sjálfur skrifað þótt upphafsstaf- ir minir ,undir greinni féllu niður i prentun fyrir einhverja slysni. Fjórir háskólakennar- ar, þeir sömu og eru stefnendur i þessu máli, sneru sér af þessu tiieíni til Háskólaráðs með bréfi dagsettu 26. mars 1974, þap sem þe;r gerðu þá kröfu, að mér yrð' refsað með á- minningu, samkvæmt 24 gr. háskólalaga nr. 84/1970. Háskólaráð synjaði þessari kröfu, en sendi engu að siður frá sér ályktun um þetta mál. Ég sá ástæðu til að svara með bréfi til Háskólaráðs þessari málsýfingu fjórmenn- inganna og þeirri meðferð sem málið fékk innan ráðsins. Háskólaráð afgreiddi ályktun sina á fundi 2. mai 1974, en ég sendi þvi aftur bréf mitt stuttu eftir að mér barst hún, en það var 27. mai. Afrit af bréfinu sendi ég um leið arf- taka mínum i starfi ritstjóra Stúdentabláðs- ins, og birti hann það i blaðinu þann 5. júni, þremur dögum eftir að það hafði verið kynnt háskólaráðsmönnum á fundi.” Stefna prófessoranna er i þremur liðum. 1 lið I er stefnt út af ummælum I greininni i Stúdentablaðinu 25. janúar 1974, sem bar yfirskriftina: „Aincrikanasleikjur komnar á stjá”. Liður II tekur til bréfs, sem birtist i Stúdentablaðinu 5. júni 1974 undir fyrirsögn- inni: „Aminntur áminnir” Liður III tekur til sendingar bréfsins.þess sama sem hér er get- ið að framan, er Rúnar sendi það Háskólaráði 27. mai 1974. I, l. Undirfyrirsögnin: „Fjórir kennarar við Háskóla Islands afhjúpa sig." „Þessi ummæli voru viðhöfð um alla stefnendur og eru jafnsönn um hvern og einn þeirra. Vil ég i framhaldi af þessari full- yrðingu leyfa mér að vitna i bók Gunnars Benediktssonar, „Saga þin ersaga vor ”,útg. af Heimskringlu 1952. Bls. 89, neðstu greinar- skil: „En áróðursmenn Bandarikjanna fóru ekki einir á stúfana um þessar mundir. Askoranir um neitandi svar taka að berast frá félagasamtökum i landinu, og ber þar mest á samtökum verkamanna og stúdenta. Þegar rektor Háskólans, Ólafur Lárusson prófessor, afhenti stúdentum háskóla- borgarabréfin 27. október (1945), flutti hann þeim ávarp, sem vakti mikla athygli. Þar sagði hann meðal annars: „Hún (þjóöin) mun trúa yður fyrir menningararfleifö sinni, hún mun fela yður á hönd lif sitt og frelsi, fela yður að varðveita það og verja gegn öllum hættum, sem að þvi kunna að steðja, ásælni og áleitni annarra, hvaðan sem sú áleitni kemur og i hvaða mynd sem hún birtist.” ” Tilefni þessara orða rektors Háskólans ár- ið 1945 var ósk bandariskra yfirvalda um að fá að hafa herbækistöð á Islandi. Siðan þau voru töluð hafa margir úr röðum stúdenta og kennara við Háskóla Islands orðið til að taka virkan þátt i þvi andófi sem háð hefur verið gegn bandariskri hersetu hér á landi. Það bar þvi nýrra við, þegar stefnendur minir afhjúpuðu sig sem áróðursmenn Bandarikjanna á Islandi og tóku að sér að safna undirskriftum til að sporna á móti þvi að hróflað væri við hagsmunum stór- veldisins varðandi hersetu þess i landinu. Ummælin eru sönn og þvi ekki ærumeiðandi skv. þeim lagagreinum sem visað er til.” I, 2. „...Þegar hann gekk hvað harðast fram i því með hjálp ann- arra íhaldsmanna að reyna að setja SHi á hausinn...." Um ofangreind ummæli segja stefnendur i greinargerð: „Tekið er fram i textanum á undan um- mælum þess, að hverjum þau beinast, þ.e. stefnandanum Þorsteini. Hann gerir þvi einn kröfur vegna þessara ummæla, sem hann telur ærumeiðandi fyrir sig. Með ummælun- um er þvi dróttað að þessum stefnanda, að hann hafi eigi aðeins unnið gegn hagsmunum stúdentaráðs Háskóla tslands heidur lagt sig fram um að knésetja það fjárhagslega. Telur stefnandinn Þorsteinn Sæmundsson að refsa beri stefnda fyrir þessi ummæli samkvæmt 234. og 235. gr. laga nr. 19/1940.” „Þessi ummæli eiga rót sina að rekja til þess, að átök urðu milli Stúdentaráðs og fulltrúa stúdenta i Háskólaráði annars vegar og meirihluta i Háskólaráði hinsvegar, vorið 1973, út af skrásetningargjöldum sem gilda skyldu fyrir stúdenta það árið. Urðu um þetta nokkur blaðaskrif á sinum tima. Stefnand- inn, Þorsteinn Sæmundsson, lagðist þá gegn þvi að nokkur hluti þessa skatts sem lagður er á stúdenta við árlega skráningu, skyldi renna til Stúdentaráðs. Samþykkti meirihluti Háskólaráðs fyrir hans atbeina tillögu um skiptingu fjárins, þar sem hlutur Stúdenta- ráðs var að engu gerður. Hefði þáverandi menntamálaráðherra, Magnús Torfi Ólafs- son, ekki ógilt þessa ákvörðun Háskólaráðs, er vist um það að Stúdentaráð hefði orðið að leggja niður margháttaða þjónustustarf- semi, sem það rekur i þágu allra stúdenta, þ.á m. útgáfu Stúdentablaðsins. Ég er reiðubúinn að færa sönnur á þessi ummæli min með þvi að leiða fram vitni og leggja fram gögn til sönnunar, óski réttur- inn þess.” I, 3. „... afhjúpa sig sem mömmu- dreng ihaldsins..." 1 greinargerð stefnenda segir um I, 3: „Þessi ummæli bcinast að stefnandanum Jónatan. Hann gcrir þvi einn kröfu vegna þessara ummæla, scm hann telur móðgandi fyrir sig og rcfsiverð samkvæmt 234. gr. laga nr. 19/1940.” Rúnar segir um I. 3: „Satt er það, þessum ummælum er beint að stefnandanum Jónatan. En ekki fæ ég kornið þvi heim og saman, hvernig jafn hugljúf og skáldleg liking getur móðgað æru hans svo mjög, að stefna þurfi út af. Ég neita þvi eng- an veginn að um kersknisorðalag er að ræða, þótt mér hefði aldrei dottið það i hug að orð eins og mömmudrengur gæti verið æru- meiðandi, þegar ekki er einu sinni vikið að móður viðkomandi i skeytinu. Ekki getur það varðað við lög að skopast að mönnum á jafn meinlausan og góðlátlegan hátt, svo ákæran hlýtur að falla um sjálfa sig.” I, 4. „.... árásir hans á stúdenta f skrifum í Mogganum i haust..." Um ákærulið I, 4 segja stefnendur: „Sama er um aðild að kröfum vegna þess- ara ummæla og ummælanna undir 3. Telur stefnandinn Jónatan ummæli þessi móðgandi fyrir sig og ennfremur að i þeim felist aðdróttun um, að hann hafi með blaðaskrif- um opinberlega veitzt að hagsmunum stúdenta. Krefst hann refsingar fyrir um- mæli þessi samkvæmt 234. og 235. gr. laga nr. 19/1940.” Og Rúnar Ármann svarar i skýrslu sinni: „1 sambandi við þessi ummæli vil ég visa til þeirra málsatvika sem greint er frá i sam- bandi við skráningargjöld við Háskólann undir lið I, 2 hér að framan. En að öðru leyti vildi ég mælast til þess að prófessor Jónatan Þórmundsson legði sjálfur fram fyrir dómi téða Morgunblaðsgrein frá 21. 7. 1973, svo rétturinn geti skorið úr um, hvort skrif hans um skráningargjaldamálið voru árás á hags- muni stúdenta eða hvort ég fer með fleipur eitt. Ég lýsi mig saklausan af þvi að hafa með ummælum þessum verið að drótta einhverju að Jónatan i ærumeiöandi tilgangi.” 1,5. „.... Framagosann..." Um notkun Rúnars á orði þessu segja stefnendur: „Ummæli þessi beinast að stefnandanum Þór. Telur hann ummælin móðgandi og krefst refsingar samkvæmt 234. gr. laga nr. 19/1940.” „Satt er það, að oröið „framagosi” er ekki eitt af uppáhaldshrósyrðum minum, en aldrei hefði mér samt dottið i hug annað, en að i þvi fælist einhvers konar staðfesting á jarðneskri velgengni þess sem nafngiftina hlýtur. En ef prófessor Þór Vilhjálmsson er reiðubúinn að lýsa þvi yfir, að hann búi ekki yfir heilbrigðum metnaði, eins og það heitir á góðri islensku, þá mun ég sætta mig við það að ummælin verði ómerkt. Að öðrum kosti lýsi ég mig saklausan af hugsanlegri móðgun með notkun orðsins.” I. 6. „.... vonlaust brölt vildar- sveina...." „Þeim ummælum sem hér er vitnað til, er ekki beint að prófessor Þór Vilhjálmssyni, heldur nokkrum lagastúdentum, sem höfðu á honum næga aðdáun, til að reka áróður fyrir honum sem hugsanlegu rektorsefni Háskóla lslands við prófkjör meðal stúdenta fyrir rektorskjör árið 1973. Ég fæ ekki betur séð, en þeir verði sjálfir að reka sin mál, telji þeir ástæðu tii að efna til meiðyrðamáls út af þessum ummælum, sem að þeim er beint.” II. „Áminntur áminnir". „Um II er það að segja i heild, að þar er fjallað um birtingu Stúdentablaðsins á bréfi þvi, sem ég sendi Háskólaráði af gefnu tilefni 27. mai 1974, og er þess getið áður hér að framan. Birtingin átti sér stað i 4. tbl. Stúdentablaðsins, 5. júni 1974. Bréf þetta er það sama og liður III i stefnunni tekur til.” II, 1. „Krafa fjórmenninganna er að minu áliti, fram komin af pólitiskum ástæðum fyrst og fremst...." Urn þessi ummæli segja stefnendur: „Hér er rætt uin kröfu stefnenda til háskólaráðs uni áminningu gagnvart stefnda. Sú krafa kom fram af þeirri ástæðu einni. að stefnendum blöskraði ritháttur stcfnda i grein þeirri, er ræðir um undir I. hcr að framan. Sú aðdróttun, sem felst i hér umræddum ummælum er þvi út i hött. Telja stefnendur, sem hér eiga allir hlut að, um- mæli þessi varða við 234. og 235. gr. laga nr. 19/1940.” „Ég hef áður i þessari skýrslu minni gert grein fyrir skoðun minni á pólitisku eðli undirskriftasöfnunarinnar og þeirra þjóöfé- lagslegu átaka, er hún er þáttur i. Vil ég þvi visa til þess sem fullnægjandi sönnunar á sakleysi minu af þessum ákærulið, og lýsi ég orðalag stefnenda hér hártogun staðreynda.” II, 2. „Menn sem skipuleggja hreyf- ingu meðal landa sinna, um að óska eftir áframhaldandi hersetu erlends stórveldis á Islandi, geta að mínu mati ekki kallað sig islend- inga..." I stefnunni segir um þessi orð: „Ummæli þessi beinast að stefnendum. Það er rangtúlkun, að tilgangur stefnenda og annarra, er stóðu að „Varið land” hafi verið að óska eftir áframhaldandi hersetu. Stefnendur telja niðurlagsorð hinna tilvitn- uðu ummæla mjög ærumeiðandi fyrir sig. Er krafist refsingar fyrir ummæli þessi samkvæint 234. gr. og 235. gr. laga nr. 19/1940.” En Rúnar Ármann svarar: „Texti undirskriftaskjalsins, sem stefnendur og tiu aðrir menn buðu öllum tvitugum islendingum að undirrita, tekur af allan vafa um, að verið var að óska eftir áframhaldandi hersetu hér á landi. Þar er skorað á rikisstjórnina og Alþingi að „... leggja á hilluna ótimabær áform um uppsögn varnarsamningsins við Bandarikin og brott- visun varnarliðsins.” (Undirstrikun min, RÁA.) Hér er þvi ekki um rangtúlkun að ræða. Um niðurlagsorð hinna tilvitnuðu um- mæla, sem stefnendur telja ærumeiðandi fyrir sig, er það að segja, að þar er um að ræða óbeina tilvitnun i orð Fjölnismanna, er þeirsettu sér lög fyrir fél. sitt, Fjölni: „Allir viljum við Islendingar vera...” osfrv. Telji stefnendur það ærumeiðandi fyrir sig að hafa óskað eftir áframhaldandi hersetu hér á landi, geta þeir átt þær sakir við sjálfa sig. 1 minum augum eru þeir fyrir vikið ekki sann- ir islendingar.” II, 3. „.... 5á glæpur sem framinn er gagnvart islensku þjóöinni, i nafni „varins lands", veröur aidrei nægi- lega útmálaður i krafti orða: Orð eins og þjóðniðingur eða landráða- maður falla dauð niður á pappírinn hjá þeirri smán, sem upphafsmenn slikra aðgerða hafa gert sjálfstæð- um vilja islensku þjóðarinnar, ..." I greinargerð stefnenda segir um ummæli þessi: „Hér er um m jög svæsin meiðyröi að ræða. Stefnendur eru vændir um svo stórkostiegar ávirðingar gagnvart þjóð sinni og landi, að verstu hrakyrði tungunnar eru ekki talin not- hæf um framferði þeirra. Stefnendur telja þessar svivirðingar refsiverðar samkvæmt 234. og 236. gr. laga nr. 19/1940, en til vara 235. gr. sömu laga.” En Rúnar Ármann tekur ekkert til baka og biður engan afsökunar i skýrslu sinni: „1 þeim ummælum, sem hér er vitnað til, ræði ég um þann glæp sem framinn hafi verið gagnvart islenskri þjóðarvitund i nafni „var- ins lands”. En „nota bene”: Bréf mitt til Há- skólaráðs var ekki ákæruskjal sent jarðnesk- um dómstóli, sem f jalla skyldi um mál hinna brotlegu. Háskólaráð hafði áður, að kröfu stefnenda allra, tekið fyrir og rætt skrif min i Stúdentablaðið 25. janúar 1974, með hliðsjón af þeirri skriflegu kröfu þeirra að ég yrði áminntur fyrir. Burtséð frá þvi. að Háskóla- ráð hafnaði kröfu þeirra. hafði mér verið misboðið með þvi að hún var frani komin inn á þann vettvang. Og ég átti þvi fullan rétt á þvi að þessi æðsta valdastofnun þess skóla. sem ég stunda nám við. fengi að heyra min sjónarmið i sambandi við þetta mál. Það er satt, að ég sakaði stefnendur mina og hlutdeildarmenn þeirra i undirskrifta- söfnuninni um stórkostlegar ávirðingar gagnvart landi sinu og þjóð. en sá glæpur sem ég hef á þá borið er ekki lögbrot af þvi tagi sem dómstólar okkar fást við. Slik afbrot gerir hver og einn upp eftir þeirri réttlætistil- finningu. sem býr i brjósti hans sjálfs. Og margt skilur á milli. þegar um er að ræða þá tilfinningu og þann skilning. sem hver ein- staklir.gur hefur i hjarta sinu. á lifi og örlög- um þjóðar sinnar. Það er hinsvegar eftir- komenda okkar að dæma, i ljósi sögunnar. hver það var sem glæpinn drýgði, —-og hvers eðlis sá glæpur var. Ég óttast ekki þann dóm. Stefnendur minir saka mig ennfremur um að haida þvi fram. að verstu hrakyrði tung- unnar séu ekki nothæf um framferði þeirra og hlutdeildarmanna þeirra. Það er alveg rétt. svo langt sem það nær. þvi megininntak hinna tilvitnuðu ummæla minna hér er ein- mitt það, að orð dugi tæpast lengur. til að tefla fram minum málstað gegn þeirra. — eða öfugt. Stór hluti þjóðarinnar er að minu viti ófær um að mvnda sér hlutlæga skoðun á ástandinu i sjálfstæðismálum þjóðarinnar i dag, vegna þeirrar meðferðar, sem tungan sjálf hefur mátt þola, i átökum undanfarinna áratuga. Orð. sem áður voru Framhald á 14. siðu Rúnar Ármann Arthursson, fyrrverandi ritstjóri Stúdenta- blaðsins. • : Aðilaskýrslur Rúnars Á. Arthurssonar í málum VL-12 og VL-prófessora á hendur honum, STÚDENTA BLAÐIÐ lnivitun«rfliild»milia Uytl Menntamálaráðherra hnekkir ákvörðun Háskólaráðs Forsiða Stúdentablaðsins 5. júli 1973, þegar skýrt var frá þvi að sigur hefði fengist i skráningargjaldamáli. Baksiða Stúdentablaðsins 25. janúar 1974 og greinin, sem stefnt er útaf.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.