Þjóðviljinn - 12.02.1976, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 12.02.1976, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 12. febrúar 1976 Tilboð óskast vegna kaupa á eftirtöldum vörum fyrir gufuveitukerfi Kröfluvirkj- unar. 1. Einangrun fyrir gufuveitukerfi. 2. Álhlifar (kápur) fyrir einangrun. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri gegn 3.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri 8. mars 1976, kl. 1100 f.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 Starfsstúlknafélagið SÓKN Aðalfundur Starfsstúlknafélagsins Sóknar verður haldinn i Vikingasal Hótel Loft- leiða sunnud. 15. febr. 1976 kl. 4.30 e.h. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Samningarnir. Mætið vel og stundvislega. Starfsstúlknafélagið Sókn Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á þvi, að gjalddagi söluskatts fyrir janúar- mánuð er 15. febrúar. Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna rikissjóðs ásamt söluskattsskýrslu i þririti. Fjármálaráðuneytið 10. febrúar 1976. Lögtök Eftir kröfu tollstjórans i Reykjavik og að undangengnum úrskurði verða lögtök látin fram fara án frekari fyrirvara, á kostnað gjaldenda en ábyrgð rikissjóðs, að átta dögum liðnum frá birtingu þessar- ar auglýsingar, fyrir eftirtöldum gjöldum: Áföllnum og ógreiddum skemmtanaskatti og miðagjaldi, svo og söluskatti af skemmtunum, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, skipulagsgjaldi af ný- byggingum, söluskatti fyrir október, nóvember og desember 1975 svo og nýálögðum viðbótum við söluskatt, lesta-, vita- og skoðunargjöldum af skipum fyrir árið 1975, gjaldföllnum þungaskatti af disilbifreiðum samkvæmt ökumælum, al- mennum og sérstökum útflutningsgjöld- um, aflatryggingasjóðsgjöldum, svo og tryggingaiðgjöldum af skipshöfnum ásamt skráningargjöldum. Borgarfógetaembættið i Reykjavik, 11. febrúar 1976. Um Bónda Þorsteins Jónssonar Guömundur bóndi; það cr bcst að vera i sinni sveit cru lokaorð hans. t dag, fimmtudag — og svo fimmtudaginn næsta, 19. febrúar, verður sýnd á vegum Kvik- myndaklúbbsins Fjalarkattarins i gamla Tjarnarbiói kvikmyndin Bóndi eftir Þorstein Jónsson. Sem aukamynd verður sýnd kvik- myndin Hopp eftir sama höfund. Kvikmyndin Bóndi er um 30 miniítur að lengd, tekin i litum. Hún er tekin á árunum l971-’75, að mestu i Seyðisfirði við Isa- fjarðardjúp. 1 þessum afskekkta firði er ógjörningur að stunda nútima- búskap. Það vantar rafmagn og veg og túnin eru ekki véltæk. Fólkið flyst smám saman i kaupstað. En Guðmundur bóndi á Kleyfum ferþó hvergi en býr sem fyrr án véla og rafmagns með ósköp svipuðum hætti og gert var i margar kynslóðir á undan hon- um. Þegar kvikmyndamenn ber á staðinn er hann einn eftir i sveit- inni ásamt konu sinni og þrem yngstu börnunum af tólf. En það kemur einnig að þvi að hann taki sig upp og flytji i bæinn — eftir nýja veginum sem loks er kominn til fjarðarins eftir langa bið. Þetta er mjög geðþekk mynd sem byggir á fagmennsku sem ekki þarf að biðja neinn afsökun- ar. Það er i henni gott jafnvægi milli nærmynda og stærra sjónar- horns, örugg tilfinning fyrir hraða — manni finnst hvorki það sé neinn asi á myndavélinni né heldur að einstaka þættir verði of langdregnir. Bygging myndarinnar snýst með skynsamlegum hætti um aðalsögn hennar: hún sýnir mikil hvörf i lifi fólks. Þessi snögga breyting sem verður á allt að þvi fomeskjulegum lifsháttum fjöl- skyldunnar að Kleyfum er i sjálfu sér algeng reynsla, en verður óvenju freistandi vegna þess að hún gerist svona seint (myndinni lýkur ifyrra). Einmitt þess vegna er hægt að bregða upp skýrari andstæðum milli gamals tima og vélaaldar en þeir þekktu, sem hættu að bolloka fyrir þrjátiu árum eða tuttugu. Og þessu er semsagt haldið vel til skila — miklar jarðýtur bryðja landið meðan bóndi ber ljá sinum i brekkurnar og synir hans láta hestdraga hey heim á netadræsu. Og sauðirnir, hvit prýði hlið- anna, bruna á tólftonnatrukki inn á færiband sláturhússins og hanga þar sálarlausir. Það eru lika margar ágætar andlitsstúdiur i myndinni, bæði af gestum þeim sem safnast i kirkj- una i þetta eina skipti sem mess- að er á árinu, og svo af börnum bónda. Og það hefur liklega verið vel til fundið að spila með músik eftir Edvard Grieg. Siðan mætti hver og einn bera það fram sem honum finnst vanta i svona mynd. Undirrituðum áhorfanda finnst til að mynda, að fleiri heimilismenn hefðu mátt taka til máls en Guðmundur bóndi (og upptakan á tali hans er óskýr). Hann hefði semsagt beðið um meiri hnýsni um hag og hugsanir fólks. En það er vist svo enn sem komið er a.m.k. að öll tjáning er þvingaðri og feimnis- legri hjá okkur sé kvikmmynda- vél nálæg en ef það er „barasta” penni og pappir. Aukamyndin Hopptekurum tiu minútur að sýna. Hún er verkefni höfundar, Þorsteins Jónssonar, úr kvikmyndaskóla. Þar eru svip- myndir frá fæðingarstofu og kirkjugarði og blandað i þetta allskonar svörum við spurningu um tilgang lifsins. Þess á milli hafa aðstoðarmenn kvikmynda- stjórans beðið islendinga á förn- um vegi að hoppa svolitið fyrir sig, og þeir hafa verið furðu fúsir til þess. Um helmingur neitaði reyndar, segir Þorsteinn, og brugðust þeir menn reiðir við tilmælunum. Sýningar eru sem fyrr segir i dag og næsta fimmtudag, kl. 17, 18, 19, 20 21 og 22. Að lokinni blaðamannasýningu skýrði Þorsteinn Jónsson frá þvi að þessi mynd hefði kostað um 2 miljónir i framleiðslu og kópium. Hann hefði fengið styrk fra fjór- um aðilum til að gera hana — samtals 1.250 þúsund krónur. Útkonan er neikvæð eins og hver maður getur séð — höfundur myndarinnar hefur þá til þessa gefið alla sina vinnu. Um tekju- möguleika fyrir þessa mynd er varla um annað að ræða en 150 þús. kr. fyrir sýningarrétt i sjón- varpi (kemur upp i greiðslu fyrir starfsaöstöðu) og 150 þús. fyrir þrjú eintök til Fræðslumynda- safns rikisins. Myndin hefur verið boðin erlendum sjónvarpsstöðv- um en um niðurstöður er ekki vit- að enn. Þetta dæmi er rakið til að minna menn einu sinni enn á stöðu óháðrar kvikmyndagerðar i landinu. Og rykið heldur áfram að falla á frumvarp til laga um kvikmyndasjóð... A.B. Klúbburinn ekki til! Klúbburinn, sem gjarnan auglýsir dans og gleðskap alls- kyns,er alls ekki til. Samkvæmt bókum borgarfógetacmbættis- ins i Reykjavik varð Klúbburinn gjaldþrota árið 1970 eða þar um bil. llins vegar munu tvö fyrir- tæki reka veitingarekstur i hús- næði þvi, sem eitt sinn hét Klúbburinn, amk. i auglýsing- um. Heitir annað fyrirtækið Lækjarmót hf. og eru stofn- endur þess eftirtaldar manneskjur: Guðjón Jónsson, Skálholtsstig 2a, Rvik, Magnús Leópoldsson, Lundarbrekku 10, Kópavogi, en hann er jafnframt prókúruhafi, Björk Valsdóttir sst., Hallur Leópoldsson, Austurbrún 21 Rvik og Magnús A. Magnússon, Dalbæ við Blesu- gróf. Hitt fyrirtækið, eða félagið, heitir Bær hf. Samkvæmt fógetabókum er það stofnað 30.6. 1970. Stjórn þess skipa Sigurbjörn Eiriksson, Álfsnesi, Kjalarnesi, Gróa Bæringsdóttir. Skálholtsstig 2a Rvik., Jón Ragnarsson, Fifuhvammsvegi 5 Kópavogi, og til vara Magnús Leópoldsson. Framkvæmda- stjóri með prókúru er Sigur- björn Eiriksson og til vara Magnús Leópoldsson. Meðal stofnenda þessa fyrirtækis eða félags er Magnús A. Magnús- son, Dalbæ við Blesugróf, Sigur- geir Eiriksson og Guðný Sigur- björnsdóttir. Þá má og geta þess, að Glaumbær, sem eitt sinn var og hét og telja má afkomanda Vetrargarðsins og forföður ,,Klúbbsins”,var i eigu Ragnars Þórðarsonar i Markaðnum til ársins 1963, en með dómi, uppkveðnum i sjó- og verslunar- dómi Rvikur 1967 var Sigur- björn Eiriksson dæmdur eigandi að Glaumbæ. Var Sigur- björn þá skráður að Skálholts- stig 2a Rvik. Skráður eigandi hússins, sem veitingahúsið („Klúbburinn”) er rekið i, þeas. Borgartún 32, er Sigurbjörn Eiriksson. —-úþ.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.