Þjóðviljinn - 22.02.1976, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.02.1976, Blaðsíða 4
4 StÖA — ÞJÓÓViLjiHK S'unhuda'gur'22! fébruar 1976 ' DJQÐVIlllNN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Ctgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Kitstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón með sunnudagsblaði: Árni Bergmann Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólavörðust. 19. Sími 17500 (5 linur) Prentun: Blaðaprent h.f. EFTIRÞANKAR UM ANGOLA Um þessar mundir er innanlandsátök- um i Angóla að ljúka — það er ljóst, að MPLA hefur unnið sigur á andstæðingum sinum i FNLA og UNITA. Að sjálfsögðu er of snemmt að spá um það, hvernig hinni sigursælu þjóðfrelsisfylkingu muni ganga að leysa vandamál þessa nýja og að mörgu leyti þýðingarmikla rikis. Að sönnu er Angola mjög auðugt land að náttúru- gæðum — en langvinn nýlendustyrjöld og nú siðast hjaðningavig, sem margir er- lendir aðilar hafa haft afskipti af, skilja eftir óteljandi vandamál sem enginn leik- ur er að leysa. Meðan á stendur þjóðfrelsisstriðum er athygli heimsins mjög bundin þeim tiðind- um — hitt er svo algengt, að þegar sigur hefur unnist, þá er eins og enginn viti lengur hvað gerist. Hvort það er i Alsir eða Vietnam. En það er liklegt að Angóla „gleymist” ekki eins fljótt. Bæði vegna þess að sigur tiltölulega róttækrar þjóð- frelsishreyfingar mun hafa áhrif suður á bóginn— á siðasta vigi hinnar hvitu yfir- drottnunar i álfunni i Suður-Afriku. Og einnig vegna þess að vestræn málgögn hafa óspart kynt undir illspár um, að með aðstoð sinni við MPLA hafi Sovétrikin sýnt af sér útþenslustefnu af versta tagi. Áróðurinn gegn MPLA hefur einmitt allur miðast við ásakanir og vangaveltur um hina sovésku aðstoð. Eins og oft áður i slikum tilvikum er ekki reynt að skil- greina raunverulegar forsendur fyrir þvi að MPLA verður til og tekur á sig megin- þungann af baráttunni gegn portúgölsku nýlenduveldi. Þess er heldur ekki getið, að stuðningur og samúð með MPLA er ekki bundin við Sovétrikin ein og kúbumenn — sviar og þó einkum júgóslavar hafa komið þar við sögu, hvor með sinum hætti — ein- mitt þjóðir sem mjög eru andvigar upp- skiptingu heimsins i áhrifasvæði stór- velda. Allt þetta er látið lönd og leið fyrir frasanum „MPLA, sem Sovétrikin styðja”. Nú hafa margir bent á — m.a. Olof Palme, forsætisráðherra Sviþjóðar i ný- legri grein i Dagens Nyheter, að „það Afrikuriki er ekki til sem notið hefur veru- legs stuðnings frá Sovétrikjunum og eftir það orðið leppriki þeirra”. Og að ekki séu likur til þess i Angóla heldur. Og Palme bendir einmitt á það, sem einkar þýð- ingarmikið er i þessu sambandi: að leiði sovésk hernaðaraðstoð við MPLA til veru- legra áhrifa þeirra i Angólu, þá geta Bandarikin og önnur Natóriki sjálfum sér um kennt og engum öðrum. Hann segir sem svo: Þegar til verða i ýmsum Afriku- rikjum, og þá Angóla, þjóðfrelsishreyfing- ar, sem eru til þess neyddar að gripa til vopna, þá mæta þær þeirri staðreynd, að nýlenduherrarnir eru tengdir Nató. Frá Natórikjum getur þvi engrar samúðar eða aðstoðar verið að vænta. Hreyfingarnar þreifuðu viða fyrir sér um hernaðarað- stoð, en gátu hvergi fengið hana nema i Sovétrikjunum og Kina. „Þær hafa ekki leitað til þessara rikja vegna þess að þær vildu beygja sig undir utanrikisstefnu þeirra eða likja i einu og öllu eftir þeirra þjóðfélagsgerð, þær höfðu hreinlega ekki i önnur hús að venda.” Einhver virtasti þjóðarleiðtogi Afriku, Július Nyerere, for- seti Tanzaniu, hefur tekið mjög i sama streng og Palme. Angóla verður m.ö.o. eitt af mörgum dæmum um einhverja merkustu þver- stæðu i nútimasögu: að Bandarikin verða til þess með framgöngu sinni að flýta mjög fyrir þvi, að hreyfingar og stjórnir þokist ört til vinstri, og taki upp utanrikis- stefnu sem er vesturveldum andsnúin. Fjandskapur þeirra við Kúbu sendi Castro rakleiðis á fund Khrúsjofs. Fyrir innrás- ina i Kambódiu uppskáru bandarikja- menn harðsnúna kommúnistastjórn i stað hins hlutleysissinnaða glaumgosa Sihan- úks. Og nú siðast uppskera þeir fyrir vin- fengi sitt við nýlenduveldið Portúgal á- hyggjur stórar af stjórn MPLA i Angóla. áb. Bandarísk uppfinning: Skinnlíki á brunasár Fjöldi manns um heim allan deyr úr brunasárum á ári hverju vegna þess að ekki er unnt að finna heppilegt efni sem komið getur í staðinn fyrir þá húð sem bruni hefur spillt. Slíkt efni, sem gæti leyft brunasárum að gróa og komið i veg fyrir hugsan- lega sýkingu, sem og hita- tap, missi vökva og nær- ingarefna, slíkt efni er eitt af því sem menn hafa ver- ið að leita að frá því um 1500 fyrir Krists-burð þeg- ar nýtt kjöt og hunang var lagt á brunasár. Aö undanförnu hafa læknar prófaö' margskonar staögengla mannshúðar — meðal annars froöu úr gerviefnum, svinaskinn ’Og mannshúðarbleöla sem aörir hafa gefið — en allt þetta hefur ekki boriö þann árangur sem skyldi. Að visu er hægt að nota parta af óskaddaðri húð sjúkl- ingsins sjálfs með góðum ár- angri, eins og menn vita. En oft er það svo, að þegar einhver hefur orðið fyrir meiriháttar bruna þá er blátt áfram ekki hægt aö ná nægu magni af heilbrigðu skinni til að leggja á sárin. Nú hafa þau tiðindi gerst i Bost- on að flokkur visindamanna hef- ur búið til „húð” sem virðist iofa brunasjúklingum meiru en nokk- uð það sem fundið hefur verið upp til þessa. Húð þessi er gerð úr náttúruefnum og er mjög sterk. Það eru verkfræðingar frá Massachusettes Institute of Technology og læknar frá Har- vard sem hafa i sameiningu búið til þetta nýja efni. Hér er um að ræða samband kolhydrata sem kallast muco- polysaccarides og eggjahvituefn- isins collagen, sem er sterkt trefjaefni sem m.a. er i beinum, húð og sinum. f MIT hefur hópur manna undir leiðsögn próf. Ioannis Yannas unnið þessi efni úr vefjum dýra og tengt þau sam- an með efnafræðilegum ráöum i ..trefjatreyst” efni, sem reynist vera sterkara en summan af þeim efnum sem það mynda. Gervihúð þessi er búin til I ýms- um stærðum og litum og er nokk- uð gróf áferðar. Margir góðir kostir I tilraunum sem til þessa hafa verið geröar á dýrum með „húö” þessa, hefur hún sýnt ýmsa veigamikla eiginleika sem komiö geta að notum fólki sem hlotið hefur brunasár. I fyrsta lagi hafnar likami dýr- anna ekki þessari tilbúnu húö, enda þótt efnin sem hana mynda séu úr dýrategundum sem eru alls óskyldar tilraunadýrunum. Þetta er einkar þýöingarmikið, þvi að „ósamrýmanleiki” að- skotahluta likama þeim sem reynt er að græða á er alþekkt og mikið vandamál. Ennfremur leiðir efni þetta ekki til myndunar blóðlifrar. Þá hefur visindamönn- unum tekist að setja efnið þannig saman, að þeir geta haft fulla stjórn á þvi með hvaða hraða það er leyst upp af enzymum likam- ans. Þetta er einnig einkar þýð- ingarmikið. Þvi að ef efniö leysist of fljótt upp getur það orðiö til þess að skinnbótin breytist i gagnslausan vökva. A hinn bóg- inn — ef efnið tærist ekki nægi- lega vel upp getur það hindrað vefinn undir skinnbótinni i að teygjast henni og mynda nýjan húðvef. Dr. John Burke frá Harvardhá- skóla, sem er yfirmaður þessa starfshóps við Shriner Burns Institute i Boston og frumherji i meðferð brunasára, hefur prófað ónæmiseigindir efnisins og svo það að hve miklu leyti það getur komið i staðinn fyrir mannshúð. Burke tekur það reyndar fram, að enn séu eftir margar tilraunir á dýrum áður en hægt er að nota Bostonhúð þessa á manneskjur, en þó sé hann bjartsýnn á mögu- leika þess. „Þetta er áreiðanlega besti staðgengill mannshúðar sem viö þekkjum til þessa”, segir hann, „og það gæti vafalaust orðiö til aö bjarga mörgum mannslifum sem ekki tekst að bjarga núna.” Burke segir ennfremur, að ver- ið geti að þessi nýja húð verði reynd i fyrsta sinn áður en ár er liðiö. Skrifstofustjóri Staða skrifstofustjóra Félagsmálastofn- unar Reykjavikurborgar er laus til um- sóknar. Umsækjendur skulu hafa lokið prófi i lögfræði eða viðskiptafræði. Laun skv. kjarasamningum við Starfsmannafé- lag Reykjavikurborgar. Uppl. veitir skrif- stofustjóri kl. 10.30—12 f.h. (nema þriðjud.). Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf þurfa að ber- ast fyrir 9. mars nk. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Vonarstræti 4 sími 25500 (byggt á Newsweek)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.