Þjóðviljinn - 22.02.1976, Blaðsíða 20
20 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 22. febrúar 1976
(pHjúkrunarfræðingar
Hjúkrunarfræðingar óskast á hinar ýmsu
legudeildir Borgarspitalans. Nánari upp-
lýsingar á skrifstofu forstöðukonu i sima
81200.
Reykjavik, 19. febrúar 1976.
BORGARSPÍTALINN
Tilkynning
Þeir, sem telja sig eiga bila á geymslu-
svæði ,,Vöku” á Ártúnshöfða, þurfa að
gera grein fyrir eignarheimild sinni og
vitja þeirra fyrir l. mars nk. Hlutaðeig-
endur hafi samband við afgreiðslumann
,,Vöku” að Stórhöfða 3, og greiði áfallinn
kostnað.
Að áðurnefndum fresti liðnum verður
svæðið hreinsað og bilgarmar fluttir, á
kostnað og ábyrgð eigenda, á sorphauga,
án frekari viðvörunar.
Reykjavik, 19. febrúar 1976.
Gatnamálastjórinn i Reykjavik,
Hreinsunardeild.
Margur
háski er
búinn
list-
dönsurum
Balletdansarar sem
stökkva með glæsibrag,
lyfta mótdansaranum með
léttleika og sýna af sér
mörg önnur fáguð afrek
þurfa einatt að berjast í
leiðinni við sársauka sem
stafar frá teygðum sinum,
líkþornum og sprungnum
beinum.
í nýlegri bandariskri rannsókn
hefur það komið fram, að rétt
eins og knattspyrnumenn verði
dansarar fyrir margvisiegum
„atvinnuskakkaföllum”, en þeir
halda einatt áfram að dansa án
þess að leyfa sér þann munað að
læknast nokkurntima almenni-
lega af þeim meinsemdum sem
þá hrjá.
Til dæmis reyndist dansari einn
að nafni Edward Vilella ganga
með niu brotin bein i fótunum
þegar hann var skoðaður — en
hann hafði kvartað yfir bakverk
og vöðvakrampa. Og hann reynd-
ist ekkert einsdæmi. Þetta leiddi
til þess, að ákveðið var að gera
Edward Vilella, sem dansar við New York City Ballet, heldur ótrauður
áfram, þrátt fyrir niu beinbrot.
heildarkönnun á öllum 54 döns-
urum balletsins i Cincinnati.
Gífurlegt álag
Læknar þeir sem tóku þátt i
rannsókninni komust fljótt að
þeirri niðurstöðu, að likamlegt
álag á balletdansara er meira en
nokkrum atvinnumanni i iþrótt-
um er boðið upp á. Auk þess er
það svo, aö til þess að vekja með
áhorfendunum hughrif sem tengd
eru þokka og léttleika, hiýtur
wmi mti rA'2xm.i
— ----------------u.mt'w.Msm—
En V.'á-fátJ|T» £KKt hc£H"f íáun.þy',
snnáks harm e kkí
A ki Alc k' A 1-L y^rX
^ Ht., - ,
eKk,í vei-
■ðrt-jat- um-
Þe-tLa...;
^naTV/ Hanm aetut'stoUi 1
íf þ(ð it # oKKute-neKKi u-
OKKOtOtieKK)
véitjnum, En nu ,
■ yGi-o ea í iýte me>
111 do HvO noá e k k i O'-f
gej'nt^vardar brottf-
I ~
---------------BZZBBCTSZZn
Fáum o KKut þvaoom
Pi!5ner bBnnán
paav. An oK.K9r verKí-
manna verour i rTi T
&KKÍ
dansarinn að þvinga limi sina i
óeðlilega stöðu, sem getur haft
hættur i för með sér. Eins og
áðurnefndur Vilella komst að
orði: „Hin ótrúlega tækni ballets-
ins er fengin með þvi að gera hið
óeðlilega eðlilegt okkur sjálfum.
Rannsóknin leiddi m.a. i ljós,
að hér um bil allir kvendansarar
þjáðust af bólgum og þykkildum á
fótum og stórutáarbeinin höfðu
þrútnað verulega af „ofnotkun”. 1
skýrslu læknanna segir á þá leið,
að „dansari sem ekki er með þrjú
bindi um hvern fót hefur að
iikindum ekki verið að störfum
um sinn.
Það kom einnig i ljós, að
dansarar gera mikið af þvi að
gleypa allskonar lyf til þess að
kveða niður sársauka og kvilla
ýmisskonar. Einn dansari notaði
t.d. um tuttugu tegundir lyfja.
sem hann hafði sjálfur kosið sér.
og voru sum þeirra næsta hæpin
Ekki bætir það úr skák að
margir dansarar eru sérvitrir og
duttlungafullir i matarvenjum
Engir þurfa þó frekar en þeir að
skipuleggja neysluvenjur sinai
með visindalegri nákvæmni.
Frökkum
refsað fyrir
aö sletta
ensku
PARÍS 19/2 —A næsta ári ganga i
gildi i Frakklandi lög þess efnis
að frakkar þeir, sern verða staðn-
ir að því að sletta erlendurn tung-
urn við óviðeigandi tækifæri verði
sektaðir urn allt að 160 frönkurn
við fyrsta brot. Upplýsingaþjón-
usta frönsku stjórnarinnar gefur
þá skýringu að þessi ráðstöfun sé
nauðsynleg til að vernda franska
tungu fyrir áhrifurn frá erlendurn
tungurn, sérstaklega þó ensku.
Sérstaklega er bannað að nota
erlend orð i auglýsingurn, verk-
sarnningurn og rnargskonar opin-
berurn skjölurn.
Lögreglu-
verkfall í
Finnlandi
HELSINKI 19/2 — Verkfall lög-
reglunnar f Finnlandi heldur
áfram. Sainningaviðræður stóöu
yfir i alla nótt og lauk þeim i
morgun án þess að samkoinulag
næðist. Sáttascmjari rikisins scg-
ir þó, að mjög hafi dregið saman
mcð aðilum i þessari sérstæðu
vinnudeiiu, en þctta cr i fyrsta
sinn i sögunni að finnska
lögreglan fer i vcrkfall.