Þjóðviljinn - 22.02.1976, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 22.02.1976, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 22. febrúar 1976 NÍELS HAFSTEIN SKRIFAR UM MYNDLIST íslensk popplist Nýlega var opnuð sýning á Is- lenskri Popplist i sölu Listasafns tslands við Hringbraut og stendur yfirfrarn i rniðjan rnars. Tæplega firnrntíu verk eru á sýningunni, flest i eigu einstaklinga eða rnyndlistarrnannanna sjálfra. Einhverra hluta vegna, þá hefur islensk Poppstefna ekki sveigst i átt til Listasafnsins heldur hafnað á öðrurn rnisjafnlega góðurn stöðurn. örfáir hjartahlýir rnenn i vinskap við listafólkið, þeir aurnkvuðust yfir þessar tilraunir hér áður fyrr og hengdu upp i hi- býlurn sinurn ættingjurn til nokkurs angurs. bau verk sern ekki hlutu náð i augurn neins og flæktust fyrir öðrurn nýrri verk- urn, þau höfnuðu rnörg hver sörnu leið og ruslið: önnur verk lentu i neti örlaganna og sluppu frá bráðurn háska. Á þessum timamótum, þegar skilningur fjárveitingarnefndar Alþingis hefur aukist á tilveru- rétti Listasafns Islands, og þegar glatað timabil i listasögu landsins Myriam Bat-Yosef: Spákonan (1967) er komið i leitirnar, þá sýnist vera kominn timi til að staldra við og hugsa: Hvaða stefnu ætlar innkauparáð Listasafnsins að marka sér? Hvemig ætlar Lista- safniö að koma til móts við nýja árganga listnjótenda svo þeir fái sæmilega yfirsýn á þróun mynd- listar i landinu? Listasafn tslands verður rneð öllum tiltækum ráðum að eignast marktæk listaveik I poppstil og þeim stefnum er á eftir hafa komiö. Það verður að semja viö eigendur, listamenn og aðra, og þaö hlýtur aö ætla svipaða að- stöðu nýjurn verkurn sern og öðrum safngripum þessa stund- ina. Ef horft er framhjá framan- greindum atriðum, og framtak Listasafnsfólks skoðaö sérstak- lega, þá veröur að minnast þeirra erfiðleika sem eru samfara yfir- litssýningum af þessu tagi;söfnun verka er timafrdc og kostar of- fjár, listasöguleg samantekt er ekki hrist framúr erminni, upphenging listaverka er tafsöm og vandkvæðum bundin. Með til- liti til þessa, þá má vel við una. Fáeinir myndlistarmenn hafa móðgast aö visu, vegna þess aö ekki var til þeirra leitað, en hafa verður hugfast hve vonlaust er að eltast við alla fylgifiska fjölskrúðugrar stefnu i rnyndlist. Menn hafa dálitið velt þvi fyrir sér, hvort framhald verði á kynn- ingu Listasafnsins. Nefndar hafa veriö ýmsar leiðir I þvi sambandi og sakar ekki að geta örfárra I þessu spjalli: Happenings af ljós- myndúm og segulböndum. Bækur og veggspjöld. Concretljóö og hljóðljóð. Conceptual-art. Oplist og hreyfilist. Islensk popplist Um miðjan siðasta áratug bár- ust ýmis myndlistaráhrif hingað til lands, ekki sist i kjölfar Diters Rot. Ungir oflátungar og uppreisnarmenn i listum fengu skyndilega snert af annarlegum straumum, snerust gegn rikjandi listmati harðlinumanna i abstrakt og expressionisrna og höfnuðu . ýmsum þeim gildum sem áður höfðu haft fastan punkt i tilverunni. Sambönd náðust við erlenda listamenn, hópurinn SOM var stofnaður, „Tilraunir i nafni listarinnar” urðu daglegt brauð. En vegna þess hve áhrifin voru margvisleg og af ólikum toga spunnin, þá varð engin ákveðin stilmynd rikjandi. Poppstefnan breska átti i höggi viö hugmynda- fræði meginlandsins, og mikil hreyfing á islendingurn korn i veg fyrir einangrað og afmarkað fyrirbrigði eins og svo oft hefur þróast i litlurn sarnfélögurn (abstrak og realisrni). f þriðja lagi, þá yfirgáfu margir lista- menn landiö og settust að á er- lendri grund: Þórður Ben. Sveinsson fór til Vestur-Þýska:- lands, Róska hafnaöi á ttaliu, Tryggvi Ólafsson stefndi til Dan- merkur, Hreinn Friðfinnsson, Sigurður og Kristján Guðmunds- synir geröust landnemar i Hollandi, Erró starfaði I Frakk landi og stóð utan við þær hræringar sem skóku tsland. Bragi Asgeirsson: Útþrá (1974) Erró: Intericur américain (1973) Sigurjón Jóhannsson: Sunnudagssiðdegi á Mokkakaffi (1965). Kjarninn i islenskri Popplist var fyrst og fremst samansettur af tveimur mönnum, þejm Sigur- jóni Jöhannssyni og Jóni Gunnari; siðar styrktist þessi kjarni með þátttöku Tryggva Ólafssonar og Magnúsar Tómas- sonar. Eins og eðlilegt má teljast, þá sló saman áhrifurnpopplistar og abstraktstefnu báðurn til nokkurs ávinnings — fagurfræði leg gildi blönduðust nýrri mynd- sýn. t annan stað runnu saman surrealisk áhrif og popplist. 1 ljósi þessara þátta verður að skoða is- lenska popplist hún verður ekki skilgreind rneö góðu rnóti nerna tekin séu rnið af félagslegurn urn- svifurn og sarnslengingu ólikra hugrnynda. Ógjörningur er i stuttri blaða- grein að tvinna saman áhrif og uppruna svo vel fari, og varpa ljósi á þróun I islenskri popplist og þær greinar hennar sern hrislast hafa I ýrnsar áttir allt til þessa dags, enda gefur sú sýning sern urn er fjallað ekki tilefni til ýtarlegra skrifa sér á parti. Framlag einstakra listamanna Eins og fyrr var sagt, þá var Sigurjón Jóhannsson buröarstoð i popplist hérlendri á siðasta ára- tug, uppúr 1965. Verk hans á þessari sýningu eru dæmigerð popplistarverk rnyndrnál þeirra er sótt I hversdagslegan veruleik, menningarfirrt samfélag neyslu og tilgerðar. Sannverðug iýsing þeirra afhjúpar þá þætti sem at- hyglin beinist að hverju sinni, hvort sem þaö er dansinn i kring- um hjólkoppinn eða átveislusam- félagið. Og sér til ávinnings hefur listamaðurinn útfært verk sin af undirstöðu staðgóðrar kunnáttu og tækni. Jón Gunnar Arnason hafnar þeirri túlkun sem felst i ná- kvæmri eftirmyndun raunveru- leiksins, hann formar uppá nýtt og hrifur með notkun lauslegs táknmáls. Skoðandinn setur verk hans strax i samband við nánasta umhverfi, tæknivæðingu, strið og mengun, og svo þá þætti til- finningalifsins sem kenna sig við ótta, óhugnað og reiði. Á sýningu Listasafnsins er HjaVtað það myndverk sem nátengdast er meðvitaðri ábyrgð listamannsins i þjóðfélaginu og mætti hans til krufningar og ádeilu, táknrnál þess er viðtækt og heyrir jafnt til læknisfræði sem og ástar millum manna. Herra Guðmundur er dærnigerðara popplistarverk en um leið einangrað fyrirbæri án mikilla áhrifa. Hlutir Magnúsar Tómassonar togast á milli gamansamrar léttúðar og pólitiskrar ábyrgðar; á sýningunni er fyrrnefnda at- riðið veigameira og birtist i út- færslu á gleraugum og mjúkum ljósaperum. Pólitisk ádeila lista- mannsins afturámóti, hún varð skörpust i þeim myndum þar sem hlutföllin stækkuðu, sbr. flugurn- ar og sardinudósina sem margir kannast við og eiga frændsemi að rekja til bandariska listamanns- ins Claes Oldenburgs. Málverk Tryggva Ólafssonar hafa lengi verið i anda ameriska poppsins . aðferðir auglýsinga- teiknunar eins og notkun mynd- vörpunnar hafa leikið i höndum hans. Tryggvi Ólafsson byggir upp myndir sinar með hversdags- legum og viðburðarlitlum svipleiftrum, lagfærir og eykur i stil þannig að útfærslan verður einkennandi persónulegt og út- hugsað framlag til listarinnar. t siðari tima verkum Tryggva hefur skreytigildið aukist nokkuð og virðist vera fyrirboði nýrra leiða. Róska hefur ekki verið fyrir- ferðarmikil á islenskum mynda- markaði; hún vakti verulega at- hygli þegar þvottavél hennar var á útisýningu á Skólavörðuholti, (sláandi dæmi um tilbúinn hlut sem settur er i óvirkt umhverfi, og á sér rætur i dada). Verk Rósku á Listasafni tslands er fag- mannlega samansett: klipptur og rifinn pappir, krass með penna og litaklessur. Aðalform myndar- innar eru stór og undirstrikast með öðrum smærri.t.d. englinum sem boðar Mariu mey að hún skuli þunguð verða og barn fæða, — sá engill kemur af klósettinu! Þessi ruddalega, en listræna framsetning er mjög i anda popplistarinnar. Auk þess býður verk þetta upp á nýstárleika af ööru tagi og felsl i þvi hvernig listakonan sprengir hinn hefð- bundna rétthyrning mynd- flatarins i vinstra horni uppi. Bragi Asgeirsson raðar saman smáhlutum og leikföngum barns- ins og verður úr samræmd heild eða samheimur, afmarkað svið þagnar og stöðvunar sem visar til persónulegrar reynslu lista- mannsins i æsku. I fyrri verkum Braga voru afmyndaðar brúður eöa hlutar brúðu áberandi tákn umkomuleysis, einsemdar og þjáninga, og minntu um margt á hörmungarnar i austur-Asiu og Biafra. Bragi Asgeirsson hefur ásamt öðrum rutt burt skilnings- leysi fólks á gildi efnisins, og er það rnjög i anda poppstefnunnar: aö allt sé list. Myndlistarverk hans á sýningunni eiga það sam- eiginlegt að litakassar eru i þeim öllum, og er þar skirskotað til ná- lægðar eldri gilda i listinni, og hinnar óvenjulegu iitanotkunar sem styðst við yfirveguð vinnu- brögð og rannsókn á einstökum þáttum I heildarmynd listaverks. Myriam Bat-Yosef gefur al- gengum hlutum nýja merkingu þegar hún málar þá og skreytir i fjörugum litum. Listakonan hefur um nokkrun tima viðhaft þennan tjáningarmáta, umturnað útliti flugskeyta, skriðdreka og annarra vitisvéla og fengið þeim nýstárlegt hlutverk i umhverfinu. Að nokkru Ieyti er aðferð hennar ádeiia á hrikaleik þessara morð- vopna og áhrifamátt þeirra i mót- un heimsins, en i annan stað sönnun á gildi ómengaðrar listar i þeim sama vitfirrta heimi. Hringur Jóhannesson útfærir viðfangsefni sin nákvæmt og

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.