Þjóðviljinn - 22.02.1976, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 22.02.1976, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 22. febrúar 1976 KJARTAN ÓLAFSSON: Kjarabarátta - Landhelgisstríð Undanfarna daga hefur veriö býsna tiöindasamt á vettvangi islenskra stjórnmála. Nær allt at- vinnulif er nú lamaö vegna almennra verkfalla sem ná til um 35.000 manna. Stór hluti Islenskra sjómanna hefur lagt niöur vinnu og krefjast þeir eins og verkafólk I landi bættra kjara. t landhelgisdeilunni hefur einn- ig dregiö til mikilla tföinda. Stjórnmálasambandi viö breta hefur loks veriö slitiö, er I ljós kom svo aö ekki varö lengur um villst, aö framkvæmdastjóri NATO haföi hreinlega haft ráö- herrana i rikisstjórn tslands aö fiflum, svo vægilega sé til oröa tekið. Hér verður aö þessu sinni fjall- að nokkuð um kjaramálin og landhelgisdeiluna, og skal á það minnt i byrjun, aö -eint verður nógsamlega undirstrikað, hversu nátengd bæöi málin eru, þvi tvimælalaust eru það úrslit land- helgismálsins, sem ráöa mestu um það, hvaða ytri skilyrði veröa hér fyrir hendi á komandi árum til góðra og batnandi lifskjara. Mjög stór hluti af þvi verka- fólki, sem nú á i verkfallsbaráttu hefur aöeins 50—60.000,- krónur á mánuði i dagvinnurekjur samkvæmt umsömdum töxtum verkalýðsfélaganna. Til varnar gegn 25% kiaraskeröingu. A þeim tæpum tveimur árum, sem liðin eru siðan kjarasamn- ingar voru undirritaðar i lok febrúar 1974, þá hefur raungildi, eða kaupmáttur, launa þessa fólks minnkaö um fullan fjórð- ung, eða 25%. Svo mjög hefur verðlag á nauðsynjavörum hækk- að umfram kaupgjaldshækkanir. Orsök þessa er ekki nema að mjög litlum hluta að finna i erlendum verðhækkunum. Rétt er að minna á, að á fyrsta valdaári núverandi rikisstjórnar, það er frá 1. ágúst 1974 — 1. ág. 1975, þá hækkaði allt verðlag hér á landi samkvæmt framfærslu- visitölu um 54,5%. Um þrjá fjórðu hluta þessarar gifurlegu hækk- unar má rekja beint til ákvarðana rikisstjórnar og þingmeirihluta. Tvær gengisfellingar leiddu til 24% hækkunar framfærsluvisi- tölu, 12% innflutningsgjald leiddi til 4% hækkunar framfærsluvisi- tölu, ýmsar hækkanir á opinber- um þjónustugjöldum leiddu til 8% hækkunar framfærsluvisitölu, og enn varð 4% hækkun framfærslu- kostnaöar vegna hækkunar sölu- skatts og hækkunar vaxta. Ljóst er samkvæmt þessu, að þær beinu stjórnvaldaakvaröanir sem hér hafa verið raktar leiddu til 40% hækkunar framfærslu- kostnaðar á fyrsta valdaári rikis- stjórnarinnar, og eru það nær þrir fjórðu hlutar þess; sem framfærslukostnaðurinn hækkaði i heild. Segja má að erlendar verðhækkanir og innlendar launahækkanir hafi svo leitt til 14—15% hækkunar framfærslu- kostnaðar hér á þessu sama ári og svarar það til rúmlega eins fjórða heildarhækkunarinnar, sem var eins og áður segir 54,5% á einu ári. Það voru þvi fyrst og fremst beinar aögerðir stjórnvalda, sem leiddu til þess, að kaupmáttur launa verkafólks rýrnaði svo mjög sem raun ber vitni. eða nú um full 25% á tæpur tveimur ár- um. Eru þeir óþjóöhollir, sem heimta 60—70 þús. i dag- vinnukaup. á mánuði? Var þetta réttlætanlegt? Var hér aðeins um að ræða fórnir, sem skylt var að færa vegna áfalla, sem þjóðarbú okkar islendinga hefur orðið fyrir? Þessum spurningum svara ráð- herrar og aðrir talsmenn rikis- stjórnarinnar játandi, svo og málgögn Sjálfstæisflokksins og Framsóknarflokksins. Þeir segja, að þetta hafi verð óhjákvæmilegt i fyrsta lagi vegna verðfalls á erlendum mörkuðum og minnkandi þjóðartekna og i öðru lagi vegna þess, að kaup- máttur launa á fyrri hluta árs 1974 hafi veriö hærri en þjóðarbú- ið gat með nokkru móti borið. Litum á þessr kenningar. Samkvæmt opinberum tölum Þjóðhagsstofnunar þá hafa þjóðartekjur á mann á íslandi að visu minnkað á árunum 1974 og 1975, vegna verðlagsþróunar erlendis, — en þær hafa ekki minnkað um 25%, eins og kaup- máttur launa verkafólks, heldur aðeins um 10% samtals á þessum tveimur árum. En voru þá laun verkafólks á fyrri hluta árs 1974 svona miklu hærri en þjóðarbúið gat borið? Það er aö visu rétt, að á árum vinstri stjórnarinnar hækkaöi kaupmáttur launa verkafólks nokkru meira en svaraði til hækk- unar þjóðartekna á mann, en það nægði þó engan veginn til aö rétta af þann halla sem myndast haföi i þessum efnum verkafólki i óhag á árum viðreinsarstjórnarinnar, eins og margoft hefur verið sýnt fram hér i Þjóðviljanum, — en á viðreisnarárunum 1959—1970 hafði kaupmáttur dagvinnukaups verkamanna samkvæmt samn- ingum aðeins hækkað um 15% á sama tima og þjóðartekjur á mann hækkuðu um 43%. Það var þessi halli, sem vinstri stjórnin ætlaði sér að rétta af og var komin nokkuð áleiðis við það verkefni, en nú hefur sá árangur allir verið eyðilagður á ný af rikisstjórn Geirs Hallgrimssonar. Það fólk, sem nú er skammtað 50-60.000,- kr. i dagvinnurekjur á mánuði, það þarf svo sannarlega ekki að efast um rétt sinn til betri kara. Sú kenning stjórnarflokkanna, að kjarabarátta verkafólks nú eigi engan rétt á sér og stefni þjóðarhagsmunum i voða, er fals- kenning, sem verkafólk mun svara á viðeigandi hátt. Gat verkafólk beðið lengur? Það sem gerst hefur er i raun- inni nákvæmlega hiö sama og ef vikukaup, sem var 10.000 krónur fyrir einu og hálfu ári hefði verið lækkað niður i 7.500,- krónur. Munurinn er aðeins sá, aö ekki hefur verið fariö framan að fólki heldur aftan að þvi. Þetta er margur maðurinn far- inn að skilja nú. Þvi hefur verið haldið fram i Morgunblaðinu, að verkföllin nú beri vott um „pólitiskan glannaskap” og „ábyrgðarleysi” forystumanna verkalýðsfélaganna. Vist má segja að verkföllin séu pólitisk að þvi leyti að barist er við afleiðingar pólitiskra ráðstaf- ana, sem teknar hafa verið á alþingi og i rikisstjórn. En hér er þó eingöngu um nauðvörn verka- fólks, að ræða, siðasta úrræbið, þegar öll tilmæli, allar aðvaranir hafa reynst árangurslausar. Það er stundum sagt, að allir tapi á verkföllum. En hverju tapar verkafólk þegar stjórnvöld, sem hafa hagsmuni gróðastétta þjóðfélasins að leiðarljósi rýra kaupgetu lágtekjumanna um full- an f jórðung, — ræna f jórðu hverri krónu? Attu samtök verkafólks máske að biða með að snúast til varnar uns búið væri að hirða aðra hverja krónu af launum almenn- ings? Eitt er vist, þær tugþúsundir vinnandi fólks, sem nú heyja verkfallsbaráttu, hafa ekki lagt út i það strið af einhverjum ann- arlegum hvötum, eða vegna skortsá þjóðhollustu, eins og tals- menn stjórnarflokkanna vilja vera láta, heldur nauðvörn, þegar aðeins siðasta úrræðið, — verkfall — var eftir skilið. island á ekki að vera láglaunaland. Island er nú orðið sérstakt láglaunaland, sé kaupmáttur timakaups verkafólks i nálægum löndum hafður til hliðsjónar. Astæðan er ekki sú, að hér séu þjóðartekjur á mann lægri, heldur en gengur og gerist i nálægum löndum, heldur veldur það, aö hér er hlutur verkafólks fyrir borð borinn við skiptingu arðsins af þjóðarbúinu, og það á hrikalegri hátt en i flestum ná- lægum löndum. Hér kemur til annars vegar fáheyrö óstjórn, og hins vegar útsmogin hagsmuna- gæsla stjórnvalda i þágu islenskra gróðastétta. A valdatima núverandi rikis- stjórnar hefur átt sér staö veruleg tilfærsla fjármuna frá almennu launafólki til fésýslustéttanna. Markmið núverandi verkfalls- baráttu hlýtur að vera: I. Að tryggja það, að raungildi launa verkafólks haldi ekki enn áfram aö hraka á árinu 1976. II. Aað vinna upp nokkuð af þeirri 25% kjaraskerðingu, eem orðin er. III Að tryggja það, að kjarabæt- ur, sem um verður samið fái að standa i friði fyrir fjand- samlegum stjórnvöldum. Þegar þessi orð eru skrifuð, á föstudegi — 4. degi almenna verk- fallsins, þá hefur verkafólki ekki einu sinni verið boöinn óbreyttur kaupmáttur á þessu ári, miðað vð siðustu áramót, hvað þá nokkrar kjarabætur. Fleiri krónur en kjararýrnun. Hagstofa Islands hefur spáð þvi, að miðað við óbreytt kaup i krónutölu, þá muni framfærslu- skotnaður, almennt verðlag, hækka um 17% frá 1. nóv. 1975 — 1. nóv. 1976. Það sem verkafólki hefur verið boðið á móti þessu, er 13—16% krónutöluhækkun kaups i áföngum, sem augljóslega þýðir enn minnkandi kaupmátt, en alls engar kjarabætur. Það er fyrst og fremst rikis- stjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, sem ber ábyrgö á þessari freklegu óbil- girni i garð verkafólks og verkalýsðhreyfingarinnar. Sú hin sama rikisstjórn, og neitað hefur nær öllum, þeim pólitisku ráðstöfunum, sem Alþýðusambandið gerði kröfu um i byrjun des. s.l„ en þær hefðu að nokkru getaö komið i stað beinna launahækkana, ef vilji hefði verið fyrir hendi hjá rikisstjórninni. Það er vissulega ekki að ófyrir- synju, að á alþingi hefur nú verið flutt vantraust á þessa rikis- stjórn, og verðu vantrauststil- lagan tekin til útvarpsumræðu annað kvöld. — Framkoma rikisstjórnar- innar i landhelgismálinu hefur einnig verið slik, að fullt tilefni gefur til þeirrar kröfu, að rikis- stjórn Geirs Hallgrimssonar viki og leggi mál sin i dóm þjóðarinn- ar. NATO vildi leysa land- helgisdei luna á okkar kostnað. Landhelgismálið er stærsta kjaramál islenskrar alþýðu. Með þá staðreynd i huga hefur Al- þýðusamband Islands og verk- alýðshreyfingin öll hvatt eindreg- ið til öflugrar sóknar og sigurs i þvi máli, en mótmælt harðlega öllum tilhneigingum til und- anhalds og uppgjafar. I landhelgismálinu hefur rikis- stjórnin sett allt sitt traust á Atlantshafsbandalagið, þó án þess að dirfast nokkurn timan að setja forráðamönnum NATO kosti. Allur sá lofgerðaróður, sem fluttur hefur verið, ekki sist i Morgunblaðinu um þátt NATO og Luns, framkvæmdastjóra þess i að koma bresku herskipunum úr islenskri landhelgi og tryggja okkur sigur, er átakanlegur, nánast grátbroslegur i ljósi þeirra staðreynda, sem nú liggja fyrir. Sannleikurinn er einfaldlega sá, að þessi erlendi sendimaður hefur gert allt sem i hans valdi hefur staðið til að fá islensku rikisstjórnina til að hefta aðgerð- ir varöskipanna gegn bresku veiðiþjófunum, og fá rikisstjórn- ina til að fallast á uppgjafar- samninga við breta. Gegn slikri uppgjöf af okkar hálfu átti svo að kalla bresku herskipin heim, — þó það nú væri. Auðvitað vildu ráðamenn NATO og þar á meðal framkvæmdastjóri þess „leysa deiluna”, en sú lausnátti bara að verða á kostnað okkar islendinga. En framkvæmdastjóri NATO og yfirboðarar hans hefðu haft nokkurn minnsta skilning á okk- ar máli, og einhvern snefil af vilja til að leggja okkur lið i deilunni, þá hefði Luns, að sjálfsögðu neit- aö að flytja islendingum aðrar Aöalfundur Félags matreiðslumanna verður haldinn þriðjudaginn 2. mars 1976 kl. 15 að Óðins- götu 7. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Lagabreytingar 3. önnur mál Stjórn Félags matreiðslumanna AÐALFUNDUR Ungmennafélags Selfoss verður haldinn þriðjudaginn 24. febrúar kl. 21 i H.S.K.-sal, Eyrarvegi 15 Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Lagabreytingar Stjórnin Verkfallið sem nú stendur yfir hefur einkennst af ómældri benginþörf, sem aidrei virðist hafa verið meiri en nú. Þessi mynd var tekin á Kópa vogshálsi sl. fimmtudagskvöld, en þar var reynt aö selja ben- sin og myndaðist mörg hundruö metra löng bflaröð samstundis. Mynd: —gsp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.