Þjóðviljinn - 22.02.1976, Blaðsíða 15
Sunnudagur 22. febrúar 1976 IÞJÓÐVILJINN — StÐA 15
Umsjón:
Magnús Rafnsson og
Þröstur Haraldsson
Með þessari siðu hefur verið skipt um um-
sjónarmenn Klásúlna eins og sjá má i haus
þeirra. Bak við nöfnin tvö sem þar standa eru þó
fleiri, þvi efni siðunnar er ákveðið á vikulegum
fundum þar sem saman koma 5—10 manns. Ekki
er ætlunin að gefa út margbrotna stefnuskrá eða
lofa neinu i upphafi heldur láta stefnuna mótast i
starfi. Við viljum vitaskuld eiga góð samskipti
við lesendur Klásúlna og biðjum þá sem vilja
eiga samskipti við okkur að hringja i Þröst Har
aldsson á Þjóðviljanum i sima 1-75-00 eða senda
okkur bréfstúf stilaðan á Klásúlur Þjóðviljans
Box 310, Reykjavik.
Bob Dylan og skáldið Alan Ginsberg sitja hér á leiði þriðja fánabera þeirrar bylgju sem reis i
Bandarikjunum upp úr 1965, rithöfundarins Jack Kerouac.
Árni Gylfan og
poppmenningin
i menningarskrifum
dagblaðanna er fyrst og
fremst fjallað um svo-
nefnda hámenningu, þ.e.
list sem fámennur og
vandlátur hópur nýtur.
Sjaldan er vikið að þeirri
menningarf ramleiðslu
sem er andlegt fóður alls
þorra fólks, svo sem
reyfurum glæpa- og
klámtímaritum, sjón-
varpsefni og poppmúsík.
Æskulýður landsins elst upp
við popptónlist. Hún er sam-
einingartákn og tjáningarmiðill
uppvaxandi kynslóðar. Samt
meta stjórnendur dagblaða
þessa listiðngrein ekki hærra en
svo að þeir ráða einhverja
stráka til að gefa plötum og
poppgrúppum gæðastimpla
(„gott” „frábært” „sæmi-
legt”). Við lestur poppsíðna
dettur manni ósjálfrátt i hug, að
á ritstjórnum dagblaða hafi
menn ekki mikið álit á æsku-
lýðnum, heldur telji það sé hægt
að henda i hann nánast hvaða
rulsi sem er.
Undantekning frá hefðbund-
inni verkaskiptingu menningar-
páfa og poppskríbenta varð
þegar Árni Björnsson reit grein
sina „Bob Gylfan” i Þjóðviljann
19. nóvember sl. bar benti hann
réttilega á hversu hættulegt er
að einblina á amerisku herstöð-
ina sem agent bandariskrar
lágmenningar á Islandi og fór
nokkrum orðum um þá for-
heimskun sem fram fer i gegn-
um kvikmyndahús og plötuspil-
ara, einatt á ameriskri tungu.
Sá, sem þetta ritar setti sig
strax i stellingar og bjóst við
myndarlegri ádrepu á for-
heimskað popp á borð við Ding-
a-dong og framleiðslu Osmonds-
systkina. En þegar leið á lestur-
inn trúði ég vart minum eigin
augum. Yfir pappirinn flæddu
geðvonskulegar athugasemdir
um skáldið, lagasmiðinn og
söngvarann Bob Dylan.
Arni kvaðst taka Dylan sem
dæmi vegna þess að hann væri
einna skástur hinna amerisku
lágmenningarpostula. Hins
vegar væri útbreiddur sá mis-
skilningur að Dylan þessi væri
hinn framsæknasti maður, jafn-
vel pólitiskur spámaður. I raun
væri boðskapur hans einungis
„grútmáttlaust væl” enda væri
ekki að merkja, að bandarisku
auðherrarnir kipptu sér upp viö
hann. Arna virtist mikið i nöp
viö að ungir menn islenskir
tignuðu Bob Dylan og beindi
hann þeim tilmælum til þeirra,
að þeir hlustuðu frekar á Róbert
Arnfinnsson syngja lög Gylfa Þ.
við ljóð Tómasar. Þetta væri þó
islensk framleiðsla og enginn
gæti leiöst til að halda hana
byltingarsinnaða.
Pólitískur spámaöur eða
skáld
Hámenningin.
fyrst og fremst skáld sem teng-
ist bandariskri hefð alþýðutón-
listar og gerir sér far um að
halda um púls samtiðarinnar.
Um það leyti sem hann var að
brjóta sér leið til frægðar,
kynntist hann róttækum lista-
mönnum i New York, og varð
fyrir miklum áhrifum af skoð-
unum þeirra. t tvö-þrjú ár
samdi hann og söng ádeilu-
söngva. Þá var friðarhreyfingin
bandariska að vaxa úr grasi, og
frægustu ádeilusöngvar Dylans
urðu n.k. tákn fyrir hreyfing-
una. Þar er á ferð ungur reiður
maður sem segir heiminum
óspart til syndanna i söngvum
sem byggjast meira á
tilfinningalegri reiði og siöferði-
legri vanþóknun en djúpum
skilningi á gerð þjóðfélagsins.
En Dylan vildi ekki staðna i
hlutverki „reiða ungamanns-
ins”. t skáldhörpu hans voru
fleiri strengir, og upp úr 1963 fór
hann að einbeita sér að þvi aö
tjá persónulega reynslu og það
lif sem kynslóð hans lifði, eink-
um hin rótlausari hluti hennar.
Á seinni árum hefur hann samið
fjölmarga ástarsöngva og tekist
að gera þvi margtuggða yrkis-
efni frumleg og persónuleg skil.
Er þá fátt eitt talið svo fjöl-
breytileg hafa viðfangsefni hans
verið á liðnum árum.
A sama tima hefur tónlist
hans og flutningur tekið mörg-
um breytingum. t stað kassagit-
ars og munnhörpu hefur hann
ieikið með rafmögnuðum
hljómsveitum, meðýmiss konar
hljóðfæraskipan, og hann hefur
gælt við margar tegundir
tónlistar, þ.á.m. bandariska
country-tónlist og gyðinga-
músik.
Oftar en ekki hafa aðdáendur
Dylans orðið fyrir vonbrigðum
með breytingarnar. Þegar hann
hætti að semja mótmæla-
söngva, þegar hann kom fyrst
fram með rafmagnaðri hljóm-
sveit, er hann fór að fást við
country-tónlist, i öll þessi skipti
komu fram reiðir „aðdáendur”
og sögðu: „Dylan er búinn að
vera.” En ávallt hafa þessar
fullyrðingar afsannast og nú er
óhætt að segja að Bob Dylan
standi á enn einum hátindi ferils
sins. A tveim siðustu plötunum
„Blood on the tracks” og
„Desire” hefur hann náð meiri
tónlistarlegri fágun en nokkru
sinni fyrr og lög og textar
standa þvi ekki að baki sem
hann hefur áður gert best.
Pólitiskt mat á Dylan
Dylan á sterkar taugar i flest-
um þeim róttæklingum sem ól-
ust upp með poppinu á sjöunda
áratugnum. Pólitiskir söngvar
hans túlkuðu öðrum betur þá
ómarkvissu róttækni sem
breiddist út meðal ungs fólks.
Þá meta menn hann ekki siður
fyrir brautryðjandahlutverk
hans. Hann var ekki brauðryðj-
andi i þeirri merkingu að hann
semdi þessa tegund pólitiskra
söngva fyrstur manna, i þvi til-
liti sótti hann margt til eldri
kynslóðar þjóðlagasöngvara
s. s. Pete Seeger og Woodie
Guthrie. Hins vegar ruddi
Dylan þessari tegund tónlistar
braut inn á fjöldamarkaðinn.
Með Dylan sannfærðust plötuút-
gefendur um að hægt var að
selja texta með róttækum
meiningum. Þegar Dylan hélt
áfram að seljast, eftir að hann
sneri sér frá ádeilunni, en orti
vönduð en torskilin ljóö, haföi
það mikil áhrif á popptónlistar-
menn sem uppgötvuðu að það
var hægt að bjóða kaupendun-
um upp á vandaða vöru. Áhrif
Dylans verða seint fullrakin, en
hérlendis nægir að benda á
Megas og allt það sem hann á
Dylan að þakka.
Arni Björnsson virðist lita á
það sem sönnun um pólitiskan
slappleika og villur Dylans að
bandariskir kapitalistar vilja
óðfúsir gefa hann út. Sam-
kvæmt sömu rökvisi eru Karl
Marx og fjölmargir marxistar
ekkert annað en auðvaldsþý
fyrst þeir eru gefnir út af
hákapitaliskum bókaútgefend-
um um allan heim. Staðreyndin
er nefnilega sú að útgefendur
eru fyrst og fremst að hugsa um
eigin gróða og bjóða þvi upp á
varning sem selst.hvort sem
hann flytur andkapitaliskan
áróöur eöa ekki.
Þó svo að félagslegri ádeilu
bregði stundum fyrir hjá Dylan
t. a.m. i tveim lögum á nýjustu
plötu hans þeim Hurricane og
Joey, er hún alls ekki einkenn-
Framhald á bls. 22.
KREPPUPLATA „aö einhverju leyti”
Ég get fyllilega tekið undir
það með Arna að meginhluti al-
þjóðlegrar poppframleiðslu sé
forheimskandi væl. En aö taka
Dylan sem dæmi þess, það er að
hengja bakara fyrir smið.
Það er viðbúið að menn kom-
ist að röngum niðurstöðum um
Dylan, þegar þeir gefa sér rang-
ar forsendur, eins og þá að
menn liti á hann sem pólitiskan
spámann. Það eru nú liöin
þrettán ár eða svo siðan Bob
Dylan sagði þeirri stöðu lausri.
Bob Dylan hefur alltaf veriö
Nokkuð hefur verið
rætt manna á meðal um
væntanlega breiðskífu
sem Steinar h.f. hyggst
gefa út og verða mun til-
einkuð kreppunni al-
ræmdu. Klásúlur höfðu
tal af Ólafi Þórðarsyni á
skrifstofu Steinars og
spurði hann um þessa
skíf u.
— Það er verið að taka hana
upp núna, Þokkabót var t.d. i
upptöku um siðustu helgi. Það
má búast við henni á markaðinn
með voíinu, svona i april-mai.
— Hverjir verða fleiri með?
— Það verða Ómar óskars-
son, Musica Diabolica ( sem áð-
ur hét Hljómsveitin hlær),
Kaktus og sennilega Dögg.
Þokkabót verður þarna með á-
gætan kreppusöng og svo kafl-
ann um Þambara vambara úr
Sóleyjarkvæði Jóhannesar úr
Kötlum i eigin útsetningu. Aörir
verða með eigin smiöar og allir
textar verða á islensku.
Það hefur kvisast að litið
verði um pólitiska söngva á
skifunni nema þá helst frá hendi
Þokkabótar. ólafur sagði þó að
enn væri hún tileinkuð krepp-
unni, a.m.k. að einhverju levti.
Klásúlur vita hins vegar að i
upphafi stóð til að fá órn
Bjarnason og fleiri pólitiska
trúbadúra með i slaginn en fyrir
einhverra hluta sakir var horfið
frá þvi. Er það miður.---ÞH