Þjóðviljinn - 04.03.1976, Side 1
ÞJÚDVUHNN
Fimmtudagur 4. mars 1976 — 41. árg.—49. tbl.i
S j ómannav erkf allinu
aflýst eða
frestað
I heild féllu atkvæði
þannig yfir landið að
295 voru á móti en
með samningunum
Snæfellingar
felldu heildar-
samkomulagið
með 68 atkvæð-
um gegn 56
Verkfall sjómanna hefur leyst
upp. öll þau sjómannafélög, sem
felldu núgerða kjarasamninga
hafa ýmisst veitt undanþágu til
róðra og þar með frestað verkfalli
Aldarafmœli
Asgríms
Grein eftir
Hörð Ágústsson
I dag eru hundrað ár liðin
frá fæðingu Asgrims Jónsson-
ar, listmálara. t minningu
aldarafmælisins ritar Hörður
Agústsson í dag grein um
málarann og myndir hans i
opnu blaðsins.
A laugardag opnar Reykja-
vikurborg i samráði við
Asgrimssafn yfirlitssýningu á
verkum Asgríms á Kjarvals-
stöðum, og mun það vera
stærsta sýning á verkum
einstaks málara, sem haldin
liefur verið hérlendis. Á sýn-
ingunni eru 272 verk, og er það
um tveir þriðju hlutar lista-
verkanna, sem Asgrimur
ánafnaði þjóðinni.
SJÁ OPNU
eða aflýst þvi algjörlega. Ef talin
eru saman atkvæði allra sjó-
mannafélaga, sem greitt hafa at-
kvæði um samningana hafa 295
sagt nei við þeim, en 253 sagt
já.Snæfellingar greiddu atkvæði i
gær um heildarsamkomulagið.
Fellau þeir það með 68 atkvæðum
gegn 56. Þar vestra náðist i fyrri-
nótt samkomulag við útvegsmenn
á Snæfellsnesi um sér ákvæði i
sjómannasamningum, og sagði
Sigurður Lárusson, formaður
Verkalýðsfæelagsins Stjörnunnar
i Grundarfirði, að sérákvæðin
hefðu verið samþykkt samhljóða i
öllum fjórum sjómannafélögun-
um á Snæfellsnesi. Sérákvæðin
munu i heildina tekið vera sjó-
mönnum hagstæðari nú en þau
voru i fyrri samningum.
Sigurður bjóst við, að útveg-
menn mundu óska eftir þvi, að
undanþága yrði gefin til sjóróðra,
og sagði hann að i öllum félögun-
um fjórum hefðu stjórnir og
trúnaðarmannaráð heimild
félagsfunda til þess að veita slika
undanþágu.
Þá hafa sjómenn á Siglufirði
frestað verkfalli. Sjómannafélag
Eyjafjarðar hefur frestað taln-
ingu um kjarasamningana og
einnig verkfallinu um óákveðinn
tima.
A fundi i Sjómannafélagi
Hafnarfjarðar i fyrrakvöld var
verkfallinu aflýst. Að sögn for-
manns félagsins, Óskars Vigfús-
sonar var þetta samþykkt með 34
atkvæðum gegn 6. 16 sátu hjá.
Sagði Óskar að nú ynnu sjómenn
á Hafnarfjarðarbátum eftir felldu
samningunum. Verkfall verður
boðað ef til kemur i Hafnarfirði
með venjulegum viku fyrirvara.
Ef lagðar eru saman tölur af at-
kvæðagreiðslum i félögunum
kemur i ljós, að þeir hafa verið
felldir með 295 atkvæðum gegn
253. 13 seðlar voru auðir eða
ógildir.
Að sögn Jóns Sigurðssonar,
formanns Sjómannasambands
íslands, óskaði hann eftir þvi við
samninganefnd sjómanna, að
atkvæði allra félaganna yrðu tal-
in sameiginlega. Þvi hefði ekki
verið játað.
Hafrún — myndin tekin þegar báturinn var nýr, en hann bar
nafnið Húni H.V. I.
þá
Þeir sem fórust með Hafrúnu
AR auk Ingibjargar voru:
Valdemar Eiðsson skipstjóri,
fæddur 1945, kvæntur og tveggja
barna faðir, frá Eyrarbakka.
Hann var eigandi bátsins. Agúst
Ólafsson, fæddur 1949, kvæntur
og átti eitt barn. Þórður Þóris-
son, fæddur 1943, kvæntur og
átti eitt barn. Július Stefánsson,
fæddur 1955, lætur eftir sig unn-
ustu. Haraldur Jónsson, fæddur
1955, lætur eftir sig unnustu og
eitt barn. Þessir menn voru allir
frá Eyrarbakka. Guðmundur S.
Sigursteinsson, fæddur 1957,
ókvæntur og barnlaus og Jakob
Zophoniusson, fæddur 1931,
lætur eftir sig einn uppkominn
son. Þeir voru báðir úr Reykja-
vik.
Hafrún talin af
Brak úr bátnum og rifrildi úr gúm-
björgunarbáti hans fannst í gœr
Hafrún ÁR 28, 73ja tonna bát-
ur frá Eyrarbakka er talin af
með allri áhöfn, 8 manns.
Hafrún lagði af stað i sina fyrstu
loðnuveiðiferð frá Þorlákshöfn
að kvöldi sl. mánudags og siðast
hcyrðist tii bátsins kl. 01.15 þá
um nóttina. Slæmt veður var á
þeim slóðum sem Hafrún var á
þegar siðast heyrðist til hennar,
þó ekki aftakaveður og ekkert
virtist vera að um borð þegar
siðast heyrðist til bátsins.
Strax i fyrrakvöld var byrjað
að leita fjörur, þegar báturinn
ansaði ekki kalli strandstöðva.
Um miðjan dag i fyrradag fann
vélbáturinn Jóhannes Gunnar
lik á reki og reyndist það vera
lik Ingibjargar Guðlaugsdóttur,
sem var matsveinn á Hafrúnu.
Ingibjörg var fædd 1935, búsett i
Reykjavik, og lætur eftir sig
uppkomin börn. f gærmorgun
fundu svo leitarflokkar brak úr
Hafrúnu i Sandvik á Reykjanesi
og skömmu siðar fannst rifrildi
af gúmbjörgunarbát Hafrúnar
rekið á fjörur.
I allan gærdag var leit haldið
áfram bæði af sjó, landi og úr
lofti, en veður fór mjög
versnandi þegar á daginn leið.
Allar sveitir Slysavarnafélags-
ins frá Reykjanesi að Eyr-
arbakka tóku þátt i leitinni, auk
flugvéla landhelgisgæslunnar
og fjölmargra báta.
Að sögn Hannesar Hafstein,
hjá SVFf, verður leit haldið
áfram enn um sinn þótt litlar
sem engar vonir séu til þess að
nokkur skipverja finnist á lifi.
—S.dór.
25% landhelgistoll-
ur á breskar vörur
Tillaga alþýðubandalagsmanna á alþingi
Fjórir þingmenn Aiþýðubanda-
lagsins leggja til að settur verði
Óvissa um KanarU
eyjaflug Sunnu
Fundir voru haldnir i skipta-
rétti I gær og fjölluðu skipta-
ráðandi og fulltrúar helstu
kröfuhafa, Olíufélagsins, Sam-
vinnubankans og Alþýðubank-
ans, um hvernig væri háttað
flugrekstrarréttindum Air
Vikings, eftir að flugfélagið var
lýst gjaldþrota. Haft var sam-
band við samgönguráðuneytið
og flugmálayfirvöld, en þar
fengust ekki skýr svör, en
þeirra er að vænta I dag. Á þeim
veltur hvort Air Viking vélin
getur flogið með Sunnufarþega
til Kanaríeyja á laugardag eða
ekki. Leigugjald verður Sunna
þó að greiða fyrirfram, ef af
fcrðinni verður.
Milli skiptafunda i gær lögðu
flugvirkjar og flugvélstjórar hjá
Air Viking fram vinnulauna-
kröfur upp á sjö miljónir króna i
þrotabúið og höfðu þeir við orð
að ekki yrði farið upp i vélina á
laugardaginn. Flugstjórar og
flugmenn hjá Air Viking eru nú
að taka saman launakröfur
sinar og munu kröfur þeirra
ekki vera minni. Umboðsmaður
starfsfólks Air Viking er Arni
Guðjónsen, hæstaréttarlög-
maður.
Af þessum upplýsingum að
dæma telur Þjóðviljinn óvist að
af Kanarieyjafluginu verði.
1 gær var enn boðaður skipta-
fundur vegna gjaldþrots Air
Viking i skiptarétti. Uppskrift á
eignum Air Vikings fer fram á
laugardaginn.
Miklar umræður eru i borg-
inni um að Samvinnuferðir séu
að undirbúa stofnun flugfélags
og ætli að leysa vélar Air Vik-
ings til sin, þegar þær fara á
uppboð, en ekkert hefur énn
komið fram opinberlega, sem
styður þann orðróm.
sérstakur 25% tollur á vörur frá
Bretlandi og sé tollurinn tekinn
mcðan þorskastriðið stendur yfir.
Tolltekjur þessar renni i land-
helgissjóð.
Þingmennirnir Stefán Jónsson,
Ragnar Arnalds, Helgi F. Seljan
3g Geir Gunnarsson flytja i efri
deild frumvarp til laga um þenn-
an landhelgistoll á breskar vörur.
Frumvarpið var lagt fram i efri'
deild i gær.
Þingmennirnir benda á i rök-
stuðningi með frumvarpinu að
augljóslega þurfi landsmenn að
taka á sig byrðar til að efla land-
helgisgæsluna vegna þorska-
striðsins við breta. íslendingar
hafa lækkað innflutningstolla af
breskum vörum samkvæmt tolla-
samningunum við EBE, en út-
flutningsvörur okkar hafa ekki
notið tollalækkunar hjá EBE
vegna andstöðu breta. Innflutn-
ingur frá Bretlandi var i fyrra 4
miijörðum meiri en útflutningn-
um þangað nam. Miðað við inn-
flutning okkar frá Bretlandi i
fyrra næmu árstekjur af þessum
landhelgistolli um 2 miljörðum
króna. En tollurinn mundi beina
viðskiptum að verulegu leyti inn á
aðra markaði, og hlýtur það að
teljast æskilegt eins og nú er að
okkur búið af breta háifu.
Áskrif endafj ölgun
Útbreiðsluherferð Þjóð-
viljans gengurvel. I febrú-
ar bættust við 180 áskrif-
endur. Þessi árangur er
staðreynd, þrátt fyrir
verkfallið og stöðvun á út-
gáfu dagblaða i nokkra
daga. í mars verður haldið
áfram að fjölga lesendum
blaðsins.
Sjá síðu 9