Þjóðviljinn - 04.03.1976, Qupperneq 2
2 SÍDA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 4. mars 1976.
DALYIK
Þjóðviljinn óskar eftir umboðsmanni til að
annast dreifingu og innheimtu fyrir blaðið
á Dalvik frá næstu mánaðamótum.
Upplýsingar gefur Hjörleifur Jóhannsson,
Stórhólsvegi 3, Dalvik, simi 61237, eða
framkvæmdastjóri Þjóðviljans i Reykja-
vik, simi 17500.
ÞJÓÐVILJINN
Aðvörun
um stöðvun atvinnurekstrar vegna
vanskila á söluskatti
Samkvæmt kröfu tollstjórans i Reykjavik
og heimild i lögum nr. 10, 22. mars 1960,'
verður atvinnurekstur þeirra fyrirtækja
hér i umdæminu, sem enn skulda sölu-
skatt fyrir október, nóvember og desem-
ber 1975, og nýálagðan söluskatt frá fyrri
tima, stöðvaður, þar til þau hafa gert full
skil á hinum vangreiddu gjöldum, ásamt
áföllnum dráttarvöxtum og kostnaði. Þeir
sem vilja komast hjá stöðvun, verða að
gera full skil nú þegar til tollstjóraskrif-
stofunnar við Tryggvagötu.
Lögreglustjórinn i Reykjavik,
2. mars 1976
Sigurjón Sigurðsson
N auðungaruppboð
Nauðungaruppboð sem auglýst var i 42, 44
og 46 tölublaði lögbirtingablaðsins 1975 á
fasteigninni Álaugareyjuvegur 2 Höfn.
Eign Vélsmiðju Hornafjarðar h/f. fer
fram að kröfu Iðnþróunarsjóðs og fleiri á
eigninni sjálfri föstudaginn 5. mars kl.
10.30.
Lögreglustjórinn á Höfn
Friðjón Guðröðarson
Auglýsing
frá Menntamálaráði íslands
um styrki árið 1976
Kvikmyndagerð
Til islenskrar kvikmyndageröar veröur veitt 1.000.000.,
einum aöilja eða skipt milli tveggja samkvæmt ákvöröun
Menntamálaráðs.
Tónverkaútgáfa
Til útgáfu fslenskra tönverka, einkum á hljómplötum,
veröur veitt kr. 500.000.
Dvalarstyrkir
Veittir verða 8 styrkir eða þvi sem næst, kr. 150.000., hver.
beir eru ætlaðir listamönnum, sem hyggjast dveljast er-
lendis um a.m.k. tveggja mánaöa skeið og vinna þar aö
listgrein sinni.
Þeir sem ekki hafa hlotið styrk frá menntamálaráöi und-
anfarin fimm ár, ganga fyrir að öðru jöfnu.
Styrkir til fræðimanna og til náttúrufræði-
rannsókna
Til ráðstöfunar eru kr. 800.000., sem skipt verður sam-
kvæmt ákvörðun Menntamálaráös.
Umsóknir um alla framan greinda styrki skulu hafa borist
Menntamálarábi, Skálholtsstig 7 i Reykjavik, fyrir 31.
mars n.k.
Hverri umsókn skal fylgja greinargerð um fyrirhugaða
ráðstöfun þess styrks, sem um er sótt.
Nauðsynlegt er, aö nafnnúmer umsækjanda fyigi umsókn-
inni.
Umsóknareyðublöð fyrir alla styrkina liggja frammi á
skrifstofu Menntamálaráös að Skálholtsstig 7 I Reykjavik.
Hastings
1975/1976 ”
Mér hefur þótt heldur litið
fjallað um skákmótið I Hast-
ings, sem haldið var um ára-
mótin. Eins og mönnum er ef-
laust i fersku minni öölaöist
Guðmundur Sigurjónsson stór-
meistaratitil fyrir árangur sinn
imótinuum áramótin 1974/1975.
Þá sigraði Hort og var þeim
Guðmundi báðum boðið til
mótsins I ár.
Mótið var að vanda mjög
sterkt. Helmingurkeppenda bar
stórmeistaratitil. Flestir spáðu
þvi aö Kortsnoj sigraöi og aö
Hort myndi veita honum
haröasta keRini.
að hann er i hópi þeirra bestu.
Arangur Kortsnojs olli nokkr-
um vonbrigðum. Menn telja
orðið að hann eigi aö sigra I
öllum mótum sem hann tekur
þátt i. Hann tapaöi fyrir Jansa
og Bronstein.
Arangur Guðmundar var
góður. Þetta var sterkt mót og
hann gat varla búist við að
verða ofar. Þaö olli reyndar
nokkrum vonbrigðum hvað
hanngerði mörg jafntefli. Hann
vann aðeins þá Kaplan og Hart-
ston tapaði fyrir Kortsnoj en
geröi jaftefli við alla hina.
Taimanov varö jafntefliskóngur
Umsjón: Jón Briem
Úrslitin urðu þessi:
1-3. Bronstein 10 v.
Hort 10 v.
Uhlmann 10 v.
4. Kortsnoj 9v.
5-7. Guðmundur Sigurjónss. 8v.
Sosonko
Taimanov.
8 v.
8 v.
mótsins. Hann vann eina skák
og gerði 14 jafntefli.
Sosonko stóð sig meö ágætum
eins og I svo til hverju einasta
móti siöan hann settist að I Hol-
landi.
Nokkra athygli vekur að stór-
meistarinn Bisguier nær aðeins
14-15. sæti. Hann vann enga
skák.
B-iu. jansa I.3V. Hér kemur ein skemmti-
Kaplan Miles 7.5 v. 7.5 v. legasta skák mótsins.
11. Stean 7v. Hvitt: Bisguier (Bandarikin)
12-13. Keene 6 V. Svart: Hort (Tékkóslóvakía)
12-13. Nunn 6 V. Drottningarpeðsleikur.
14-15. Bisguier 5,5 v.
14-15. Hartston 5.5 v. I.d4 Rf6
16. Bellin 4,5 V. 2.RÍ3 d5
3. C4 e6
Þeir Bronstein og Uhlmann 4. Rc3 c6
komu nokkuö á óvart með 5. e3 Rbd7
ágætum árangri. Bronstein 6. Bd3 dxc
vann m.a. landa sinn Kortsnoj. 7. Bxc b5
Hort sannaði ennþá einu sinni 8. Bd3 a6
Guömundur Sigurjónsson
9. e4 c5
10. e5 cxd
11. Rxb5 axb
12.exf Db6
13. fxg Bxg7
14. De2 b4
15.0-0 Bb7
16. Bf4 0-0
17. Hfdl Ha5
18. Hacl e5
19. Bg3 f5
20. Bc4 Kh8
21. Rg5 f4
22. Bh4 Dg6
23. Dg4 Rf6
24. Dh3 Dh5
25. Re6 Hg8
26. Rxg7 27. Bxg8 ?? Bxg2
Hvitur gat unniö meö 27. Rxh5
Bxh3 28. Bxg8 og 27. Dxg2 þar
sem Hxg7 gengur ekki vegna
Bxf6.
27.... Dxdl
28. Hxdl Bxh3
29. Bxf6 Kxg8
30. f3 KG7
Hér sömdu keppendur um
jafntefli vegna framhaldsins 32.
Rh5 Kg6 32. Rxf4 exf4 33. Bxd4.
JónG.Briem
Kjarabaráttunefnd námsmanna:
Osvílið frumvarp
A fundi sinum 28. febrúar sam-
þykkti Kjarabaráttunefnd náms-
manna meðfylgjandi ályktun.
Kjarabaráttunefnd er samstarfs-
nefnd 11 námsmannasamtaka,
þ.e. samtaka þeirra sem hljóta
námslán eða berjast fyrir þvi að
hljóta þau.
Ályktun vegna bráða-
birgöaákvæðis um náms-
lán
Kjarabaráttunefnd lýsir yfir
furðu sinni og fordæmingu vegna
þess bráðabirgðaákvæðis, sem
Alþingi setti 26. febrúar, um lána-
kjör námslánanna. Með þessu
ákvæði er i raun verið að bjóða
námsmönnum upp á köttinn i
sekknum, þ.e. námslán á kjörum
sem ekki hafa verið ákveðin.
Kjarabaráttunefnd telur slika
lánastarfsemi afar óeðlilega og
siðlausa og Alþingi til háborinnar
skammar að standa að henni.
Undirrót þessarar lagabreyt-
ingar er slæm fjárhagsstaða rik-
issjóös. Munu æðstu menn fjár-
mála i landinu hafa lagt blátt
bann við þvi að námslán yrðu
áfram afgreidd á gildandi lána-
kjörum, þ.e. með 5% vöxtum til 15
ára. Sleifarlag rikisvaldsins viö
endurskoðun námslánafrum-
varpsins hefur hins vegar verið
slikt, að frumvarp til nýrra laga
er fyrst lagt fram 24. febrúar, og
reynist það að auki vera svo illa
gert og svo margt um vafasöm
atriði i þvi, að þingmenn geta
ekki afgreitt það á mjög skömm-
um tima. Námsmenn eiga þannig
að gjalda fjármálaóreiðu og
þunglamalegra vinnubragöa rik-
isvaldsins, og mótmælir Kjara-
baráttunefnd þvi aö sjálfsögðu
kröftuglega.
Meðfylgjandi er ályktun al-
menns fundar námsmanna 25.
febrúar um frumvarp rikis-
stjórnarinnar til nýrra laga um
námslán og námsstyrki.
Ályktun vegna útborgunar
námslána
Almennur fundur námsmanna
25. febrúar 1976 fordæmir þá
seinkun sem orðið hefur á útborg-
un námslána. Fundurinn leggur á
það áherslu að menntamálaráð-
herra sviki ekki loforð sitt um að
útborgun hefjist eigi siðar en 1.
mars. Fundurinn fordæmir þau
sjónarmiö, sem ráðherra lét
liggja að I þingræðu 24. febrúar,
að námslánin eigi að biða af-
greiðslu hins nýja lánafrum-
varps. Ráðherrar og útsendarar
hans bera alla ábyrgð á þvi, hve
seint frumvarpið er komið fram,
og námsmenn neita þvi með öllu
að það sleifarlag verði látið bitna
á lánþegum lánasjóðsins.
Ef menntamálaráðherra svikur
ótviræð loforð, sem hann hefur
gefið opinberlega um útborgun
námslána er hann einungis að
lýsa sjálfan sig óhæfan til að
gegna embætti sinu. Námsmenn
munu hins vegar ekki una slikri
seinkun, heldur mæta henni af
fullri hörku.
Ályktun vegna lánafrum-
varps
Almennur fundur námsmanna
25. febrúar 1976 lýsir yfir furðu
sinni og andúð á flestum meginat-
riðum frumvarps þess um náms-
lán og námsstyrki sem mennta-
málaráðherra hefur lagt fram á
Alþingi. Sérstaklega fordæmir
fundurinn að full brúun fjárþarf-
ar námsmanna skuli ekki vera
lögboðin skv. frumvarpi þessu.
Jafnframt telur fundurinn að
frumvarpiö geri ráð fyrir svo gif-
urlega ströngum endurgreiðslu-
skilmálum að eigi verði við unað,
skilmálum sem munu bitna á lág-
tekjumönnum. Enn fremur er
það skoðun fundarins að alls ekki
sé tryggð i frumvarpinu sem
skyldi réttmæt aðild allra við-
komandi námshópa að námslána-
kerfinu. Þá átelur fundurinn þau
slæmu vinnubrögð sem höfð hafa
verið við lokafrágang og m.a.
birtast i þvi að ráðherra er gefin
heimild til að ákveða með reglu-
gerð langtum meira en eðlilegt
gæti talist.
Framkomið frumvarp er furðu-
lega ósvifiö i garö námsmanna.
Það er fordæmanlegt ekki sist
fyrir þá sök að námsmenn hafa
lagt fram tillögur um skipan
lánamála, sem miðast við að
framfylgja réttmætum kröfum
námsmanna, án þess að gerðar
séu nema lágmarkskröfur á
hendur rikisvaldinu. Fundurinn
beinir þvi til Alþingismanna aö 1)
full brúun umframfjárþarfar
veröi lögboðin. 2) endurgreiðslur
lána veröi linaðar gagnvart lág-
tekjumönnum frá þvi sem nú er i
frumvarpinu. Verði tekið fullt til-
lit til greiðslugetu manna að námi
loknu. 3) Fundurinn lýsir yfir
fullum stuðningi við þær tillögur
sem Kjarabaráttunefnd hefur
lagt fram að lögum um opinbera
námsaðsloð.
Fundurinn telur að einu eðli-
legu viðbrögð við samþykkt
frumvarpsins væru að loka skól-
unum meö allsherjarverkfalli.