Þjóðviljinn - 04.03.1976, Side 3

Þjóðviljinn - 04.03.1976, Side 3
Fimmtudagur 4. mars 1976. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Alvarleg áreitni við rannsóknars t fyrrinótt varð rannsóknar- skipiO Arni Friðriksson, sem þá var viö loönuleit út af Aust- fjöröum, fyrir mikilli áreitni dráttarbátsins Statesman. Varö rannsóknarskipiö aö hætta rann- sóknum alllengi vegna ögrandi siglingar dráttarbátsins, sem kalla má ásiglingartilraunir, þar sem biliö milli skipanna fór allt niöur i 3 metra. Varöskipiö Ægir skarst i leikinn og skipaði freigátunni Bacchante að stöðva bjálfahátt Statesman. Fór yfirmaður freigátunnar að þeim tilmælum og hundskaðistjiá Statesman frá Arna Friðrikssyni sem gat þá haldið áfram loðnu- leitinni. betta er ekki i fyrsta sinn sem Arni verður fyrir áreitni bretanna þvi að svipaðan leik léku þeir fyrr i haust. —erl Bjarnfriöur Leósdóttir. Sáttasemjari hefur boöaö full- trúa kvenna i fiskvinnu á Akranesi og atvinnurekendur þar á fund kl. 16.30 i Rvik i dag. Kvennadeild Verkalýösfélags Akraness er enn i verkfalli, og hefur nú fengið á sig kæru frá vinnuveitendasambandinu fyrir ólögmætaraögeröir að þess dómi. Konurnar hafa staöið verkfalls- vaktir og kom til hnippinga er þær komu I veg fyrir loðnufryst- ingu i frystihúsi Haralds Böövarssonar & Co. Nánari tildrög eru þau, að sögn Bjarnfriðar Leósdóttur, aö i fyrradag var byrjað að skilja loðnu I frystihúsinu. Karlmenn hafa séð um það verk, en konur hins vegar annast pökkun. Ætlun verkstjóra var aftur á móti að láta karlmennina ganga i það verk lika, en konurnar komu i veg fyrir það. Siöar um daginn var svo gerð tilraun til að pakka hrognunum i plastumbúðir i stað þess að nota öskjur og pönnur svo sem venja er til. Það var einnig hindrað,og kvaðst þá verkstjóri ekki eiga meir við að koma fryst- ingu I gang. Um 10-leytið i fyrrakvöld fengu konurnar hins vegar af þvi fregn- 0 Atök i fyrrinótt er tilraun var gerð til verkfallsbrota Sáttaumleitanir í Akranesdeilunni ir að kominn sé bill úr Borgarnesi að sækja hrognin. Er þær komu á vettvang var búið að hlaða bilinn og láta auk þess á hann skilvind- una. Að þessu unnu verkstjórinn auk tveggja verkamanna og bilstjórans. Verkfallskonur lögðu bilum sinum fyrir vörubilinn og lokuðu hann inni og komst hann þvi hvergi. Stóð svo i alla nótt. Konurnar voru rúmlega 20 og kom til nokkurra hnippinga með þeim og karlmönnunum þar sem ein konan meiddist litillega. I gærmorgun var svo billinn afhlaðinn.enda voru konurnar þá búnar að hafa samband við verkalýðsfélagið i Borgarnesi og fá það til að tryggja aö loönan yrði ekki tekin þar til frystingar. Stóð við það I gær, og var ekki ljóst hver gangur mála yrði, utan að konurnar hafa nú fengið á sig kæru frá vinnuveitendasamband- inu eins og áður sagði. Bjarnfriður sagði, að mikil samstaða væri með konunum og væru þær staðráðnar í að ná fram þeim rétti sem kauptryggingar- ákvæðin ættu að gefa þeim, en þau hefðu frá upphafi verið sniðgengin á Akranesi með þvi að beita uppsögnum. —erl Stjórn Sambands isl. samvinnufélaga: Hagur láglaunafólks að Rron fái leyfið A fundi sinum 26. febrúar sl. gerði stjórn Sambands islenskra samvinnufélaga svohljóðandi samþykkt: ,,Stjórn Sambands ísl. samvinnufélaga lýsir yfir undrun sinni á þeirri ákvörðun meirihluta borg- arstjórnar Reykjavíkur að synja Kaupfélagi Reykja- víkur og nágrennis um leyfi til að koma upp stór- markaði í húsakynnum við Elliðavog, er því stóðu til boða. Engin frambærileg rök hafa komið fram fyrir synjun þessari, enda er hún í mótsögn við álit Skipulagsnefndar borgar- innar og gengur þvert á hag þúsunda borgarbúa, einkum láglaunastétta, sem hafa hug á að bæta hag sinn með bættum verslunarháttum. Ekki verður annað séð en syn jun þessi byggist á ótta við að mæta félagsskap þessa fólks og frjálsri og eðlilegri þróun hans í sam- keppni á jafnréttisgrund- velli. Skorar stjórn Sambands- ins eindregið á meirihluta borgarstjórnar að endur- skoða afstöðu sína i þessu máli." Hitaveita Rvíkur frestar framkvæmdum í Hafnarfiröi Ber fyrir sig pen- ingaleysi Hinn árvissi liöur i rekstri Hitaveitu Reykjavikur að bera fyrir sig framkvæmda- þörf viö hitaveitulögn i nágrannabyggöunum til þess aö knýja fram taxtahækkun hefur nú veriö fram settur. Aö þessu sinni verða hafnfirð- ingar fyrir baröinu á stjórn- visku hitaveitustjóra. Bæjarráð Hafnarfjarðar fékk i hendur bréf á dögunum þess efnis, að vegna f járskorts verði Hitaveita Reykjavikur að fresta framkvæmdum við lögn dreifikerfis um Hafnar- fjörð vegna þess, að ekki hafi fengist heimild til þess að hækka taxta veitunnar um þegar beðin 15+15%. Sömu kænsku beitti hitaveitustjóm- in til þess að knýja fram taxtahækkun þegar verið var að leggja dreifikerfið i Kópa- vog og Garðahrepp, sem þá hét. Til viðbótar 30% hækkunar- beiðni á töxtum Hitaveitunnar hefur hitaveitustjóri látið hafa eftir sér, aö veitan þurfi 12% til þess að endar næðu saman. Nú, að loknum almennum kjarasamningum og að framkvæmdum þessum árvissa þvingunarlið, má búast við að innan litillar stundar heimili rikisstjórnin hækkun á töxtum veitunnar, og sjálfsagt verður rikisstjóm tveggja fyrrverandi borgar- stjóra i Reykjavik vinveitt veitunni og leyfir þær hækkan- ir, sem um er beöiö og ,,til þarf”. —úþ Vantar nótur Enn hafa hljómsveitarnótur, sem nota á i pianókonsertnum á 11 tónleikum Sinfóniu- hl jómsveitar Islands ekki borist. Tonleikana átti að halda þann 26. febrúar, en þá féllu þeir niður vegna verkfallsins. Enn hafa hljómsveitarnóturnar ekki borist að utan, þannig að ekkert getur orðið af tónleikahaldinu i dag eins og ráðgert hafði verið. Nánar verður auglýst siðar hvenær tón- leikar þessir geta farið fram. Loka á sjónvarpið Kvikmyndagerðarmenn hafa nú staðið I meira en 5 ár I stappi við yfirmenn sjónvarpsins, þar sem engir samningar hafa veriö I gildi milli þessara aöila siöan ' 1970. Hafa allar tilraunir Félags kvikmyndageröarmanna til aö fá nýjan samning gerðan veriö , árangursiausar, og um miðjan febrúar slitnaöi alveg upp úr viöræöum. i tilefni af þessu boðuðu kvik- myndageröarmenn blaöamenn á sinn fund i gær til aö skýra af- stööu sina. Kom þar fram aö samningaviöræður höföu staðið yfir í ár, er sjónvarpsmenn slitu þeim skyndilega hinn 11. febr. s.I. Sögöu kvikmyndagerðar- menn aö I upphafi heföi mikiö boriö á milli, en þaö bil heföi verið fariö aö minnka verulega, er þar kom, aö sjónvarpiö geröi lokatilboö. Þvl svöruöu kvik- myndagerðarmenn meö gagn- tilboöi, og stóöu þá sjónvarps- menn upp. Kvikmyndagerðarmenn hafa nú ákveðið að lýsa yfir banni á alla „free lance”-vinnu félags- manna á vegum sjónvarpsins, ogeinnig á sýningar kvikmynda félagsmanna á þeim vigstöðv- um, allt þar til samningar hafa tekist. Hafa bæði Bandalag isl. listamanna og Rithöfundasam- band íslands lýst yfir stuðningi við þá I deilum sinum. Slikt hiö sama hefur norðurlandadeild alþjóðasamtaka kvikmynda- gerðarmanna gert. Félag kvikmyndagerðar- manna hefur leitað samstöðu meöal starfsfélaga sinna erlendis, og m.a. farið fram á bann norrænna kvikmynda- geröarmanna á dreifingu kvik- mynda sinna til islenska sjdn- varpsins, en svar hefur ekki borist. Ljóst er hins vegar að frétta- kvikmyndatökumenn sjón- varpsins utan Reykjavikur, sem eiga aukaaðild að Félagi kvik- myndagerðarmanna, munu hætta sendingum á efni til sjón- varpsins þar til samningar hafa tekist. Þá verða og sjónvarps- áhorfendur af nokkru öðru efni, sem ráðgert haföi verið að sýna, t.d. átti að sýna mynd frá leik- list á Akureyri árið 1949 i Vöku 1 gærkvöldi. Það fékkst hins veg- ar ekki, þar sem höfundur henn- ar, Eðvarð Sigurgeirsson, er einn félagsmanna. Þá veröur ekki heldur af gerð myndar sem til stóð um óskar Gislason, heiðursfélaga Félags kvik- myndagerðarmanna, og Hinrik Bjarnason mun láta af upptöku- stjórn Kastljóss. Fleira er vitað um sem stöðvast án þess að það verði talið hér. Um það sem á milli bar i samningum segja kvikmynda- gerðarmenn i fréttatilkynn- ingu: „1 samningaviðræðum FK og RUV (sjónvarpsins) var höfuö- ágreiningurinn einkum um tvö atriði, upphæðir og rétt yfir kvikmyndunum. t samnings- hluta A. (ym kaup RUV á sýn- ingarrétti á fullgerðum kvik- myndum) var aðeins ágreining- ur um verð. Krafa FK var u.þ.b. 1,3 miljónir króna fyrir 30 minútna kvikmynd. Tilboð RUV var u.þ.b. 650 þúsund krónur fyrir sömu kvikmynd. Þess má geta að framleiðslukostnaður 30 minútna kvikmyndar er meö núverandi verölagi u.þ.b. 3 miljónir króna. 1 samningshluta B. (um „free-lance” vinnu kvik- my ndagerðarmanna fyrir RUV) var ágreiningur fyrst og fremst um réttinn yfir kvik- myndunum. RUV vildi halda öllum rétti fyrir sig, i þekktum sem óþekktum formum dreifingar, en FK vildi aðeins semja um sjónvarpsréttinn. Hugmyndir FK um sjónvarps- réttinn eru i megin atriðum samhljóða þeim rétti sem RUV hefur þegar viðurkennt i samningum við Félag islenskra leikara.” Þá lögðu forráðamenn kvik- myndageröarmanna á það áherslu að sjónvarpið hefði ein- okunaraðstöðu hér á landi um nær allt sem sneri að kvik- myndagerð og sýningum, sem það borgaði fyrir samkv. eigin ákvörðun. Kæmi sú greiðsla oft þannig Ut að sá er mynd gerði og seldi sjónvarpi yröi i raun að borga með henni. Timi i hljóð- Forráðamenn Félags kvik- myndagerðarmanna á fundi með blaðamönnum i gær. Þeir segja yfirmenn sjónvarps koma i veg fyrir að landsmenn geti horft á innlendar kvikmyndir. setningarstúdiói sjónvarps kostaði nú 8.000 krónur og þyrfti minnst 40 tima til að hljóðsetja hálftima mynd.samtals 320 þús. Hins vegar hefði sjónvarpið i haust greitt 85 þús. fyrir tvær sýningar á 20 min. mynd, og ætti hver að sjá hvilik ofrausn þaö væri. Að lokum lögðu kvikmynda- gerðarmenn á það áherslu aö með þvi að ganga ekki til samninga væri sjónvarpiö að torvelda islendingum að sjá inn- lendar kvikmyndir. —erl

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.