Þjóðviljinn - 04.03.1976, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 4. mars 1976. ÞJÓDVILJINN — SIDA 7
Prestkosning-
ar afnumdar?
A þriðjudaginn vörðu þingmenn
2 1/2 klukkustund til að ræða veit-
ingu prestakalla, skiptust menn á
skoðunum um ágæti prestakosn-
inga og sýndist sitt hverjum.
Vildu sumir takmarka áhrif
almennings á kjör presta og jafn-
vel afnema, en aðrir halda
núverandi fyrirkomulagi sem gilt
hefur óbreytt frá 1915.
Fyrir lá tillaga um að kosin
skuli 7 manna nefnd til að endur-
skoða lög um veitingu presta-
kalla, en i veganesti fái nefndin
tillögur kirkjuþinga og annarra
slikra aðila um að horfið skuli frá
þvi að söfnuðir kjósi sér presta
eins og viðgengist hefur i 60 ár.
Flutningsmenn tillögunnar eru:
séra Ingiberg J. Hannesson,
Gunnlaugur Finnsson, Ingvar
Gislason, Gylfi Þ. Gislason,
Stefán Jónsson, Magnús Torfi
ólafsson og Friðjón Þórðarson.
Allir tóku þeir til máls tillögu-
flutingi sinum til styrktar, nema
þeir Gylfi og Magnús Torfi sem
voru fjarstaddir. Geirþrúður
Hildur Bernhöft guðfræðingur tók
rösklega undir málflutning
þeirra, og benti á hve prest-
kosningar eru mannskemmandi
og vinna gegn almennri sáttfýsi,
sem einmitt er hlutverk prestsins
að efla. Sigurlaug Bjarnadóttir
var meðmælt nefndarskipuninni,
entaldiþó mjög margt mæla með
þvi að prestar yrðu kjörnir fram-
vegis sem hingað. til.
Gegn tiilögunni og gegn afnámi
prestkosninga töluðu Páll
Pétursson, Jónas Arnas.,.Karvel
Pálmason, Helgi Seljan og Einar
Ágústsson ráðherra.
Jónas Árnason taldi að prestar
úti i strjálbýlinu gegndu mjög
þýðingarmiklum störfum við
hliðina á hinum eiginlega prest-
skapf þeir væru oft á tiðum
stólpar i félagsmálum, stæðu i
ýmsu veraldlegu vafstri og jafn-
vel vélaviðgerðum. Gamla fyrir-
komulagið um veitingu presta-
kalla tryggir okkur strjálbýlis-
fólki betur þá sannmenntuðu og
fjölhæfu presta sem við höfum
þörf fyrir, sagði Jónas. Pempian
sem veigrar sér við að ganga út i
kosningar er likleg til að veigra
sér við þátttöku i lifi fólksins.
Jónas kvaðst alls ekki geta fallist
á að prestkosningar væru skripa-
mynd af lýðræði eins og séra Ingi-
berg hafði haldið fram með þeim
rökum að fólkið þekkti ekki
frambjóðendurna i reynd. Væri
þetta skripamynd af lýðræði, þá
væru alþingiskosningar það lfka,
eða hve náið þekktu dalamenntil
kennarans i Reykholti og reyk-
dælir til prestsins i Saurbæ? — Þá
væru þau ummæli sem rakin
væru til kirkjuþings mjög
einkennileg að prestkosningar
ærðu upp allr lægstu hvatir hjá
viðkomandi aðilum. Sannarlega
þyrfti kirkjuþing að rannsaka
ástæðurnar fyrir þvi. — Jónas
Árnason vék að hinu valdamikla
embætti biskups og benti á að of
mikið vald leiðir til ills, einnig hjá
slikum embættismanni. Varpaði
hann fram þeirri spurningu hvort
ekki væri sjálfsagt að slikur emb-
ættismaður væri kjörinn til 4-5
ára i senn.
Helgi Seljankvaðst að visu ekki
hafa komist eins langt innan
kirkjunar og sumir þeir sem
málið styddu, en þó hefði hann
verið bæði sóknarnefndarmaður
og meðhjálpari í heimabyggö
sinni, og þvi leyfðist sér ef til vill
að hafa skoðun á málinu. Hann
vildi minna á það að málið hefði
vissulega komið til kasta alþingis
áður og hefði efri deild þá
einróma hafnað þvi að taka upp
breytta skipan við embættis-
ráðningu presta. Helgi kvaðst
ekki þekkja svo mjög til þeirrar
smáskitlegu baráttu um persónur
sem sumir teldu einkenna prest-
kosningar. Vissulega væru oft
átök um frambjóðendur, ekki sist
á höfuðborgarsvæðinu, en þá tog-
uðust jafnan á ákveðin öfl sem
kenna mætti við frjálslyndi og
þröngsýni. Sér fyndist uggvæn-
legt að innan kirkjunnar ætti sér
stað þróun á þröngsýnisátt, og
hefði það komið fram i illvigum
ritdeilum á siðasta ári. Ekki
virtist sér sú þróun til bóta sem
nú gætti, að prestur væri settur til
starfa um stundarsakir og fyrst
eftir að hann hefði kynnt sig,
Framhald á bls. 14.
Olíustyrkur lækkar
miðað við olíuverð
Meöan á verkfalli stóð og blöð
komu ekki út voru ýmis mál til
meðferðar og afgreiðslu á þingi
sem hér verður stuttlega getið.
Framlengd voru lög um oliustyrk
og hækkar hann aðeins um 1.300
krónur eða 16% þótt olia til hús-
hitunar hafi hækkað i verði um
25%. Samþykkt var ákvæði til
bráðabirgða um námslán til
aðlögunar að væntanlegum
breytingum til frambúðar sem
gerð hefur veriö tillaga um og
rekst á harða andstöðu náms-
mannasamtaka, svo sem gerð
hcfur verið grein fyrir hér I
blaðinu. Flugvallagjald var
lækkaö með lagabreytingu.
Alþýðubandalagsmenn beggja
deilda gagnrýndu mjög stjórnar-
frumvarpið um oliustyrk
(„ráðstafanir til að draga úr
áhrifum oliuverðhækkana á
hitunarkostnað ibúða ofl.”)
Upphaflega hafði verið lagt til að
styrkur til einstaklinga hækkaði
alls ekki en i meðförnum nefndar
hækkaði hann úr 8.200 kr. i 9.500.
Ragnar Arnalds i efri deild og
Lúðvik Jósepsson i neðri deild
lögðu til að styrkurinn hækkaði i
13.500 krónur og einnig lögðu þeir
til að lifeyrisþegar sem njóta
tekjutryggingar fái tvöfaldan
styrk i stað hálfs annars. Þessar
tillögur felldi stjórnarliðið.
1 séráliti Lúðviks Jósepssonar
úr nefnd i neðri deild kom ma.
fram: Eftir að verð á oliu hafði
hækkað mjög mikið á siðri hluta
ársins 1973 og á fyrri hluta ársins
1974, þótti óhjákvæmiiegt að
gerðar yrði sérstakar ráðstafanir
til að draga úr þeim kostnaðar-
auka sem þeir landsmenn urðu
fyrir sem ekki áttu annars
úrkosta en að hita upp ibúðir
sinar með oliu. Þvi var lagt á eitt
söluskattstig til viðbótar til að
standa undir greiðslu oliustyrks.
Upphafleg lög um þetta giltu frá
1. mars 1974 til 1975, en þau voru
siðan framlengd i fyrra til eins
árs, og enn er komið að fram-
lengingu á þeim. Talið er að
næstu 12 mánuði nemi tekjur af
söluskattstiginu um 1250
miljónum kr. Með þvi að greiða 78
þúsund oliunotendum 9.500
króna ársstyrk er 741 miljón ráð-
stafað af tekjunum. Siðan er
ætlunin að greiða 85 miljonir til
rafveitna og 424 miljónir til orku-
sjóðs. Lúðvik kvaðst telja að
verja ætti öllum tekjunum i sam-
ræmi við upphaflegan tilgang
laganna, nefnilega „til að draga
úr áhrifum oliuverðhækkana á
h i t u n a r k o s t n a ð ibúða”.
Ráðstöfun fjárins til annars væri
óeðlileg og ranglát. Kostnaður
þeirra sem verða að hita upp með
oliu værieflaust 3-4 sinnum hærri
en hinna sem búa við jarðhita.
Flugvallagjald það er rikis-
stjórnin setti snemma á valda-
ferli sinum hefur reynst mjög
óvinsælt. Þótti henni þvi rétt að
færa þaö niður um svo sem 40%
og var það efni nýs lagafrum-
varps um þetta efni sem hlaut
samþykki. Lúðvik Jósepsson og
Gylfi Þ. Gislason lögðu til að flug-
vallargjald i innanlandsflugi yrði
fellt niður, en sú tillaga náði ekki
fram aö ganga.
örlygur Hálfdánarson, formaður Félags bókaútgefenda, ásamt Lárusi Á bókamarkaðinum eru um 100
Blöndal og Jónasi Eggertssyni við undirbúning markaðarins. þús.bækur. Hér eru starfsmenn
að koma nokkrum þeirra fyrir.
100.000 bækur
4.400 titlar
i dag opnar Félag bókaútgef-
enda 16. bókamarkað sinn i
Iðnaðarhúsinu við Haliveigarstig.
Þar er að finna um 1.400 bóka-
titla, og sögðu forráðamenn
félagsins I gær að alls myndu
bækurnar vera um 100.000, þ.e.
rúmlega 20 eintök af hverri til
jafnaðar.
Meirihluti þeirra bókatitla, sem
finna má á markaðnum, er ekki i
venjulegum bókabúðum, en auk
þeirra er svo fjöldi bóka sem enn
sést þar ásamt ritsöfnum sem
boðin eru með afborgunar-
kjörum.
örlygur Hálfdanarson, for-
maður Félags bókaútgefenda,
kvaðst i gær vilja leiðrétta þá
villu sem sumir væðu i, að allar
bækur á markaðnum væru á
niðursettu verði. Það væru þær
ekki, enda þótt svo væri um all-
margar þeirra. Hins vegar væri
verðið yfirleitt mjög lágt i þeirri
óðaverðbólgu sem geisað hefur.
Það eru Lárus Blöndal og Jónas
Eggertsson, sem standa fyrir
markaðnum fyrir bókaútgef-
endur. Hann mun standa fram á
aðra helgi, þ.e. 13. mars. Opið
verður á venjulegum verslunar-
timum, en á föstudögum til 10 og
laugardögum til 6.
í Kópavog
í Efra Breiðholt
AXEL EYJOLFSSON
BLESUGROF
Fossvog
NEÐRA BREIÐHOLT
ELLIÐAÁR’
í nýjum húsakynnum, ein elzta húsgagnaverzlun landsins,
með kynningu á nýrri geró einingarskápa til hverskonar nota,
ásamt öórum vel þekktum framleiósluvörum
AXEL EYJÓLFSSON
HÚSGAGNAVERSLUN SMIÐJUVEGI 9 KÓRWOGI SÍMI 43577