Þjóðviljinn - 04.03.1976, Qupperneq 11
Fimmtudagur 4. mars 1976. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11
Heimsmeist-
arar enn
einu sinni?
Irina Rodnina og Alexander
Zaitsev hafa algera yfirburði
á HM í listskautahlaupi
Heimsmeistaramótið \
listskautahlaupi hófst í
Gautaborg í Sviþjóð í
fyrra kvöld. Fyrsta
keppnisgrein mótsins var
parakeppni í listskauta-
hlaupi, og í fyrrihluta
keppninnar tóku núverandi
Ólympiu-og heimsmeistar-
ar Irina Rodnina og
Alexander Zaitsev for-
ystuna. A||jr dómararnir
höfðu þau í efsta sæti og
sovéski dómarinn gekk svo
langt að gefa þeim hæstu
einkunn sem hægt er að fá
fyrir f rjálsu æf ingarnar —
6 — og hef ur það að vonum
vakið mikla athygli. Þetta
mun vera í 6. sinn sem
Irina Rodnina verður
heimsmeistari í para-
keppninni, auk þess sem
hún hef ur tvisvar orðið ÓL-
meistari.
1 2. sæti er a-þýska parið Romy
Kermer og Rolf Oesterreich, en
þau urðu lika i 2. sæti á ÓL i Inns-
bruck á dögunum. 1 3. er sovéska
parið Irina Vorobjeva og Alex-
ander Vlasov, en þau tóku
bronsið á ÓL i Innsbruck, og i 4.
sæti er a-þýska parið Manuela
Gross og Uwe Kagelmann. Sem
sagt pörin frá Sovétrikjunum og
A-Þýskalandi i algerum sér-
flokki. Sem stendur er ekkert par
sem ógnar veldi þessara fjög-
urra, sem raða sér i efstu sætin.
Bandariska parið Tai Babilonia
og Randy Gardner vöktu þarna
mikla athygli eins og á ÓL i Inns-
bruck, en þau eru ung og óreynd
og náðu aðeins 5. sæti, en sannar-
lega eiga þau framtiðina fyrir sér
og eiga eflaust eftir að láta veru-
lega að sér kveða i framtiðinni
enda ekki nema 15 og 17 ára, og
hver veit nema þau nái á verð-
launapall þegar að frjálsu
æfingunum kemur.
Siglingafélagiö
Ýmir 5 ára í dag
I dag fimmtudaginn 4. mars, er
5 ára afmæli Siglingafélagsins
Ýmis.
Siglingafélagið Ýmir var
stofnað 4. mars 1971, af 14
siglingaáhugamönnum og konum
sem höfðu starfað i siglingaklúbb
á vegum Æskulýðsráðs.
1 upphafi var bátakostur
félagsins lánsbátur frá Æsku-
lýðsráði, 1 seglbátur, og trillu-
bátur sem hafði verið breytt i
seglbát.
f dag eru félagar 76 að tölu, og
hefur félagið til umráða eigið
húsnæði við Vesturvör i Kópa-
vogi.
Félagsmenn eiga báta sina
sjálfir, og eru nú á vegum félags-
ins eftirtaldir bátar: 1 Cresent, 2
Flipper, og 8 Fireball seglbátar,
2 25 feta Quarter toner, 1 27 feta
Vega og 1 38 feta Ohlson.
Félagar halda upp á afmæli
Ýmis með kaffidrykkju annað
kvöld, föstudag.kl. 20.00 að Alf-
hólsvegi32 i Kópavogi, og eru vel-
unnarar félagsins og aðrir áhuga-
menn boðnir velkomnir.
Rodnira og Zaitsev.
Heini Hemmi
vann svissneska
meistaratitilinn
Ólympiumeistarinn i stór-
svigi, Heini Hemmi var ör-
uggur sigurvegari i svig-
keppninni á svissneska meist-
aramótinuá skfðum sem fram
fór um helgina. Hann fékk
timann 108,23 sek. en í 2. sæti
varð Willy Formmelt á 108,63
sck. Walter Tresch, sem fékk
silfurverðlaunin á ÓL i Inns-
bruck féll i fyrri.umferðinni og
var þar með úr leik.
Ilcini Hemmi
Guðmundur Sveinsson
sigraði á göngumóti SR
Skiðafélag Reykjavikur gekkst
fyrir göngumóti á skiðum i
Hveradölum, meðan á verkfall-
inu stóð á dögunum. Keppt var i
10 km. skiðagöngu 20 ára og eldri
og urðu úrslit þessi:
1. Guðmundur Sveinsson SR 32,08
min.
2. Páll Guðbjörnsson SR, 33,43
min.
3. Ingólfur Jónsson SR 34,35 min.
1 7,5 km. skiðagöngu unglinga
sigraði Sveinn Guðmundsson SR
á 32,40 min. Mótsstjóri var Skarp-
héðinn Guðmundsson og brautar-
stjóri Haraldur Pálsson.
Þess má að lokum geta, að um
næstu helgi fer fram punktamót á
skiðum á ísafiröi og munu göngu-
menn úr Reykjavik taka þátt i þvi
móti, en það hefur ekki verið al-
gengt að göngumenn sunnan
fjalla sæktu stór mót á lands-
byggðinni.
Aðalfundur
UBK í kvöld
Aðalfundur Breiðabliks i Kópa-
vogi verður haidinn i kvöld,
fimmtudaginn 4. inars, i Félags-
heimili Kópavogs og hefst hann
kl. 20.30.
jHr Opið badminton-
W mót á Akranesi
Badmintonráð lþrótta-
bandalags Akraness heldur
oþið mót i badminton iaugar-
daginn 13. mars 1976. Keppt
vcrður i einliðaleik og tviliða-
leik karla og. kvenna og i
tvenndarleik i A og B flokki.
Keppni hefst kl. 11.30 og verö-
ur henni lokið á laugardegin-
um og þau félög sem senda
. keppendur i þetta mót verða
látin vita hvenær áætlað er að
þaö veröi, þegar fjöldi kepp-
enda liggur fyrir.
Þátttökugjald er 1000 kr. f.
rinliðaleik og 500 kr. f. tviliða
og tvenndarleik. Þátttöku þarf
að tilkynna til Hinriks Har-
aldssonar i simum 93-1143
(vinna) og 93-2117 (heima)
ekki seinna en föstudaginn 5.
mars. Hinrik mun einnig veita
nánari upplýsingar um mótið.
Þetta mót fer fram á sama
tima og Reykjavikurmeist-
aramótiö og er aöallega ætl-
að þeim sem ekki hafa þátt-
tökurétt i þvi, þó að sjálfsögðu
veröi engum meinuð þátttaka.