Þjóðviljinn - 16.03.1976, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 16.03.1976, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 16. mars 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA :i Astmögur þjóðarinnar borinn til grafar. Fremstur likburðarmanna gengur Búi Arland (Valgarð Runólfsson). Til hiiðar stendur Ugla (Sigriður Karlsdóttir) með blómvöndinn frá organistanum og trétöskuna á leið upp á Skólavörðustig að leysa út „sinn mann”. Mynd: Ragna. i kvöld, þriðjudaginn 16. mars, kl. 21 frumsýna Leikfélag Selfoss og Leikfélag Hveragerð- is leikritið Atómstöðina eftir Halldór Laxness i Selfossbiói. Leikstjóri er Steinunn Jóhannesdóttir og leikmynd gerir Gylfi Gislason. Þetta er annað verkefni leikstjórans og leikmyndateiknarans fyrir austan fjall. t fyrra unnu þau saman að sviðsetningu leikrits- ins „Sjö stelpur” á Selfossi. Atómstöðin er annað verkefni beggja leikfélaganna i vetur og er þetta i þriðja sinn, sem þau setja leikrit á sviö sameigin- lega. Hin fyrri voru Skugga- sveinn og Skálholt, og þóttu þær sýningar eftirminnilegar. Við þessa sviðsetningu hefur verið stuðst við leikgerð Atómstöðvarinnar eins og hún var flutt i Iðnó, en með leyfi höf- Þriðja verkefnið sem leikfélögin í Hveragerði og á Selfossi setja upp sameiginlega undar hefur hún verið stytt og sum atriði felld úr, en bætt inn i öðrum i samræmi við texta skáldsögunnar. Leikarar i Atómstöðinni eru 17 bæði frá Hveragerði og Selfossi, Uglu leikur Sigriður Karlsdóttir, Búa Arland Valgarð Runólfsson, frú Árland Heiðdis Gunnarsdóttir og Organistann leikur Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson. Aðrir leikarar eru Margrét Asgeirsdóttir, Friðrik Friðriks- son, Steindór Gestson, Hreinn S. Hákonarson, Sólveig Ragnars- dóttir, Þórður Kristjánsson, Guðrún Sæmundsdóttir, Kristin Steinþórsdóttir, Helgi Finnlaugsson, Axel Magnússon, Ketill Högnason, Pétur Péturs- son og Kristin Jóhannesdóttir. Framkvæmdastjóri leikfélag- anna fyrir sýninguna á Atómstöðinni er Helgi Finn- laugsson. Atómstöðin verðurnæstsýnd i Selfossbiói á fimmtudag. Siðar eru ráðgerðar sýningar i Hveragerði og viðar á Suðurlandi. Að tafli i Skákstofunni: Margeir Pétursson og Helgi Ólafsson, Guðmundur Ágústsson og Magnús Sæmundsson i baksýn. Ólafur H. Ólafsson, Asgeir Asgeirsson og Gunnar Gunnarsson. forsetí Skáksam- bands isiands horfa á viðureign þeirra. Guðmundur vann fyrsta mótið í „Skákstofunni” Opnuð hefur verið „Skákstofa” að llagamel 67 i Reykjavik, þar scm skákáhugamönnum gefst kostur á að tylla sér niður og rabba yfir kaffibolla eða svala- drykk saman um áhugamálið eða tefla skák. 1 tilefni þess að stofan var opn- uð stefndi timaritið „Skák” sam- an á laugardaginn nokkrum af bestu skákmönnum þjóðarinnar til hraðskákmóts. Úrslit mótsins urðu þau, að Guðmundur Sigurjónsson varð hlutskarpastur með 10 vinninga af 11 mögulegum. i öðru til þriðja sæti urðu þeir Friðrik Ólafsson og Ingi R. Jóhannsson með 8 1/1 v. Fjórði varð Helgi Ólafsson með 7 v. Fimmti og sjötti urðu Ingvar Ásmundsson og Margeir Péturs- son með 5 1/2 v. Sjöundi varð Bragi Halldórsson með 5 v. 1 áttunda og niunda sæti urðu Magnús Sólmundarson og Gunnar Gunnarsson með 4 1/2 v., en aðrir fengu minna. Hugmyndin er sú, að slik mót fari þarna fram öðru hvoru. Aðstaða er fyrir allt að 16 manns til að tefla i „Skákstof- ■unni”, og jafnframt klúbbstarf- seminni erætlunin að veita fólki á öllum aldri kost á námskeiðum þar i skák, þar sem okkar hæfustu skákmeistarar verða leiðbein- endur. — Þeir sem áhuga hafa á námskeiðunum, geta snúið sér til timaritsins Skák og kynnt sér fyrirkomulagið. I,,Skákstofunni”ertilsölu flest það, sem að skák lýtur, töfl, klukkur, bækur o.fl. Landhelgisgœslan: Rólegt á miðunum 29 togarar voru hér við ólöglegar veiðar i gœr Að sögn Jóns Magnússonar, blaðafulltrúa landhelgisgæslunn- ar, var allt rólegt á miðunum i gær. 29 togarar voru þar fyrir austan land, á Hvalbakssvæðinu, ásamt verndarskipum og þremur islenskum varðskipum. Erfitt var fyrir togarana að stunda veiðar vegna veðurs. Vaxandi taugaspennu gætir nú hjá bresku veiðiþjófunum og áhöfnum freigátnanna. Togara- skipstjórarnir eru reiðir yfir- mönnum herskipanna vegna þess að þeir geta ekki varið þá fyrir klippingum varðskipanna og má segja að mjög illt sé þarna i milli. Þarofan á bætist svo að veiði hef- ur veriðmjög treg hjá togurunum og þeir mega ekki flytja sig vestur fyrir landið. Freigáturnar treysta sér ekki til að vernda togarana eins vel þar, vegna þess að fyrir vestan landið er skipa- umferð mun meiri en á þvi svæði sem skipin halda sig nú á. Auk þess er isingarhætta þar mun meiri ef veður kólnar. Þá kemur það nú æ betur i ljós að bresku sjómennirnir eru orðn- ir þreyttir á þvi að geta ekki leit- að landvars þegar illa viðrar. Þess i stað verða þeir að halda sjó á hverju sem gengur. Varðskipin geta hinsvegar leitað landvars hvenær sem vont veður gerir, en siðan koma varðskipsmenn óþreyttir á miðin um leið og lægir og byrja að angra bretana. Þetta er farið að fara mjög i taugar bæði togarasjómannanna og sjómannanna á herskipunum að sögn fréttamanna um borð i bresku freigátunum. —S.dór. Magnús Kjartansson á góðum batavegi Sem kunnugt er hefur Magnús Kjartansson, alþingismaður legið á sjúkra- húsi siðast liöið hálft ár, en hannvar lagður inn á Borgar- spitalann i september vegna sjúkdóms, sem reyndist vera heilahimnubólga. Þjóðviljinn getur nú glatt lesendur sina og alla þá fjöl- mörgu, sem spurt hafa um liðan Magnúsar, með þvi að skýra frá þvi að heilsa hans er nú á góðum batavegi, og læknar telja að hann muni ná fullri heilsu á ný, ef svo fer fram sem nú horfir. Undanfarnar vikur hefur Magnús Kjartansson dvalist á endurhæfingardeild Borgar- spitalans en þó heima um helgar. Væntum við þess, að Magnús Kjartansson verði kominn til starfa á ný áður en þessu ári lýkur, og sendum honum hlýjar kveðjur fyrir hönd félaga og vina um land allt. Göngudeild Göngudeild fyrir psonasis- og exemsjúklinga hefur nú verið opnuð að Heilsuverndarstöðinni við Barónsstig i Revkjavfk. Göngudeildin er opin frá 9 til 12 alla daga vikunnar nema laugar- daga og sunnudaga. i ráði er að hún verði opin til kl. 13. Til þess að fá ineðhöndlum á deildinni, þurfa sjúklingar i fyrsta sinn að frantvisa tilvisun frá húðsjúk- dómalækni, og eftir það að hringja ogpanta sér tima milli kl. 9 og 12. Yfirlæknir á deildinni er Hannes Þórarinsson og ennfrem- ur starfar þar Sæmundur Kjartansson. sérfræðingur i húðsjúkdómum. Heilsuverndarstöðin, sem legg- ur til húsnæðið, hefur ráðið hjúkr- unarkonu til þessara starfa, Heigu Vigfúsdóttur. Þar starfar einnig, ef með þarf, Guðrún Liija Þorkelsdóttir hjúkrunarkona. Geta sjúklingarnir fengið þar ljósböð, og þeir sem þess þurfa, ennfremur böð. Samskonar deild var opnuð á húðsjúkdómadeild Landspitalans ioktóber s.l., ogerhún þegar orð- in fullnýtt og getur ekki sinnt fleirum að sinni. Framhald á bls. 14. A myndinni eru talið frá vinstri: Asgeir Gunnarsson, fyrrv. formaöur SPOEX, Hörður Asgeirsson fyrsti formaður SPOEX, Baldvin Sigurðs- son, núverandi formaður SPOEX, Theódór Lilliendahl, i stjórn SPOEX, Hannes Þórarinsson yfirlæknir. Ilelga Vigfúsdóttir, hjúkrunarkona deildarinnar og Guðrún Lilja Þorkelsdóttir. hjúkrunar- kona.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.