Þjóðviljinn - 16.03.1976, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.03.1976, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 16. mars 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 7 1 y Rœtt við Halldór Pétursson, afgreiðslustjóra Þjóðviljans Ilafa inenn hugleitt það, að hin fjölmenna stétt blaðbera i land- inu, sem cnginn vill vera án, á sér ckkert stéttarfélag? Frá blaðber- um hefur aldrei heyrst neitt i samningaviðræðum og kjarabar- áttu og hafa þeir fyrir vikið að áliti margra vcrið nokkuð af- skiptir hvað snertir kaup og kjör miðað við aðra vinnandi hópa. Þjóðviljinn hefur nú ákveðið að gera blaðberum sinum öllu hærra undir höfði en fyrr'og eyna þannig að koma til móts við þá sem sýnt hafa blaðinu stuðning og tryggð. „Blaðberahappdrætti” fer i gang innan tiðar, og af þvi tilefni var rætt við 'Halldór Pétursson, afgreiðslustjóra Þjóðviljans. — Blaðberahappdrættið verður einangrað við Reykjavik, a.m.k. til að byrja með, sagði Halldór. — 1 1 1 1 1 i Halldór: „Blaðburðurinn er þýðingarmikið og krefjandi starf sem við viljum á einhvern hátt launa betur.” Það þarf bæði þrautseigju og eljusemi til þess að bera út blöð. Þetta hafa lika margir til að bera þótt þeir séu ekki háir i loftinu. Bla ðber ahappdr œtti Einn happdrættismiði verður afhentur fyrir hverja tvo mánuði við útburð og fyrir sex mánuði verða hverju sinni afhentir auka- miðar, til þess að verðlauna svo langt starf. Við höfum hugsað okkur að draga tvisvar á ári i Blaðberahappdrættinu og bjóðum upp á myndarlega vinninga. — Hvað þá helst? — Aðalvinningur er vikuferða- lag ásamt blaðamanni Þjóðvilj- ans til Færeyja og aukavinningar eru margs konar. T.d. má nefna útvarpstæki frá Radióbúðinni, segulbandstæki frá sömu verslun, sportvörur frá Sport á Laugavegi o.m.fl. — Og hvers vegna er farið út i svona nokkuð? — t stuttu máli má segja að okkur finnist blaðburðurinn eiga skilið einhverja umbun umfram venjuleg laun. Þetta er starf sem gerir miklar kröfur, menn þurfa að vakna snemma og labba langt hvað svo sem veðurguðirnir segja. Vissulega vantar Þjóð- viljánn oft blaðbera og okkar von er sú að happdrættið verði til þess að hvetja fólk frekar til dáða, en fyrst og fremst viljum við þó launa þeim, sem hafa staðið sig vel i þessu þýðingarmikla starfi dagblaðs. — A hvaða aldri eru blaðber- arnir okkar? — Þeir eru á öllum aldri. Krakkar skipa stóran hluta þeirra en lika eru fjölmargir full- orðnir sem taka að sér blaðburð- inn, ýmist i fjáröflunarskyni eða til þess að fá sér morgungöngu, — jafnvel hvorutveggja. — Og hver eru launin? — Við borgum sama taxta og önnur dagblöð. Það eru 56 krónur á hvert blað á mánuði auk 7% inn- heimtulauna. — Er dreyfing Þjóðviljans i góðu ásigkomulagi um þessar mundir? — Dreyfingin hefur ónéitan- lega verið nokkuð erfið sums staðar á veturna en ég held þó að þetta sé að þokast i rétta átt, enda leggjum við á það miklá áherslu að koma henni i fullkomið lag. t vetur hefur drevfingin gengið nokkuð vel fyrir sig og varla verða nokkrir erfiðleikar i sumar frekar en önnur sumur. —gsp Blaö sem þú kemst ekki hjá að lesa Hvort sem þú ert sammála Þjóðviljanum eða ekki þá kemstu ekki hjá að lesa hann. Áskriftarsíminn er 17505. AUGlÝSINGASTDfiWHFB Get BE^úmssónfi Ég er oftast ósammála Þjóðviljanum- en ég les hann reglulega. Ég er ekki alltaf sammála Þjóðviljanum- en ég les hann reglulega. Ég er alltaf ósammála Þjóðviljanum- en ég les hann samt. DJOÐVMINN blaðið sem vitnað er í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.