Þjóðviljinn - 16.03.1976, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 16.03.1976, Blaðsíða 9
Þriöjudagur 16. mars 1976 ÞJÓÐVIL.JINN — SÍÐA 9 hliðin í hálfa klukkustund. )övaa ndstæði nga Hún reyndi aö komast inn fyrir, en þegar henni var ncitaö um aö aka bilnum sfnum í gegnum hliöiö varö hún ævareið og hélt þvi blákalt fram, aö þarfara væri aö andófsmenn kæmu sér af landi brott en herinn; þaö yröi sannkölluö landhreinsun. Lögreglustjórinn á Keflavíkur- flugvelli, Þorgeir Þorsteinsson, les bréfið sem honum var afhent viö upphaf aögeröanna. Menn skeggræddu landsins gagn og nauösynjar meöan á aögerðum stóö, enda friösemdaraögeröir i alla staöi. Ávarp flutt á fundi her- stöövaandstæö- inga í Stapa, Njarövíkum, á laugardaginn var viðureigninni við áður um getna bandalagsþjóð. Að visu hafa ekki veriðframinnein morð ennþá svo vitað sé en alvarlegar tilraunir hafa verið gerðar til að drekkja islenskum sjómönnum við skyldustörf. Enskir ráðamenn hafa látið i það skina, að vinsældir Nató á ís- landi séu svo miklar og traustar, að ekkert þurfi að óttast um áframhaldandi vist islendinga i bandalaginu eða um dvalarleyfi fyrir herstöðina. Þetta hefur m.a. komiö greinilega fram i fyrir- spurnartima eða beinni linu við Roy Hattersley i enska útvarpinu um mánaðamótin jan.—febr. Hinar miklu undirskriftasafnanir VL i ársbyrjun ’74 og sá furðu mikli fjöldi, sem ritaði nöfn sin á þann vixil, virðist nú gera eng- lendingum kleift að stunda veiði- þjófnað sinn á Islandsmiðum með miklu meiri rósemi en ella. (Ég heflúmskan grun um, að nú muni margur feginn vilja fægja burt nokkra stafkróka af skjali þessu) En nú er hægt að vitna til sam- taka Varins Lands og árangurs- rikrar undirskriftasöfnunar og segja : „Það er allt i lagi, við höf- um séð að Nató stendur á föstum grunni á íslandi og nýtur trausts fylgis meðal þjóðarinnar, svo að það er engin hætta á aö sá hlekkur varnakerfis okkar bresti. Við get- um þvi haldið áfram að veiða þorskinn á íslandsmiðum alls óhræddir um slikt. Þetta atriði, að vinsamleg af- staða islendinga til Nató geri eng- lendingum kleift að stunda hér veiðiþjófnað öruggari en ella, hefur þvi komið svo berlega fram, að allir mættu skilja, jafn- .vel forráðamenn Varins Lands, enda þótt þeir hafi allt að þvi dómsorð um það að vera engar mannvitsbrekkur. Og hér höfum við staðið við hlið þeirrar stassjónar, er verja skyldi okkur fyrir utanaðkomandi árásum. Okkur herstöðvaand- stæðingum kemur það sannar- lega ekkert spánskt fyrir sjónir, að ekkert skuli hafa verið aðhafst af hálfu herstöðvarinnar tslandi til varnar. Við höfum aldrei búist við sliku, þar eð okkur hefur verið eðli þessara varna ljóst. Enskt útgerðarauðvald er að- eins ein klóin á þvi risavaxna krabbadýri, sem teygir arma sina um allan hinn vestræna heim og jafnvel lengra, og nefriist hin alþjóðlega auðhyggja, eða auð- vald. Og herstöðin héma er ein- mitt eitt h jólið i þeirri vigvél, sem á að vernda þetta auövald og ekk- ert annað. Hvernig getum við þá búist við, að þetta eina hjól fari nú allt i einu að snúast á móti öllum hinum hjólunum i vélinni? En við getum þó eitt, við getum notfært okkur þá staðreynd, að þetta striðsvélarhjól er enn hérna uppi á Miðnesheiðinniog að við eigum að heita i bandalagi við eigendur þess. Við getum enn á ný og með auknum krafti krafist þess, að það verði rifið niður, og sagt okkurúrlögum við þá mafiu, sem nú hefur svo rækilega af- hjúpað sitt rétta eðli gagnvart okkur islendingum, einnig þeim, sem ekki trúðu svo ljótum hlutum ábur um varnarsamfylkingu vestræns frelsis og lýðræðis. Sigursveinn Magnússon skrifar um tónlist Stjórnandi: Karsten Andersen Einleikari: Guðný Guömundsd. Efnisskrá: Albert Roussel: Baccus et Ariane, svita op. 42 Igor Stravinsky Fiölukonsert i D-dúr. Tsjaikowsky: Sinfónia nr. 6 i H-moll op. 74 Betri tónn Um tónleika Sinfóníuhljóm- sveitar íslands í Háskólabíói þann 11. mars Svitan Baccus et Ariane eftir Roussel hefur að geyma litrikan hljómsveitarstil sem heldur hlustendum við efnið. Hljóðfæra- samsetningar eru ótrúlega marg- breytilegar og litrikar, stillinn er fremur kaldur, en mjög sterk frönsk einkenni svikja engan og gera andrúmsloftið viðkunnan- legt. Guðný Guðmundsdóttir kon- sertmeistari var einieikari i fiðlu- konsert Stavinskýs. Ekki hafði boginn fyrr -snert strengi fiðlunnar en upp kemur i hugann annað verk þessa höfundar „Saga Hermannsins”. Toccatan er sér- leg rik af þessum áhrifum ásamt kaprisunni, lokaþættinum en milliþættirnir tveir eru allt annars eðlis. Guðný Guðmunds- dóttir sannaði með flutningi þessa konserts enn einu sinni ágæti sitt sem fiðluleikari, hún leiddi áheyrendur örugglega i gegnum hin ýmsu stig verksins, allt frá gamansemi toccötunnar, angur- værri sveiflu fyrstu ariunnar, og hugleiðslu þeirrar seinni til æðis- genginna átaka kaprisunnar. Þessikonsert er seiömagnað verk og leikur Guðnýjar hlýtur að vekja sérstaka athygli. Það er langt siðan menn hættu að efast um ágæti Tsjaikowský og snilligáfu hans, en alltaf hafa verið uppi raddir sem héldu fram hinu gagnstæða, þ.e.a.s. að Tsjaikovský skrifaði ódýrt og aðallega til að falia i kramið hjá almenningi. Áhrifin sem verk Tsjaikowsky valda eru langt frá þvi að vera venjuleg, hann skrifar af þesskonar innsæi sem gerir áheyrandann að nokkru leyti þátttakanda i atburðarrásinni og geri aðrir betur. Leikur hljómsveitarinnar bauð af sér góðan þokka, eins og reyndar undantekningarlitið á þessum tónleikum, stjórnandinn Karsten Andersen var aftur á móti ekki alveg með á linunni hvað varðaði samsetningar i fyrsta þætti sinfóniunnar og urðu af þessu nokkrar óttablandnar þagnir i stað þeirra dramatisku, kyrru augnablika sem þar áttu greinilega að hafa staðið. Allegró con grazzia þátturinn var mun öruggari en áferð hans býður upp á meir stöðugleika og þannig var einnig með þriðja þáttinn sem var frisklega leikinn. Fjórði þátturinn aftur á móti með sitt svellandi upphaf var spilaður allt of var- færnislega, og þar sem upphafs- stefið er eiidurtekið gekk hornunum ótrúlega illa að stemma sinar innkomur. Annars var tónn hljómsveitarinnar góður, ferskur og frjáls og mikið laus við þá streitu sem einkennt hefur leik hennar svo mjög nú eftir áramótin.Túlkun Guðnýjar Guðmundsdóttur á Fiðlukonsert Stravinský bar e.t.v. hæst á þessum tónleikum. Guðný sker sig úr hópi islenskra hljóðfæra- leikara, ekki aðeins fyrir hve vel hún spilar heldur einnig fyrir þá sök að hún hefur kosið sér það hlutskipti að starfa á tslandi, en i seinni tið hefur það verið næsta fátitt að ungt og efnilegt tónlistar- fólk settist að hér heima. Þetta landflóttafyrirbæri væri áreiðan- lega verðugt rannsóknarefni fyrir sérfræðing, og ef slik rannsókn leiddi i ljós ástæðu fyrir þessu meinisemværi að einhverju leiti á okkar valdi að kippa i lag, mundi það þýða þá breytingu til batnaðar i islensku tónlistarlifi sem svo lengi hefur látið biða eftir sér. Sunnudaginn 14.mars 1976 Sigursveinn Magnússon Bræla og ógæftir á loðnumiöunum Engin loðnuveiði var í gær og hefur ekkert skip raunar fengið loðnuafla síðan á sunnudagsmorgun. Á loðnumiðunum hefur verið mikil bræla og alls ekki veiðiveður frá því að- faranótt sunnudagsins. Nokkur skip voru að landa afla i Reykjavik og á Akranesi i gær, en annars liggur loðnuskipaflotinn vari I Skarðsvik á Snæfellsnesi Þess má geta svona i framhjá- hlaupi að sú loðna sem skipin hafa verið að veiða útaf Snæfells nesi i siðustu viku, hagar sér al veg eins og loðnan úti fyrir Austurlandi; hún kemur ekki upp nema á nóttunni, þannig að ekk ert er hægt að veiða að deginum til. — S.dór.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.