Þjóðviljinn - 16.03.1976, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 16.03.1976, Blaðsíða 16
Franjieh segir af sér Beirut 15/3 reuter ntb — Suleiman Franjieh forseti Libanon féllst loks i dag á að segja af sér eftir fimm daga þóf. Þá var svo komið að herlið streymdi að höll hans úr öllum áttum og stjórnarherinn ög uppreisnarher Khatibs höfðu bundist samtökum um aökrefjast afsagnar forsetans. Þegar talsmenn forsetans til- kynntu um ákvörðun hans sögðu þeir að hann gerði það með þvi eina skilyrði að hann fengi bjarg- að andlitinu, þ.e. að svo yrði ekki látið lita út sem hann hefði verið látinn fara fyrir þrýsting. Siðar bættu þeir þó við öðru skilyröi, þvi að eftirmaður hans yrði mað- ur að hans skapi. 1 dag sögðu arabiskir diplómat- ar i Beirut að rúmlega eitt þúsund sýrlenskir hermenn hefðu verið sendir inn I Libanon dulbúnir sem liðsmenn PLA, Frelsisher Palest- inu. Var tilgangurinn með þessu sagður sá að tryggja að arftaki Franjiehs verði maður hliðhollur sýrlendingum. Ef þetta reynist rétt hefur hættan á innrás israela aukist mjög, þvi á sunnudags- kvöld lýsti Shimon Peres varnar- málaráðherra ísraels þvi yfir að israelar gætu ekki setið aðgerðar- lausir ef aðstæður breyttust mikið i Libanon og þeir teldu öryggi Israels ógnað. Fylgismenn Aziz Al-Ahbad hershöfðingja - þess sem setti Franjieh úrslitakostinn - segja að „Libanski arabiski uppreisnar- herinn” hafi gengið til liðs við stjórnarherinn að öllu leyti. Tals- menn uppreisnarhersins segjast hins vegar aðeins hafa gengið til samstarfs um að koma Franjieh úr embætti. FRAKKLAND Yinstrisigur staðfestur París 15/3 reuter — Vinstriflokkarnir í Frakk- landi unnu mikinn kosningasigur í gær, sunnudag, en þá var síðari umferð kosninga til „kantónanna" sem eru einhvers konar millistig sveitast jórna og ríkis- valds. Alls unnu vinstriflokkarnir 930 sæti af um 1.800 sem um var kosið. Þar af fengu sósialistar langflest, 513 eða rúmlega helmingi fleiri en sá sem næstur kom af stóru flokkunum. Kommúnistar voru þar á ferð með 241 sæti en stjórnar- flokkarnir, Gaullistar og Óháðir repúblikanar, fengu um 180 hvor flokkur. Stjórnarflokkarnir höfðu reynt að gera litið úr mikilvægi þessara kosninga og gera þær ópólitískar. En franskir kjósendur fjölmenntu að kjörborðinu og hefur þátttaka i kosningum sem þessum aldrei verið meiri eftir strið en hún var 68%. Að úrslitum fengnum fékkst lit- ið upp úr fulltrúum stjórnarflokk- anna. Dómsmálaráðherrann, Jean Lecanuet, sagði þó að þetta væri „viss viðvörun” til stjórnar- flokkanna um að þjappa sér fastar saman. Sigurvegari kosninganna, Francois Mitterrand leiðtogi sósialista, fagnaði að vonum úr- slitunum og kvað þau vera gott vegarnesti fyrir sveitastjórnar- kosningar næsta ár og þing- kosningar þarnæsta ár. Leiðtogi kommúnista, Georges Marchais, sagði að úrslitin væru „alvarleg aðvörun til stjórnar- innar”. Þau sýndu að franska þjóðin væri áhyggjufull vegna verðbólgu og atvinnuleysis en það siðarnefnda nær nú til uþb. einnar miljónar frakka. Þriðjudagur 16. mars 1976 Sjópróf í dag Sjópróf vegna ásiglinga á varð- skipið Baldur 28. feb. sl. hefjast i Reykjavik i dag að þvi er Jón Magnússon, blaðafuiltrúi land- helgisgæslunnar, tjáði okkur I gær. Hefjast sjóprófin, fyrir sjó' og verslunardómi kl. 15.30. Það var 28. feb. sl. sem freigátan Yarmouth, sigldi á varðskipið Baldur og laskaði það all-mikið. Höskuldur Skarp- héðinsson, skipherra á Baldri og aðrir yfirmenn skipsins koma fyrir sjó og verslunardóminn i dag. —S.dór. Þessi mynd er af ásiglingu bresku freigátunnar Yarmouth á varðskipið Baldur 28. sept. sl. en sjópróf vegna þeirrar ásiglingar hefjast fyrir sjó-og verslunardómi idag. (Ljósm. Steinar Clausen) „Svarta skýrslan” alþjóðlega staðfest að því er tekur til ástands þorsk- r stofnsins. — Alyktanir íslenskra fiskifrœðinga um hœfilegar veiðar í fullu gildi, segir Jakob Jakobsson fiskifrœðingur t siöustu viku var haldinn I Kaupmannahöfn vinnunefndar- fundur á vegum Alþjóða haf- rannsóknarráðsins. Var þar fjallað um stærð og ástand þorskstofna við Grænland og tsland. Fundinn sátu af tslands hálfu fiskifræðingarnir Jakob Jakobsson og Sigfús Schopka með stéttarbræörum sinum frá Englandi, Skotlandi Færeyjum, Noregi, Danmörku og V.-Þýskalandi. Það má e.t.v. telja merkustu niðurstöðu þessa fundar að hann staðfesti i einu og öllu „svörtu skýrsluna” svo- nefndu frá i haust um ástand islenska þorskstofnsins. Þjóðviljinn sneri sér i gær til Jakobs Jakobssonar og bað hann aö segja frá fundinum. —- Það er þá fyrst til að taka sagöi Jakob, að stærð Islenska hrygningarstofnsins var I upp- hafi fundar reiknuö allt aftur til 1955. A þeim tima var hún um 1 miiljón lesta og hélst svo fram um 1960. Þá fer stofninum mjög aö hnigna og 1967 er hann kom- fnn niður I 250 þús. lestir. Þegar svo er komið vill það okkur til happs að mjög sterkar þorskgöngur koma frá Grænlandi. Sá stofn byggir þvi hinn islenska upp á næstu árum þar á eftir, og 1970 er stærö islenska hrygningarstofnsins komin upp undir 700 þús. lestir. Sfðan hefur honum hnignað afar ört uns nú er svo komið að hann er réttrúmlega 200 þús. tonn, og fer enn minnkandi. Grænlenski stofninn er nú i al- gerri lægð, svo að þaðan er engrar hjálpar að vænta nú. Heföuhinar sterku göngur ekki komiö frá Grænlandi á árunum fyrir 1970 má fullyrða að alger ördeyða hefði orðið á Islands- miöum þá. Þær björguðu þvi sem enn hefur verið bjargað.en slikt endurtekur sig ekki. Það má gera sér i hugarlund, hvaða afleiðingar það hefði haft, ef þorekurinnhefði veriðupp urinn á þessum sömu árum og sildar- leysið kom til sögunnar. — Það má þá segja að niður- stöður ykkar i „svörtu skýrsl- unni” hafi þarna hlotið alþjóð- lega staðfestingu? — Já, þ.e.a.s. tölur okkar um stærð stofnsins eru I fullu gildi, og á þeim fékkst hrein viður- Fyrir nokkru var haldinn á vegum Alþjóða hafrannsókna- ráðsins fundur um ástand sildarstofna I Norðursjó og við trland og Skotland. Jakob Jakobsson fiskifræðingur sat þennan fund, en hann var i Kaupmannahöfn vikuna á und- an fundinum um ástand þorsk- kenning. Hins vegar eru engar tillögur gerðar um veiðar á stofninum l áliti þessarar vinnu- nefndar, en allar rökrænar ályktanir er að finna 1 „svörtu skýrslunni”. Undir þær er lika tekið I niðurstöðum þessarar vinnunefndar um hæfilega sókn I stofninn, en hæfileg getur hún talist 1/3 —1/2 af þvi sem hún er nú. Það er i fullu samræmi við „svörtuskýrsluna” sem taldi að sóknin væri nú a.m.k. tvöföld á við það sem hæfilegt gæti taiist. stofna sem frá er sagt annars staðar I blaðinu. Jakob sagði i viðtali viö Þjóöviljann i gær, að ekki gæti orðið um algera friðun sildar- innar á þessu ári að ræða, enda þótt stofninn væri orðinn mjög litill. Kæmi þar til að Norðaustur-Atlantshafsfisk- Það er ljóst að sóknina veröur að minnka. Það hefur i för með sér timabundna aflaminnkun og aflaaukningu þegar frá liður. Sóknin er ekki einhlit til að auka aflann. Sem dæmin um það má nefha að frá 1970 hefur sóknin aukist um 40% en aflinn á sama tima minnkað um 100 þús tonn. Þetta er það sem ýmsir vilja ekki fást til að skilja. — Standa þá ekki tölur ykkar um hámarksafla á þessu ári óhaggaðar eftir? — Þessi fundur eða aðrir breyta engu þar um. Þaö er al- veg fáránlegt sem margir hér virðast halda, að öll okkar upphefð þurfi að koma að utan. Það er nokkuð langsótt að halda að erlendir menn þurfi allt að vita betur en við islendingar semað þessu störfum. Við erum fullfærir um þetta, og þekkjum allar aðstæður betur en nokkrir aðrir. Við þurfum þvi ekkert að veiðiráðið hefði heimilað veiði I Norðursjó á fyrri hluta þessa árs, allt að 87 þús tonn. Ekki væri nú fært aö breyta þeirri ákvörðun, en fundurinn hefði lagt á það mikla áherslu að fram úr þvi yrði ekki farið. Norðursjávarstofn sildarinnar fer nú ört hnignandi, og ættum við fslendingar að muna að i haust lögðu fulltrúar okkar til algjört veiðibann á honum, en sú tillaga náöi þá ekki fram að ganga. Við Irland er sildarstofninn i mikilli hættu staddur og var lagt til að þar yrði veiðibann næstu Jakob Jakobsson. vera aö hlaupa eftir öðru en þvi sem við komumst að sjálfir Niðurstaða „svörtu skýrsl- unnar” er fullkomlega rökstudd og við hana stöndum við. — Þú minntist áðan á Grænlandsstofninn sem hefði bjargað okkur áður. Hvers vegna er þess ekki að vænta nú? — Hann hefur minnkað mjög örtallt frá 1965. Þá jókst sóknin þar nokkuð, en það er þó ekki talin frumorsökin. heldur versnandi lifsskilyrði samfara mikilli kólnun sjávar. Hún virö- ist eiga stærstan þátt i hnignun V-Grænlandsstofnsins, en gætir minna viö A-Grænland. Við tsland er hún hins vegar ekki talin áhrifavaldur að neinu marki. —erl. 2—3 ár. Hins vegar er ástand stofnsins vestan Skotlands mun skárra, og lagði fundurinn til að leyft yrði að veiða þar allt að 83.000 lestir. Þess má geta að islendingar hafa veitt á þeim slóðum 5-6000 lestir á ári. Jakob sagði að I öllum útreikningum á stærð þessara stofna og hve miklar veiðar þeir þyldu hefði verið miðað við það sem islendingar gerðu fyrir 5 árum, er þeir friðuðu Suðurlandssildina. Það var fyrsti sildarstofninn sem friðað- ur var og þar með bjargað frá algeru hruni. —erl. SÍLDARSTOFNAR í HÆTTU Mœlt með friðun við Irland og í Norðursjó — Lítilsháttar veiði heimiluð við Skotland

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.