Þjóðviljinn - 21.03.1976, Blaðsíða 20
20 StÐA — ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 21. mars 1976
Hver á að stjórna úthöfunum?
Eftirfarandi grein eftir Viktor ^Mikhnégitsj lýsir
sovéskri afstöðu til 200 milna auðlindalögsögu nú
við upphaf nýs áfanga Hafréttarráðstefnu.
Auðlindir sjávar eru ekki ó-
takmarkaðar. Nýting þeirra má
ekki vera vanhugsuð og
tilviljunarkennd. Þetta er niður-
staða visindamanna, sem
krefjast þess, að þegar i stað
verði gripið til áhrifamikilla og
róttækra ráðstafana til að
fryggja hagkvæma nýtingu
sjávar. Til þess að þessar ráð-
stafanir verði árangursrikar, er
nauðsynlegt að skilgreina hug-
takið „hagkvæm nýting sjávar” i
þágu allra þjóða.
t þessu sambandi er óhjá-
kvæmilegt, að fundin verði lausn
á tveirn megin-vandamálum
samhliða, en þau eru vistfræði-
legs og stjórnmálalegs eðlis.
Vandamál þessi, sem mjög eru
tengd hvort öðru, leiða af sér
fjölda sérmála, sem stundum
verða að þrætuepli milli einstakra
rikja. Þar sem ekki er til nein al-
hliða reglugerð um nýtingu
sjávar, hlaðast þessi vandamál
upp með ári hverju. A hafréttar-
ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna,
sem haldin var i Caracas sumarið
1974, voru lagðar fram tillögur til
lausnar á-yfir 200 vandamálum i
sambandi við alþjóðlegan sátt-
mála um landhelgi, alþjóðlegar
siglingaieiðir, efnahagslögsögu,
landgrunn, úthöf, eyjariki, eyjar
o.sv.frv. Mörg þessara vanda-
mála voru aftur tekin fyrir á haf-
réttarráðstefnunni i Genf á árinu
sem leið. En jafnvel þótt þátt-
tökurikin hafi náð vissum árangri
i umræðum um þessi vandamál,
komust þau ekki að endanlegu
samkomulagi. Ekki hefur fundist
nein sameiginleg lausn á helstu
deiluatriðum hafréttarlaganna.
Hvað veldur þvi? Við skulum
skoða það nánar. Tökum sem
dæmi um það vandamál, sem nu
er i brennidepli og lýtur að 200
milna efnahagslögsögu.
Það er auðvelt að skilja vanda-
málið á bak við kröfuna um 200
milna efnahagslögsögu, sérstak-
lega, ef um er að ræða litið
strandriki, sem að mestu leyti á
lifsafkomu sina undir auðæfum
hafsins.
En hver er raunhæf lausn þessa
máls? . Hver er réttarstaða
slikrar efnahagslögsögu? Eigum
við að fallast á algjöran lög-
sagnarrétt strandrikis, eins og
lagt var til af sumum, eða leysa
málið á þann veg, að strand-
rikjumverði veittur lögsagnar-
réttur, svo fremi að það brjóti
ekki i bága við hagsmuni annarra
rikja?
Sjórinn er eign allra landa
heims. Ahrif sjávar á lif og
veðurfar á jörðinni eru alkunn.
Þetta leiðir til þess, að mann-
kynið mun alltaf vera háð
sjónum, en auðæfi þess, lifræn
sem ólifræn, munu gera
mannkynið enn háðara sjónum i
framtiðinni. Þessi staðreynd
krefst sérstakrar varfærni og
visindalegra vinnubragða við
ákvörðun um nýtingu sjávar, ekki
sist, ef við höfum i huga spá sér-
fræðinga um vistfræðilega og
stjórnmálalega þróun á komandi
árum. Þvi eru sovéskir sér-
fræðingar þeirrar skoðunar, að
deilan um efnahagslögsögu verði
einungis leyst á viðunandi hátt i
tenglsum við ýmis önnur vanda
mál með samkomulagi, sem
tekur tillit til hagsmuna allra
rikja, ekki bara i dag, heldur
-'V-'.'M ""yj;"Xlg,
■ viir»nor»i Hvdíer ♦y*'**' a KiJp . E.n víð
li| vtijuyn ek.Ki meiK Wnnúwi FvKÞhínn
kaup/ays-fc.
%
'íb'
i*
. wL,
t* l Vi(J f m
í>d n&yéist hann|
4t*l $aí hðijpa
-«1
En efti> jpvi sem ilínn
faah fleín’ vélaky þvi
1 Knei>; vtfcöá Öttpoldin
t vi'áatóðanú
hdnn Fdi
f leifci vehkamejwri. L
tíl 9ð steia a-^o-oj
loks ^patöik haniv-—.
0% wo hefuv hann reki
r»o KKi'ð. SecjiÞ þffif 5é
eKki nóq vinn^.tó ni
viá h‘ón»u»nst
• ii '— , svo mikl&
rf
'iiiwt
k ■ V
Aoáiðef; vet-ád <s.<ki —
t»l af
fchekfci Waaat
9ydai.fi meo þ/
*9y vinna . .pftiv fófaeKi
v»kr»a.en Þe.> m'Kiij: j
IUf
aeird ?
fAKA Í VG
Já/en
hann minnf oq
'/eváuK Kanns^
3Í veKa f leirL
Kae.tt.ft c»
hvaí J
Wá hav‘-j r~“
einnig með hliðsjón af kröfum og
þörfum framtiðarinnar.
Þar af leiðir, að lausn málsins
væri sú, að veita strandrikjum
lögsögurétt innan efnahagslög-
sögunnar einungis til visinda-
rannsókna, þróunar og viðhalds
náttúruauðlinda i sjónum og á
sjávarbotni og til að nýta þessar
auðindir. Aðrar þjóðir, bæði
landlægar og þær, sem eiga land
að sjó, verða að fá að njóta
frjálsra siglinga, réttar til að
leggja leiðslur og sjóstrengi,
frelsis til flugs yfir svæðið, réttar
til undirstöðuvisindarannsókna
og annarra grundvallarréttinda
tengdar úthöfum. Með öðrum
orðum, svo fremi sem strand-
rikjum verði veitt lögsöguréttindi
yfir auðlindum sjávar, verður
efnahagslögsagan eftir sem áður
að vera hluti af úthafinu, þar sem
allar þjóðir geta notið frjálsra
siglinga og annars athafnafrelsis,
sem ekki gripur inn i nýtingu
auðlinda sjávar.
En á sama tima verða s.trand -
rikin að sinna ákveðnum grund
vallarskyldum: að varðveita
lifræn auðæfi hafsins og tryggja
hagkvæmustu nýtingu þeirra; að
veita öðrum rikjum aðgang að
þeim hluta veiðanna, sem þau
sjálf geta ekki nýtt að fullu; að
gera árangursrikar ráðstafanir i
tima til að koma i veg fyrir
mengun innan viðkomandi lög-
sagnarumdæmis og gera gagn-
ráðstafanir, hvenær sem nauðsyn
krefur.
Slik lausn á deilunni um 200-
milna efnahagslögsögu væri mjög
skynsamleg og i samræmi við
hagsmuni allra þeirra rikja, sem
hlut eiga að máli. Með skirskotun
til ofangreinds virðist tilraun
ákveðinna rikja til að koma á
einkarétti yfir efnahagslögsögu-
svæðið engan veginn á rökum
reist. Slik stefna mundi
óhjákvæmilega leiða til þess, að
lögleidd yrði 200 milna landhelgi
eins og krafist er af sumum rikj-
um i dag, og þar með yrði næstum
þvi þriðji hluti úthafanna lokaður
öðrum þjóðum. Það hefði i för
með sér nýjar deilur og vanda-
mál, mun alvarlegri en „þorska-
striðið” eða „oliudeilur”.
Gamalt orðatiltæki hljóðar svo:
„Sá, sem ræður á sjónum,
stjórnar heiminum”. Þetta
endurspeglar baráttu um yfirráð
yfir auðæfum hafsins hér áður
fyrr. Okkar timar krefjast þess,
að öll riki heims stjórni höfunum.
En til þess er nauðsynlegt, að
leysa á skynsamlegan hátt öll þau
vandamál, sem lúta að hag-
kvæmri og fullri nýtingu sjávar
með hliðsjón af visindaþekkingu
nútimans og framtiðarhags-
munum allra þjóða. Slikar
ráðstafanir þola enga bið.
—(APN)
Kaupið bílmerki
Landverndar
Hreint k
fiSBSand |
fagurt I
land I
LANDVERND
Til sölu hjá ESSO og SHELL
bensínafgreiðslum og skrifstofu
Landverndar Skólavörðustig 25