Þjóðviljinn - 21.03.1976, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 21.03.1976, Blaðsíða 7
Sunnudagur 21. mars 1976 ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 7 Sýning á iðnminjum í Bogasal Um nokkurt árabil hafa saintök iðnaðarmanna unnið að þvi að safna ýmsum minjum frá hinum cldri iðngreinum hér á landi með það fyrir augum að koma upp sérstöku iðnminjasafni, þar sem sýna mætti þróun iðngreinanna frá heimilisiðju til fullkominnar vcrkstæðisiðju. Var einkum lagt kapp á að bjarga þannig smiðis- gripum iðnaðarmanna, einkum sveinsstykkjum og ýmsum vand- aöri gripum og einnig smiöa- áhöldum, verkfærum ýmiss kon- ar, skjölum og hverju einu, sem varpaði Ijósi á iðngreinar hér á landi. Var i eina tið áformað, að safn þetta yrði deild i Þjóðminjasafni tslands. En svo fór við uppsetn- ingu bjóðminjasafnsins i húsi þess, að ekki reyndist verða rúm fyrir Iðnminjasafnið til sýningar og var þá hugmynd, aí> það yrði sýnt i Iðnskólahúsinu á Skóla- vörðuhæð, og þar var safnið geymt um nokkurn tima. Svo fór þó, að þar reyndist ekki unnt að ætla safninu sýningar- rými og varð þvi að ráði, að Þjóð- minjasafnið tæki safnið að sér til eignar og fullkominna umráða með það fyrir augum, að það eða úrval þess verði sýnt meðal safn- gripa Þjóðminjasafnsins þegar kringumstæður leyfa. Úrvali úr Iðnminjasafninu hef- ur nú verið komið fyrir til sýning- ar i Bogasal Þjóðminjasafnsins og verður það sýnt þar ásamt nokkrum hliðstæðum gripum úr Þjóðminjasafninu. Sýningin stendur frá 13. mars til 25. april og er aðgangur ókeypis. Hún er opin á sama tima og safnið sjálft sunnudaga, þriðjudaga, fimmtu- daga og laugardaga kl. 13.30—16.00. Ekkert nema skó- burstun Höfðaborg marmóna, Salt Lake City i Utah i Bandarikjunum, er einhver siðavandasta borg i heimi. Nýlega gengu þar i borg i gildi nýjar reglugerðir um starfsemi vissra „Stúlknaskóburstunar- stofa", en grunur lék á að i þeim stofnunum væru gefin fyrirheit um annað og meira en vel burst aða skó. Bannað var að loka klefum þeim þar sem stúlkur burstuðu skóherranna. Ennfremur segir i ofangreindri samþykkt: ,,Það er bannað að starfsfólk hafi önnur samskipti við viðskiptavini en þau að bursta skó þeirra. Það er bannað að sitja i keltu þeirra sem og hafa við þá aðra likamlega snertingu ARNI BJÖRNSSON SKRIFAR: Ein vel meint bænaráminning Kross og dauði Maður er orðinn svo fram- genginn, aö oftar en áður þarf að fylgja mönnum til grafar. Ættingjar, gamlir kennarar, skólabræður og aðrir vinir týna tölunni. 1 hvert sinn, sem ég kem út frá slikri minningar- athöfn, er ég ósköp dapur. Ekki vegna fráfalls mannsins i sjálfu sér. Eitt sinn skal hver deyja, og dauðinn má segjast seridur að sækja hvað skaparans er. Heldur vegna hins, hversu ómaklega ágætur maður er oft- sinnis kvaddur hinsta sinni. Og ég hugsa með skelfingu: Skyldi verða farið svona með mig. Athöfnin vegna annálaðs gleðimanns hefst t.d. með drungalegum og grátklökkum sálmasöng. Siðan er litrikum persónuleika lýst sem logn- mollulegu gæðablóði, sem hvergi mátti vamm sitt vita, þótt hinn sami hafi i lifanda lifi haft stærst gaman af þeim eiginleikum sinum, sem nær- sýnir innigrillar töldu til vamma og skamma. Og það er svo að sjá sem prestar leggi metnað sinn helst i að koma fólki til að vikna og tárast i kirkjunni. Það er þeim einsog meiriháttar leiksigur. Venju- lega er svo endað á að syngja þannig úr ljóði Hallgrims Péturssonar um dauöans óviss- an tima, að orð skiljast af þessum dýrlega skáldskap. En það gerir kannski ekki mikið til, þvi að sjaldnast er flutt nema fyrsta og siðasta erindið, svo að hin rökvisa uppbygging þessa bjartsýnisfulla kvæðis fer öll forgörðum. Nú er það sjálfsagt mál að sýna tilfinningum aðstandenda nærgætni. En þaö er mikið efa- mál, aö sérstök þörf sé á að ýfa undir nánustu syrgjenda i út- fararræðu. Slikt hlýtur að vera þeirra einkamál. Auk þess má lita svo á, að allir fylgjendur hins látna séu aöstandendur hans og einnig beri að taka tillit til þeirra. Og mjög er óvist, að þeim sé öllum ljúft að hlýða mestmegnis á gatslitna frasa i vælukenndum tón um horfinn vin. Árátta presta Eeyndar virðast flestir prestar vera ágætis menn og sanngjarnir i einkasamtölum, jafnvel þótt rætt sé um trúmál. En það er likt sem þeir umhverfist, þegar þeir eru komnir i hempu og standa fyrir altari. Þá er litið orðið eftir af sýn þeirra á margbreytileik mannlifsins. Död og pine. Fyrir nokkru var gagnmerkur samferðamaður til moldar borinn, mörgum harmdauði, en flestum þó nokkur fyrirmynd um sjaldgæfa mannlega reisn. 011 var sú athöfn undirbúin með meiri menningarbrag af hálfu -hans nánustu en við eigum að venjast. Til jarðsöngs var og fenginn maður, sem mun fremja prestverk einna snyrti- legast þeirra, sem nú eru uppi. Og vissulega hefði annar prestur varla komist betur frá þvi. En jafnvel hér þurfti þessi góði maður endilega að nota helming ræðu sinnar i einskonar trúboð og jafnvel að klina guðs- ótta á kempuna. Þótti sumum hart undir að búa. Þvi það er til að mynda ekkert undarlegt, þótt efagjarn og jafnvel trúlaus sagnfræðingur hafi lifandi og brennandi hug á trúarbrögðum eða kirkjunni sem stofnun. Það er ekkert smáræðis hlutverk, sem þessi fyrirbæri hafa leikið i menningu þjóða eða valdakerfi heimsins, hvort sem menn vilja telja það hlutverk illt eða gott. Sömu- leiðis er mikil viska og jafnvel slæviska fólgin i mörgum orðum kirkjufeðra. En þar með er alls- ekki sagt, að fræðimaðurinn þurfi að vera „djúpreligiös”. Hann skoðar fyirbærin, reynir að grafast fyrir um uppruna þeirra, rekja þróun þeirra og áhrif. Trúarbrögðin verða ekki til á undan manninum. Mennirnir móta sin trúarbrögð eftir aðstæðum hver á sinum stað. Rómverska yfirstéttin lagaði t.d. frumkristnina smám saman til eftir þörfum sinum. Menn geta sömuleiðis verið kristnir i bestu merkingu þess orðs án þess aö trúa á Jesúm Krist sem slikan, hvað þá Guð Föður og Heilagan Anda. Rétt einsog menn geta verið ágætir marx- istar i eðli sinu, þótt þeir hafi ekki lesið stakt orö eftir Marx eða Engels. Eða var Marx kannski ekki marxisti, áður en hann hóf að skrifa sin rit? Þegar var sagt, að prestar væru yfirleitt ágætis fólk. En einhver slæmur andi virðist fyrirskipa þeim að verja þau leiðinlegheit, sem þeir láta menn sæta við allskyns guðs- þjónustu. A 300 ára ártið Hall- grims Péturssonar, gerði Jökull Jakobsson t.d. sjónvarpsþátt um það góða skáld. Sá þáttur var að visu hvergi nærri nógu velunninn, en hann nægði þó til að hneyksla marga presta. I þættinum var reynt að draga fram mannleik, breyskleik og skemmtileik skáldsins. Þetta þótti ekki nógu gott Prestarnir vildu nefnilega, að mynd hans væri pentuð svipuðum dráttum og i hinu næstum ærumeiðandi kvæði séra Matthiasar: hin mikla fyrirmynd átti að vera jafnleiðinleg og þeir sjálfir birt- ast i kirkjunni. Eigi skal gráta Björn bónda Hvernig á þá að hanna útför og likræðu? Fyrst og siðast ættu þær að vera breytilegar, en ekki staðlaðar. Jafnvel þótt allt hold sé hey, þá er þó einkum verið að kveðja sálartötrið. Og jafnvel þótt unnt væri að reikna sálir allra manna eins með sam- lagningu og frádrætti, þá er misjafnt i hvaða hlutföllum þær eru samsettar og hvaða eigin- leikum mest ber á. Að þessu ættu aðstandendur að hyggja i tima, ef mönnum stendur ekki á sama hverjum um annan. Það er einatt alltof mikið um marklitinn sálmasöng við útfarir, allt uppi 6-7 sálmar, likt og til að fylla upp i klukku- timann. Séu sálmar á annaö borðsungnir, verður að velja þá af kostgæfni, en ekki handahófi úr sálmabókinni. 1 stað þeirra mætti syngja eða leika annars- konar lög, lesa ljóð, bókarkafla, jafnvel skopsögur, eftir þvi sem á við hinn látna. Hvað ræðuflutningi viðvikur kann vel að vera gustukaverk að berja i bresti sumra, einsog þegar séra Bjarni á að hafa lesið yfir þjófnum: Hann vakti, þegar aðrir sváfu, og það sem aðrir söknuðu, fannst hjá honum. — En þeir sem hófu sig að einhverju öðru leyti yfir hversdagsleika hins þögla meirihluta, eiga heimtingu á að þvi sé haldið á lóft, hvort sem varðhundum meðalmennsk- unnar likar betur eða ver. Og þegar baráttumenn eru kvaddir, þá er sjálfsögð tillits- semi við minningu þeirra. að kirkjugestir séu hvattir til að vinna áfram ötullega að helstu hugðarmálum þeirra, séu þeirá annað borð sama sinnis i stað þess að leggjast i deyfð og drunga. Tónninn gæti þá veriö þessi: Eigi skal gráta Björn bónda, heldur safna liði. En þurfiendilega að tárast i tilefni af fráfalli þeirra. sem revndu að máttkva og stækka múginn, meðan þeir voru ofar moldu, þvi þá ekki að hugsa til hinna skarplegu orða meistarans frá Nasaret um skylduna við lif- endur: Jerúsalemsdætur, grátið ekki yfir mér, heldur grátið yfir sjálfum yður og börnum yðar. Sú franska viö Stóra leikhúsið Vera Boccadoro heitir frönsk kona, sem hefur náð þeim merkilega ár- angri að semja balletta fyrir Stóra leikhúsið i Moskvu, og hefði þó mörgum vafalaust þótt sem moskvumenn ætti sist að skorta ballett- meistara. Vera Boccadoro nam við ballettskóla óperunnar i Paris, en þótti ekki sérlega góður dansari. En húnhafði mikinn metnað til að gerast balletthöfundur, og tókst henni að komast til framhalds- náms i Moskvu. Fyrsti ballettinn, sem hún samdi fyrir rússneskan flokk var „Dagur á Montmatre", sem byggður er á „Amerikumað- ur i Paris" eftir bandaríska tón- skáldið Gershwin. Siðar samdi hún annan stuttan ballett við ljóð Púsjkins um Mozart og Salieii Og nú siðast hefur hún gert sinn fyrsta ballett af fullri lengd fyrir Stóra leikhúsið, en það er „Fran- caise" sem er byggður á leikriti Shakespeares", Ys og þys út af engu". Tónlistin er eftir sovéska tónskáldið Tikhon Khrennikof, Vera Boccadoro. sem reyndar er rússnesk i móðurætt. er fyrsti franski ballettmeistarinn sem starfar i Rússlandi siðan Marius Petipa starfaði þar við mikinn orðstir á nitjándu öld. Petipa var sá sem samdi Svanavatnið við hina sælu tónlist Tsjækovskis.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.