Þjóðviljinn - 04.04.1976, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 04.04.1976, Qupperneq 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 4. aprll 1976. Eiginkonur varðskipsmanna ræða við Ólaf Jóhannesson dómsmáiaráðherra i alþingishúsinu. Þröstur Haraldsson: Eru tilfinningar og skynsemi ósætta n I ega r a n d stæö u r? Eða:Af hverju varð Óli Jó svona kindarlegur mitt í kvennahópnum Þröstur Haraldsson blaðamaður, sem venju- lega skrif ar á aðrar síður Þjóðviljans en jafnréttis- siðuna, brýtur hér uppá athyglisverðu efni til í- hugunar og umræðu. Iðu- lega er konum borið á brýn, að þær séu svo til- f inningasamar í eðli sínu, að þær dugi lítt í harðri baráttu stjórnmálanna. Þótt oft haf i verið bent á, að hér sé um uppeldis- mun en ekki eðlismun að ræða, er sjaldnar rætt um hitt, sem Þröstur gerir hér, hvort tilf inningarnar útiloki skynsemi og öf ugt. Hvort þetta tvennt geti ó- mögulega farið saman. Það var merkileg upplifun fyrir mig að vera niðri i Alþingishúsi daginn sem eiginkonur og mæður varðskipsmanna heimsóttu Ólaf Jóhannesson dómsmálaráðherra i þvi skyni að koma á framfæri við hann óánægju sinni með léleg- an aðbúnað rikisvaldsins við Landhelgisgæsluna. Ekki vegna þess að þar kæmi eitthvað það fram i landhelgis- málinu sem ekki hafði heyrst áð- ur. Ekki heldur vegna þess að ég væri óvanur að sjá konur i viga- hug. Nei, þaðsem vakti athygli mina var hvernig viðskipti kvennanna og ólafs fóru fram. Ólafur var að visu veikur fyrir, þvi hann hefur eflaustvitað sem var að gagnrýni kvennanna var réttmæt. En orða- skipti hans og þeirra afhjúpuðu Rauðsokkar undirbúa ráðstefnu Ánýliðnum ársfjórðungsfundi Rauðsokkahreyfingarinnar var samþykkt ma. að hefja undirbúning tveggja ráðstefna á naesíUiniú- J Er ænarsvegar um að ræða ráðstefnu eða þing ireyfingarinnar sjálfrar, sem yæntanlega verður haldið i júni )g fjallar þá ma. um ýtarlegri stefnuskrá en nú er i gildi hjá tireyfingunni. Hinsvegar er stefnt að ráðstefnu láglauna- svenna i nokkurskonar fram- naldi af þeirri sem haldin var i janúar i fyrra og mun verða reynt að fá verkalýðsfélög ti) samstarfs um ráðstefnuna, Að þessu sinni var skipt um tvo i stað eins i miðstöð hreyfingarinnar, þar sem einn fulltrúinn gat ekki starfað út sitt timabil. Eru nú komnar i miðstöð Herdis Helgadóttir skrifstofumaður og Kristjana Bergsdóttir bílstjóri, en út fóruHelga Steinunn Guðmundsdóttir nemi og Þuriður Magnúsdóttir kennari. mjög greinilega veikan blett sem allir stjórnmálamenn og reyndar velflestir karlmenn hafa, hversu hreinan skjöld og góðan málstað þeir hafa. Að sið góðs stjórnmálamanns reyndi Ólafur að slá ryki i augu kvennanna og kveða þær i kútinn með orðfiminni sem hann hefur tileinkað sér á ferli sinum. En það hreif einfaldlega ekki i þetta sinn. Astæðan er sú að til þess að verða góður stjórnmálamaður er nauðsynlegt að fjarlægja úr hug- skoti sinu hvern snefil af venju- legum hversdagslegum tilfinn- ingum. 1 karlmannaveröld stjórnmálanna gildir rökfimin ein, hin kalda skynsemi sem eng- um tilfinningum eirir. „Láttu ekki tilfinningarnar hlaupa með þig i gönur” er algeng setning i þessari sérkennilegu veröld. í raun þýðir hún „1 þessum heimi er ekkert rúm fyrir tilfinningar”. Þetta er regla sem sett er ofar öllu i stjórnmálalifinu. Nái ein- hver langt á þessu sviði þýðir það að hann hefur samið sig að þess- ari reglu til fullnustu. En svo gerðist það að inn i karlaklúbbinn alþingi streymdi hópur fólks sem ekki hefur lært að þurrka út i sér tilfinningarnar. 1 fyrstu ætlaði Ólafur að snúa kon- urnar niður á sama bragði og hann beitir gegn Sighvati og Þor- steini. En konurnar sáu við hon- um. Þær skildu fljótt að Ólafur var einungis að breiða yfir eigið framtaks- og viljaleysi með orð- skrúði. Þá tóku tilfinningarnar völdin. Með allan siðferðilegan rétt : fanginu helltu þær yfir hann til- finningum sinum. Og nú vissi Ólafur ekki sitt rjúkandi ráð. Þarna var hann beittur vopni sem hann kunni engar varnir gegn. Lengi vel stóð hann eins og þvara mitt i kvennahópnum og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Gegn þessu dugði einfaldlega engin rökvisi eða skynsemi. En af hverju er verið að tiunda þetta? Jú, af þessu má draga tvo lærdóma. f fyrsta lagi þann að þessi stranga afmörkun tilfinninga og skynsemi er notuð til þess að að- skilja stjórnmálaheiminn frá öðr- um heimum. Það er þessi að- greining sem gerir mönnum kleift að fyrirskipa allt frá verðhækk- unum upp i þjóðarmorð á daginn, en selja ljósaperur á vegum læons eða rótari á kvöldin til að safna fyrir hjartaþræðingatæki handa spitalanum — og hljóta lof og vel- þóknun almennings fyrir. Það er i krafti þessa aðgreinings sem vopnaframleiðandinn getur sagt og verið trúað: — Ég hef engan drepið. t öðru lagi er hér komin lang- veigamesta ástæðan fyrir þvi út- breidda vandamáli sem er af- skiptaleysi kvenna af stjórnmál- Framhald á bls. 22 ORÐ í BELG Mega konur eiga fleiri en einn eiginmann? Eftirfarandi bréf barst i belginn austan úr Neskaup- stað: Ég undirritaður er kennari i gagnfræðaskóla úti á landi og kenni m.a. lögfræðihand- bókina, samantekna af Gunnari G. Schram. A dögunum rakst ég á mjög einkennilegan hlut i þessari bók. A bls. 65, þar sem getið er um ástæður fyrir lög- skilnaði, stendur m.a.: ,,Þá er það skilnaðarástæða ef annað hjóna gerist sekt um tvikvæni. Getur þá hitt krafist skilnaðar.” Svo mörg voru þau orð. Samkvæmt orðabók Menn- ingarsjóðs er sögnin að kvænast útskýrð þannig: „Kvænast, —tist s. kvongast: kvæntur sem á eiginkonu”. Þvi er mér spurn : Er frjáls- ræðið orðið svo mikið hér á landi, að konur megi kvænast? Eða er konum frjálst að „eiga” marga eiginmenn án þess að hægt sé að krefjast lögskilnaðar? Gæti kannski verið, að hér sé á ferðinni sá hugsanagangur, að það sé aldeilis útilokað að konu komi það til hugar að „eiga” fleiri en einn eiginmann, og þurfi þvi ekkert að taka fram i lögum hvaða viðurlög lægju við sliku? Náttúrulega verður að taka það rækilega fram hvað biði okkar karlmannanna ef við gerumst sekir um tvikvæni. Auðvitað dettur okkur það i hug að „eiga” fleiri en einn maka. Þvi við erum jú sterkara kynið, eða er það ekki? Guðmundur Bjarnason. Kallar á ný starfsheiti Erla Guðmundsdóttir hringdi og vildi benda á, að ef tekið yrði i lög, að ekki mætti auglýsa fremur eftir starfs- fólki af öðru kyninu en hinu eins og tekið er fram i jafn- stöðufrumvarpinu sem nú liggur fyrir alþingi, þá yrði nauðsynlegt að endurskoða og skipta um starfsheiti i ýmsum störfum. —Það er allt i lagi með karl- kynsstarfsheitin allflest, þvi þau geta llka tekið til kvenna, sagði hún. Td. þau sem enda á —ari,—stjóriog álíka (ritari, skólastjóri osvfrv.) og lika þau sem enda á —maður, þvi allar konur eru jú menn (blaðamaður, skrifstofu- maður). En hvað á sá að gera sem vantar td. ráðskonu? Og hvernig á að auglýsa eftir hjúkrunarkonu? Ráðsmaður er að minum skilningi allt annað en ráðskona, þar er ekki um sama starf að ræða. ,Hins vegar mun hjúkrunar- maður vinna nokkurnveginn sama starf og hjúkrunarkona, en sé annað starfsheitið notað fremur hinu, er þá ekki verið að gera upp á milli kynjana? Svona er áreiðanlega um mörg fleiri störf og starfsheiti, svo ég legg til, að nýyrðanefnd — ef hún er þá enn við lýði — fari strax að leggja hausinn i bleyti og hafi lausnina tilbúna þegar þetta verður að lögum, sagði Erla að lokum. Það er rétt hjá Erlu að nauðsynlegt mun reynast að breyta einhverjum starfs- heitum og hefur það reyndar verið gert, þótt þau séu ekki notuð af öllum. Td. er i samningum verslunarmanna- félaganna ekki talað um simastúiku, heldur simavörð og ekki um vélritunarstúlku, heldur ritara, bókara eða annað það sem á við við- komandi starf án tillits til kyns. Oft má komast hjá kyn- greiningu með þvi að tala um —fólk, i staðinn fyrir -konur og - karla. Dæmi: Hjúkrunar- fólk vantar ... En mörgu má breyta með litilli fyrirhöfn, hvort sem það yrði nú einhver málsmiðanefnd eða fólkið sjálft sem störfin stundar sem það verk annaðist. Reynslan sýnir, að slikt venst mjög fljótt, einsog td. orðið ritari, nú eða kennari — hver talar nú nokkurntima um kennslu- konur eða skólastýrur, þótt þau heiti hafi verið algeng áður fyrr? Lög um ókyngreindar aug- lýsingar kalla á fleiri breytingar, en þær held ég að verði til bóta. Oft er ekki aðeins kveðið á um kynið i starfsheitum, heldur og um aldurinn og á það fyrst og fremst við um kvenkynsi starfsheiti. Hversvegna ættu fullorðnar konur, grónar i starfi og kannski nokkurra barna mæður t.d. að vilja láta kenna sig við stúlkur og jafn- vel meyjar (afgreiðslustúlka, bankamær, simamær)?! Islenskar stúlkur og íslendingar Sigurður Karlsson hringdi og hafði verið að horfa á iþróttaþátt i sjónvarpinu: — Eru stúlkurnar ekki jafn- miklir islendingar og strákarnir i augum þeirra sem lýsa iþróttum? Þegar Bjarni Felixson var að segja frá handknattleik kvenna talaði hann ævinlega um „islensku stúlkurnar” og „kanadisku stúlkurnar”. Um karlmenn i samskonar keppni segir hann hinsvegar: „íslendingarnir” og „kanadamennirnir”. Og þá rennur upp fyrir mér um leið, hélt Sigurður áfram, að þannig er lika sagt frá leikjum milli félaga. Það eru „Vikingar”, „KR-ingar”, „Armenningar” osvfrv. sem keppa þegar karlaliðin eigast við, en þegar lýst er leikjum kvennaliðanna, þá eru það „Vikingsstúlkurnar”, „KR- stúlkurnar”, „Armanns- stúlkurnar” osfrv. Einsog þær séu einhverjir auka- gemlingar en ekki virkilegir félagsmenn, þe. raunverulegir Vikingar, KR-ingar, Armenn- ingar eða Framarar. Með von um að iþrótta- fréttamenn sjái að sér skulum við slá botninn i að sinni. —-vh

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.